Alþýðublaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 2
2 STJORNMAL/ FRÉTTIB Föstudagur 29. júlí 1977. 'Útgefauði: Alþýftuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfísgötu 10 — simi 14Ö06. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuöýog 60 krónur i lausasölu^ Einn Ijótasti bletturinn á lífi og starfi (slendinga er áhugaleysi þeirra um hag og afkomu aldraöra. Kynslóðir eftirstríðsár- anna hafa verið svo önn- um kaf nar við að tryggja eigin hag, að alltof litlu hefur verið komið í verk til að tryggja hinum öldr- uðu fjárhagslegt öryggi og umönnun: þeirri kyn- slóð, sem grundvöll lagði að því nægtaþjóðfélagi, er við búum í. vinnumöguleika fyrir þá menn og konur, sem þrátt fyrir góða heilsu, er sagt upp störf um fyrir aldurs- sakir. — öðru máli gegnir um aldraða, sem sjúkir eru og þurfa umönnunar. I þeim efnum er að skap- ast hreint neyðarástand hér á landi. í þessu sambandi er rétt að minna á, að það eru einstaklingar og fé- lög, sem hafa haft for- göngu um smíði og rekst- sig ekki á þetta f yrr en að því sjálfu komi, eða nán- ustu vandamönnum þeirra. Þá skilji það ekki neitt i neinu. Ráðamenn beri ábyrgðina, en þeir séu með öllu ábyrgðar- lausir, að því er virðist. Þetta veltist svona áf ram ár eftir ár og gamla fólk- ið verði fyrir barðinu á kerf inu. Hann hefur nefnt mörg dæmi um umkomuleysi aldraðra, sögur, sem þeirri niðurstöðu, að neyðarástand ríkti. Rætt hefði verið um að reisa hús skammt frá Borgar- sjúkrahúsinu með rými fyrir 40 til 50 manns, en ekkert hefði orðið úr f ramkvæmdum. Gísli Sigurbjörnsson segir orðrétt: ,,Þörfin á hjúkrunarplássi fyrir las- burða fólk og sjúkra- plássi fyrir sjúkt gamalt fólk er alvarlegasta vandamálið. Ekki bætir SVIKIN VID ALDRAÐA Sú afdrifaríka breyt- ing, sem orðið hefur á þjóðfélagsháttum íslend- inga, hefur að mestu út- rýmt „stórf jölskyld- unni", þar sem afi og amma áttu sér griðarstað og stuðluðu með þekk- ingu sinni og þroska að vænlegu uppeldi barna- barna. Nú er lausnin sú, að hinir öldruðu fari á stofnanir eða búi í íbúð- um, sem sérstaklega eru reistar fyrir þá. í rauninni er sjálfsagt að fullorðið fólk fái að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi á meðan þrek og heilsa leyfir, enda mun það vilji flestra. A sama hátt verður að tryggja at- ur elli- og dvalarheimila hér á landi. Þar má benda á Elliheimilið Grund, Ás í Hveragerði og Dvalar- heimili aldraðra sjó- manna. Ríkisvaldið hefur sáralítið gert og vann fyrir skömmu það ó- þurftaverk að svipta sveitarfélögin framlagi, sem þau höfðu fengið til að reisa elliheimili. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, hefur ótrauður reynt að minna þjóðina á skyldur sínar við aldraða. Hann hefur meðal annars komizt svo að orði, að ótalmörgum mæðrum og feðrum virð- ist ofaukið í okkar ágæta velferðarríki. Fólk reki jafnvel erfitt er að trúa í velferðarríkinu íslenzka árið 1977. Þegar hann tal- ar um ástandið í Reykja- vík og verður að neita fjölda manns um vist á Grund, spyrja ráðalaus- ir: „Hvað á ég að gera, hvert á ég að snúa mér." Og Gísli svarar: „Auðvit- að til þeirra, sem um þessi mál eiga að sjá, borgarstjórans og manna hans. Borgarstjórinn og menn hans þurfa að vita um þetta, þeirra er að finna úrræði og fram- kvæma þau," Hann segir, að nefnd, sem borgar- stjóri skipaði til að kanna málefni aldraðra sjúklinga, hefði komizt að úr í þessum efnum, að hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarkonur, eru svo fáar, að loka hefur orðið deildum á sjúkrahúsum. Haf narbúðir eru enn ekki teknar til starfa, efalaust af sömu ástæðum." Þannig má lengi rekja svik þeirrar kynslóðar, sem nú er í forystusveit, við aldraða. Biðlistar á elli- og dvalarheimilum eru langir, ellilífeyrir smáft skammtaður og fá- ar ákvarðanir teknar sem vekja vonir um úrbætur. — Þetta er Ijótasti blett- urinn á lífi okkar og starf i. — AG M/S flustri boðinn upp — til lúkningar 80 milljón krónu skuld 1 Lögbirtingablaöinu hefur veriö auglýst uppboö á m/s Fredo Simby, sem i aöalskrá mun skráö undir nafninu m/s Austri. Skip þetta er eign Jóns Franklín. Skipið veröur boöiö upp og selt, ef viöunandi boö fæst á opinberu uppboöi, sem fram fer viö skipiö i Reykjavikurhöfn, föstudag 16. september n.k. kl. 11. Uppboð þetta fer fram til lúkningar skuld, sem nemur um það bil 80 milljónum króna. Islenzkur dýralæknir fær 250 þúsund króna styrk Nýlega var úthlutað styrk úr Visindasjóði Dýralæknafélags íslands, en sjóöurinn var stofn- aöur 1964 til minningar um hjónin Guörúnu og Sigurö E. Hliöar yfirdýralækni. Að þessu sinni hlaut styrk úr sjóðnum Eggert Gunnarsson dýralæknir, sem stundar fram- haldsnám við dýralæknaháskól- ann i Osló og vinnur jafnframt að samnorrænu rannsóknar- verkefni varöandi sýkla er valda garnaveiki. Styrkurinn nam 250.000 krónum. Eggert er kvæntur Bergþóru Jónsdóttur lifefnafræðinema og eiga þau hjónin tvö börn. —AB Blaðamenn og útgefendur sömdu í fyrri- nótt 4 : Um 6 leytið i gærmorgun náðust samningar I kjaradeilu blaðamanna og blaðaútgefenda. Samningur þessi er i megin- atriðum i samræmi við kjara- samninga Alþýðusambandsins og vinnuveitenda sem undir- ritaðir voru 22. júnf. Þó eru þeir frábrugðnir að því leyti aö öll laun hækka frá og með 1. júli um 20,95% (18 þús. króna hækkunin + 2,5%). Þá hækka allir mánaðataxtar um 4,3% 1. des. nk., um 4,1% 1. júni nk. og um 3,2% 1. sept. árið 1978. Samningur þessi gildir til 1. desember 1978. Þá er í nýja samningnum ákvæði þess efnis að 1., 3., 9., og 10. grein heildarsamninga aðila vinnumarkaðarins frá 22. júni verði tekin upp i hinn nýja samning og gildi ákvæði þessara greina frá og með 1. júli sl. Þá er kveðið svo á um að endurskoðun á samningnum skuli fara fram til samræmis við kjör fréttamanna rfkisút- varpsins og skuli sú endur- skoðun fara fram að lokinni undirskrift væntanlegs kjara- samnings rikisins og BSRB. Sé þessari endurskoðun ekki lokið fyrir 20. janúar 1978 er samningurinn uppsegjanlegur með viku fyrirvara. Samningarnir voru undir- .ritaðir með fyrirvara um samþykki félagsfundar Blaða- mannafélagsins ogblaðstjóra dagblaðanna. Félagsfundur i Blaðamannafélaginu hefur verið boðaður kl. 3.30 á mórgun. ES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.