Alþýðublaðið - 06.04.1977, Side 13

Alþýðublaðið - 06.04.1977, Side 13
 Miðvikudagur 6. apríl 1977 Háta'ðarhljómleikar Pólýfón kórsins á morgun Hátlöarhljómleikar Pólýfón- kórsins I tilefni af 20 ára starfs- afmæli veröa haldnir i Háskóla- blói á morgun, sklrdag. Þetta eru lokahljóm.leikar kórsins, þvl eins og kunnugt er hefur Ingólf- ur Guöbrandsson ákveöiö aö láta af störfum sem stjórnandi kórsins. í efnisskrá hljómleikanna rit- ar Thor Vilhjálmsson inngangs- orð þau sem hér fara á eftir: Hér er söngur sem gengur til hugar og hjarta, hófstilltur vel og fágaöur — andstæöur öskr- inu, hrekkur undan harkinu og sigrar þaö þó. Hvaö bvöir oröiö pólyfón? Fjölhljömandi raddir sem flétt- ast, þar ómar allt I sátt( þá verður hver tónn aö vera réttur, allar raddir hreinar sér og sam- anstilltar hverri hinna, allt bæöi gott sér og samgott. Þaö er vel aö sumir menn láti ekki ötula agenta uppblásturs- ins og eyöileika tefja för sina og framtak hvaö þá hindra, sem jafnan telja úr og tlunda tor- merkin viö aö framkvæma djarfar hugsjónir og eru svo fundarglaöir á gatnamótum og I öldurhúsum og nýtnir á sam- kvæmistækifærin til aö iöka frá- dráttarreikning I menningar- mati og samþykkja fordæmingu á alla viöleitni sem stefnir til hins ómetanlega; sem byggir á fullkomnunardraumnum; sem þráir þaö sem aldrei veröur náð en stefnir þó I þá átt, þrep af þrepi, fet fyrir fet. Þú hóar sam- an fólki sem þráir meö þér hinn hreina tón, hvernig sem þú átt nú aö fara aö þvl aö eignast hann. Þiö reyniö aftur og aftur, leitiö, aftur og aftur; viö skulum syngja þetta enn einu sinni og reyna aö komast aöeins nær. Þvl betur þú syngur því strang- ari er krafan, þráin heitari. Kallaröu þetta ást? Þetta und- arlega aflsem kallar á þaö sem býr einhversstaöar djúpt í þér, þú þekkir þaö ekki sjálfur, og lætur þig vaxa I stööugri viö- leitni. Til aö veröa sá sem þig dreymdi, svo þú getir þjónaö betur þvl ómælanlega. Suma dreymir aö syngja fyrir sina þjóö þaö sem var ort fyrir heiminn; og svo ertu einn dag- inn kallaöur út I löndin, þú ert farinn aö syngja meö þeim sem þar voru helzt til þess kjörnir fyrir heiminn þessi erindismál mannshjartans sem er sam- eignararfur þjóöanna, hæversk- ur erindreki, heimsskáld- skapari. Og nú máttu ekki hætta. Þú hefur eignazt hljóöfæriö og lært meö aö fara þaö sem þó veröur aldrei fulllært. I höndum ofurhugans Ingólfs hefur Polyfónkórinn sem hann stofnaði mótaöi og stýrir.oröiö dýrmætt hljóöfæri sem viö vilj- um halda áfram aö hlusta^á, mib- ill handa okkur til framfærslu á vængbornum söngerindum skálda sem ortu fyrir allan heiminn og alla tiö; auk þess stdlt okkar oft á þjóðaþingum með lotningarfullum og hrein- ræktuöum söng slnum. ómæld eru áhrif hans þegar oröin á tón- mennt þjóöarinnar á tuttugu ára lífsskeiði kórsins; skyldi söngsmekkur ekki hafa tekið stökk slöan kór þessi hóf starf? Og ekki verður heldur mælt dýr- mætiö sem felst I yndi þeirra sjálfra sem sungiö hafa þar samkvæmt sins hjarta þrá; fyrir okkur sem hlýtt höfum og heyra vildum enn, þökk Polýfónkórn- um upphafsmanni hans og fóstra, stjórnandanum Ingólfi Guöbrandssyni. Thor Vilhjálmsson. Svavar Guðnason í Bogasalnum SAL ARKITEKTA Það er ekki svo litið aðheita Svavar Guðna- son i heimi myndlistar á íslandi. Og jafnvel þótt viðar sé farið hefur sterkur tjáningarmáti þessa manns hvar- vetna vakið mikla og verðskuldaða athygli. Fyrst þegar maöur rekur nef- iö inn I gættina I Bogasal Þjóðminjasafnsins og lltur yfir myndirnar sem hanga á veggj- unum, dettur manni helzt I hug ab maöur sé kominn á skólasýn- ingu I einhverjum gagnfræöa- sköla borgarinnar, þar sem ungar manneskjur hafa sett upp sýningu abstraktmynda, væntanlega þeirra beztu, aö loknu skólaári. Þetta er ekki sagt sýningu Svavars til hnjóös, heldur þvert á móti, og mættu ýmsir málar- ar, sem fást viö aö mála abstrakt myndir hafa þetta I huga viö ýmiss tækifæri. Svavar sýnir þarna 30 vatns- lita- og krítarmyndir og er verö þeirra frá 45 þúsund krónum upp I 250 þúsund, Flestar mynd- irnar eru á um 100 þúsund krón- ur, og veröur þaö varla taliö mikiö verö fyrir eitt stykki af Svavari. Sýningin veröur opin til 17. april. — BJ. Steinþór Marinó Gunnarsson hefur opnaö 11. einkasýningu slna i Sýningarsal Arkitekta- félagsins I Húsi Málarans aö Grensásvegi 13. Steinþór sýnir þarna 60 myndir, bæöi oliumál- verk og vatnslitamyndir. Vatnslitamyndirnar vekja mesta athygli, enda eru þær unnar á mjög frumlegan og skemmtilegan hátt. Þá eru á sýningunni nokkrar relief myndir, þar sem listamaöurinn notar form úr landslagi sem fyrirmynd. Þaö er mjög einkennandi fyrir aliar fantasiur Steinþórs Marinós, aö viöfangsefnin eru sótt i landslag. Sjálfur segist Steinþór ekki mála abstrakt, aöeins útfæra form mótlvsins á þann hátt, sem bezt hentar þeirri mynd, sem hann er aö skapa hverju sinni. Myndimar eru ailar málaöar siöastliöin tvö ár og er verö þeirra frá 25 þúsund og upp 1180 þúsund krónur. Um sýninguna segir Steinþór Marinó: „A feröum minum um öræfi og óbyggðir Islands, um strandir, dali og fjöll, hef ég kynnzthvaö náttúra landsins er slbreytileg og rik af fegurö, og hve þar eru mörg ótæmandi verkefni til myndgeröar. Ég hef alltaf leitazt viö aö teikna og mála samband mitt viö náttúr- una og reynt aö ná einhvers- konar ljóörænni stemmningu I myndir mlnar.” Sýningin veröur opin frá kl. 14 til 22 daglega til 11. april. — BJ. Styrkið neyöarvamir RAUÐA KROSS ÍSLANDS Tækni/Vísindi Lækningar við offitu? 2. Rannsóknir á orsökum offitu verða aö standa i sambandi viö þá staöreynd aö mannsllkaminn er liffærakerfi sem notar orku. kaloriur birgöir Orkaj I notuö Likaminn fær orku slna úr mat og drykk, — en hann lýtur samt sem áöur þvi náttúrulögmáii aö orku er tavorki hægt aö búa til né eyöa. Ef llkaminn fær meiri orku en hann eyöir kemur bann sér upp birgöum, og ef hann fær minna en hann þarf eyölr hann af birgöum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.