Alþýðublaðið - 10.05.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1977, Síða 3
biaðid1 Þriójudagur 10. mai 1977 VETTVANGUR i Gengiö niftur Almannagjá Hér hefur sr. Eirikur Eiriksson tekift viö stjórninni og segir gestum sögu staöarins og útskýrir staöhætti af alkunnum myndugleik. Til vinstri á myndinni er fjármáiaráöherra Kanada, Donald MacDonald. Trudeau í skottúr til Þingvalla „Ég ætla aö veröa kóngur þegar ég er oröinn stór”. „ÉG ætla aö veröa keisari þegar ég er orðinn stór”. „Iss, piss, ég ætla aö verðaipáfi þegar ég er orðinn stór”. Slik og þvilik oröaskipti hafa sjálfsagt flestir lesendur heyrt i samræðum krakka og er greini- lega keppzt um aö verða sem æöstur. En þegar máliö er skoö- aö grannt, er þá svo mjög eftir- sóknarvert aö sækjast eftir æðstu embættum þjóðar sinn- ar? Um þetta dæmir að sjálfsögðu hver fyrir sig og greinilega finnst mörgum mjög eftir- sóknarvert ab klifra upp i æöstu embætti eftir metoröaprili sumra að dæma. En hinum al- menna borgara, hvernig skyldi honum liða ef hann væri settur I embætti æösta ráðamanns lands sins? Lögreglufylgd A föstudaginn i siðustu viku var blaðamanni Alþýðublaðsins boöið aö fylgjast meö ,ferö for- sætisráöherra Kanada, Pierre Ellioto Trudeau, og fylgdar- manna til Þingvalla. Boöiö var þegiö og átti aö leggja af staö klukkan hálf niu að morgni. Veöur var hiö fegursta, logn og sæmilega hlýtt. Tveir lögreglu- bilar og auk þess þrir eöa fjórir lögregluþjónar á vélhjólum fylgdu forsætisráðherranum og á hverju götuhorni á leiöinni út úr bænum stóö lögregluþjónn. Fyrir utan þetta allt var Trudeaumeð tvo lifverði. Slikar öryggisráöstafanir eru nauö- synlegar, meira aö segja á Is- landi, þegar æöstu ráðamenn þjóðar eru i opinberri heimsókn. I bilalestinni sem fór til Þing- valla þennan morgun voru átta bilar alls, fyrir utan lögreglu- fylgdina. Er komið var til Þingvalla var bilalestin stöðvuö við útsýnis- skifuna og gestunum bent á þaö markverðasta i landslaginu. Siöan var gengið niður Almannagjá. Stríðsdans Ijósmyndara A leiðinni niöur Almannagjá upphófst undarlegur dans. Flokkur manna tók sig út úr hópnum og hljóp framfyrir hann. Er menn þessir voru komnir i hæfilega fjarlægö, stilltu þeir sér upp andspænis gestunum og virtust skæla sig framan I þá. Siöan tóku þeir á rás á nýjan leik. Nokkrir hlupu allt i kringum gestina og stóö gestunum nokkur ógn af þessum tilburðum. Af framangreindum lýsingum má sjá að hér voru á ferðinni ljósmyndarar og kvik- myndatökumenn. Það hlýtur aö vera i meira lagi þreytandi að hafa slika menn stööugt I kring- um sig. Eftir gönguna niöur Almannagjá var ekið aö Þing- vallabænum og þar þáöu gestir og gestgjafar veitingar en bláöamenn og Ijósmyndarar gátu á meöan hugaö að segul- bandstækjum sinum og mynda- vélum úti i guösgrænni náttúr- unni. Flestar útskýringar og frá- sagnir nam Trudeau af vörum islenzka forsætisráöherrans en ~er til Þingvalla kom tók þjóö- garösvörðurinn, séra Eirikur Eiriksson, viö. Trudeau þótti greinilega mikiö til landslagsins á Þingvöllum koma og spuröi margs. Um leiö og gestir höföu þegiö veitingarnar fóru þeir úr bænum og skoöuöu kirkjuna. Myndavélamennirnir tóku viö- bragö og upphófu mikla skot- hrið á gestina. Það væri annars fróölegt aö vita hversu margar myndir eru teknar við slik tæki- færi og siöan aö athuga hversu margar þeirra birtast. Til aö gera nú stutta sögu enn styttri þá var lagt af staö i bæ- inn, dagskrá heimsóknarinnar var afar þéttskipuð. Nú átti for- Framhald á bls. 10 Trudeau ræðir við forseta tslands, Kristján Eldjárn Ótalmargar útréttar hendur. Trudeau ræðir hér við krakkana og virðist hafa fullan skilning á kæti þeirra. Gestirnir ganga yfir brúna við Drekkingarhyl. t baksýn má sjá kirkjuna og Þingvallabæinn. Ab-myndir:-ATA

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.