Alþýðublaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 6
[SPflWW: Miövikudagur 27. júlí 1977. Fölur og magur kom Protasio Montalvo, 77 ára gamall Spánverji, i fyrsta sinn út i sólina i 38 ár! Hann faldi sig þegar afturhaldið á Spáni, með Franco i fylkingarbroddi, sigraði i borgarastyrj- öldinni og hefur verið i felum siðan. G a m 1 i r v i n i r Montalvos hafa komið til hans siðustu daga og þar hafa sannanlega verið fagnaðarfundir og mörg gleðitárin runnið um kinnar. — Það voru aðeins 4-5 fasistar i Cerce- dilla, en þeir hafa ráðið öllu allt fram á þennan dag, segir sósialistinn aldni i viðtali sem fram fór i húskofanum þar sem hann hefur dregið fram lifið frá þvi hann var 39 ára gamall. — Ég þorði aldrei að láta sjá mig utan dyra, þar sem embættismenn Francos voru alltaf á höttunum eftir valda- mönnum frá lýðveldis- timanum. Svo var það fyrir orð sonar sins, sem er leið- togi sósialista i bænun , sem gamli maðurinn loks kom úr felustað sinum sunnudag einn af fúsum og frjálsum viija. Hans eina ósk er ,,aðfá að lifa nokkur ár i viðbót”. Voru skotnir tii bana — Þetta hefur verið langur timi, en ekki svo slæmur, segir gamli maðurinn, sem einu sinni var borgarstjóri i Cercedilla, þar sem hann situr i hópi gam- alla baráttufélaga sinna. Þegar Franco og fylgismenn hans höfðu unnið striðiö á Spáni hófst fjöldaslátrun á stjórnar- andstæðingum og meðal annars var einn náinn ættingi Montalvos drepinn. Þá var það sem borgarstjórinn ákvað að hverfa niður i jörðina og láta svo sem hann hefði látizt eöa verð tekinn til fanga. Aðeins kona hans, sem i dag er 73 ára, bróðir og systir, þrjú börn hans og eitt af sjö barnabörnum vissu að hann var á lifi. — Eg vissi alltaf að þú hlytir að vera á lifi, en ekki hvar, sagði Lorenzo Guiterrez, 69 ára gömul kempa og fyrrum sam- starfsmaður Montalvos. Guit- errez fékk fyrst vitneskju um endurkomu Montalvos á sögu- sviðið i sjónvarpi. Rétt viðbrögð Guitierrez flýtti sér heim til vinar sins og skalf af geðs- hræringu. Hann faðmaði Montalvo að sér og grét. — Þetta er orðinn langur timi, var allt sem hann gat stunið upp. — Þú varst alltaf sannur vinur Lorenzo, og það er nokkuð sem enginn getur tekið frá þér, sagði Montalvo. Fagnaðarfundir eftir 38 ára aðskilnað: Montalvo faðmar Lorenzo Guitierrez, gamlan baráttumann, en hann frétti af Montaivo I sjón- varpinu og hraðaði sér á fund hans. FflLDI SIG FYRIR FRANCO í 38 AR! Annar aldinn félagi, Angel Fernandez, sem sat i fangelsi i 10 ár eftir striðið sagði: — Hann gerði það sem rétt var. Hann var pislarvottur eins og ég. Þegar ég yfirgaf fang- elsið, misþyrmdu fasistarnir mér hvað eftir annað. Hann gerði rétt i þvi að halda sig i felum. Fyrstu þrjú árin hélt Montalvo sig i jarðhýsi undir heimili fjölskyldunnar, ásamt kaninum og hænum fjöl- skyldunnar. Fjölskyldan bjó fyrir ofan hann og veitti honum þá aðstoð sem mögulegt var. Tvisvar út fyrir hússins dyr .........;; . 7' •' mm y :'ý. ':; . V • ■#/>/_ ■ ■ — Hérna faldi ég mig þegar við fengum heimsókn, segir Montaivo. Jóseffna kona hans reyndi svo að losna við gestina sem fyrst, án þess þó að móðga þá’ Siðar hjálpuðust Montalvo og sonur hans að við að útbúa veggi i jarðhýsinu og hólfa það niður i fjögur herbergi. Aðeins tvisvar kom Montalvo út úr húsinu og i bæði skiptin i svartamyrkri um nótt. Þetta var 1972 og 1975 og þá fór hann tii að vitja læknis i Madrid, 55 kilómetra frá Cercedilla. Þegar gestir komu i húsið, faldi hann sig undir rúmi og konan reyndi að afgreiða gest- ina eins fljótt og við varð komið. Allan timann, sem gamli borgarstjórinn hefur verið i felum, hefur hann lesið ósköpin öll af bókum, timaritum og blöðum og er ótrúlega vel inn i þjóðfélagsmálum Spánar. Einnig dundaði hann við að mylja brauðmola handa fuglunum og annaðist dóttur sina sem hefur króniskan sjúk- dóm. Dauði Francos breytti engu Fyrir 10 árum gaf Franco út tilkynningu um uppgjöf sakar til handa öllum baráttumönnum frá þvi i borgarastyrjöldinni. Montalvo gerði ekkert með hana og annaðist nýfætt barna- barn sitt, Isabellu, sem nú er einmitt 10 ára. Hann sagöi að dauði Francos einræðisseggs hafi heldur engu breytt fyrir sig. Honum fannst ástandið ekki nægilega tryggt fyrr en eftir 15. júni, þegar sósialistar fengu drjúgan byr i seglin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.