Alþýðublaðið - 06.05.1977, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 06.05.1977, Qupperneq 7
HSSé Föstudagur 6. maí 1977 USfB/MENMING 7 Fyrir stuttu si&an kom kór Menntaskólans viö Hamrahlíö heim til tslands frá Danmörku, en þar tók kórinn þátt I loka- keppni norrænna æskukóra sem haldin var dagana 21.-24. april i námunda viö bæinn Ribe á Jótl- andi. Þetta var i fjóröa og siðasta skipti a.m.k. um sinn(sem slik keppni er haldin, en ætlunin er aö nú veröi skipulag hennar endurskoðað, vegið og metiö og ef til vill verður keppninni fram haldið siöar I breyttu formi. Kór Menntaskólans viö Hamrahlíö hefur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, þri- vegis tekiö þátt I þessum keppn- um fyrir Islands hönd, fyrst i Noregi árið 1973, siðan i Sviþjóö 1975 og nú siöast i Danmörku. Tið mannaskipti Svo sem kunnugt er, útskrifar Menntaskólinn viö Hamrahliö stúdenta tvisvar á ári og af þeim sökum m.a. eru manna- skipti i kór skólans mjög tiö. Sem dæmi um hve breytingar á kórnum eru örar má nefna, aö af þeim 50 manna hópi sem nú keppti i Danmörku voru aðeins 11 sem sungu meö kórnum i keppninni I Sviþjóö fyrir tveim- ur árum siðan. Þá má nefna aö þau Þorgerð- ur Ingólfsdóttir stjórnandi kór- sins og Guömundur Arnlaugs- son rektor eru einu aöilarnir sem enn starfa viö Menntaskól- ann viö Hamrahliö af hópnum sem fór til Noregs 1973. Eins og fyrr segir fór keppnin að þessu sinni fram i næsta ná- grenní bæjarins Ribe á suöur Jótlandi, nánar tiltekið I Rödd- ing skóla, skammt fyrir utan bæinn. I Rödding skóla bjuggu allir kórarnir sem voru fjórir aö tölu auk þess islenzka, einn frá Dan- mörku, einn frá Sviþjóð, einn frá Noregi og einn frá Finn- landi. Þar var hverjum kór séö fyrir aöstö&u til æfinga og féll þaö i hlut Hamrahliðarkórsins að æfa i fornu hesthúsi sem gert hefur verið upp og innréttað. Þar er nú hinn ákjósanlegasti iverusta&ur og hljómburöur góður. Styttri keppni I fyrri úrslitakeppnunum sem HamrahliöaKórinn hefur tekið Þorgeröur Ingólfsdóttir, hefur verið stjórnandi og „primus motor” kórsins frá upphafi. þátt I, hefur lokakeppnin ávallt tekiö tvo til þrjá daga. Að þessu sinni var brugöiö út af þeirri venju og lögö áherzla á aö ljúka hinni eiginlegu keppni á sem stytztum tima, en nota þess i staö þann tima sem þannig vinnsttil að æfa fyrir sameigin- lega tónleika allra kóranna. Þannig stóð keppnin sjálf aö- eins einn dag, föstudaginn 22. april, en tvo næstu daga var æft af krafti fyrir tónleika sem haldnir voru i dómkirkjunni i Ribe á sunnudagseftirmiðdag. The Slow Spring Daninn John Höjbye samdi sérstakttónverk fyrir keppnina, The Slow Spring, og var þaö Kór Menntaskólans við Hamrahlið HAMRAHLIÐARKORINN NÝKOMINN ÚR NORRÆNNI ÆSKU KÓRAKEPPNI prófverkefni sem allir kórarnir þurftu að æfa upp og flytja fyrir dómnefnd sem skipuö var einum fulltrúa frá hverju þátt- tökulandanna. En meö þvi að láta kórana spreyta sig á einu sameiginlegu verki fæst glöggur samanburður á getu hvers kórs um sig. Af Islands hálfu sat dóm- nefndina Páll Pampichler Páls- son. Auk þessa prófverkefnis skyldi hver kór flytja tvö önnur tónverk aö eigin vali. Hamra- hliöarkórinn valdi til flutnings madrigala eftir Johann Jeep (1581-1644) Musica die ganz lie- blich kunst. Og til mótvægis viö hinn aldna madrigala tók Jón Asgeirsson tónskáld sig til og samdi nýtt verk fyrir Hamra- hhöakórinn sérstaklega fyrir þessa keppni. Verkið kaus Jón aö nefna Stemmur og er þaö i fjórum þáttum, sem bera eítir- talin nöfn, Kárakvæði, Skónál- ar-Bjarni, Pilturinn og stúlkan og I gle&inni. Tvisýn keppni Um úrslit keppninnar er þaö aö segja, að finnski kórinn fór meö sigur af hóimi. Mjög var þó tvisýnt um úrslitin, þvi finnski kórinn og sá islenzki voru mjög jafnir og þurfti aö telja atkvæöi dómaranna tvisvar áöur en niðwstaða fékkst. Er óhætt aö segja aö frammi- staöa kórs Menntaskólans viö Hamrahliö hafi veriö mjög góö, ekki sizt ef höfð er hliösjón af þvi hve kórarnir tveir stóðu i raun ójafnt aö vigi. Finnski kór- inn annars vegar, meö svo til óbreyttan kór frá þvi i keppn- inni i Sviþjóö fyrir tveimur ár- um og Hamrahliöakórinn hins vegar, meö þvi sem næst nýjan kór en sem fyrr segir voru aö- eins 11 af 50 kórfélögum einnig með Sviþjóðarferöinni. Lokakeppni kóranna fór fram I salarkynnum i Rödding skóla og var útvarpaö frá keppninni beint um Sviþjóö og Noreg, en daginn eftir var dagskráin flutt i danska útvarpinu. Æft með Jester Hair- ston. Daginn eftir að hinni eigin- legu keppni lauk, eöa á laugar- dag, hófust miklar og strangar æfingar fyrir lokatónleikana sem kórarnir stóöu að i dóm- kirkjunni i Ribe, en þeir áttu aö — Þaö var ákaflega skemmti- legt og jafnframt óvenjulegt að vinna með Jester, þvi taktur negratónlistarinnar er mjög sterkur i honum eins og gefur að skilja, þar eö hann hefur sjálfur sta&iö i þeim jarövegi sem þessi tónlister sprottin úr, sagöi Þor- geröur Ingólfsdóttir er blaöa- maöur ræddi viö hana á dögun- um. — Þaö var greinilegt hve sterkt hann upplifði tónlistina og likast til er hann mjög trúað- ur, —sagði Þorgeröur ennfrem- ur. En til aö gera langa sögu stutta, þá er skemmst frá þvi að segja að á tilsettum tima, eftir strangar æfingar, taugaspenn- ing og eftirvæntingu, loku&ust dyr dómkirkjunnar i Ribe að baki um eitt þúsund áheyr- endum sem komnir voru til aö hlýða á söng kóranna. Sjón- varpsmyndavélar og upptöku- tæki danska sjónvarpsins sáu um, aö siöar fengju milljónir noröurlandabúa einnig aö njóta þessara tónleika og aö sjálf- sögöu I öllum regnbogans litum. Af kór Menntaskólans viö Hamrahliö er þaö að segja, aö strax aö loknum tónleikunum þusti kórinn út i rútubifreiö sem beiö hans og var siðan ekið i loftköstum til næsta flugvallar. Þaöan var flogiö til Kaup- mannahafnar þar sem kórinn hélt um kvöldiö tónleika i st. Pauls kirkjunni fyrir fjölda islendinga. —GEK Rödding skóli, þar fór hin eiginlega keppni fram og þar bjuggu allir kórarnir. YNGDIST UM 10 ÁR í MEÐ KÓRNUM — segir Páli Pampichler Pálsson sem var í dómnefndinni fyrir íslands hönd Páll Pampichler Pálsson var fulltrúi Islands i dómnefndinni aö þessu sinni. Blaöamaöur Alþýöublaösins ræddi við Pál i gær og spurði hann þá meðal annars hvað hann hefði aö segja um frammistöðu Hamrahliða- kórsins. „Frammistaða kórs Mennta- skólans viö Hamrahlið var m jög góð” sagði Páll*6g það munaöi ekki nema hársbreidd,ef svo má að oröi komast^að kórinn fengi verölaunin. Það sem vakti athygli dómaranna allra var hve kórinn söng hreint og takt- fast, sem er aö minu matí ailt saman Þorgeröi aö þakka sem Páll Pampichler Pálsson FERÐINNI hefur unnið frábært starf viö þjálfun kórsins.” "Þá vakti það lika athygli þeirra sem dvöldust í Rödding þessa daga sem keppnin stóö, hvað krakkarnir I kórnum kunnu mikiö af lögum þegar var veriö aö syngja i matsalnum og við óformleg tækifæri. Um finnska kórinn veröur þaö aö segjast eins og er, aö þaö er varla hægt að tala um þar hafi verið um æskukór aö ræöa. — Þetta fólk haföi almennt miklu meiri þjálfun og reynslu en hinir og ég tók sérstaklega eftir þessu með konu sem söng einsöng meö kórnum, þaö fór ekki á milli mála að þar var þrautþjálfaöur og læröur söngvari á ferö.” „Ég vil aö lokum taka þaö fram aö ég haföi mjög mikla ánægju af þvi aö feröast meö kórnum og framkoma hans og frammistaða öll var landinu til mikils sóma. Mér sjálfum finnst ég hafa yngst um tiu ár i ferö- inni”. —GEK. fara fram á sunnudags eítir- miödeginum. Fyrir þessa tón- leika æfðu kórarnir sameigin- lega negrasálma eftir kunnan bandariskan blökkumann, Jest- er Hairston a& nafni, en Jester þessihefur getið sér fræögarorö i Hollywood, sem tónsmiöur og fyrir útsetningar sinar, sem margarhverjar eru mjög kunn- ar. Sá sem stjórnaði æfingum kóranna var enginn annar en höfundurinn sjálfur Jester Hairston.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.