Alþýðublaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 9
££&* Þriðjudagur 7. júní 1977 Félag frímerkjasafnara 20 ára: AFMÆLISINS MINNZT Á MARGAN HÁTT Félag frímerkjasafn- ara minnist 20 ára af- mælis síns um þessar mundir. Félagið var stofnað 11. júní 1957, og var fyrsta frímerkja- sýningin Frimex 58 haldin þegar á fyrsta starfsári. Árið 1964 efndi FF til annarrar sýningar og voru báðar þessar sýn- ingar samkeppnissýn- ingar. I tilefni afmælisins hefur Félag frímerkja- safnara ákveðið að efna til viðamikillar sýningar og stendur hún yfir dagana 9,—12. júní í Álftamýrarskóla. Þar verða um 140 rammar með mjög fjölbreyttu sýningarefni, sem skipt er í þrjár deildir. l Heiðursdeild sýna Póstur og Sími og Þjóðminja- safnið, safnarar frá5. löndum sýna í Sam- keppnisdeild og loks er þriðja deildin kynningar- deild, en þar sýna m.a. nokkrir ungir safnarar. AAeðan á sýningunni stendur verður starfrækt pósthús og verða notaðir f jórir mismunandi stimplar, einn fyrir hverndag. Þá hefur sýningarnefnd látið gera sérstök umslög, sem seld verða, og er forsala þeirra þegar hafin í frímerkjaverzlunum. Loks hefur verið gefin út sýningarblokk, og er upp- lagið aðeins 500 stykki. Félag f rímerkjasaf n- ara hefur í þessu tilefni látið gera sérstaka postu- línsplatta með merki sýningarinnar og verða þeir notaðir til verðlauna á sýningunni. Það sem af gengur verður selt. Sýningin verður sem fyrr sagði opnuð 9. júní n.k. og er opin til kl. 22 og á sama tíma á föstudag. Um helgina verður hún opin frá kl. 14 til 22 báða dagana. —JSS Frímerkjauppboð I tengslum við afmæl- ið efnir Félag frimekja- safnara til veglegs frimerkjauppboðs með tæpum fjögur hundruð númerum. Verður upp- boðið haldið i Vikingasal hótel Loftleiða laugar- daginn 1. júní og hefst kl. 14. Uppboðsefnið verður til sýnisfyrirþá sem áhuga hafa, að hótel Borg þriðjudaginn 7. júni. kl. 18-22. Þá verður afmælishóf félagsins haldið að hótel Lof tleiðum laugardaginn 11. júni og hefst það kl. 21. Áðgöngumiðar kosta kr. 1500 og verða seldir i söludeild Frimex ”77. Afmælisþing Landssamband ís- lenzkra f rímerkjasaf n- ara mun halda sitt 10. landsþing sunnudaginn 12. júní n.k. Þetta afmælisþing mun marka spor í sögu sambandsins, því að því loknu eru allir f rímerkjaklúbbar og félög í landinu innan vé- banda þess. Auk þess munu breytingum á stofnskrá verða þannig háttað, að héðan af munu TRULOF-V UNAR- HRINGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12, Beykjavik. félögin eiga fulltrúa á þingi eftir höfðatöluregl- unni. Þá verður einnig sú breyting, að þetta verður í síðasta sinn, sem tillaga þarf að fara fyrir tvö landsþing til að ná samþykki. ( stjórn Landssam- bandsins eiga nú sæti, Sigurðuur H. Þorsteins- son skólastjóri, og forseti sambandsins, Sigurður P. Gestsson varaforseti, Hartvig Ingólfsson ritari, Kristján Friðsteinsson gjaldkeri. AAeðstjórnend- ur eru Bolli Davíðsson, Jón Halldórsson og Sigurður Ágústsson. Þórhallur Sigurðsson sem Kaspar. Kaspar að Ijúka Á f immtudagskvöldið verður þýzka leikritið KASPAR eftir Peter Handke sýnt á Litla svið- inu í Þjóðleikhúsinu eftir nokkurt hlé, sem varð vegna utanfarar ÍNOK- hópsinstil Bergen. Verkið er með þekktustu verkum höfundar og er þetta í fyrsta skipti, sem leikrit- ið er sýnt hérlendis. Svið- setning Nigels Watson þykir nýstárleg og hefur vakið athygli svo og leik- mynd AAagnúsar Tómas- sonar. Þá hafa leikarar fengið mjög góðar um- sagnir fyrir túlkun sína á hlutverkum leiksins, ekki sist Þórhallur Sigurðsson, sem leikur titilhlutverkið Kaspar. Aðrir leikendur eru Anna Kristín Arngrimsdóttir, Sigmundur Örn Arn- grímsson, Þórunn AA. AAagnúsdóttir og Jón Gunnarsson. Eftir sýninguna á fimmtu- dagskvöldið verða ein- ungis tvær sýningar til viðbótar á verkinu. s&msfcwy? 1WMkríMSr \ Glcymdu n ekki endurnýjun 6 flokkur 9 á 9 — 9 — 180 — 558 — 8.667 — 1.000.000- 500.000.- 200.000,- 100.000.- 50.000,- - 10.000,- 9.432 18 — 50.000,- 9.000.000.— 4.500.000.— 1.800.000,— 18.000.000,— 27.900.000,— 86.670.000,— 147.870.000.— 900.000,— 148.770.000,— An endumýjunar áttu ekki möguleika á vinningi. Við drögum næst þann 10. júní. Gleymdu ekki að endumýja! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Tvö þúsund milljónir í boÓi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.