Alþýðublaðið - 21.06.1977, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 21.06.1977, Qupperneq 5
5 Þriðjudagur 21. júní 1977 ANANDA MARGA HYGGST KAUPA EYJU Á BREIÐAFIRÐI Blaðamaður og Ijós- myndari Alþýðublaðsins heimsóttu fyrir helgina Indverja nokkurn sem staddur er hér á landi þessa dagana á vegum félagsins Ananda Marga, en þau f élagssamtök reka meðal annars Kornmark- aðinn við Skólavörðustíg. Samtökin Ananda Marga er alþjóðleg mannréttindahreyf ing sem leggur megináherzlu á andlega og siðferðis- lega vakningu fólks og heilbrigða lifnaðarhætti. Hreyf ingin er upprunnin í Indlandi en hefur haft mjög mikil áhrif víða um heim, s.s. í Englandi og á hinum Norðurlöndunum. Hvergi i heiminum hefur An- anda Marga haft eins mikil á- hrif sem i Indlandi. Þar hefur hreyfingin starfrækt hundruö skóla, heilsuhæla, stofnana fyrir munaðarlaus börn og unglinga og hæli fyrir afvegaleidda ung- linga, fyrrverandi eiturlyfja- neytendur og drykkjusjúklinga. Jafnhliða rekstri þessara stofnana hefur Ananda Marga veitt fræöslu um jóga og and- lega hugleiðslu, og eins og áður segir hefur hreyfingin lagt mikla áherzlu á andlegt og likamlegt heiibrigði. til vill segja það, og nú eftir kosningarnar eru enn ný hneykslismál að upplýsast, mútur, valdniðsla, þvinganir, ofbeldi, pyntingar og morð. Allt þetta var notað i kosningabar- áttunni og sonur Indiru gekk á undan i þessu spillingarstarfi.” Blm: „Komu niðurstöður kosninganna almenningi á óvart?” Karunananda: ,,Já það er ekki nokkur vafi á þvi, en þrýst- ingurinn var mjög mikill bæði innan lögreglunnar og innan hersins.” Blm.: „Hefur pólitiskum föngum verið sleppt?” Karunananda: „Já þeim hef- ur verið sleppt, en þó eru enn i haldi stórir hópar fólks sem fangelsað hefur verið fyrir skoðanir sinar og opinbera gagnrýni á einstökum embættismönnum og stjórn- málamönnum i tið Indiru Gandhi. Mannréttindi eru enn fótum troðin i Indlandi, og ég er hræddur um að það taki enn langan tima þar til stjórnvöld hafa rænu og vilja til að gera þær lagfæringar I landinu sem nauðsynlegar eru.” Lýðræði án heilbrigðs siðferðis Blm: „Er það þá rangt að nú- verandi stjórnvöld vilji berjast fyrir auknum mannréttind- um?” Karunanda: „Nei, það erekki rangt. Hins vegar hefur ekki nægilega mikið verið gert. Fá- tæka fólkið i landinu er enn rétt- laust og fótum troðið. Auðvitað er mikið verk að vinna, og þetta verkefni er ekki hægt aö vinna með silkihönzkum. Þaö þarf að taka þessi mál föstum tökum ef einhver árangur á að nást. Það má ef til vill segja að við höfum lýöræði i íandinu, en þetta lýð- ræði okkar er gjörsneytt öllu heilbrigðu siðferði, og viö vitum hvers konar lýðræöi það er. Réttlætið er ekki til, og forystu- menn þjóðarinnar hafa ekki enn fundið leiðina til þessa réttlætis. Sigurinn i kosningunum var ein- ' ungis sigur þess skásta, það besta var ekki i boði.” Lokaorð Karunananda voru þessi: „Við þurfum aö breyta manninum áður en við getum breytt þjóöfélaginu og með þessi orð að veganesti kvöddu starfsmenn Alþýðublaðsins eftir að hafa, að visu, þegið afbragðs gott grasate með hunangi. —BJ. Einskonar nýlenda Acharya Karunananda mun dveljast hér á landi til 22. júni og starfa með Ananda Marga- hópnum I sambandi við eitt og annað sem verið er að undirbúa fyrir sumarið og starfsemina næsta haust. Karunananda mun meöal annars kenna jóga og halda nokkur erindi bæöi fyrir hópinn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi An- anda Marga hér á landi. Gert er ráð fyrir að Ananda Marga setji á stofn matstofu með heilsuræktarsniði i Reykja- vik svo fljótt sem þvi veröur við komið. Þá er einnig i ráði að setja á laggirnar heimili fyrir unglinga sem leiöst hafa út i ýrrtisskonar vandræði, afbrot, eiturlyfjaneyzlu og áfengis- neyzlu. t viðtalinu við forsvarsmann Ananda Marga á tslandi, Guttorm Sigurðsson og Acharya Karunananda, kom einnig fram að verið væri að kanna mögu- leika á þvi að hreyfingin festi kaup á eyju eða eyjum, væntan- lega á Breiðafirði, til þess að setja á laggirnar einskonar „nýlendu”, þar sem Ananda Marga mundi starfrækja heim- ili með búskap og annarri starf- semi, sem grundvöllur þætti fyrir. Hvað segja heimamenn um kosningar í Indlandi? Acharya Karunananda var spurður um ástandið I Indlandi eftir kosningarnar og eftir fall Indiru Gandhi. Sagði hann að á- standið hefði að visu batnað, en þó væri fjarrj þvi að það væri gott. Sagðist hann telja mjög liklegt að sama vandræðaá- stand mundi verða komið á eftir eftir tvö ár eða svo. „Fyrir kosningarnar var Indira Gandhi búin að fangelsa um það bil helming ailra for- ystumanna úr hópi stjórnarand- stæðinga. Eins og þið vitið var hún búin að fyrirskipa neyðará- stand i landinu, leysa upp þingið og i raun afnema dómstólana. En gagnrýnin á Vesturlönd- um var svo mikil og hörð að það var ekkert fyrir Indiru annaö að gera en sannfæra heiminn um að hún nyti óskoraðs trausts al- mennings og að raunverulegt lýðræði væri i landinu. Þess vegna lét hún fara fram kosn- ingar. En hún hafði lika látið framkvæma rannsókn á ástand- inu i landinu, almenningsá- standinu. Gallinn var bara sá að hún fékk rangar upplýsingar. Þess vegna lét hún kosningarn- ar fram fara. Embættismennirnir skríða undir verndarvæng nýrra valdhafa Það má einnig bæta þvi við að embættismannakerfið er gjör- spillt i Indlandi. Yfirborös- mennskan er allsstaðar ráð- andi, og nú eftir að búið er að hrinda Indiru Gandhi af stóli skriða þessir sömu embættis- menn undir verndarvæng nýrra valdhafa.” Blm: „Er ástandið þá ekkert betra nú en það var?” Karunananda: „Jú það má ef t Við aukum afqreiðslutímann Afgreiðslutími þriggja aðsetra okkar breytist nú og verður eftirleiðis þannig: Aðalbanki, Bankastræti 5 kl. 9.30 til 16.00 og 17.30 til 19.00 Útibú, Laugavegi 172 kl. 13.00 til 18.30 Útibú, Umferðarmíðstöðinni kl. 13.00 til 18.30 KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 SÍMI 27200 >:>: :*:*:*:*:*: ;j;j;j;j;j; ;j:j:j;j:j; BREIÐHOLTSÚTIBÚ ARNARBAKKA2 SÍMI 74600 :•:*:*:•:•: :•:•:*:•:•: •:•:•:•:$: •:•:*:•:•:* •:•:•:•:•:• :•:•:•:•:•: :•:•:• ÚTIBÚIÐ GRENSÁSVEG113 SÍMl 84466 :•:•:•:•:•: •:•:•:•:•:• ;j;j;j ÚTIBÚIÐ LAUGAVEG1172 SÍMI 2 0120 j;j;j;j;j;j ;j;j;j;j;j;j >:•:•:•:•:• j;j;j; AFGREIÐSLAN UMFERÐARMIOSTÖÐ SÍMI 22585 jSjííj; j§j:j:jij j;j;j;j;j;j j;j;j;j;j;j j;j;j; Við bjóðum bankaþjónustu ALLAN DAGINN. Sértu viðskiptamaður Verzlunarbankans færð þú þig afgreiddan hvenærdags sem er í einhverri afgreiðslunni. Meðfylgjandi tafla sýnir þér hvar opið er á hverjum tíma dags Velkomin til viðskipta -allandaginn VíRZLUNfiRBfiNKINN

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.