Alþýðublaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNI 112.tbl. — 1977 — 58. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 „ViA erum stoltib hans Bárðar”, sögðu nýstúdentarnir 5 úr öldungadeildinni, þegar Aiþýðublaðs- menn hittu þá á heimili Bárðar og Alfhildar í Löngumýrinni um siðustu helgi. A myndinni er f.v.: Sigriður Hjartardóttir, Guðlaug Hermannsdóttir, Bárður Halldórsson, Danéla Guðmundsdóttir. Björg Bjarnadóttir, Sesselja Valtýsdóttir og Karl Stefánsson („Hann Karl vann það ótrúlega afrek að koma okkur upp á stærðfræðinni!”). (AB-mynd: Axel Ammendrup) Fyrstu „öldungarnir” frá Menntaskólanum á Akureyri útskrifaðir: Verður hafin kennsla á háskóla- stigi á Akureyri innan tíðar? Fyrstu „öldungarnir” frá Menntaskólanumá Akureyri verða útskrifaðir þann 17. júnl næstkomandi, en öldungadeild tók fyrst til starfa á Akureyri haustið 1975 — þá á vegum Námsflokka Akureyrar. Voriö 1976 luku 13prófum af þeim sem hófu nám til stúdentsprófs i öldungadeild, þar af 4 karlmenn. Afþessum 13 útskrif- ast nú 5 konur, sem hafa verið meö frá upphafi og einn til viðbótar sem inn i öldungadeild- ina úr 4. bekk MA. Fleiri „öld- ungar” munu útskrifast á Akureyri um næstu áramót og ennaðrirvæntanlega voriö 1978. Arangur kvennanna 6 sem nú eru að útskrifast er vissulega glæsilegur, enda sögðu kennar- ar þeirra um þær að þetta væri „afar harðvitugt fólk”. Þær eru allar giftar og halda heimili og sumar hafa meira að segja unn- ið utan heimilisins á meöan námi hefur staðiö. Þær hafa þvi raunar verið I þremur störfum samtimis! Eins og áöur segir hófs kennsla I öldungadeildinni haustið 1975 á vegum Náms- flokkanna og þá „utan viö lög og rétt”, eins og Báröur Halldórs- son, kennslustjóri hjá Náms- flokkum Akureyrar, oröaöi það. Þá voru engar reglur til varð- andi slika kennslu, en hún var engu að siöur hafin — meö góðum stuðningi margra aðila. Nefndi Báröur sérstaklega stuðning bæ jarstjórnar Akureyrar við þetta framtak — og þá einkum Sigurö Óla Brynjólfssonbæjarfulltrúa, sem Bárður Halldórsson sagöi að Tillaga aðalsamninganefndarinnar: Verkföll í starfsgreinum hefjist 13. júní Aðalsamninganefnd Alþýðusambands Islands hef- ur samþykkt tillögu um röð starfsgreinaverkfalla sem fylgir i kjölfar þeirra sólar- hringsverkfalla sem nú eru aö hefjast. Samkvæmt tillögu samninganefndarinnar hefst þessi verkfallaröð þann 13. júni næstkomandi og lýkur með allsherjarverkfalli um land allt þann 21. júni. Tillaga þessi hefur verið send til viðkomandi aðildar- félaga Alþýðusambandsins og munu þau taka hana til athug- unar og ákvörðunar á næstu dögum. Verkfallaröðin er þessi, samkvæmt tillögu aðal- samninganefndarinnar: 13. júni: Málm- og skipa- smiðasamband Islands og þeir félagar Verkamannasam- bands íslands sem starfa I fyrirtækjum tengdum málm- iðnaði. 14. júni: Landsamband iðn- verkafólks, Samband byggingarmanna og þeir félagar Verkamannasam- bandsins sem starfa I byggingariðnaði. 15. júni: Rafiðnaöarmenn, bókagerðarmenn, félög I veit- inga- og hótelrekstri. 16. júni: Verzlunarmenn. 20. júni: Verkamannasam- bandið i fiskiðnaði, hafnar- vinna, Landssamband vöru- bifreiðastjóra. 21. júni: Allsherjarverkfall I einn dag um land allt. Viða úti á landi þar sem áhrifa slíkra starfsgreina- verkfalla myndi gæta litið sem ekki, er i athugun möguleiki á að fara aörar leiðir. Þar er helzt hallazt að þvi að i staö Staðarfellsskóli formlega lagður niður Algert undanhald í hússtjómarfræðslumi Hússtjórnarskólinn að Stað- arfelli I Dölum var ekki starf- ræktur siöastliöinn vetur, og mun ástæðan fyrst og fremst hafa verið sú að nemendur voru ekki til staðar. Vestur i Dölum er mikill kurr I mönnum út af þvi að ekki skuli vera unnt að starfrækja þennan myndarlega skóla, ekki sizt þar sem nýlega var búiö aö reisa þrjá kennara- bústaði og nýja ibúö fyrir skóla- stjóra. Það er menntamálaráðuneyt- iö sem fer með yfirstjórn þess- ara mála, og að þvi er Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri tjáði blaöinu i gær, eru nú uppi hugmyndir um þaö að breyta Staöarfellsskóla i skólastofnun fyrir þroskahefta nemendur. Sagði Stefán að búið væri að ræða þessi mál viö heimamenn Prentarar og bókbindarar í verkföll næstu daga hefði „stutt þetta og staöiö með á allan hátt”. Við spuröum Bárð Halldórs- son hvert yröi framhaldið á full- oröinsfræðslu á Akureyri, hvort jafnvel yrði farið út i að kenna það háskólastigið. — Það hafa komið fram óskir öðru hvoru um kennslu til BA-prófs á Akureyri — jafnvel • hafa þær raddir heyrzt á Alþingi. Spurningin er þvi sú hvort við eigum aö biða formlegs leyfis yfirvalda tii að hefja hér slika kennslu eða þá aðhefja þetta starf strax, likt og við gerðum með öldungadeild- ina 1975. Ég fullyröi að ef við heföum beðið ráðuneytisleyfis þá til þess að fara af stað meö hana, þá værum við ekki að út- skrifa þetta fólk hér og nú. Það Prentarar og bókbindarar hafa boðað sólarhringsverkfall á hinum ýmsu stöðum á landinu næstu daga. Verkföllin verða framkvæmd þannig að i gær voru verkföll á Selfossi, Keflavik og Vestmannaeyjum. í dag verða verkföll á Akureyri, Sauðár- króki og Siglufirði á morgun verða verkföl! á Akranesi og Borgarnesi og 9 núnl hafa verið boðuð verkföll á Isafirði og Nes- kaupstað. hallast þvi margir að þvi aö við eigum aö byrja bara á þessu og sjá svo hvað setur. Ég get látiö það fylgja með, til gamans, að hér á Akureyri eru hvorki meira né minna en 100 manns sem gætu kennt á hinum ýmsu háskólastigum. Þar af mætti ? i r Hll&Xv. starfsgreinaverkfalla komi eins dags allsherjarverkfall, auk þess sem þar yrði tekið þátti allsherjarverkfallinu 21. júni. Val á slikuni dögum yröi þá á valdi einstakra félaga. sem almennt væru mjög ánægð- ir með þessar fyrirætlanir ráöu- neytisins. Auk Staðarfellsskóla var einn annar hússtjórnarákóli, sem ekki var starfræktur siðastlið- inn vetur en þaö er skólinn aö Laugalandi i Eyjafirði. Ekki mun enn ákveöiö um framtið þess skóla. Þó er augljóst af þróun þessara mála að dagar heimilisfræða og hússtjórnar eru hvorki fagrir né litrfkir þessa stundina hvaö sem siðar verður. Þá hefur blaöiö fregnað aö á næstunni verði Staöarfellsskóli formlega lagöur niður fyrir fullt og allt sem hússtjórnarskóli enda er ráögert að stofnun fyrir þroskahefta taki þar til starfa strax næsta haust. — BJ Samkvæmt tillögu A.S.l. um keðjuverkföll yrði verkfall i bókagerð miövikudaginn 15. júni næstkomandi og sólar- hrings allsherjarverkfall þriðjudaginn 21. júni næstkom- andi. Grafiska sveinafélagið er ekki aðili að A.S.l. og hefur þvi ekki boðað verkfall, en hefur hins vegar lýst yfir að þátttaka þeirra i allsherjarverkfalli komi til greina. —AB. nefna 30 verkfræðinga i bænum, 30 menntaskólakennara o.fl. Mitt álit er þvi eindregið' þaö aö við eigum að byrja hér kennslu á háskólastig strax, og þá I greinum á sviði he'ímspeki- deildar, sagði Báröur Halldórs- son. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.