Alþýðublaðið - 06.04.1977, Síða 18

Alþýðublaðið - 06.04.1977, Síða 18
lBLISTlfmtWNING Miðvikudagur 6. apríl 1977I1 saar Áskorun um greiðslu fast-1 eignagjalda til fasteigna- skattsgreiðenda í Reykjanesumdæmi SASÍR Hér með er skorað á alla þá, sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalda fyrir árið 1977, að ljúka greiðslu alls fast- eignagjalds, innan 30 daga frá birtingu á- skorunar þessarar. Óskað verður nauð- ungaruppboðs, samkvæmt lögum nr. 49 frá 1951, á fasteignum hjá þeim, sem enn hafa eigi lokið greiðslu gjaldsins 1. mai n.k. Fyrir hönd sveitarfélaganna i Reykjanes- umdæmi. Samtök sveitarfélaga i Reykjanesumdæmi. Símaskráin 1977 Afhending simaskrárinar 1977 hefst þriðjudaginn 12. april til simnotenda. 1 Reykjavik verður simaskráin afgreidd á Aðalpósthúsinu, gengið inn frá Austur- stræti, daglega kl. 9-18 nema laugardag- inn 16. april kl. 9-12. í Hafnarfirði verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni við Strandgötu. t Kópavogi verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni, Digranesvegi 9. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simaskrám eða fleirum, fá skrárnar send- ar heim. Heimsendingin hefst þriðjudag- inn 12. april n.k. í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði verður símaskráin aðeins afhent gegn af- hendingarseðlum, sem póstlagðir voru i dag til simnotenda. Athygli simnotenda skal vakin á þvi að simaskráin 1977 gengur í gildi frá og með sunnudeginum 1. mai 1977. Simnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1976 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur i gildi. Póst- og simamálastjórnin. Utanlandsferðir Alþýðuflokksins 1. Ferð til Gardavatns á ítaliu, 19. mai til 4. júni 2. Ferð til Júgóslaviu, 5. júli til23. júli 3. Ferðir til Grikklands, 5. júni, 29. júni og 7. júli. Allt 15 daga ferðir. Allar upplýsingar eru veittar á Skrifstofu Alþýðuflokksins, sima 1-50-20 og 1-67-24. Alþýðuf lokkurinn. Útgáfufélagið Gagn og gaman: Gunnlaugur S. Gíslason sýnir í Norræna húsinu Um þessar mundir sýnir Gunnlaugur Stefán Gislason 39 vatnslitamyndir i kjall- ara Norræna hússins. Hér er á ferðinni fyrsta einkasýning Gunn- laugs, en hann hefur tekið þátt i sam- sýningum nokkrum sinnum áður, má þar nefna Norræna mynd- listarsýningu ungra myndlistarmanna i Helsingfors árið 1968, farandsýninguna Fjór- ar núlifandi kynslóðir I islenzkri myndlist 1970- 1971, sem sýnd var á Norðurlöndum, auk þess sem Gunnlaugur var þátttakandi i Lista- hátið i Reykjavik 1970. Gunnlaugur er fædd- ur i Hafnarfirði 28. júli 1944. Hann stundaði nám I Myndlista- og handiðaskóla Islands um tveggja ára skeið og fór siðan i náms- og kynnisferð til Sviþjóð- ar, Finnlands og Dan- hefur Gunnlaugur ein- sýningunni frá þvi merkur árið 1968. göngu málað i vatnslit- timabili. Undanfarin tvö ár um og eru myndimar á -gek KYNNINGARFUNDUR Á LAUGARDAGINN í Norræna húsÍDU Útgáfufélagiö Gagn og Gaman hefur nú starfað i tvo mánuöi. A þeim tima hefur söfnun félaga staöiö i fullum gangi, en samþykkt var á stofn- fundi 24. janúar aö þeir sem gengu I félagiö fyrir 1. júni skyldu njóta áskriftar á útgáfu félagsins til tveggja ára gegn 5000 kr. félagsgjaldi. Eftir páska er væntanleg á markaö fyrsta plata félagsins, Kvöld- fréttir, meö Olgu Guörúnu Ámadóttur, en efniö er allt eftir ólaf Hauk Simonarson, ljóö og lög. Næst komandi laugardag hyggst félagiö gangast fyrir kynningu á skipulagi sinu og markmiöum. Veröur kynningin i Norræna húsinu og hefst klukkan 16. Einnig veröur plata Olgu kynnt þar I heild. Stofnun Gagns og Garaans i janúar siöast iiönum var gerö i þeim tilgangi aö rjúfa þaö ástand sem um langt skeiö hef- ur ríkt I útgáfu og dreifingu á róttækri list. Félagiö, en þaö er öllum opiö, ætlar séraö vinna aö útgáfu róttækrar listar og einnig aö koma i veg fyrir þann háa kostnaö sem hlýzt i dreifingu meö milliliöum. Útgáfuverkum veröur þvi dreift beint til félags- manna á félagsveröi, sem verö- ur mun lægra en verö smásöl- unnar. Auk þessara hlunninda félagsmanna er til þess ætlazt aö þeir taki þátt i ákvaröana- töku um verkefni og starf á félagsfundum, sem haldnir eru ársf jóröungslega og stýra starfi félagsins. Fyrsta verkefni Gagns og Gamans var plata Olgu, Kvöld- fréttir. Var vinnslu hennar lokiö um miöjan febrúar og veröur hún komin á markaö eftir páska. Karl Sighvatsson sá um útsetningar á lögum Ólafs Hauks, og leikur auk þess á hljómborö. Tómas Tómasson sér um bassann, en Þóröur Amason um gitara, Ragnar Sigurjónsson og Askell Másson annast slagverk. A plötunni eru 12 lög. Næsta verkefni félagsins veröur barnaplatan Gagn og Gaman. Textar veröa eftir Pétur Gunnarsson, en lög eftir Valgeir Guöjónsson (Spilverk- iö), og Leif Hauksson (Þokka- bót). Vinnsla hefst á henni um mánaöamótin mai-júni. Báöar þessar plötur veröa einnig gefn- ar út á kassettum. Félagar Gagns og Gamans eru ákveönir I aö vinna félaginu fastan og öruggan sess i islenzkri útgáfu. Auk tónlistar- verkefna er þegar mikill áhugi innan félagins um útgáfu islenzkra ritverka. En útgáfa sem þessi er kostnaöarsöm. Þaö er þvi aöeins meö þátttöku sem flestra aö viö getum staöiö traustum fótum. Viit þú gerast útgefandi? Ef svo er littu þá inná fundinn á laugardag fyrir páska i Norræna húsinu. Einnig er giró- reikningur Gagns og Gamans opinn fyrir félagsgjaldi til tveggja ára, kr. 5000. Númeriö er 30900-1.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.