Alþýðublaðið - 06.05.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.05.1977, Blaðsíða 6
Föstudagur 6. mai 1977 Mim&MI 6 USTIR/MEftllMING MEÐ LÍF í LESTINNI i mínum huga er óæski- lega langt til Færeyja. Eins langt og frá upphafi hringdans til loka. Breyt- ir engu aö við lesum með þeim þjóðsögur og syngj- um sömu lögin og elskum okkar land. Það er bara á kortinu sem er stutt þangað/ og þrátt fyrir það hafa góðmenni tekið sig til og siglt skipi hingað og naustað i Þjóðleikhúsinu. Höfundur þess er Steinbjörn B. Jacobsen/ afkastamikill höfundur barnaefniS/ Ijóða og leik- rita/ ungur maður sem fór á sjóinn og hef ur ekki gleymt þvi. Sjónleikurinn Skipiö er nánast stillimyndir, þó haglega gert leikhúsverk og velkomið hing- aö. Ég hefi grun um aö þaö geri miklar kröfur til allra aöstand- enda, þótt sviösetning virðist einföld og átakalaus. Þar er undiralda að verki. Höfundur bregöur upp mynd- um af lifinu um borð i togara, kyrrunni og leiöanum, söknuöi manna, reiði, yfirboröshragl- andi er i oröum en viðkvæmni i djúpinu. Viö heyrum hugsanir þeirra, þarna i iðrum skipsins og þær renna mjög i sama far-, veg, heim til konu og barna, og ein hugsun til mömmu sem sendir manni köku á sjóinn. I allri þessari stillu, kvensemi hugans, brennivinsþorsta og fiskadrápi, er samt auöfundin væg spenna i skipskrufningu þessari. t upphafi kynnumst viö i sjón fólkinu i landi að fylgja mönn- um sinum og dreng til skips. Maður þarf svo sem ekki aö eiga einhvern um borð til aö finna til einkennilegs óróa og spennu þegar skip lætur úr höfn. Þaö er ekkert skrýtiö aö strákar á öll- úm hugsanlegum aldri, leggja leið sina á bryggjur, bara til aö horfa á bakn sem flýtur svona á hafinu og marr i tréskipum kallar á draugadans og kraft- mikiö vélarhljóö úr botni sendir hitabylgju um æðar. Persónur höfundar eru þú og ég. Baldvin Halldórsson leikur skipstjórann af næmleik. Ahyggjur bundnar i svip ein- mana maður um borð meö óttann i brjóstinu. Framtiö óviss og heilt skip i húfi ef ekki fiskast, en fiskur er oft annars- staðar en skipið og svo er þaö konan hans heima. Hún er óviss eins og sá guli. Stýrimaöurinn er leikinn af Helga Skúlasyni. Þaö er kraftur i honum, enda selflytur hann skipanir en neitar ábyrgð á slysi. Gunnar Eyjólfsson er vélstjórinn og Bessi Bjarnason matsveinninn. Leikarinn Bessi er að sigra i átökum við trúðinn sem vekur hlátur bara meö þvi að ganga úr skugga inn i sviös- ljósin. Leikur Bessa hlýr og ein- lægur og i skefjum. Hjálpar- kokkurinn, ungur og sjóveikur og kom um borð umvafinn kær- leiksrikum ótta allra sem aö honum standa, er leikinn af Sigurði Sigurjónssyni. Er tillits- laust að tala um nýliða? Kannski er það balsam, að mér fannst hann glettilega góður og alls óhræddur við reynslurika félaga. Hann stendur vel að vigi, hann hefur timann með sér. Rúrik Haraldsson leikur aldursforseta um borð og fer að öllu með gát, en mjög i anda leiksins. Kannski full bragð- daufur kall en liklegast skrifað- ur þannig. Aðrir hásetar: Hákon Waage, Randver Þorláksson, Erlingur Gislason, Bjarni Steingrimsson Gisli Alfreðsson og Siguröur Skúlason. ólikir að gerö en ágætir, Erlingur liklegast eftir- minnilegastur, tækni hans frá- bær, sviðsöryggi og túlkunar- gleöi mikil. Svo voru ættingjar og vinir og aörir i landi, ágætlega gerðir af misreyndum leikurum og er nú of langt að nefna til fleiri. Mér þótti vel að hlusta og horfa en endir olli mér von- brigðum. Það var eins og höf- undur segði skyndilega á miðri blaðsiðu, Nú nenni ég ekki meir! Var andinn á brott? Ég veitað það er galið að segja höf- undi hvernig hann hefði átt að ljúka verki sinu, en það fer ekki hjá þvi að hver sem á horfir eigi sér sina sérstæðu ósk. Ég hefði valið að sjá þá koma aftur á bryggjuna að heilsa mökum og vinum og henni mömmu og frænkum og vera ögn stærri og reyndari enda búinn meö kök- una og búinn að detta i það og búinn með sjóveiki — i bráð. Bryggjan siðan auð og biður eft- ir fólki á nýjan leik. Leikstjóri er Eyðun Johannesson, leikhús- maður frá Þórshöfn i Færeyj- um. Hann hefur gott auga fyrir sviðsmyndum, er rómantiskur með tilheyrandi tregablöndu, gætinn og lætur aldrei vaða á súðum. Tónlist Finnboga Jóhannes- sen mjög samofnin verkinu, oft einhver exodusblær yfir henni og ágætlega sungin af kór leik- ara og henni Eddu Þórarins- dóttur. Þýðing Stefáns Karls- sonar heyrðist mér góð og leik- mynd Birgis Engilberts mjög svo raunsæ og haganlega fyrir komið bryggju og lest og káetu og matsal, allt i einu augliti, en þó fyrir sig hver staður. Lýsing Kristins Danielssonar i góðu samspili við leikara. I dálitið mikið gölnum heimi, þar sem enginn timi er að verða afgangs til stillu, var þetta Færeyska skip eins og dálitil æf- ing i ihugun. Það flutti i lestinni stef sem allir hafa samið en einn skrifað. Velkomnir af hafi! 4. mai 1977 Jónas Jónasson. „Made in King Kong” V_____________> Háskólabió: King Kong, banda- risk gerð 1976, litir, Panavision, leikstjóri: John Gullermin. Það er öruggt mál að Dino de Laurentiis er áræðinn maður. Það þarf engar smáræðis taug- ar til að spreða $ 22.000.000 (22 milljónum) I eina kvikmynd en upphæðin er i islenskum krón- um 4.180.000.000 eða 4 mill- jarðar 180 miljónir. Það eru miklir peningar en er myndin þess viröi? Peningalega séð er hún það þvi hún hefur þegar skilað töluverðum hagnaði (Það væri kannski ráð fyrir fjármálaráðherra að gera kvik- mynd til að rétta við greiðslu- hallann við útlönd). En sem menningarverðmæti er myndin harla litils virði. Hún gerir heldur ekki kröfu til þess. Að þvi leyti er hún heiöarleg og ber að virða hana sem slika. Hún gerir ekki kröfu til neins annars en að vera afþreyingarmynd og sem slik er hún hreint ágæt. Það eru næstum hvergi dauöir kaflar og það er brugðið á ýmis ráð til að halda spennunni. Satt að segja er King Kong með þokkalegri afþreyingarmyndum sem maður hefur séð enda var ekk- ert til sparað. E.fnislega er King Kong frem- ur þunn þótt reynt sé aö koma með ádeilu á umhverfisspilling- ar og auglýsingaskrum nútim- ans en þar er heldur betur skotið yfir markið þvi engin mynd á siðari timum hefur verið eins rækilega auglýst. Auglýsinga- herferðin i sambandi við mynd- ina er hreint út sagt viðbjóðsleg. Það voru meira að segja gerðar sérstakar mataruppskriftir af King Kong réttum sem dælt var i heimspressuna. Þótt myndin sé fremur slöpp efnislega veröur ekki með neinni sann- girni sagt það sama um tækni- vinnuna sem er fyrsta flokks. Bara það að geta búið til 6 og 1/2 tonna skrimsli sem getur gengið og hreyft sig eins og alvöru api mundi sennilega flokkast undir „næstum kraftaverk.” Leikurinn er æði misjafn en Jeff Bridges stendur alltaf fyrir sinu. Aðrir leikarar eru aöeins til uppfyllingar að þvi er manni virðist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.