Alþýðublaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. júlí 1977. ...TILKVÖLDS spékoppurinn Ég vii gjarnan kvarta yfir þessari kaffivél, það er ekki hægt að sjóða nema 4 egg i henni i einu! Útvarp Föstudagur 29. júli 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnannakl. 8.00: Vilborg Dagbjartsdóttir les söguna „Núttpabbi” eftir Mariu Gripe (4)'. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjailað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Zdenék og Bedrich Tylsar leika með kammerhljomsveitinni i Prag, Konsert i Es-dúr fyrir tvö horn, strengjasveit og fylgirödd eftir Georg Philip Teleman, Zdenék Kosler stj./Ludwig Streicher og kammersveitin i Innsbruck leika konsert i D-dúr fyrir kontrabassa og strengjasveit eftir Johann Baptist Vanhal, Otmar Costa stj./Sinfóniu- hljómsveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 4 i D-dúr op. 18 eftir Johann Christian Bach, Paul Sacher stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Við vinnuna: Tón- leikar. 14.30 Miðdegistónleikar. Artur Rubinstein leikur á pianó Polonesu nr. 6 i As-dúr op. 53 og Andante Spianto og Grande Polonesu i Es-dúr op. 22 eftir Chopin. Ruggiero Ricci og Sin- fóniuhljómsveitin i London leika Carmen-Fantasiu op. 25 eftir Bizet-Sarasate og Sigena- ljóð nr. 1 oþ. 20 eftir Sarasate, Pierione Gamba stjórnar. 15.45. Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15. Veðurfregnir.). 16.20 Popp 17.30 „Fjöll og firnindi” eftir Arna óla. Tómas Einarsson kennari les um ferðalög Stefáns Filippussonar (7). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Cr atvinnulifinu. Magnús Magnússon og Vílhjálmur Egilsson viðskiptafræðingar sjá um þáttinn. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. „Rómeó og Júlia,” svita nr. 2 op. 64 eftir Serge Prokofieff. Filharmoniusveitin i Moskvu leikur undir stjórn höfundar. 20.30 Norðurlandaráð og smá- þjóðirnar. Erlendur Patursson lögþingismaður i Þórshöfn I Færeyjum flytur erindi. 21.00 Tónleikar frá útvarpinu i Baden-Baden. Pianótrio i g-moll op.15 eftir Bedrich Smetana. Yuval trióið leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö. Siðara bindi. Þýðandinn, Einar Bragi, les (24). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðna- son les (20). 22.40 Afangar. Tónlistarþáttur sem Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagákrárlok. SEK EÐfl SAKLAUS? eftir: D.Y.Cameron Hún kinkaði kolli. Hún sagði honum, aö hún væri fædd og upp- alinn i Pendetruin og hefði átt þar heima alla ævi. Auðvitað hafði hún ferðast viða i sumarleyf- inum, en hún gat hvergi hugsað sér að eiga heima nema þar. Það var svo gjörólikt öðrum hlutum Englands. Hann brosti, svo að andlitið og grá augum ljómuðu. — Ef góður guð hefði aðeins gert Cornwall að eyju, andvarpaði hann, striðnis- lega. Hún fitjaði upp á nefið. — Þið þessir útlendingar skiljið nú aldrei neitt! — Hvað verð ég talinn útlend- ingur lengi? Hún yppti öxlum. — Tuttugu, þrjátiu, fjörutiu ár... Hann hallaði sér aftur á bak og skellti upp Ur og Corinne gladdist yfir þvi að sjá hann svona ró- legan. — Þetta var ágætt, sagði hann, þegar þau voru að fara. — Þakka yður fyrir samræðurnar. Heyrið þér.... ég verð að fara aftur til Redruth núna, en vilduð þér láta mig vita, hvernig stúlkan hefur það? Hann lét hana fá heimilisfang sitt. — Ég leigi tvö herbergi hjá Pentrees i Rose Cottage. —Ég kannast við staðinn, sagði Corinne. Þar fer vel um hann, hugsaði hún, þvi að Susan Pen- tree var mjög góð eldabuska. — Ég hef svo miklar áhyggjur af barninu... Katy, sagði hann til skýringar. —Égá við, húner ekki mikið meira en smákrakki. Corinne minntist þess, að Katy var tuttugu og sex ára, en hún leit ekki út fyrir að vera það. — Ég get heldur ekki annað en velt þvi fyrir mér, hvað er að hjá henni, fyrst hún hleypur svona fyrir bilinn, hélt Tim áfram. — Ég gatekki annað en ekið á hana... Skyndilega fór Corinne að gruna margt. Lagði hann ekki of mikla áherzlu á sakleysi sitt.? 2. kafli Corinne ók Tim til spitalans. — Mér finnst ég mega til með að lita inn og vita, hvort einhver breyting er, áður en ég fer, sagði hann, og bættiþvivið aö hann ætl- aði að leigja bil til að aka til Re- druth. Það var ekkert nýtt aö frétta á spitalanum. Liðan Katy var óbreytt. Þaö birti ögn yfir Tim. — Það var þó gott, sagöi hann. — Þá bendir allt til, að hún lifi þaö af. Corinne kinkaði kolli. Hún vissi ekki, hvort þetta óbreytta ástand var góös eða ills viti, en hún gat ímögulega dregiö niður i Tim með þvi að segja það. Paö var ekki heldur talað lengur um að flytja hana á St. Lukes og það olli henni einnig hugarangri, en hún þagði. Hún ók Tim að bilskúrnum og kynnti hann fyrir SamBiggs, svo að þeir gætu samið um bila- leigu. — Þökk fyrir, sagði Tim við hana, þegar gengið hafð verið frá öllu. — Ég veit ekki, hvað ég hefði gert án yðar. Corinne brosti. Hún var svo vön að sjá um allt fyrir Harold. Hún veifaði til Tims, þegar hann ók á brott i bilaleigubilnum, en svo gekk hún upp hæðina, sem hún hafði staöið á, þegar slysið var. Hérsettisthún á stein og staröi út á hafið. Tim er ágætis náungi, hugsaði hún, og hann virðist hafa áhuga á starfi sinu. Það er upp- örvandi að hitta einhvern, sem fannst hann vinna gagn i stöðu sinni. Fötin hans fórulika vel, hugsaði hún áfram, meðan hún veltiþvifyrirsér.hvorttilværi sá klæðskeri, sem gæti saumað föt á Harold, sem færu honum svona vel... hann gat nú klætt sig betur. Svo hætti hún að hugsa um þetta og leit á töskurnar tvær, sem hún hélt á. Hún lagði sina við hliðina á sér og neyddi sig til aö opna tösku Katys. I henni var blá budda, rauttpeningaveskiogum- slag, litil púðurdós og greiöa. Auk þess var penni, naglaþjöl og lyklakippa með tveim lyklum á. Corinne virti þetta forvitnislega fyrir sér, meðan hún braut heil- ann um, hvaða þýðingu þetta heföi.... Innihaldið var ekki ólikt innihaldinu i töskunni hennar, nema hvað hún var lika með vasabók. Það var engin slik i tösku Katys. Svo leit hún I budd- una , en I henni var tæpt pund i smápeningum, og tók umslagið. Utan á það var ritað til frk. K. Light, Blenheim Cottage, Pende- truin. Þegar hún gat loks fengið af sér að opna bréfið var aöeins reikningqr i þvi. Næst leit hún i peningaveskið. I þvi var punds- seðill, fimm punda seðill og i einu hólfinu var blóðgjafarspjald, tvö bókasafnskort, frimerki og til- vitnun, liklega rituð af Katy sjálfri: „Lát hina dauðu fortið vera grafna að eilifu.Hún staröi á þessi orð I ofvæni. Lýsti þetta ein- hverju merkilegu? Var Katy aö reyna að gleyma fortíb sinni? Hún hélt áfram að hugsa um til- vitnunina, þegar hún hafði stungið öllu i töskuna. Svo hallaði hún sér aftur á bak og lét sólina skina á andlit sitt og fann hafgol- una leika um hárið. Það var mjög róandi. Hún vissi nú, að hún yrði að fara til Blenheim Cottage og litast um, þvi að hún hafði hvorki fundið nafnneinsættingja né vinar i töskunni, en hún vildi ekki fara þangað ein. Hún ætlaði að biðja úshjálp Katys, Madge Polsack, að koma með sér. Auk þess gat Madge kannski sagt henni sitt af hverju... hún hafði unnið hjá Katy frá þvi að hún flutti inn i húsið. — Þvi miður, vina min sagði Madge Polsack og hristi höfuðið, þegar Corinne kom til hennar, — en ég kemst ekki með þér núna. Það munaði minnstu, að Cor- inne missti móðinn. Hún varð að faraþangaðídag.Ættingjar Katy hefði átt að vera búnir að fá að vita um slysið nú þegar. — En ég skal segja þér, hvað ég get gert. sagði Madge. — Ég skal koma með þér i kvöld, þegar ég er búin að gefa Jim aö borða. — Ætlarðu að gera það? Cor- inne tók strax boðinu. Að visu varð hún aö biða, en hún sann- færði sjálfa sig um aö það gerði ekkert til. Hún gat bara hringt eða sent skeyti til þeirra, sem hún fyndinafniðá tilaö bæta fyrir töf- ina. Henni fannst einhvern veg- inn, aö hún ætti ekki að fara ein að húsinu. Hún vissi ekki, hvers vegna henni fannst það, en kannski var það vegna þess, aö hún hefði heldur kosið sjálf, að Það er kominn nyr vatna-/' > buffalo sem viíl taka aiff Hvaða þér völdin f hjörðinni, heitír - Frekur! i v hapn? . , / - Ég veit ekki ' hvað hann ) heitir í „ alvörunni... if-an ég hef heyrt hann^’Ji kaílaðan „King Kong"!'1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.