Alþýðublaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Þriðjudagur 21. júní 1977 Tvö stórafmæli hjá Loftleiðum Hér sjáum viö svo eina af þremur DC-8-63 þotum FlugleiOa. flugvélar af Cloudmaster gerö sem voru mun hraöfleygari en fyrirrennarar þeirra og jafn- framt meö þrýstiútbúnaöi i far- þegarými. í maí 1964 kom fyrsta Rolls Royce 400 skrúfuþota félagsins til landsins sú fyrsta af fjórum sem félagiö keypti og tók I notk- un á næstu árum. 1 september 1971 voru undirritaöir leigu- kaupsamningar varöandi þotu af geröinni DC-8-63 og nokkru siöar annar samskonar samningur um aöra þotu af sömu gerö. Ariö 1975 var gengiö aö fullu frá kaupunum á þessum þotum, sem nú eru I eigu Flug- leiöa ásamt tveimur Boeing 727 þotum, fimm Fokker Friend- ship skrúfuþotum og þriöju DC-8-63 þotunni sem keypt var siöast liöinn vetur. —GEK Hekla fyrsta millUndaflugvél Loftleifta, var af Skymastergerft. Siöast liöinn sunnudag 12. júni voru liöin 25 ár frá þvi aö Loft- leiöir hófu reglubundiö áætlunarflug milli Islands og Bandarikjanna. Sama dag voru 30 ár liöin frá upphafi milli- landaflugs félagsins, en þann 12. júni 1947 lagöi fyrsta millilanda- flugvél félagsins Hekla, af staö frá New York i sfna fyrstu Islandsferö. Viö upphaf reglubundins flugs til New York var flogin ein ferö á viku meö Heklu sem var af Skymaster gerö og rúmaöi 44 farþega. Meö tilkomu hag- kvæmari fargjalda félagsins fjölgaöi farþegum ört og voru fleiri Skymastervélar keyptar sem voru i förum á vegum Loft- leiða allt fram yfir 1960. Frá 1959-1961 keyptu Loftleiöir fimm Lokun sjúkradeilda dregur úr vinnuálagi — segir stjórn Hjúkrunarfélagsins Þar sem fram hefur komiö I fjölmiölum aö lokun deilda á sjúkrahúsum stafi af skorti á hjúkrunarfræðingum vill stjórn Hjúkrunarfélags íslands taka fram, aö ástæöur fyrir umrædd- um skorti eru margar, meöal annars mikiö og vaxandi vinnu- álag, óhagkvæmur vinnutimi, skortur á barnagæzlu, kennara- skortur og siðast en ekki sizt aö hjúkrunarstarfiö er vanmetiö til launa miöað viö starfsviö, ábyrgö, menntun og fleira. Stjórn Hjúkrunarfélagsins lit- ur ástandiö alvarlegum augum og telur aö skjótra úrbóta sé þörf. Lokun sjúkradeilda er al- gert neyöarúrræöi álitur stjórn- in, en telur þó aö meö þeim að- geröum sé hægt að draga úr vinnuálagi þeirra sem I starfi eru og þar meö tryggja aö sú þjónusta sem innt er af höndum sé eins góð og sjúklingar eiga rétt á. Telur HFl þaö æskilegra en aö ætla sjúkrastofnunum aö halda uppifullri starfsemi yfir sumar- orlofstimann án þess aö fyrir hendi sé starfsfólk sem hæft er til þeirrar þjónustu sem veita á þar. —AB NÝJAR HUGMYNDIR UM FANGALEYFI: Betri möguleikar fyrir fanga að skapa sér nýtt líf utan múranna — fá að heimsækja fjölskyldur sínar og vinna utan fangelsisins Nýjar leiöir viö fangavörzlu, var eitt helzta umræöuefniö á ráöstefnu fangelsistjórna sem haldin var i Strasbourg, en hana sóttu fulltrúar aöildarrikjanna aö Evrópuráöinu. Ráöstefnan var haldin i marz siöastliðnum. Reynslulausn, heitir nýtt kerfi fangaleyfa, sem mikiö var rætt um á ráöstefnunni. Þar er gert ráö fyrir aö vistmenn fangelsa haldi áfram aö búa I fangelsum, en sé leyft aö fara út til aö stunda reglulega vinnu á venju- legan hátt. Einnig sé þeim gert kleift aö heimsækja fjölskyldur sinar, og þannig ekki sviptir beztu tryggingunni gegn þvi að sækja á ný á glæpastigu, hljóta dóm og fangelsun. Öryggi almennings ógnað Fyrir þessa ráöstefnu geröi forstjóri dansks fangelsis á þvi könnun hvers vegna almenn- ingur kynni aö óttast aö föngum yröi leyft aö vinna utan fangelsismúranna I þeim til- gangi aö búa sig undir aftur- hvarf til samfélagsins. Helzta gagnrýnin sem fram kom var að fyrirkomulagiö um fangelsisleyfi græfi undan valdi dómarans, auk þess aö taliö var aö meö þvi væri öryggi almenn- ings ógnaö. Þeir sem áfellast rikiö fyrir aö loka fanga ekki alveg inni, setja venjulega fram þá fullyrðingu aö þeir fangar sem leyft er aö starfa utan fangelsis, þurfi ekki aö brjótast út þvi þeim sé auöiö aö láta undir höf- uö leggjast hvort þeir snúa aftur til fangelsins. Hæfasti aöilinn til aö mæla gegn þessum rökum, er lög- reglan. Hennar starf er aö finna afbrotamenn og stroku- fanga. 1 Danmörku var lögregl- an sammála 90% þeirra tilfella sem fangelsistjórnir leyföu reynslulausn. Skapar ekki meiri freistingu til flótta Samkvæmt niöurstööum danskra kannana er slik frelsis- veiting, og nefnd hefur veriö hér aö framan, engan veginn til þess fallin aö skapa ómótstæöi- lega freistingu. Aöeins 6.6% manna I reynslulausn komu ekki aftur innan tilskilins tima. Sumir komu of seint, aörir komu alls ekkert, en fundust siöar og voru handteknir af lög- reglu og færöir til fangelsisins. 0.2% reynslulausnarfanga, aö- eins 0.2%, tókst að sleppa og ekki nema einn hundraöshluti fanganna misnotaöi léö frelsi til aö brjóta af sér á ný. Ekki var um nein dauösföll aö ræöa, og verömæti þaö og fé sem stoliö var, nam svo litilli upphæö aö á ráðstefnunni kom fram sú til- Framhald á bls. 9. Magnús Finnsson formaður B.í. Aðalfundur Blaöamanna- félags Islands var haldinn s.l. mánudagskvöld. Efni fundarins var venjuleg aöalfundarstörf, en auk þess uröu talsveröar um- ræöur um hugsanleg kaup félagsins á húsnæöi fyrir félags- starfsemi ýmisskonar. Þá voru og ræddar lagabreytingar Bl, nýjar siöareglur blaöamanna og fulltrúi úr launamálanefnd kynnti stööuna I samning- um blaðamánna við útgefendur. Kom þar fram aö aöilar hafa ekki ræðzt viö I nokkrar vikur og var hugur i mönnum aö knýja á um aö samningsviöræöur kom- ist sem fyrst I gang. Ný stjórn Blaöamannafélagsins var kjör- inn á fundinum, en fráfarandi formaöur félagsins er Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri Þjóöviljans. I staö hans hlaut kosningu Magnús Finnsson, blaöamaöur viö Morgunblaöiö, en auk hans sitja i aöal- og varastjórn B1 næsta starfsár: Helgi H. Jónsson, hljóövarpinu, Bragi Guömundsson, VIsi, Frlöa Björnsdóttir, Timanum, Einar Karl Haraldsson, Þjóöviljanum, Gunnar E. Kvaran, Alþýöublaöinu, Guöjón Einarsson, sjónvarpinu og Atli Steinarsson, Dagblaöinu. —ARH Stór sölusamningur á ullarvörum til Bandaríkjanna: Prjónavörur fyrir 140 milljónir fluttar út á þessu ári A fundi meö fréttamönnum á þriöjudaginn kynntu forráöa- menn Iðnaöardeildar Sambands Isl. samvinnufélaga nokkur sýnishorn af fullunnum tlzku- fatnaði úr prjónlesi og ofnum teppum úr Islenzkri ull frá Gefjun á Akureyri, en Sam- bandiö hefur gert stóra sölu- samninga um slíkan varning viö Bandarlkin og Kanada, stærstu ullarvörusamninga sem geröir hafa veriö viö þessi lönd til afgreiðslu á einu ári. Umboðsfyrirtæki Sambands- ins I Bandaríkjunum, Iceland Fashions Corporation I New York haföi milligöngu um þess- ar sölur til fyrirtækisins KINETIC sem hefur höfuö- stöövar sínar I Montreal I Kanada og rekur viöamikiö dreifingakerfi um öll Bandarlk- in. A þessu ári veröa afgreiddar prjónavörur fyrir um 140 millj. króna, en þar er um aö ræöa 10 tegundir af prjónafatnaöi, svo- kölluöum peysukápum ýmist I sauöalitum eöa öörum litum. Bandiö I fatnaöinn er allt unniö i Gefjun á Akureyri en fullunniö ytra. Auk þess er fyrirhugaö aö Framhald á bls 9. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga: Stuðningur við launajöfnun - gegn álveri við A aöalfundi Kaupfélags Eyfiröinga, sem haldinn var á Akureyri 9. og lO.júni 1977 uröu nokkrar umræöur um yfir- standandi kjarasamninga og kaupgjaldsmál yfirleitt og var gerö fundarsamþykkt þar aö lútandi. I henni er lýst stuðningi við launajöfnunarstefnu Alþýöusambandsins og þaö grundvallaratriöi aö verkafólk njóti viöunandi lifskjara fyrir dagvinnutekjur. Fundurinn fagnaöi jákvæöum undirtektum SIS og Vinnumálasambands samvinnufélaganna viö þessa stefnu og vænti þess aö henni yröi fylgt eftir mætti I yfir- standandi kjarasamningum. Slöan segir: „Fundurinn varar þó viö þvl, aö þannig veröi gengiö frá nýj- um kjarasamningum, aö ný alda veröbólgu og gengisfell- inga risi I kjölfar þeirra og skor- ar á rikisstjórnina aö gera allt, sem I hennar valdi stendur, til aö skapa samningsaöilum svig- rúm til eölilegrar samninga- geröar, þar sem stefnt veröi aö tryggum og vaxandi kaupmætti launa en allrar varfærni gætt varöandi hættulegar sveiflur verölags og launa.” „Stóriðja ósækileg við Eyjafjörð” Þá var gerö svohljóöandi ályktun um stóriöjumál: „Fundurinn lítur svo á aö Eyjafjörð stóriöja á vegum útlendra fyrir- tækja sé mjög óæskileg hér viö Eyjafjörö. Hér um slóöir hefur á undanförnum áratugum skap- azt traust og farsælt atvinnullf meöal annars fyrir tilstilli sam- vinnufélaga landsmanna. Þessu atvinnulifi yrði allmikil röskun og hætta búin ef efnt yröi til slíkra stórframkvæmda sem t.d. álverksmiöja er. Auk þess fylgja slíkum stóriöjuverum einatt margir aörir ókostir, til dæmis mengun umhverfis, sem fremur er hægt aö sneiöa hjá eöa ráöa viö þegar smærri fyrirtæki eiga I hlut. Þess vegna ber aö halda áfram fyrri stefnu I atvinnumálum hér en ekki leggja út á hálar brautir erlendrar stóriöju.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.