Alþýðublaðið - 06.04.1977, Síða 5
Miðvikudagur 6. apríl 1977
VETTVANGUR 5
Hér sjást framsögamenn Oslófundarins, þar sem 15« fulltrúar jafna&armanna- og sósfoUstaflokka og
verkalýössambanda 118 löndum Vestur-Evrópu komu saman. Lengst til vinstri er Jim Callaghan, for-
sætisráöherra Breta, þá Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands, þá Oddvar Nordli, forsætisráð-
herra Norömanna, siöan Heinz Oscar Vetter, forseti Alþýöusambands Vestur-Þýzkalands og loks Reulf
Steen, formaöur norska Verkamannaflokksins.
European Labour Movement Cpnb
ECONOMIC POLICY AND FULL
Oslo >«fi april JPfi.7
Atvinna er
mannréttindi
Jafnadarmenn 18 Vestur-Evrópuþjóða
settu sér á f undi í Osló það markmið
að útrýma atvinnuleysi fyrir árið 1980
Jafnaðarmenn i
Vestur-Evrópu hafa
sett sér það markmið
að berjast fyrir fullri
atvinnu fyrir 1980 en nú
eru yfir 5 milljónir
manna atvinnulausir i
þessum löndum. Þeir
telja að þetta eigi að
vera æðsta markmið i
efnahagsstefnu hvers
rikis og geti gerzt án
aukinnar verðbólgu.
Þessi var megin-
niðurstaða á fundi sem
jafnaðarmannaflokkar
18 landa, fulltrúar
sósialdemókrata- og
sósialistaflokka og
verkalýðssambanda
héldu I Oslo um siðustu
helgi. Hafði samstarfs-
nefnd flokkanna og
verklýðshreyfingar-
innar á Norðurlöndum
boðið til fundaríns, en
meðal rúmlega 150
þátttakenda voru til
dæmis James
Callaghan, Helmut
Schmidt, Anker
Jörgensen, Oluf
Palme, Oddvar Nordli
og fjöldi annarra
áhrifamanna.
Fulltrúi Islands á fundinum
var Benedikt Gröndal, for-
maöur Alþýöuflokksins og átti
hann sæti i einu nefnd fundar-
ins, þeirri sem undirbjó þá
stefnuyfirlýsingu sem i lokin
var einróma samþykkt. For-
maöur þeirrar nefndar var
Michel Rochart, varaformaöur
franska jafnaöarmannaflokks-
ins.
Meginefni yfirlýsingarinnar
er, aö atvinna sé mannréttindi.
Þess vegna veröi rlkisstjómir
aö hafa virka efnahagsmóla-
stefnu og sameiginleg markmiö
til þess aö útrýma atvinnuleys-
inu fyrir 1980.
Hagvöxtur veröur aö stuöla
að aukinni mannlegri velferö
segir ennfremur. Þvl marki
veröur aö ná meö skipulegri
aukningu á opinberri þjónustu
og framkvæmdum og átökum til
aö bæta starfsumhverfi.
Fjárfestingu verða rikis-
stjórnir aö efla til aö auka at-
vinnu, og er nauösynlegt aö
skipulögö fjárfestingastefna
byggist á samræmingu einka-
fjárfestingar og opinberrar
fjárfestingar.
Móta verður skýra vinnu-
markaösstefnu meö völdum
ráöstöfunum tii aö auka at-
vinnu, en aögeröir gegn verö-
bólgu veröuraö móta með tilliti
til þessa.
Baráttan gegn veröbólgu má
ekki vera og þarf ekki aö vera á
kostnaö atvinnunnar.
Samstarf rikja um efnahags-
mál veröur að aukast, bæöi
hvaö snertir gengisbreytingar,
viöskiptahalla og fleira. Þau
riki.sem eru efnahagslega
sterk, veröa aö auka eftirspurn
til þess aö auka atvinnu, en hin,
sem eiga viö veröbólgu og
viöskiptahalla aö strlöa, veröa
aö leggja áherzlu á aö leysa
þann vanda án þess aö kalla
fram atvinnuleysi.
Fjölmörg önnur atriöi komu
fram 1 samþykktum ráöstefn-
unnar, svo og i itarlegri skýrslu
um efnahags- og" atvinnumál
Evrópu, sem hópur sérfræöinga
haföi undirbúið fyrir fundinn i
Oslo.
Fundurinn i Oslo var hinn
fyrsti sinnar tegundar, þar sem
fulltrúar stjórnmálaflokka og
verkalýöshreyfinga svo margra
Evrópulanda komu saman til aö
ræöa atvinnumálin. Ahrif
fundarins eru þegar tryggö sök-
um þess hve margir flokkanna
eru i rikisstjómum og hve
áhrifamikil verkalýössambönd
þessara landa eru. Þar aö auki
voru á fundinum áheymarfull-
trúar margra alþjóðasamtaka,
en samþykktin veröur send
æöstu mönnum Efnahags-
bandalagsins og EFTA, aöilum
rikisleiötogafundarins i London
i mai (þar sem Carter Banda-
rikjaforseti veröur meðal þátt-
takenda) OECD og fleiri sam-
tökum og samkomum um efna-
hagsmál. Aö sjálfsögöu veröa
rikisstjómum allra 18 landa,
þar á meöal Islands sendar
niöurstöður fundarins.
Schmidt hefur sérstöðu
Enda þótt niöurstööur fundar-
ins væru samþykktar einróma
kom fram nokkur ágreiningur
um leiöir til aö ná fullri atvinnu.
Helmut Schmidt, kanslari Vest-
ur-Þjóöverja, hafði sérstööu að
þvi leyti, aö hann heldur fast við
þá heföbundnu skoöun, aö bar-
áttan gegn verðbólgu veröi aö
ganga fyrir öllu ööru,leggja beri
áherzlu á aö endurvekja traust
til efnahagskerfis þjóðanna,
sem séu hver annarri háöar, og
þá muni vandamál eins og at-
vinnuleysi hjaöna. Schmidt
flutti þrumuræöu á fundinum,
sem vakti mikla athygli og for-
dæmdi hann meöal annars
gengislækkanir, sem hann sagöi
aö ávallt enduöu i aukinni verö-
bólgu, en meö þeim væri ein
þjóö aö leysa vandamál sln:ó
kostnaö annarra. 1 Vestur-
Þýzkalandi er veröbólga aöeins
yfir 4% — en atvinnuleysingjar
eru yfir 1 milljón. Nokkuö var
annar tónn í ræöu Heinz Oscars
Vetters, formanns þýzka al-
þýöusambandsins, enda þótt
samstarf verklýösfélaganna
þar i landi viö rikisstjórn
jafnaöarmanna hafi veriö og sé
gott.
Ræöa Callaghans og einnig
Barböru Castle frá Bretlandi
var allt annars eölisÞau drógu
fram grundvallar erfiöleika
Breta viö aö koma iönaöi sinum
i nútima horf og laga sig aö
breyttum aöstæöum eftir missi
heimsveldis og hagkerfis þess.
Ráöstafanir brezkra stórnvalda
hafa veriömjög i sama anda og
samþykkt fundarins. Vestur-
Þjdöverjar hreyföu ekki and-
mælum viö ályktuninni þrátt
fyrir sérstööu Helmut Schmidts.
Samstarf stjórnmála-
flokka og verkalýðs-
hreyfingar
1 ályktun Oslófundarins er
bent á, aö hann hafi sýnt hið
mikla gildi náins samstarfs
milli jafnaöarmannaflokka og
verkalýöshreyfingarinnar. Bent
var á aö meö samtökum gætu
launþegar greinilega myndað
meirihluta i löndum Vestur-
Evrópu. Þessi samvinna flokka
og alþýöusambanda væri mjög
mikils viröi fyrir allt efnahags-
llf og félagslega þróun
þjóöanna.
lili
III!
Helmut Schmidtflutti þrumuræöu á fundinum og vakti hún mikla
athygli. Hann hefur sérstööu I efnahagsstefnu meöal jafnaöar-
manna, enda hafa Þjóöverjar af sögulegum ástæöum mikinn beig af
veröbólgu. Þrátt fyrir ræöu Schmidts var ályktun fundarins sam-
þykkt einróma i lokin.
Irish
of T»ri
Nokkrir fuiltrúar á Oslofundinum, t.v. Tom McGrath, fulltrúi frska
alþýöusambandsins og Benedikt Gröndal, fulltrúi Alþýöuflokksins.