Alþýðublaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 7
aæsr Þriðfudagur 15. marz 1977 .
OTLÖND 7
.. „Morðsaga?T ný íslenzk kvikmynd... | Darryl B Monte:
Faðirinn: Steindór Hjörleifsson
með myndina i stúdió og „eftir-
synka” hana sem kallað er en
það er að tala inn á hana aftur.
Slikt fyrirtæki er óhugnanlega
dýrt og ekki á færi nema stór-
fyrirtækja meö næstum ótak-
mörkuð fjárráð. Klipping er vel
af hendi leyst og nákvæmnis-
lega unnin, og vafasamt hvort
hægt væri að bæta um betur á
þvi sviði.
Tónlistin er þvi miður fremur
sundurlaus og vantar heildar-
stef i hana. Sennilega hefði
verið betra ef hægthefði veri-að
fá einhver- til að semja hana
sérstaklega fyrir myndina.
Stjórn er góð þótt maður hafi
það á tilfinningunni á köflum
að Reynir hafi veriö örlitið
nervös og kannski ekki verið of
viss um það sem hann var að
gera. En þaðerekkertsem er til
lýta og i heild er yfirbragö og
hrynjandi mynda'rinnar með
ágætum. Það má kannski deila
um myndina efnislega og
aðdraganda hennar upp að
endapunkti en yfirleitt heldur
efnið manni föstum og það eru
næstum hvergi dauðir punktar.
Ég vil eindregið hvetja fólk til
aö fara og berja Morðsögu
augum þviþetta er gottframtak
og ágætasta mynd og satt að
segja er myndin miklu betri en
ég átti von á. Þaö væri kannske
athugandi fyrir sjónvarpið að fá
Reynir tilað stjórna eins og einu
af þessum leikritum sem gerð
verða hjá stofnuninni á næst-
unni, þvi hann hefur sannað svo
ekki verður um villzt, að hann
hefurhæfileika til að bera I gerð
kvikmyndaefnis.
Þ.tl.B.
Ég hugsa að það mætti leggja
það nokkuð að jöfnu að koma
sér upp húsi og að gera kvik-
mynd. I báðum tilvikum er
nokkur áhætta fyrir hendi. Þaö
erallt i lagi að væla um styrki ef
maöur hefur sýnt að maður
þorir sjálfur að taka áhættuna.
Það er ekki hægt að ætlast til
þess aö þeir menn sem hafa
ráðstöfunarrétt yfir fé hins
almenna borgara, taki áhætt-
una þegar kvikmyndagerðar-
menn gera það ekki sjálfir, þótt
þeir geti byggt hús fyrir mikla
peninga.
Mér virðast kvikmynda-
gerðarmenn bara vera þátttak-
endur I lifsgæðakapphlaupinu.
En þetta stendur nú vonandi allt
til bóta með frumvarpinu um
kvikmyndasjóðinn sem mér
skilst að sé I deiglunni. Alþingis-
menn eru held ég hlynntir kvik-
myndum en þá vantar trúna á
kvikmyndagerðarmennina
sjálfa.
Það er kannski ekki nema von
þar sem svo illa tókst til með
kvikmyndasjóðinn sem stofn-
settur var á sinum tima að
frumkvæði Asgeirs heitins
Asgeirssonar. Þá var samþykkt
að skemmtanaskatturinn skyldi
renna til Islenzkrar kvikmynda-
gerðar og stofnsett var kvik-
myndafyrirtæki og sett upp
stúdió I húsi Rúgbrauðsgeröar-
innar, keypt tæki, ráðið fólk og
farið af stað með leikna mynd. t
þetta fyrirtæki var eytt formúu
og myndin svo sett I framköllun
til Danmerkur.
Það veitsjálfsagt enginn hvað
skeði eöa hvers vegna, en það
kom i ljós að það var engin
mynd á filmunni og máliö var
þaggað niður þar sem þetta
þótti hneyksli.
Nú, Alþingi tók af skarið og
breytti lögunum um
skemmtanaskattinn og nú er
hann m.a. notaður til að borga
félagsheimilabyggingar og
rekstur sinfóniuhljómsveitar-
innar.
Það sitja margir á þingi sem
muna eftir þessu máli og vita
meira um það en ég og það er
eðlilegt að þeir séu uggandi um
að svona endurtaki sig.
Nú er það svo að i Sviþjóð
hefur verið eytt hundruðum
miljóna i misjafnlega gufu-
kenndar hugmyndir sem aldrei
hafa svo orðið neitt. Enda eru
Sviar að ranka við sér og hafa
stórhert eftirlit með þvi i hvað
peningarnir fara.
A siðastliðnum 15 árum hafa
ekki komið fram margir menn
þar i landi sem virkilega geta
eitthvað. Það eru helst þeir Jan
Halldoff og Roy Anderson og svo
nokkrir minni spámenn.”
,,Nú hefur verið rætt nokkuð
um lögbann sem Borgfilm setti
á viðtal sem Samúel átti við
Þóru Sigurþórsdóttur og einn
sjálfstæður, vandaður og
hressilegur blaöamaður gerði
samning Borgfilm og Þóru að
umtalsefni. Um hvað var
málið?”
„Þóra var sú eina sem við
gerðum samning við og var það
vegna þess hversu ung hún er,
eða réttara sagt var þegar
samningurinn var gerður.
Samningurinn var gerður meö
hagsmuni Þóru i huga vegna
þess að við vildum ekki að verið
væri að misnota hana öðrum til
framdráttar.
Ef að Þóra fær einhver góð
tilboð þá sjáum við ekkert
athugavert við að hún taki
þeim. Reyndar hefur hún fengiö
eitt sem hún tók en það er i
sjónvarpsleikþáttum sem Hrafn
Gunnlaugsson er með ásamt
fleirum fyrir sjónvarpið.
Ég segi fyrir mig að ég yrði
persónulega ekkert mjög hrif-
inn ef að Þóra fengi eitthvert til-
boð sem hún tæki sem reyndist
svo vera i einhverri vafasamri
italskri eða þýskri mynd.
Jafnvel þótt það liti vel út þá
er ýmsu hægt að breyta án þess
aðnota leikara sem eru kannski
i aðalhlutverkum. Það er alltaf
hægt að finna varaskeifur i
vafasöm atriði og klippa svo
saman að það sjáist ekki.”
,,En nú orðaði þessi blaöa-
maður það sem svo að þú værir
orðinn kvikmyndajöfur eöa
„movie mogul”. Ertu þaö?”
,',Nei,” sagöi Reynir og dæsti.
Og meö það sláum við botninn I
þetta viötal. Þ.U.B.
Eyþjóð á krossgötum
Seychelles-eyjar hlutu sjálfstæði á síðasta
ári eftir 160 ára brezka stjórn
Ibúar Seychelles eyjaklasans
norður af Madagaskar fengu
sjálfstæði sitt viðurkennt þann
29. júni á liönu ári.
Þá höfðu eyjarnar lotið
brezkri stjórn i 160 ár. Eyjarnar
eru að tölunni til 86 með 60
þúsund ibúa og samanlegt land-
rúmi aðeins 107 ferhyrningsmil-
ur! Svo virðist i fljótu bragði, að
slikt kotriki geti naumast verið
þess umkomið að varðveita
sjálfstæði sitt. En allt um það
rikti einskær fögnuður þegar
brezki sambandsfáninn (Union
Jack) var niður dreginn i siö-
asta sinn og rauð-blá-hvitur fáni
eyjanna var dreginn að húni.
Það voru vist fáir eyjarskeggja
sem vöknaði ekki um augu við
það tækifæri.
Erlendir fréttamenn hug-
leiddu, hvort tárin þýddu eftir-
sjá eða gleði. Nýkjörinn forseti
eyjanna, Sir James R.
Mancham svaraði þeirri spurn-
ingu ljúflega. „Hér á eyjunum á
engin sorg heima við þetta tæki-
færi. Hér rlkir gleðin ein!”
Þessi nýi, 37 ára gamli valds-
maður, er reyndar ekki með öllu
óþekktur utan heimabyggðar.
Reyndar hefur hann orð á sér
fyrir að vera mikið kvennagull
En þó hann talaði hressilega,
verður þvi ekki neitað, að flest-
allir, sem fréttamenn ræddu við
— allt frá ráðherrum til kaup-
sýslumanna og vikadrengja og
bilstjóra — létu i ljós nokkrar
áhyggjur um framvindu mál-
anna.
i þjóðbraut
Kalla má að eyjarnar liggi i
einskonar þjóðbraut i ýmsum
skilningi. Rétt við þær liggur hin
mikilsverða skipaleið til Persa-
flóa. Þær eru i 1000 milna fjar-
lægð frá Mombasa í Kenya og
tvöfaldri þeirri fjarlægð frá
Bombay. Samband Afrikurikja
(OAU) hefur tekið við þeim sem
meðlim og sótt hefur verið um
aðild að Sameinuðu þjóðunum.
Eyjarnar yrðu að þvi
samþykktu 145. rikið innan
Sameinuðu þjóðanna. Sýnt þyk-
ir þvi, aö eyjaskeggjar verði að
samhæfa sig mjög svo breyttum
aðstæðum eftir hið nýfengna
frelsi.
Skiptar skoðanir
Þrátt fyrir allt er eða réttara
sagt var, ekki alger einhugur
um stjórnarformið. Svonefndur
Lýðræðisflokkur vildi halda
konungssambandi við Breta,
þótt annað yrði ofan á.
Forystumenn hans sögðu eitt-
hvað á þá leið. „Ef það er við
hæfi, að Bandarikin teygi sig til
Hawai og Frakkland til Thahiti,
hversvegna geta þá Seychelles
eyjar ekki tilheyrt Bretlandi?”
Blandað ætterni
íbúar Seychelleseyja eru af
mjög blönduðu ætterni. Þar er
að finna franskættað fólk,frá þvi
eyjarnar lutu Frökkum, sem
misstu þær i hendur Breta 1810.
Auk brezkættaðra eru þar einn-
ig Vestur-Afrlkubúar frá Gull-
ströndinni og nokkuð Indverja.
Tungumál eyjaskeggja ber vott
um þessa þjóðablöndun, nánast
eitthvað i átt við öll áðurtalin
móðurmál.
Fljótt á litið er þarna ekkert,
sem minnir á kynþáttaátök
„Við erum fágætt sýnishorn af
þvi, að allir kynþættir geta búið
saman i einingu andans”, segja
eyjaskeggjar. En við nánari
athugun kemur I ljós, aö yfir-
leitt eru Evrópuættaðir menn i
betri stöðum og hafa rýmri
hendur. Svo sagði okkur for-
stjóri ferðaskrifstofu á eyjun-
um, að samheldnin væri mest i
„lægri stéttunum”. Sjálfur er
hann gott dæmi um blóðblönd-
unina. Afi hans var franskur,
amma hans indversk, faðir hans
Portúgali og móðirin af
frumbyggjaættum eyjanna!
um 400 hótel, sem gætu rúmaö i
emu minnst 1700 manns.
Fnda þótt ýmsir eyjabua ali
of örs aöstreymis ferðamanna,
hugsa vist margir svipað og
S brezkættaði forsæt.sráð-
herra sem sagði:«Fiskveiðarn
ar eig’a að vera brauð okkar, en
ferðamannamóttaka smjorið.
Horft til framtiðarinnar
Aö sjálfsögðu er margs að
Bakvið tjöldin
Þrátt fyrir hið nýfengna sjálf-
stæði er sambandið við Bretland
nokkuð áberandi og brezk áhrif
vara sjálfsagt enn um hrið.
Þannig ráða brezkir þegnar
miklu um innflutningsverzlun-
ina. Barclays Bank er umfangs-
mesta peningastofnunin og
Bretarnir eru mikilsráðandi um
ferðamanna- og skemmtiiðnað
allan. Þvi er hvislað, að innan
þeirra hóps séu ráðin ráðin, en
forsetinn skrifi svo upp á vixil-
inn og framselji hann!
1 stað útflutnings á guanó og
ýmisskonar kryddjurta áður
treysta nú eyjaskeggjar á
ferðamannastrauminn sem
aðaltekjulind. A siðasta ári
heimsóttu 35 þús. ferðamenn
þessa eyja-paradis, eða meir en
helmingur íbúa rikisins að töl-
unni til. Þar af voru aðeins 1200
Bandarikjamenn, enda um
langan veg að sækja.
Aldingarðurinn Eden
Ollum ber saman um að flest
hjálpist að, til að gera eyjarnar
að eftirsóttri ferðamanna
paradis, loftslag, baðstrendur
og hlýlegt hæðalandslag. Agæt-
ur flugvöllur er á eyjunum og
uppi er áform um að reisa þar
gæta. fyrir svo smátt riki, sem
hér um ræðir. Landfræöilega
tilheyrir það Afriku og það er
næsta liklegt, að eyjarnar verði
að hafa fulla hliðsjón af þvi, sem
gerist á hinu „myrka megin-
landi”. Mörgum er þó I hug, að
feta i sömu slóð og t.d. Sviss, en
viðurkenna á þvi nokkra öröug-
leika. Meðan Bretar höfðu
þarna ennþá flotabækistöð
höfðu eyjarnar sérstaka hern-
aðarlega þýðingu. Ennþá eimir
eftir af þvi, þó smátt og smátt sé
hverfandi. Bandarikin fengu
leyfi til að reisa gervitunglastöð
fyrir 15 árum á aðaleynni og
greiddu fyrir það 10 milljónir
dollara siðasta áratuginn. Eyja-
skeggjar eru þess varir, að við
hið nýfengna frelsi hafa margs-
konar straumar tekið að leika
um eyjarnar i pólitiskum skiln-
ingi. Þar koma til bæði risaveld-
in og stórveldi, s.s. Kina og
Frakkland.
Risaveldin hafa ákveðið að
koma þarna upp sendiráðum og
ákveðið er að þau fái sameigin-
lega neðri hæðina á stjórnar-
ráðsbústað forsetans!
Eyjaskeggjar eru nú teknir að
velta fyrir sér þeirri spurningu.
Verður sjálfstæðið aðeins til
málamynda, eða tekst okkur að
sigla milli skers og báru?
Svör við þvi liggja ekki á
lausu.