Alþýðublaðið - 10.05.1977, Side 1

Alþýðublaðið - 10.05.1977, Side 1
„Særir og svertir gamla eða látna menn” „Lestur úr bókinni „Vor I verum” eftir Jón Rafnsson þverbrýtur lög Rikisútvarpsins um óhlutdrægni, mikilvægustu málsgrein útvarpslaganna, sem hefur staöiö nær óbreytt frá stofnun útarpsins”. Þannig kemst Benedikt Gröndal, for- maöur Alþýöuflokksins aö oröi I leiöara Alþýöublaösins i dag. Hann segir, aö lestur úr bók- inni sé svo augljóst og margfalt brot á þessari lagagrein, aö þaö sæti undrun, aö útvarpsráö skuli hafa samþykkt þetta efni. Þá segir Benedikt Gröndal, aö I þessari kvöldsögu útvarpsins sé ráöizt á einstaka menn, oft á ruddalegan og sviviröilegan hátt. Nefnir hann sem dæmi árásir á Stetán Jón. Stejánsson sem nú búi háaldraöur i Reykjavik, og spyr hvers hann eigi aö gjalda frá Rikisútvarpinu. Hann segir, aö fleiri jafnaöarmenn veröi fyrir baröinu á Jóni Rafnssyni, en ieiötogar kommúnista séu dáöir og vegsamaöir aö sama skapi. Benediktsegirorörétt: „Allur þessi lestur er til þess fallinn aö særa og sverta gamla eöa látna menn og meö öllu óviöunandi, aö slikt skuli flutt i útvarpi meö samþykki útvarpsráðs." Gömlu húsin i Reykjavik hverfa smátt og smátt. Sum veröa eldi aö bráö, en önnur (sem ekki þykja merkileg) eru rifin til aö rýma fyrir nýrri hús- um. I gær voru tvö gömul hús i nágrenni Siöumúla I Reykjavlk, rifin. Annaö þeirra, sem hér er verið aö brjóta niöur, stóö viö hliö nýja Þjóöviljahússins, en hitt var fyrir neban Siöumúlann. Þaj^ hús þ^fur veriö reist úr góöu efni þvi menn hafa hirt úr þvi timbrið. Hverfa smátt og smátt ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 58. árg Askriftar- síminn er 14-900 Stjórn SÍS vill ræða við ASI - tvö kaupfélög knýja á um að Vinnumálasamband samvinnufélaganna semji beint við ASl Samninganefnd Alþýöu- sambandsins barst i gær bréf frá stjórn Sambands islenskra samvinnufélaga. I bréfinu lýsir stjórnin þvi yfir aö hún sé reiðubúin til viöræöna viö sjö manna nefnd sem kosin var á baknefndarfundi ASl sl. laugardag til viöræðna viö Sambandið. Er boöib til við- ræöufundar á morgun, þriöju- dag, kl. 14 I Sambandshúsinu viö Sölvhólsgötu. A aöalfundum tveggja kaupfélaga sem haldnir voru um helgina voru samþykktar ályktanir um viöræöur Vinnu- málasambands samvinnu- félaganna viö samninganefnd verkalýössamtakanna. Kaup- félögin sem hér um ræöir eru Kaupfélag Austur-Sakftfell- inga og Kaupfélag Suöur- nesja. Alyktun KASK var svohljóö- andi: „Aöalfundur Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, haidinn 8. mai 1977, fagnar áliti stjórnar Sambands islenzkra ' samvinnufélaga varöandi yfirstandandi kjaradeilu og tekur undir þær hugmyndir Sambándsstjórnarinnar aö leysa beri kjaradeiluna á grundvelli þeirrar megin- stefnu, sem 23. þing Alþýöu- sambands Islands markaði, og treystir þvi aö Vinnumála- samband samvinnufélaganna komi þegar meö raunhæfar tillögur sem oröiö gætu til þess ab leysa deiluna á farsælan háttsem fyrst. Slikt mundi vel samræmast eöli og uppruna þessarar voldugu félagsmála- hreyfinga, Samvinnuhreyf- ingarinnar og verkalýöshreyf- ingarinnar.” Alyktun Kaupfélags Suður- nesja var svohljóöandi: „Aöalfundur Kaupfélags Suöurnesja.. lýsir yfir fidlum stuðningi viö ályktun Sambandsstjórnar I tilefni þeirra samningaviöræöna sem nú eiga sér staö um kaup og kjör. Leggur fundurinn á þaö þunga áherslu aö i yfir- standandi vinnudeilu vinni Samvinnuhreyfingin eftir ályktuninni og hefji nú þegar viöræöur viö samninganefnd ASl til lausnar deilunni.” Arangurslausir fundir ASÍ og VSÍ í gær í gær voru haldnir fundir með deiluaðilum i yfirstandandi kjara- deilu. Fundunum lauk klukkan 16.20 án þess að miðaði i samkomu- lagsátt. í dag hafa fundir verið boðaðir með nokkrum félögum, en almennur samninga- fundur a ð a1- samninganefnda deilu- aðila hefst siðan klukk- an 16 i dag. Ríkisútvarpið þverbrýtur lög: BORGARSTJÓRNARMEIRIHLUTINN MEÐ „VERKALÝÐSFORINGJA” SÍNA Í FYLKINGARBRODDI: Neituðu að styðja 100 þús. kr. kröfuna! A fundi i borgarstjórn s.l. fimmtudag var meöal annars tekin fyrir tillaga frá Björgvin Guömundssyni borgarfulltrúa Alþýöuflokks, en efnislegt innihald tillögunnar var á þá lund aö borgarstjórn lýsti yfir stuðningi viö aöalkröfu verka- lýöshreyfingarinnar I yfir- standandi kjaradeilu, þ.e. kröfunni um aö lægstu laun veröi hækkuö I 100 þúsund kr. Þau Adda Bára Sigfúsdóttir fulltrúi Alþýöubandalags og Kriátján Benediktsson fulltrúi Framsóknarflokks tóku þátt I umræöum um tillöguna og lýstu bæöi stubningi viö hana. Töldu þau aö samþykkt henn- ar myndi hafa mikla þýöingu fyrir verkalýöshreyfinguna I kjarabaráttunni. Sömu sögu er hins vegar ekki aö segja af málflutningi talsmanna Sjálfstæöisflokks- ins viö umræöurnar um tillög- una. Meirihlutinn tefldi fram tveimur af „verkalýösspraut um” sjálfsstæöismanna, þeim Magnúsi L. Sveinssyni og Hilmari Guölaugssyni. Fundu báöir marg athugavert viö til- löguna og mæltu gegn samþykkt hennar. Siöari hluti tillögunnar var svohljóöandi: „Bjóöi rikisstjórnin skatta- lækkanir eða aörar ráöstaf- anir, er verkalýösfélögin meta til jafns viö kauphækkun aö einhverju leyti, og náist sam- komulag um lægri lágmarks- laun I krónutölu en aö framan greinir, gengur Reykjavikur- borg aö sjálfstööu inn I þaö samkomulag.” Þessa klausu túlkaði Magnús L. Sveinson á þann veg, aö fariö væri fram á sérsamninga borgarinnar við borgarstarfsmenn. Björgvin Guömundsson benti á aö til- lagan fjallaöi ekki um sér- samninga, heldur einungis þaÖ aö lýst yröi yfir stuöningi viö aöalkröfu verkalýöshreyf- ingarinnar i kjarasamninRun- um. Bauö Björgvin meirihlut- anum upp á aö fella niöur fyrrnefnda klausu úr tillög- unni, ef þaö kynni aö greiöa fyrir samþykkt hennar. En allt kom fyrir ekki og fór atkvæbagreibslan á þann veg, aö allir 9 fulltrúar Ihaldsins greiddu atkvæöi meö frávisun hennar gegn 6 atkvæöum minnihlutans. Magnús L. Sveinsson valdi þvi þessa sér- stæöu aöferö til aö lýsa „stuöningi” viö þá megin- kröfu verkalýöshreyfingar- innar i kjarabaráttunni sem hann sjálfur hefur tekiö þátt I aö móta! —ARH Ritstjórn Síðumúla II - Slml 8I8ÓÓ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.