Alþýðublaðið - 04.05.1977, Síða 11

Alþýðublaðið - 04.05.1977, Síða 11
Miðvikudagur 4. maí 1977 USTIR/MENNING 11 JÓNAS MEÐ EINKASÝNINGU A KJARVALSSTÖÐUM Á , laugardaginn opnaði Jónas Guð- mundsson rithöfundur, og listmálari mál- verkasýningu að Kjar- valsstöðum. Á sýning- unni eru rúmlega 70 myndir, flestar vatns- litamyndir, og eru þær málaðar á árunum 1976 og 1977. Þá eru og sýndar nokkrar eldri myndir, þar af nokkrar sem eru i einkaeign. Jónas Guðmundsson mun bráðlega sýna verk sin á árlegri vor- sýningu i Galleri Clas- ing i Vestur-Þýzka- landi. Er það einkasýn- ing sem stendur i tvo mánuði og heldur stofnunin árlega slika sýningu til kynningar á innlendum og erlend- um listamönnum. —mynd&texti: —ARH flllir unglingar ættu að geta haft nóg fyrir stafni í sumar: Reiðskóli, sigl- inganámskeið hjólreiðar og sveitaferðir - ER MEÐAL ÞESS SEM ÆSKULÝÐSRÁÐ BÝÐUR Í SUMAR Æskulýðsráð hefur sent frá sér bæklinginn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1977”. í bæklingnum er fram- boð borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga i sumar. Flest atriöin sem boðiö er upp á snerta iþróttir og útivist, en einnig skemmtisamkomur ungs fólks. Þær stofnanir sem bjóöa upp á leiki og störf fyrir unga fólkið i sumar eru Fræðsluskrif- stofa Reykjavikur, Æskulýös- ráö Reykjavikur, Leikvalla- nefnd Reykjavikur, Iþróttaráö Reykjavikur, Skólagaröar Reykjavikur og Vinnuskóli Reykj avikur. Siglingar Meðal þesssem unglingum er gefinn kostur á að stunda eru siglingar i Nauthólsvik. Þaö er siglingaklúbburinn Siglunes, sem býður upp á siglinganám- skeiö, fyrir byr jendur og lengra komna. Námskeiöin veröa i Nauthólsvik og veröur kennd meöferð báta og sigling segl- báta, einfaldar siglingareglur, varúð og viöbrögö við óhöppum á sjó og umhiröu búnaðar. Hestamennska Reiðskóli veröur starfræktur ú vegum Æskulýösráös Reykja- vikur og Hestamannafélagsins Fáks. Haldin verða tveggja vikna námskeið, aldur þátttak- enda er 8-14 ára og þátttöku- gjald kr. 12.000. HORNID Skrjfið eða hringið í síma 81866 Opin hús 1 safnaðarheimili Bústaða- sóknar verður eitthvaö um aö vera hvert kvöld vikunnar i sumar. Má þar nefna diskótek, leiktæki, hjólreiðar, gönguferðir og fleira. Aldurstakmark er ýmist fædd 62,63 eöa 64 og eldri. Að Frlkirkjuvegi 11, verða starfræktir skemmti- og feröa- klúbbar og leikklúbbur unga fólksins Elding, veröur þar einnig. Þar er góö aðstaða til fundarhalda fyrir æskulýðsfélög og samtök. 1 Fellahelli verður nóg um að vera, áð venju. Diskótek á föstudögum og ýmiss konar úti- störf fyrir börn og unglinga. Kynnisferðir i sveitina Fyrri hluta júnimánaðar verður farið i kynnisferðir á sveitaheimili i Árnes- eða Rang- árvallasýslu. Ferðirnar taka þrjá daga og verður dvalið á heimilinum. Dvölin er ókeypis en þátttakendur skuldbinda sig til að veita jafnöldrum úr sveit- inni fyrirgreiðslu i Reykjavik. Fargjöld eru frá 800-1200 krón- ur, og er innritaö á Frikirkju- vegi 11. Þetta er bara smáhluti af þvi sem Æskulýðsráð býður börn- um ogunglingum uppá isumar. Enginn unglingur ætti þvi aö þurfa að hanga aögerðalaus á kvöldin, þvi nóg er um aö velja. —AB Tækni/Vísindi Dauðageislinn 2. TRYGGINGAMÁLIN Næstkomandi laugardag, 7. mal, verður fundur á vegum Alþýðuflokksfélags Reykjavikur, þar sem fjallað verður um tryggingamálin, og stefnu Alþýðuflokksins i þessum mikilvæga mála- flokki. Fundurinn verður haldinn I Iðnó, uppi, og hefst kl. 14.30 stundvislega. Frummælendur verða þeir Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi og Eggert G. Þorsteinsson frv. tryggingarráðherra. Fundarstjóri verður Tryggvi Jónsson. Alþýðuflokksfólk f jölmenniðog takið meðykkur gesti. Fylgizt með málefnum Alþýðuflokksins og þvi sem er að gerast i islenskum stjórnmálum og hinum ýmsu málaflokkum. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur — fræðslunefndin Undirstöðuatriði i sambandi við dauðageislann er aö öll hans orka beinist að einum ákveðn- um punkti. Arið 1960 uppgötvuöu banda- riskir visindamenn geisla sem dreifist ekki, — lasergeislann. Lasergeislinn er þeim eiginleik- um búinn aö öll hans orka flyzt aö þvi marki sem honum er beint að og ljósorka hans hefur sömu áhrif og hiti. Þetta er erfitt vegna þess að orkugeislar hafa tilhneigingu til að dreifast á leiö sinni i gegn um andrúmsloftið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.