Alþýðublaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 29. júli 1977. MINNING Jón Arnason alþingismaöur veröur i dag kvaddur hinztu kveðju á Akranesi. Viö lát hans missa ekki aöeins Akurnesingar einn fremsta og nýtasta sam- borgara sinn af siöustu kynslóö, heldur á þjóöin öll á bak aö sjá nýtum og ágætum alþingis- manni, sem hefur unniö henni meir og betur en margir þeir, sem hafa hærra. Jón var fæddur Akurnesingur og af góöu fólki kominn á Skaga. Hann ólst þar upp og hlaut venjulega skólamenntun, en hneigöist snemma til verzlunar- starfa og lagöi þau fyrir sig um hriö. Hann var verzlunarstjóri, rak eigin verzlun, en réöist siö- an til Þóröar Asmundssonar og vann sig upp i einu mesta at- hafnafyrirtæki Akurnesinga. Jón snéri sér i vaxandi mæli að útgerö og fiskvinnslu og varö framkvæmdastjóri Heima- skaga. A siöari árum, þegar þingstörf tóku meira af tfma hans, myndaöi hann ágætt fyr- irtæki meö syni sinum, Arctic h.f., og komst langt i þvi aö framleiða sérstæða gæöavöru úr hafinu og selja á erlendum mörkuðum. I öllu þessu var hann hagsýnn og glöggur á það, sem Islendingar geta bezt gert til að efla útgerð sina, nýta gæöi sjávarins og búa vöru til hinna beztu markaöa. Þegar Borgarfjöröur var sjálfstætt kjördæmi naut þaö af- bragðshéraö hinnar löngu og gagnmerku þingmennsku Pét- urs Ottesens, eins mesta þing- skörungs þessarar aldar. Hann kaus að draga sig i hlé þegar kjördæmiö féll inn i hiö nýja Vesturlandskjördæmi viö breyt- inguna 1959, og var Sjálfstæðis- mikinum þá ærinn vandi á hönd- um um aö velja eftirmann Pét- urs. Þaö val féll i skaut Jóns Arnasonar, og efast kunnugir ekki um, aö Pétur hafi sjálfur átt þar hlut aö máli og séö, hvaö i Jóni bjó. Báöum var þaö sam- eiginlegt, aö þeir voru stakir reglumenn og haröir andstæö- ingarhins þunga nútimaböls, og má þaö kallast aöalsmerki beggja. Hitt skipti þó ekki minna máli, aö Jón var þraut- kunnugur aöalatvinnuvegi þjóö- arinnar, útgerö og fiskvinnslu i hinum þróttmikla útgeröarbæ, sem Skaginn hefur lengi veriö og er. Jón reyndist veröugur arftaki Péturs Ottesens og hélt á lofti mörgum þeirra hugsjóna, sem einkenndu þá báða svo sterklega. Jón sat á Alþingi i tæplega tvo áratugi og var farsæll og vin- margur þingmaöur. Hann stóö ekki i stórorrustum ræöustóls- ins, en gat þó þeyst þar fram, ef honum þótti ástæöa til, aö hélt þá á málstað sinum af festu og sannfæringu. Sterkasta hliö hans var þó vinnan aö fram- gangi góðra mála, til dæmis i nefndarstörfum. Hann vann sig upp til þeirrar vegsemdar aö vera trúaö fyrir formennsku i fjárveitinganefnd, en kunnugir vita vel, aö það er ein valda- mesta staða i landinu. Henni gegndi hann meö mikilli sæmd og viö vinsældir starfsfélaga sinna og viröingu þingheims. Aður en þingmennskan kom til, haföi Jón Arnason lagt aö Jón flrnason alþingismaður baki langt starf i bæjarmálum heimabyggöar sinnar á Akra- nesi. Sá fagri og þróttmikli stað- ur haföi verið i örum vexti og innflutningur fólks frá Vest- fjöröum og siöar af Ströndum og víöar breytti stjórnmálalegri samsetningu bæjarbúa og sam- félagi þeirra aö verulegu leyti. Þarna naut hinn innfæddi Skagamaður sin meö ágætum og hann tók virkan þátt i sveita- stjórnarmálum um langt skeib, var bæjarfulltrúi á þriðja ára- tug, bæjarráðsmaöur i tvo ára- tugi og heföi stundað hvort tveggja lengur ef vaxandi ábyrgð á Alþingi heföi ekki sagt til sin. Jón Arnason var maður ein- staklega góbviijaöur og aölað- andi. Hann var hrókur fagnaöar i góöum félagsskap og söng- maður ágætur. Auk þess aö heyra hann oft i kórum heima- bæjar sins, á undirritaður þá sérkennilegu minningu, að i op- inberri þingmannaheimsókn til Rúmeniu var ekki sezt til borös svo að ekki væru sigaunar viö- staddir meö sin fiólin og söng, en svar Islands var hinn bjarti tenór Jóns, er hann flutti söng Norðursins og hinir sólbrenndu suðurlandamenn hlýddu á i þög- ulli aðdáun. Agæt eiginkona Jóns lifir hann, Ragnheiður Þórðardóttir, og svo gera fjögur börn þeirra. Ég sendi þeim samúöarkveðjur með þeirri von, að minningin um svo góöan dreng, svo nýtan son sinnar ættjarðar og sinnar heimabyggðar, veröi þeim huggun i sorg. Benedikt Gröndal ÚR VMSUM ÁTTUM \ Ingólfur Guðbrandsson Ingólfur Guðbrandsson er án efa einhver forvitnilegasti persónuleiki, sem nú er uppi á íslandi. 1 hvert skipti sem um hann er talað er eitthvað stórt að gerast. Hann rekur umfangs- mestu ferbaskrifstofu landsins, hann er brautryðjandi og drif- fjöður i tóniistarlifi þjóöar- innar, og núna allra sibast, er hann einnig oröinn hæsti skatt- greiðandi höfuöbogarinnar. Þá hefur heldur ekki farið framhjá neinum að Ingólfur hefur haft tima til þess að stuðla aö upp- vexti og menntun barna sinna á þann veg, sem flestir gætu verið stoltir af. Það er út af fyrir sig heljar mikill galdur þegar maður eins og Ingólfur, sem ekki er fyrst og fremst peningamaður, heldur hugsjónamaður, nær eins mikl- um árangri og raun ber vi^ni. Þetta er þeim mun athyglis- verðara sem það gerist einmitt i þjóðfélagi sem er gegnum hrjáð af þeim eðlislæga seinagangi og andlega doða, sem islenzkri em- bættismannastétt hefur tekizt að viðhalda allt fram á þennan dag. Pólýfónkórinn er í dag orðinn menningarstofnun i tónlistarlifi þjóðarinnar. Þessi kór er m.a. að þvi leyti sérstakur, að hann er einnig skóli fyrir verðandi tónlistarfólk, sá stærsti og öfl- ugasti, sem hér hefur starfað til þessa. Ef til vill er skýringin á þess- um mikla árangri sú,'aö hin kalda hönd embættismennsk-' unnar hefur ekki náð að þrýsta um of slagæð þessarar menningarstofnunar, enda þótt hún hafi vissulega ekki látið Ingólf og stofnanir hans full- komlega i friði. Ferðaskrifstofurnar gegna lika menningar- hlutverki En i þessu sambandi sakar ekki að vikja nokkrum orðum að ferðaskrifstofunum og þeim stöðugt vaxandi ferðamanna- straumi Islendinga, sem nú sækir, ekki aðeins til sólarlanda heldur, vitt og breitt um allar álfur. Oft er talað um það að fólk kunni ekki lengur að fara með fjármuni, og án efa er mikið til i þvi, ekki sizt ef borið er saman við lifshætti og neyzluvenjur Islendinga fyrr á árum. I sjálfu sér er ósköp eðlilegt að fólk tali um nauðsyn á sparsemi þegar fjármálum þjóðarinnar er þannig komið að allt er að sigla i strand. Þó er það nú þannig að ein- staklingurinn hefur það á til- finningunni, að þaö sé ekki hann sjálfur sem sé að eyða pening- um, heldur sé það rikisstjórnin, sem situr hverju sinni.Þetta er að visu rétt svo langt sem það nær, en hinu mega menn ekki gleyma, að nútimamaðurinn lif- ir i allt annarri veröld, ef svo má segja, heldur en kynslóðin, sem nú er gengin fyrir ætternis- stapa. Sumir stjórnmálamenn og jafnvel einstakir stjórnmála- flokkar hafa haldið þvi fram að nauðsynlegt væri að draga úr utanlandsferðum, og þess i stað bæri að hvetja menn til að aka hringveginn og gista á Edduhót- elum. Útaf fyrir sig er ekkert nema gott um það að segja að ferðast um Island, og það ættu allir aö gera eftir þvi sem þeir hafa tök á. Um utanlandsferðirnar gildir allt öðru máli. Þar eru það ekki fyrst og fremst fjöllin og árnar, vötnin eða skógarnir, sem menn fara til að sjá og kynnast, heldur fara menn til útlanda til að kynnast fólki, eða ef til vill öllu fremur þjóðlifi og lifsháttum fólks i öðrum löndum. Það er enginn vafi á þvi, að við tslendingar höfum hiotið ómetanlega menntun, einmitt fyrir það að fólk hefur lært að njóta utanlandsferða i æ rikari mæli, og er hætt að lita á utan- landsferð, sem dýran munað, sem litið skilji eftir annað en tóma pyngju. Það má þvi ef til vill segja með nokkrum rétti, að ferða- skrifstofurnar, islenzku, hafa rekið einskonar fullorðins- fræðslu. Arangurinn af þessari fullorðinsfræðslu hefur svo skil- að sér i aukinni lifsreynslu, sem ofar öllu hefur gert einstakling- inn að viðsýnni og betri tslend- ingi. —PJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.