Alþýðublaðið - 06.05.1977, Side 16

Alþýðublaðið - 06.05.1977, Side 16
Bann sett á alla afgreiðslu frá Laxalóni: FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1977 KREFST ÞESS AÐ ERLENDIR SÉR- FRÆÐINGAR VERÐI LÁTNIR RANN- þess, aö erlendir sérfræðingar yrðu látnir rannska þetta mál. Ef sérfræðingar sem vit hefðu á þessum málum felldu úrskurð um máliö myndi hann sætta sig við hann. Hins vegar neitaöi hann þvi, aö menn sem lýst hefðu þvf opinberlega yfir aö þeir hefðuekki vit á fisksjúk- dómum kvæðu upp dóma sem þennan, sem heföu ef til vill I för með sér tugmilljóna tjón fyrir hann. Orðum sfnum til stuðnings lét Skúli blaðamenn hafa ljósrit af niöurlagi greinar sem Guð- mundur Pétursson einn nefnd- armanna i fisksjúkdómanefnd ritaði i timaritiö Frey, en þar segir, Guðmundur m.a. ,/A Is- landi eru aðstæður til greíning- ar á fisksjúkdóma næsta bág- bornar. Ekki hefur enn fengizt fjár- veiting til stöðu fisksjúkdóma- fræðings á Tilraunastöð Háskól- ans i meinafræði að Keldum. Þó er gert ráð fyrir slikri stööu i lögum um lax og silungsveiði, sem sett voru 1970”. Siðar i greininni segir Guðmundur enn- fremur „Sýklar sem valda sjúk- dómum i mönnum og skepnum, geta náð að menga vatnafiska, og getur stafað hætta af neyzlu slikra fiska, en það mun vera sjaldgæft sem betur fer”. Taldi Skúli aö eftir þessi orð þyrfti ekki lengur vitnanna við, menn- irnir væru þarna búnir að lýsa þvi yfir aö þeir heföu ekki vit á fisksjúkdómum. Sagði Skúli að ef allur fiskur sem hann hefði i stöðinni núna yrði drepinn, færi þar forgörð- um tveir árgangar sem þýddu fyrir hann 30 milljón króna tjón bara á þessu ári og likast til enn meira á þvi næsta. —GEK SAKA FISKINN — segir Skúli á Laxalóni NU erégglaður.ég var að tala við þá i Danmörku rétt I þessu og þeir sögðu mér að senda þeim strax út það sem pantaö heföi veriö. Ef ekki fengist heil- brigðisvottorð þá bara án þeirra, þvi þeir þekktu Laxalón og vissu, aö þvi sem héöan kæmi væri hægt að treysta”. Svo fór- ust Skúla Pálssyni á Laxalóni orð er blaðamaður Alþýðu- blaðsins mætti á fund sem hann boöaöi með blaðamönnum i gær. — Þeir sögöu bara við mig — hélt Skúli áfram — Er nú den gamle historie i full sving igen, vi kender det nok, vi kaller det nyresvækkelse.— Tilefni fundarins með Skúla var aö s.l. miðvikudag barst honum bré'f frá Landbúnaðar- ráðuneytinu þarsem honum var tilkynnt að öll afgreiðsla á fiski frá fiskeldisstöö hans væri bönnuð, þar eö fundizt hefði viö sýnatöku, nýrnaveikif laxaseið- um i stöðinni. 1 bréfinu segir ennfremur að 16 af 20 sýnum sem tekin voru I stöðinni, hefðu verið sýkt, og endurteknar til- raunir bentu til aö veikin sé breidd út um alla stöðina. Um þessa sýnatöku sagöi Skúli, að aðeins heföu veriö tek- in innan við eitt hundraö sýni af þeim 130 þúsund fiskum sem væru i stöðinni. Ennfremur hefði töku sýnanna verið þann veg háttaö, að eingöngu voru tekiö seiöi sem voru annaðhvort dauð eða i andaslitrunum. Sagði Skúli að seiðadauði i stöðinni væri á bilinu 10-30 á dag og væri það liklegast bezti árangur sem þekktist I slikum stöðvum. I skoðunarferð um stöðina sýndi Skúli blaðamönnum hvar fisk- urinn synti um i kerjunum og var ekki annað að sjá en fiskur- inn væri hinn sprækasti. Sagði Skúli að það ætti ekki aö fara á milli mála ef sýking væri i fisknum hjá honum, þvi þá drægi úr þrótti þeirra. Jafn- framt sagði hann, að ef þeim i fisksjúkdómanefnd hefði tekist að finna einhvern sjúkdóm i fisknum, hlyti það að vera króniskur sjúkdómur, en ekki smitandi. Ef um smitsjúkdóm væri að ræða, hlytd að að hafa komið fram I vatnssýni sem tek- ið var I stöðinni, og rannsóknar- stofnun fiskiönaöarins rannsak- aði. Afhenti Skúli blaðamönnum þvl næst afrit af niðurstöðu rannsóknarstofnunarinnar á vatnasýnunum. Þar kemur fram tvö sýnin teljist nothæf til drykkjar og að gerlafjöldi I hin- um þremur viröist liggja innan eölilegra marka. Sagöist Skúli hafa krafizt Sjáið þið drengir hvað þeir sprikla, það er nú meira hvað þeir eru veikir aumingja greyin, segir Skúli á Laxalóni viö blaðamenn. Álit mitt er að: EYÐA VERÐUR HINUM SÝKTA FISKI OG SÚTTHREINSA STÖÐINA segir Guðmundur Pétursson í Fisksjúkdómanefnd, sem telur óþarft að leita til erlendra sérfræðinga Vegna orða Skúla Pálssonar á Laxalóni sem birtast hér að of- an hafði Alþýðublaðiö samband við Guömund Pétursson i fisk- sjúkdómanefnd. Var Guömund- ur fyrst að þvi spurður hvort rétt væri hjá Skúla, að tekin heföu veriö of fá sýni I fiskeldi- stöðinni að Laxalóni og enn- fremur að eingöngu hefðu veriö tekin seiði sem annað hvort vorudauð eöa i andaslitrunum. Sagði Guömundur að hann væri nýkominn til landsins og þvi væri sér ekki kunnugt um hvernig þessi sýni hefðu verið tekin,en hann hefði enga ástæðu til að ætla annað en sýnatökurn- ar heföu fariö rétt fram. Kvað Guðmundur það algjör- an misskilning hjá Skúla að þaö sjáist á háttalagi seiðanna hvort þau séu sýkt eða ekki. Við fyrstu sýn geti virzt sem ekkert amaði að seiðunum og það sé ekki fyrr en þau séu opnuð að sýkinginkomi i ljós. En þá leyni hún sé heldur ekki, þvi ýmiss liffæri fisksins aðallega nýru séu alsett kýlum og bakterlum. Sagði hann að engum blöðum væri um það aö'fletta,að þessi sjúkdómur væn I laxaseiðum Skúla Pálssonar enda heföi sjúkdómsgreining staöfest það svo ekki væri um að villast. Þetta hefði bæði verið staðfest með gerlalitun og vefjaskoöun. Fullyrti Guðmundur aö SeTBin i fiskeldisstööinni sem sögð eru haldin nýrnasjúkdómi. nýrnasjúkdómur þessi væri smitandiog sagði að rannsókn á vatnssýnum af þvi tagi sem Skúli hefði látið gera, væri al- gjörlega gagnslaus i þessu til- felli. Illmögulegt væri að finna bakteriuna i slikum sýnum auk þess sem erfitt væri að rækta hana. Þess vegna segði rann- sókn af því tagi ekkert um það hvort sjúkdómurinn væri smit- andi eða ekki. Sagði Guðmundur það sina persónulegu skoðun að algjör óþarfi væri að fá sérfræðinga frá Utlöndum til að rannsaka fiskinn á Laxalóni, þvi það væri eingöngu timaeyösla. Nær væri að einbeita sér að þvi að athuga hvernig ætti aö bregðast við vandanum. Reyndar væri er- lendur sérfræöingur búinn að greina og staðfesta að nýrna- veiki hefði komið upp i. fiskum frá Laxalóni. Skúli hefði sjálfur farið með sýni til Noregs á siöasta ári til greiningar og það lægi fyrir staöfesting frá þeim sem rannsakaði sýnin fyrir Skúla þess efnis að nýrnaveiki var i þeim. Að vlsu hefði hann verið nokkuö lengi að greina sjúkdóminn, en engu aö siður lægi núna fyrir staðfesting frá þessum manni og hlyti Skúla sjálfum aö vera fullkunnugt um það. Aðspurður um hvað kæmi til greina að gera Ur þvi sem komið væri, sagði Guömundur, að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun þar að lútandi. Yröi væntanlega lögð fram skýrsla á fundi hjá fisksjúkdómanefnd, sem hald- inn verður I dag og yrði væntan- lega rætt um þær leiðir sem væru færar. — Þaö er min persónulega skoðun sagði Guðmundur, að ekki sé um annaö að ræöa en aö eyða hinum sýkta fiski og sótt- hreinsa stöðina. Sjúkdómurinn hefur ekki fundizt i regnbogasil- ungnum ennþá, heldur eingöngu Ljóst er að veröi gripið til þess ráös aö eyöa öllum seiðum á Laxaióni, mun tjóniö nema tug- ummillj.kr. —. Ab.myndir laxinum. Hvort annar fiskur i stöðinni en laxinn er sýktm er ákaflega erfitt að segja um, en eins og aðstæður á Laxalóni eru, er ég hræddur um að svo kunni að vera. — Ég skil ákaflega vel von- brigði Skúlá, þvi ef til þess kæmi að eyöa þyrfti öllum fisk I stöö- inni er það geysilega mikið fjár- hagslegt tjón fyrir hann. En það þýðir ekki fyrir hann aö berja höföinu við steininn. Bara vegna Skúla sjálfs held ég að það hljóti að vera nauð- synlegt aö sjúkdómnum verði útrýmt og stöðin sótthreinsuö. Annars getur hann átt von á þvi að þetta endurtaki sig hvað eftir annað. —GEK alþýöu blaðiö Lesiö: I Vestmapnaeyja- blaðinu Brautinni: „„Striö” siðdegisblaðanna VIsis og Dagblaðsins er lika háð hér i Eyjum og er mikill metingur sagður vera um það milli blaðanna hvort þeirra hefur meiri út- breiðslu hér. Eftir þvi sem Brautin hefur komist næst er um nokkurskonar jafn- tefli aö ræða milli blað- anna. Vísir hefur töluvert fleiri fasta áskrifendur, en hins vegar er meira selt af Dagblaðinu I lausasölu.” * Tekiö eftir: Að vopn geta snúizt I höndum manna. Vegna þess að prentarar höfnuöu tiltekinni beiðni Blaðaprents hf. i sambandi við prentun fjögurra dag- blaða, er verulega skert útkoma þeirra blaða, sem dyggilegast styðja verka- lýðshreyfinguna I kjara- barattunni, þ.e. Alþýðu- blaðisins og Þjóðviljans. Hins vegar getur Morgun- blaðið haldið áfram að koma út eins og ekkert hafi i skorizt. Einhversstaöar heföi þetta þótt skrýtin verkalýðspólitik. * Tekiö eftir: Einhver eftir- sóttustu embætti hér á landi eru lyfsöluleyfi. Nú hafa þrji verið auglýst laus til umsóknar, þ.e. á Bolungarv'k, 1 Hveragerði og á Höfn i Hornafirði. * Frétt: Aö nú standi yfir viöræður um að Lands-' banki Islands taki við rekstri útibús Útvegsbanka Islands i Keflavik. Þetta er einn liðurinn I tilraunum til að aðstoöa útvegs- bankann I þeim erfiðleikum, sem bankinn á nú i. Landsbankinn mun hafa lýst yfir vilja sinum á þvi að taka við rekstri úti - busins i Keflavlk. * Tekiö eftir: I Hagtölum mánaðarins, aö I lok febrúarmánaðar var lausaf járstaða Islenzku bankanna æði misjöfn. Þannig var lausafjárstaða Landsbankans +1113 millj- ónir króna, Útvegsbankans -í-1799 milljónir, Búnaðar- bankans +575 milljónir, Iðnaðarbankans +19 milljónir Verzlunar- bankans + 219 milljónir, Samvinnubankans + 273 milljónir og Alþýðubank- ans -r68 milljónir króna. Þess skal getið, að miklar sveiflur eru á lausa- fjárstöðu bankanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.