Alþýðublaðið - 04.05.1977, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 04.05.1977, Qupperneq 7
MbSm Miðvikudagur 4. maí 1977 ÚTLOMP 7 Er Ali Bhutto að syngja sitt síðasta? I janúar síðastliðnum þegar forsætisráðherra Pakistans/ Zulfikar Ali BhuttO/ boðaði til þing- kosninga þar i landi lét hann svo um mælt að Pakistan væri eina lýð- ræðislandið i Suður-Asíu. Þegar Indira Ghandi kom fram fjórtándögum síðar og boðaði til kosninga á Indlandi sagði Bhutto að hún hefði neyðzt til að fylgja hinu góða fordæmi sínu. Og Indira fékk slnar kosn- ingar. Þær fóru fram á heiöar- legan hátt og með þeim var end- ir bundinn á stjórnmálaframa frú Ghandi (og sonar hennar). t Pakistan voru lika haldnar áöur auglýstar kosningar og ekki komu úrslitin þar mönnum sið- ur á óvart en á Indlandi. Þjóöar- flokkur Ali Bhuttos (PPP) kom út úr kosningunum sem sigur- vegari og fékk 145 af 200 þing- sætum i þjóðþinginu. Stjórnarandstöðuflokkarnir niu sem vinna saman i „pakist- anska þjóöarbandalaginu” fengu, — að þvi er opinberar fregnir herma — einungis 36 fulltrúa. 19 þingmenn fóru inn á þing án þess að til kosninga Sem dæmi má nefna að i kjör- dæmi Bhuttos var mótfram- bjóðandinn fangelsaður rétt i tæka tið áöur en hann gat fyllt út framboðsskjölin. Margir af samstarfsmönnum Bhuttos hlutu kosningu á sama hátt. Kosningasvik og prettir uröu til þess að stjórnarandstaðan ákvað aö senda engan þingfull- trúa sinna til þings og neitaði að taka þátt i héraðsstjórnarkosn- ingum sem fram áttu að fara 3 dögum siðar eða 10. marz. Hvers vegna kosningasviký Hversvegna viöhafði Bhutto kosningasvik? Er nema von að maður spyrji, þvi flestir þeir sem fylgzt hafa með þróun mála i Pakistan telja að Bhutto hefði komið út úr heiðarlegum kosn- ingum sem sigurvegari, þó ekki hefði hann hlotið sllkan meiri- hluta atkvæða og raunin varö á i „svika” kosningunum. Astandið i Pakistan hefur stórversnaö siðan upp komst um svik Bhuttos. Komið hefur til óeirða viða i landinu og ljóst er af þátttökunni I mótmælaað- gerðum stjórnarandstöðunnar aö hún á aö baki sér fleiri fylgis- menn en kosningatölur Bhutto- stjórnarinnar segja til um. Stjórnarandstaðan krefst þess eindregið að Bhutto segi af sér Hinn umdeildi forsætisráftherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto Sorgarsaga 1 raun og veru má segja að þetta sé sorgarsaga fyrir Pakistan og Pakistana, þvi aldrei hafði landið fengið eins efnilegan og mikilhæfan leið- toga eins og þegar Ali Bhutto komst til valda i Pakistan, fyrst sem forseti og siöan' sem for- sætisráðh. árið 1973.1 utanrikis- málum hefur Bhutto haft „sitt á þurru”. Sambandiö við Indland og Bangladesh er nokkuö gott og stuðningur Bhuttos við OPEC löndin hefur tryggt honum efna- hagshjálp frá oliurikjunum. Bhutto lofaði landsmönnum miklum umbótum i innanrikis- málum þegar hann kom til valda. Nokkur þessara loforða hefur hann efnt, en flest þeirra hafa týnzt á leiöinni gegnum gjörspillt stjórnsýslukerfið. Andúð Bhuttos á allri andstöðu hefur gert það að verkum að i stjórnaflokknum eru nú við stjórnvölinn augnþjónar for- sætisráðherrans sem skriða fyrir honum i von um vegtyllur. 1 Pakistan er valdniðsla nú miklu meiri en á Indlandi á sið- asta stjórnarári frú Ghandi, og er þá langt til jafnaö. Ekki séð fyrir endann á deilunni Þaö er sem sagt ekki útlit fyrir að Bhutto og andstæðingar hans geri út um deilumál sin á um framgang mála í Pakistan Ovissa 'kæmi þvi stjórnarandstaöan bauð ekki fram i þeim kjör- dæmum. Þessir 19 þingmenn eru allir úr flokki Bhuttos (PPP) og er hann sjálfur einn þeirra. En þaö var ýmislegt athuga- vert við „kosningasigur” Bhuttos. Hinar rikisreknu út- varps- og sjónvarpsstöðvar hófu til dæmis að greina frá úrslit- um i kjördæmum þar sem taln- ing var ekki hafin. Og hvernig skyldi hafa staöiö á þvi að stjórnarandstaðan bauö ekki fram i kjördæmunum 19? Svar: þegar I stað og sem fyrr segir hafa landsmenn tekið undir kröfuna með öflugum mót- mælagöngum, fundum og verk- föllum. 1 þessum átökum hafa milli 200 og 300 manns látið lifið. Þá hafa sendiherrar Pakistans i Grikklandi og á Spáni sagt af sér I mótmæla- skyni viö „einræðistilhneig- ingar” Bhuttos! En Zulfihar Ali Bhutto hefur hingað til ekki látiö mótmælin á sig fá. Stjórn hans er hin lögleg- a stjórn Pakistans, að þvi er hann segir. Svo til allir stjórnarandstöðuleiðtogarnir sitja nú i fangelsum og ritskoð- un blaða er algjör. Fyrir tveim vikum blandaöi Bhutto hernum i málið með þvi að lýsa yfir neyðarástandi i höfuðborginni Karachi og fleiri borgum þar sem mest hefur borið á óeirð- um. Samkomulag? Siðustu daga hafa raddir ver- ið á lofti þess efnis aö horfur séu á samkomulagi milli Bhuttos og stjórnarandstöðunnar. 1 sam- komulagi þessu verði gert ráö fyrir nýjum kosningum, en Bhutto muni sitja sem forsætis- ráðherra fram yfir kosningarn- ar. En þar til að annaö kemur i ljós mun vissast að taka þessum fregnum með varúð, þvi leiötog- ar stjórnarandstöðunnar munu mjög tortryggnir á orö forsætis- ráöherrans, og hver getur láð þeim það. 1 Pakistan segja menn gjarnan þessa dagana; „Hver sem tekur i höndina á Ali Bhutto á það á hættu að verða nokkrum fingrum fátækari”. næstunni. Möguleiki er á að boö- að verði til nýrra kosninga, en margir telja að Bhutto kjósi heldur að sitja áfram með her- inn sér til fulltingis. Ef svo fer eru allar likur á að valdniðsla og einræðistilhneigingar stjórnar- innar færist i vöxt.Til eru þeir sem halda þvi fram að ef svo fari geti komið til byltingar hersins, þvi þótt hershöfð- ingjarnir séu hollir tryggir stuðningsmenn forsetans hefur orðrómur verið á sveimi um að vaxandi óróa gæti nú i röðum liðsforingja. Es VIÐURKENNING SPÁNSKRA YFIRVALDA A KOMMÚNISTAFLOKKI SPÁNAR: VEKUR ENGAN FÖGNUÐ í MOSKVU Leyfi til handa spenska kommiinistaflokknum til aft starfa er fyrst og fremst persónulegur sigur Santiago Cariilo. Hin aldna lifandi „þjóðsaga” frá spönsku borgarastyrj- öldinni, Dolores Iburri „La pasonaria” er nú á leið heim eftir 38 ára útlegð i Moskvu. Hún er 81 árs. La Pasonaria þekkir sig orðið mætavel i Moskvu og hefur vissu- lega ekki óblandna aðdáun á stjórnar- farinu þar. Þannig studdi hún Santiago Carillo sem þá var aðalritari spánska kommúnistaflokksins, i tilraunum hans við að færa flokkinn i lýðræðisátt, eftir upp- ljóstranir Krúsoffs á grimmdaræði Stalins 1956. Spánski ' kommúnistaflokk- urinn varö fyrstur til hér I Vestur-Evrópu, að kasta smátt og smátt trúnni á hið rússneska forræði og halla sér að lýðræðis- sinnaöri leiðum til framgangs sósialismans. Talið er, að áhrif Carillos nái býsna langt inn I raöir jafnvel miðflokka, og vist er það að áhrif sósialdemokrata og mið- flokka entust honum til að fá kommúnistaflokkinn viður- kenndan. Þetta hefði ekki tekist, ef flokkurinn hefði staðið á Moskvulinunni. Carillo hefur fengiö heilla- skeyti frá forseta Rúmeniu, Ceausescu, sem einnig er flokksformaöur þar, með þann árangur, sem hann hefur náð á Spáni. Aðrir austantjaldsleiötogar hafa verið hljóðir um allar slikar óskir, þó flokkarnir telji sig fagna framgangi Carillos. Hér er þó Moskva undanskilin! Moskóvltar hafa gert Itrekaöar tilraunir til að splundra spánska kommúnista- flokknum, en án árangurs, og þeir urðu að bita I þaö súra epU, að semja friö viö Carillo, þegar hann heimsótti þá! Hitt hefur ekki dulizt þeim, að hann hefur verið i fararbroddi kommúnistaleiðtoga um aft gagnrýna Rússa opinskátt. Carillo var engin launung á, að hann hefði snúizt til vopnaörar varnar I sporum Dubchecks, þegar Rússar réöust inn I Tékkóslóvakfu I ágúst 1968! Þá hefur hann ekki veriö mjúkmáll um kúgun and- ófsmannanna i Tékkóslóvakfu, vegna „Charta 77”. Nú, þegar Carillo kemur fram sem tvimælalaus leiötogi hins vel skipulagða spánska kommúnistaflokks, og hefur fengið löggildingu stjórnvalda Spánar á starfsemi hans, verður hann vitanlega sterkur innan samtaka Vestur-E vrópu flokkanna. Þristirnið Carillo, Berlinguer g Marchais er hreint ekki litið hýru auga 1 Moskvu! Ekkert bendir til, að gagnrýni hans á Moskvuvaldinu sé neitt Jeikspil, heldur ærlega meint. 1 raun og veru er skammt milli vinnubragöa hans og lýðræðissinnaðra sósialista. Allt þetta sviður Moskóvitum, og þó ef til vill mest, að þeim dylst ekki, að samband hans við itölsku og frönsku kommúnista- leiðtogana getur hvenær sem er kubbað sundur hina þekktu Moskvulinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.