Alþýðublaðið - 20.07.1977, Page 7

Alþýðublaðið - 20.07.1977, Page 7
ss&r Miðvikudagur 20. júlí 1977 7 Ameðansamningar stóðu yfir i vor, um kaup og kjör verka- lýðsins, var i Rikisútvarpinu þulin saga eftir Jón Rafnsson, sem nefndist Vor i verum. Saga þessi átti vist aö herða og hvetja fólkið i baráttunni, en þetta voru minningar höfundar frá glæsi- dögum hans i verkalýðshreyf- ingunni. Ekkidetturmér ihug að væna Jón Rafnsson um að hann hafi ekki viljað alþýöunni vel, þvi aö ég hef ekki þekkt neinn innan verkalýðsstéttarinnar, þangað kominn með þeim ásetningi að vinna hreyfingunni tjón, þó ýmsum hafi orðiö þaö á að miða störf sin við óæskilegar hreyf- ingar. í þvi rasaði Jón um ráð fram. 011 sú vinna, sem hann lagði i þetta brölt sitt, hefur að- eins orðið til þess að sundra verkalýðshreyfingunni, sér- staklega þó á pólitiska sviðinu, þar sem hvert orð og verk hefur verið eftiröpun úr bolsevikka- byltingunni i Rússlandi. Hve mikið tjón islenzk verkalýðs- hreyfing er búin að þola fyrir allt þetta bolsevikkabrölt er ómælt ennþá. Einn, aðeins einn, saman- burður skal gerður á verka- mannalaunum hér á landi og á Norðurlöndunum. Sá saman- burður er okkur mjög i óhag. A Norðurlöndunum hafa kommúnistar aldrei náð að ónjíta framþróun jafnaðarstefn- unnar. Hreyfingin þroskaðist þar stig af stigi, meðan kommúnistar hér á landi öskr- uðu i kór, þegar jafnaðarmenn voru að koma fram umbótamál- um, kák kratanna, kák krat- anna! Kommar ætluðu að færa fólk- inu öll heimsins gæði með snöggri byltingu. Of margir aul- ar trúðu þessari kenningu. Meira að segja menn úr innsta hring jafnaðarstefnunnar. En þeir voru ekki allir lengi I Para- dis, lubbarnir sátu eftir. I lýðfrjálsu landi mega menn gera eins og þeir vilja. Hefðu þessir kommar verið Rússar og búiö austur þar, og komið eins þvert á þjóðskipulag sælurikis- ins, eins og þeir reyndu hér, hefðu byltingarguðirnir i Moskvu tafarlaust gefið þeim svefnlyf úr blýi og þurrkað nöfn þeirra útaf spjöldum sögunnar. í allri þessari þvælu sem um- getin bók hefur að geyma, er óbotnandi mannfyrirlitning, sem allsstaðar gægist fram, til allra sem við var að glima. I skjóli þess er einhliöa sagt frá þvi, að þeir, sem lakast voru leiknir, eru margir dánir og aðrir gamlir orönir. Fjöldi þess- ara manna, jafnt þeirsem látnir eru og þeir sem enn eru á lifi, unnu mun meira fyrir fólkið i landinu, heldur en nokkur kommúnisti hefur gert, enda var þeirra lifsskoðun sú ein að hrifsa völdin meðáflogum: lýð- ræðisleiðina töldu þeir ekki nógu góða, hún gat klikkað. Þó þeir þykistnú elska vestrænt lýðræði og jafnvel vera orðnir elskulegir jafnaðarmenn, er þá sllkt ekki vörufölsun? 1 bók sinni, Vor i verum, drep- ur Jón Rafnsson á hinn svo- nefnda kolaslag i Vestmanna- eyjum 1926.Þartelur hann að sú deila hafi unnizt fyrir atbeina hans sjálfs, Hauks Björnssonar og annarra, sem búnir voru að taka trú. Ekki skal gert litið úr liðsemd þeirra trúuðu þó sumir ónefndir hefðu sést uppi i Garnarsundi þegar tilátakanna kom. Þaðan sést vel yfir til Edinborgarbryggju, en þannig menn eru viða til. Eirikur ögmundsson i Dvergasteini i Vestmannaeyj- um, var brautryöjandi aö stofn- un fyrsta verkalýðsfélagsins i Eyjum. Arið 1959 átti frétta- maður Alþýöublaösins við- tal við Eirik. Hann var þá orðinn 75 ára gamall, en stál- hraustur og enn i fullu starfi. Viötal þetta, sem birtist i Alþýðublaðinu, er til i handriti, og segir Eirikur þar frá áður- nefndum kolaslag og afdrifum - sinum i Verkamannafélaginu Drifanda. Til glöggvunar á frásögn Jóns Rafnssonar f bók >sinni, læt ég viötaliö við Eirik fylgja þessum linum. Það talar sá hreinskipti maður beint út. Til viðbótar þvi hjá Eiriki, er hann segir frá brottrekstri sin- um úr Verkamannafélaginu Drifanda, skalnefntað fleirien hann voru reknir úr félaginu án saka, svo sem þeir Guðlaugur Hansson, Guðmundur Sigurðs- son, sem báðir eru dánir núna og Guðmundur Helgason, sem nú er orðinn 93 ára, en fylgist enn vel með verkalýðsmálum. Skyldi honum ekki hafa þótt gleðilegt að heyra blessunar- orðin frá fyrrverandi félaga úr Drifanda, Jóni Rafnssyni? HérlátumviðEirik segja frá: „Þar sé ég drauma mina ræt- ast....” Samtal við Eirik ögmundsson, fulltrúa verkamanna 1 fyrstu bæjarstjórn i Eyjum. Eirikur ögmundsson verka- maður, sem lengi stóð I fylk- ingarbrjósti i kjarabaráttu verkalýðsins i Vestmannaeyj- um, er einn af fjórum mönnum, sem enn eru á lifi af þeim, sem kosnir voru i fyrstu bæjarstjórn kaupstaðarins fyrir réttum f jör- tiu árum. Fréttamaöur Alþýðublaðsins hefur átt tal við Eirik og innt hann eftir endurminningum frá fyrstu baráttudögum i Eyjum, sem voru á margan hátt" sögu- legir. Eirikur er 75 ára gamall, fæddur i Svinhólum i Lóni, 4. júni árið 1884, en missti föður sinn á þriðja aldursári og var eftir það alinn upp hjá Eiriki Jónssyni i Hlið, en fór þaðan til Papeyjar og var fermdur i Pap- eyjarkirkju fjórtan ára gamall, tveim árum fyrir aldamót. — Jón Finnsson prestur að Hofi i Alftafirði fermdi mig, segir Eirikur. — Hann kom út þrem dögum fyrir ferming- una og sat yfir mér með gamla kverið alla þessa þrjá daga, og þetta var eina fræðslan min. Papey var þá önnur eða þriðja jörð aö dýr- leikum á öllu Austurlandi, æðarvarp og mörg önnur hlunn- indi. Þar var tuttugu manns i heimili og ég var tólfta barnið fósturforeldra minna. Eftir tveggja ára Papeyjar- dvöl fór Eirikur til Fáskrúðs- fjarðar og þaðan til Norðfjarð- ar, en þritugur brá hann sér á vertið i Eyjum og hefur verið þar siðan. Ég ætlaöi mér ekki að ilendast hér, en ráði mig hingaö sem beitingamann fyrir 160 krónur á vertiðina: við beittum tveir saman, en félagi minn dó og mér leiddist, gerðist þvi að- gerðamaður og fékk 300 krónur á vertiðina, og svo að ég græddi áskiptunum. En næsta ár fór ég að búa, keypti bát og stundaði sjó. í millitiðinni kynntist Eirikur konu sinni. Júliu Sigurðardótt- ur, og eignuðust þau sex börn, misstu son á striðsárunum, en fimm eru á lifi. Stofnaði Verkamanna- félag. Hverjar orsakir lágu til af- skipta þinna af kjaramálum launþega? Mérfannst dauftyfir atvinnulifinu i Eyjum og kjör verkamanna bág, miklu verri en á Austfjöröum, engin atvinna haustmánuðina, þangað til ver- tið hófst, kaupiö var 25 aurar um timann.jafn nætur sem daga og 10-20 klukkustunda vinna al- geng. Ég fékk strax áhuga á kjara- bótum og árið 1916 fór ég að brölta I þessu, en þá var mikið atvinnuleysi. Gísli Johnssen, stærsti atvinnurekandi i Eyjum ætlaði að byggja þerrireit fyrir ofan Heiði og baö mig aö stjórna verkinu. Með mér voru sextán menn og höfðum við 35 aura um timann, allir i reikningi hjá Gisla og úttekt fyrir vinnuna. Og ég setti upp skilyröi, neit- aði að taka að mér verkstjórn- ina nema við fengjum útborgað i peningum og varð þetta að samkomulagi. Fengum við nú útborgað i hverri viku, og kaup- ið var 3.50 á dag. Um haustið tókum viö að tala saman i alvöru. Þá var Dags- brún komin og þaöan fengum viö félagslög. Allur fjöldinn tók vel I stofnunina, nema starfs- menn Gisla Johnsen, sem ekki þoröu aö vera með, nema tveir, Guðlaugur Hansson og Nikulás i Sædal. Við gengum i hvert ein- asta hús I bænum, þar sem verkamenn voru og smærri út- gerðarmenn og i októbermánuði árið 1917 var stofnað verka- mannafélagið Drifandi með 300 félagsmönnum. Ég var kosinn formaður og var það fyrstu árin og siðar Guðlaugur Hansson. Kolaverkfallið. Kjarabaráttan var oft hörð á þessum árum, en einna kunnast mun kolaverkfallið árið 1926, þegar Gisli Johnsen ætlaði i skjóli atvinnuleysis að lækka kaupið úr 1.30 i eina krónu um timann. Verkfalliö var algert i 2-3 daga og kolaskipiö fékkst ekki afgreitt, þvi að enginn vildi vinna, nema nokkrir fastamenn Gisla. Það stóð i vikuþrasi að verjast lækkunartilrauninni og láta ekki kúga sig — það var markið. Nokkrir starfsmenn byrjuðu að skipa upp einn morgunn utan af höfn og einn bill var tekinn i brúk, en ég sagði við karlana á bryggjunni, að þeir skyldu sjá til þess að skrjóöurinn færi ekki aöra ferö- ina. Þeir fóru upp á kolaKing og veltu bilnum, en tóku bilstjóran út áður. En þarna urðu nokkur handalögmál. Kommúnistar vildu þakka sér sigurinn, en sannleikurinn er sá, að verkfall- ið hvlldi mest á mér. En komm- únistar notuöu hvert tækifæri i klofningsstarfi sinu og komust til valda i félaginu með Jón Rafnsson sem helzta forsprakk- ann. En sizt átti ég von á þvi, að ég yröi rekinn úr félaginu, þvi heföi ég siöast af öllu trúaö, en tilkynningu fékk ég um það, rétt eftir aö þeir náðu völdunum. Þeir létu kné fylgja kviöi. Ég var alltaf andvigur komm- únistum og það er nú betur og að sjá, hve sundrungaiðja þeirra hefur orðið verkalýðnum dýr- keypt. Stofnun kaupfélags Arið 1918 fékk ég verzlunar- leyfi fyrir verkamannafélagið og byrjaði strax að panta vörur fyrir félagsmenn. Heldur fengum við ódýrari vörur með þessum hætti. — Hveitisekkinn gat ég látið á 96 krónur, en hann kostaði hjá Gisla 108 krónur og þetta var töluverður munur. Ég lánaði húspláss og vann baki brotnu við að skipta vörum á milli manna, eftir langan vinnudag á kvöldin og oft um miðjar nætur eftir bæjarstjórnarfundi. En aldrei fékk ég eyrir fyrir. Ég kunni ekki að taka laun, enda kappsmál að hafa vöruna sem ódýrasta. Tveim árum siöar var stofnað kaupfélag og Isleifur Högnason ráöinn kaupfélags- stjóri. Félaginu mættu erfið- leikar eftir 1930 og það fór á hausinn, en margur haföi á sinum tima hag af Drifanda- verzluninni á meðan hún starfaði. Vísir að tryggingum Viö stofnuðum strax sjúkr- asjóð, segir Eirikur eftir nokkra þögn, — og hver félagsmaður borgaði i hann tvær krónur á ári. Við héldum lika tombólur og skemmtanir sjóðnum til styrktar, — stundum gáfu kaupmenn i hann og sjómenn létu aflahlut. Mér var sjúkra- sjóðurinn mikið áhugamál. Hugmyndina fékk ég frá Dönum, sem ég kynntist á 'Austurlandi, og í Eyjum byrjaði ég strax að berjast fyrir sjóði, sem átti að verða visir aö trygg- ingum. Þótt hann væri ófull- nægjandi, gátum við snemma hjálpað þremur verkamönnum til að fara á berklahælið. Þeir fengu 600 krónur hver og tveir þeirra komu aftur heilir heilsu, en einn dó. Sjúkrasjóöurinn var orðinn 14 þúsundir, þegar ég fór frá félaginu, en kommúnist- amir hugsuðu aldrei neitt um hann og reikningar sáust aldrei. Liklega hefur eitthvaö fariö i húsbyggingu, en hitt hvarf ein- hvernveginn. Mér fannst að verkamenn væru of afskipta- litlir um tryggingarmálin þangað til Jón Baldvinsson og Haraldur Guömundsson komu til sögunnar. Ég fylgdist alltaf með tryggingarmálunum. Þar sá ég drauma mina rætast. A . sviði félagsmanna hafa orðið mestar framfarirnar, sérstak- lega á aðstöðu gamalmenna og einstæðra mæðra. Sjómanns- ekkjan fékk 400 krónur i eitt skipti fyriröll, en nú árlega með börnum til 16 ára aldurs. Vonandi fara tryggingarnar enn batnandi, þannig að enginn verði útundan i þjóðfélaginu. Það er ekki vist, að þeim riku liði nokkuð betur, en að enginn þurfi að liða skort, þaö er fyrir mestu. í fyrstu bæjarstjórn 1 fyrstu bæjarstjórnar- kosningunum komu fram sjö listar og bauð verkamanna- félagið fram einn þeirra. Jón Hinriksson var i fyrsta sæti, en ég i öðru, og kömumst við báðir að. Helztu málefnin? Hafnar- gerðin var aðalmálið fyrstu árin, þegar ráðist var i byggingu hafnargarðanna, en ég beitti mer einna helzt fyrir vegabótum, en áður voru hér aðeins troðningar. Fyrir fjörutiu árum voru i Vestmannaeyjum 1399-1400 ibúar, en nú eru þeir i kringum 5000, og þetta hafa verið mikil uppgangsár i Eyjum. Eirikur ögmundsson býr enn með Júliu sinni i húsi, sem byggt er árið 1883 úrhöggnum steini og hlaðið á sama hátt og kirkjan og Austurbúðin, eða Bryde-húsin svokölluðu, og veggir hússins eru 15 tommu þykkir. 1 þessu húsi var fyrsti barnaskóli i Vestmannaeyjum. Siðastliðin sautján ár hefur Eirikur verið verkstjóri hjá Helga Benedikts- syni og gengur enn að störfum. Ég velti þvi stundum fyrir mér, segir hann, — hver aðstöðumunur verkamanna er nú og fyrir 40 árum. Unga fólkið trúir okkur ekki, gömlu körlunum, það kvartar um vinnuþreytu og sér vankantana viða, og krefst umbóta. Það er gott að áfram stefni til nýrra tima, en fólk fylgist ekki með þvi, hvað gerðist i landinu siðustu áratugina. Fyrstu dagar baráttunnar voru friðsælir innbyröis þangaö til kommúnistar eyðilögðu allt með klofningi og sundrungu, og þess vegna er ihaldið ennþá sterkt. Ég þekkti gamla ihaldið og andinn lifir undir niðri, en það hefur ekki bolmagn til að standa gegn umbótunum. Fólk myndi ekki liða það. Það hefur lært svo mikið siðustu ára- tugina. Og svo finna menn alltaf eitt- hvað nýtt upp eins og að éta helv.... krabbann. Ég man, er við böröum þennan djöful af borðstokknum! Ég heyri það kosti á annaö hundrað krónur máitiðin á Hótel Borg, og þetta er aflinn sem gefur mestar tekjur. Það datt áreiðanlega engum i hug, aö það væri verð- mæti i þessum skolla, en ógeðs- legur hlýtur aflinn að vera. Ég var alltaf hlynntur Alþýðuflokknum og fólk ætti ekki að gleyma fyrstu átökun- umi kjarabaráttunni fyrir verkalýðinn. Og þetta meina ég, sagði Eirikurog hnykktiá, einn góður fulltrúi þeirrar kynslóöar, sem búið hefur niöjum sinum betri afkomuskilyrði en hún átti sjálf við að búa. Ég kveð svo Jón Rafnsson og næstum þakka honum fyrir lesturinn samkvæmt gömlum þjóðarsið. Þjóðin er ögn fróðari um hve mikið hann lagði á sig i útbreiðslustarfinu, þótt krankur væri og teldist ekki geta unnið nytjaátörf eftir að hann tók trú. En um allt þetta staut og b..•'?ö má segja að sé eins og hjá manninum.semsvaf i húsi fyrir vestan tjörn. Eldurinn kom upp I húsinu um nótt, og til þess að ná i slökkvilið hljóp maðurinn niður á lögreglustöð (gömlu) og þá framhjá slökkvistöðinni, sem var i sinu gamla húsi viö Tjarnargötuna. Einnig var simi i næsta herbergi, sem þessi sami maður hafði aögang að. Svona getur mætustu mönnum „feilaö” á öllum sviðum. Einn, sem v ar i kolaslagnum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.