Alþýðublaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 10. maí 1977 ( Athugasemdir Ríkisendurskoðunar vegna reikninga Ríkisútvarpsins: „LÖNGUM VERIÐ DRÁTTUR Á FULLUM OG HREINUM REIKNINGSSKILUM” D vildi fá skrá yfir sjónvarpstæki sem Ríkisútvarpið lánar starfsmönnum sínum til einkaafnota Eins og margir muna eflaust eftir urðu nokkrar umræður á opinberum vettvangi á árinu 1975 vegna breytinga og inn- réttinga á húsakosti Rikisút- varpsins að Laugavegi 176, 1. hæð (i húsnæði sjónvarps). Þótti mörgum sem þóknun til arkitektsins sem verkið hannaði væri full há og að iburöur i verk- ið væri ef til vill meiri en góðu hófigegndi. Verður ekki farið að rifja upp þessa umræðu hér, en i rikisreikningi fyrir árið 1975 eru birtar athugasemdir rikis- endurskoðenda við þennan lið á gjaldalið Rikisútvarpsins og svör ráðherra við þeim. Þá spyrja endurskoðendur og um það, hversu mikið sé um það að Rikisútvarpið láni starfs- mönnum sinum sjónvarpstæki til endurgjaldslausra afnota. Athugasemdirnar varðandi þessitvö atriði hljóða svo i heild sinni: „Löngum hefur viljað hrikta i þvi að dráttur yrði á fullum og hreinum reikningsskilum á ýmsu þvi sem Rikisútvarpið snertir. A sinum tima var nokkur umræöa i sambandi við rikisreikning vegna lagfæringa og breytinga á húsnæöi stofnun- arinnar aö Laugavegi 176 og taldi arkitektinn vissa liði þar „óskiljanlega” dýra og er ekki annað vitað en þar sé enn óskilj- anlegur leyndardómur fyrir augum sérfræðings og fjár- málastjóra. Hins vegar virðist arkitektinn ekki hafa verið aðgangsharður um fullnaðar- skil fyrir sjálfan sig og ógreitt hafi verið fyrir „störf sérstaks eðlis” vegna „viðhalds”. Ensérstök ástæöa er nú til að gaumgæfa þennan lið vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur m.a. á Alþingi um greiðslur til arkitekta vegna opinberra bygginga. Það virðist hafa viðgengist nokkuð lengi að Rikisútvarpið legði nokkrum æðstu mönnum sinum til tæki og er helst svo að sjá að það sé leigulaust og ein- ungis látið tilheyra tækjabúnaði stofnunarinnar. Slikt gæti leitt til beinnar óreiöu ef ekki er höfð fullyfirsýnum þaðhverjir njóta og eiga að njóta slikra hlunn- inda. Ef stof nunin ka upir hlut og afhendir starfsmanni leigulaust og án þessaðbóka hvarhann er, liggurnærriað það megi teljast hrein gjöf og er auðvitað beinlinis viðbót við laun hans. Um slikt verða að vera ákveðn- ar reglur og hrein reikningsskil og telja yfirskoðunarmenn aö rikisstofnanir ættu ekkert slikt að gera án samráðs við ráðu- neyti. Spurt er: 1. Hver er fullnaðargreiðsla Rikisútvarpsins til Sigurlaugar Sæmundsdóttur arkitekts, hver voru störf hennar fyrir það og hvernig ersá taxtisem greitter eftir? 2. Hversu mikið er um að Rikis- útvarpið láni starfsmönnum sinum eða leggi þeim til tæki, og með hvaða kjörum er það gert?” 3.5 milljónir til arkitektsins Menntamálaráðuneytið sendi án athugasemda bréf Rikis- útvarpsins dags. 17. jan. 1977 sem svar við athugasemdunum. Eru þar sundurliðaöar greiðslur til arkitektsins, annars vegar fyrir viðgerðir, breytingar og innréttingar á 1. hæð að Lauga- vegi 176 „reiknað út samkvæmt gjaldskrá Arkitektafélags íslands” og hins vegar fyrir störf við viðgerðum breytingum og innréttingum á 5. hæð að Laugavegi 176. Af bréfi Rikisút- varpsins verður ekki annað séð en að gjaldskrá Arkitekta- félagsins sé þannig að þóknun til þeirra sé ákveðið hlutfall af áætluðum kostnaði við framkvæmd verksins sem þeir hanna. Með öðrum orðum, að þvi dýrari sem framkvæmd verksins er, þvi hærri þóknun til arkitektsins! Samanlagðar greiðslur til Sigurlaugar Sæmundsdóttur arkitekts vegna starfa við breytingar á 1. og 5. hæð sjónvarpshússins að Laugavegi 176 námu kr. 3.468.776og voru siðustu greiðsl- urinntarafhendi 12. október s.l. Yfirskoðunarmenn Alþingis þeir Halldór Blöndal, Halldór Kristjánsson og Haraldur Pétursson, birta i lok reiknings- ins tillögur við rikisreikning fyrir árið 1975” og segir svo um svar Menntamálaráðuneytis við fyrirspurn um greiöslur til Steinunnar Sæmundsdóttur: „Svarið er tæmandi en vekur athygli á þvi að gjaldskrá arki- tekta og samningur við þá er þannig að þeim er það hagur að byggingar verði sem dýrastar þar sem þeim er beinllnis borgað fyrir öll mistök sem leiða til aukins kostnaðar. (Undirstrikun AB) Auk þess viröist þeim bera sérstök greiðsla fyrir „mælingar út- reikninga efnismagns og eftirlit umfram aðalumsjón” hver sem metur skil þar á milli. Yfir- skoðunarmenn vilja vekja at- hygli á þessum tillögum til at- hugunar framvegis.” Yfirmenn með dýrindis litasjónvarp Vegna fyrirspurnar Rikis- endurskoðunar um sjónvörpin sendi Rikisútvarpið henni sérá yfir sjónvarpsviðtæki i eigu stofnunarinnar en I vörzlu ein- staklinga. Skrá þessi er i f jórum hlutum i fyrsta lagi eiga hlut að máli fastráðnir starfsmenn Rikisútvarpsins og verk- fræðingar Pósts og sima i öðru lagi gæzlumenn sjónvarps- stöðva i þriðja lagi útvarpsráðs- menn og loks eru tæki er til- heyra dagskrárgerð og út- sendingu i sjónvarpshúsinu Laugavegi 176 og i notkun að SkUlagötu 4. Eftirtaldir starfs- menn og verkfræðingar Pósts og sima eru skráðir með lita- sjónvarpstæki til afnota en öll eru tækin keypt á timabilinu ágúst-október 1976: Andrés Björnss. útvarpsstjóri, Gunnar Vagnsson fjármálastjóri, Guð- mundur Jónsson framkvæmda- stjóri i hljóðvarps, Pétur Guð- finnsson framkvæmdastjóri sjónvarps, Emil Björnsson dag- skrárstjóri frétta- og fræðslu- deildar sjónvarps, Jón Þórarinsson dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar sjón- varps og Hörður Frimannsson yfirverkfræðingur. Þá hafa Framhald á bls. 10 OR YMSUM ATTUM Mannréttinda sáttmáli 1 tilefni mannréttindadags Evrópu birtist í gær grein I Tim- anum eftir Gauk Jörundsson, þar sem greint er i stuttu máli frá aöalinntaki mannréttinda- sáttmála Evrópu og starfshátt- um og skipulagi mannréttinda- nefndarinnar. Höfundur bendir á að aðildar- rikin, 18 talsins.hafi skuldbund- iö sig til að tryggja hverjum manni innan vébanda þess þau mannréttindi, sem sáttmálinn tilgreinir. Sfðan segir: „Sem dæmi mannréttinda sem vernd- ar njóta, má nefna rétt til lifs, frelsis og mannhelgi, friöhelgi einkalifs, heimilis og bréfa- skipta, skoðanatjáningar- og trúfrelsi, funda- og félagsfrelsi, feröafrelsi, rétt manna til aö njóta eigna sinna i friði, rétt til réttlátrar meðferðar tiltekinna mála fyrir hlutlausum dómstól- um og rétt foreldra til þess að menntun barna þeirra sé i sam- ræmi viö trúar- og lifsskoöanir þeirra. Til viöbótar má nefna fortaks- laust bann viö pyntingum og ó- mannúölegri eöa niðurlægjandi meöferð eöa refsingu, bann við þrælkun og nauöungarvinnu og bann við afturvirkni refsilaga, Þá eru aöildarrikin skuld- bundin til þess að halda frjálsar og leynilegar kosningar til lög- gjafarþings með hæfilegu milli- bili.” Siðan segir um markmiö stofnunarinnar: „Mannrétt- indanefnd Evrópu er ein þeirra stofnana, sem er ætlað að sjá til bess. að aðildarriki mannrétt- indasáttmálans standi við þær skuldbindingar, sem þau hafa tekizt á hendur.” Þá kemur einnig fram i grein- inni að i nefndinni eiga sæti 18 fulltrúar, eöa jafn margir og aö- ildarrikin. Hins vegar er ekki litið á fulltrúana, sem talsmenn tiltekinna rikja heldur sitja nefndarmenn þar sem einstakl- ingar óháðir stefnum og yfir- lýstum skoöunum landa sinna. í lok greinar sinnar bendir Gaukur Jörundsson á að kærur til mannréttindanefndarinnar hafi þennan fyrsta aldarfjórð- ung skipt hundruöum árlega og kvörtunarefni hafi verið mjög margvlsleg eins og gefur að skilja. Þá kemur einnig fram að þorra kæranna sé yfirleitt vlsaö frá af. ýmsum ástæöum strax við frumathugun. Enda þótt erf- itt sé að draga nokkrar haldgóö- • ar ályktanir af þvl, má þó telja vist, aö mannréttindanefndin leysi aöeins, að mjög takmörk- uðu leyti, vandamál liðandi stundar. A hinn bóginn er enginn vafi á þvt að mannréttinda nefndin gegnir mjög mikilvægu hlut- verki með þvl aö veita siðferði- legt og stjórnunarlegt (kjörin af ráðherranefnd) aðhald, og sömuleiðis með þvi að marka stefnu I mannréttindámálum og þjóðarétti. Smásveiflur i pólitik- •inni Þaö er athyglisvert að lesa viðtölin við þingmenn, sem birt- ust I dagblööunum i gær. Yfir- leitt kemur þeim öllum saman um að þetta siöasta þing hafi verið meö eindæmum afkasta- litið og skipulag hafi yfirleitt verið slæmt á allri afgreiðslu mála. Að visu taka stuðningsmenn stjórnarinnar ekki eins mikið upp I sig og stjórnarandstaðan, enda má gera ráð fyrir að þeir hafi gengiö meira sólarmegin á götunni en hinir siðarnefndu. Einhvernveginn hefur það legið I loftinu undanfarna mán- uði, og reyndar allt frá þvi nú- verandi stjórn hljóp af stokkun- um, að Framsóknarflokkurinn væri I mikilli lægö. Flokkurinn vildi alls ekki fara út I kosningar fyrr en kjörtimabili lyki, og treysti á það að tlminn breiddí yfir eitt og annað áfall, sem flokkurinn heföi orðið fyrir. En nú fyrir stuttu hefur for- maður Framsóknarflokksins gefiö út stefnuyfirlýsingu varð- andi kjarabaráttuna, sem gefur til kynna, að eitthvað sé aö brjótast um I kollinum á þeim Framsóknarmönnum. Ef til vill sjá þeir sér nú hag I þvi, að rjúfa stjórnarsamstarfið og stilla sér upp við hliöina á stjórnarand- stöðunni, fremur en aö biða til næsta árs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.