Alþýðublaðið - 29.07.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. júlí 1977.
3
Haðið
Finnlandsforseti skoðar
handrit, þiggur og veitir
boð og veiðir lax
Eins og skýrt hefur
verið frá i fréttum
kemur Urho Kekkonen,
forseti Finnlands,
hingað til lands i opin-
bera heimsókn 10.
ágúst og mun hann
dveljast hér til
12.ágúst.
Dagskrá feröarinnar
hefur verið ákveðin og mun for-
setinn koma flugleiðis til Kefla-
vikurflugvallar kl. 11.30 10.
ágúst. Meðal anarra atriða i
dagskrá forsetans er hádegis-
verður með forsetahjónunum
fyrsta dag heimsóknarinnar.
Siðan mun Kekkonen taka á
móti erlendum sendiráðsmönn-
um.
11. ágúst mun Finnlandsfor-
seti skoða handritin i Arnasafni
og heimsækja Norræna húsið.
Þá mun hann taka á móti Finn-
um búsettum á tslandi, en um
kvöldiðhefurhann boð i veitinga-
húsinu Þingholti.
Hinn 12. ágúst lýkur svo
hinum opinbera hluta heim-
sóknar Finnlandsforseta er
hann kveður forsetahjónin.
En þá er hinn óopinberi hluti
heimsóknarinnareftir. 12. ágúst
snæðir Finnlandsforseti há-
degisverð að Þingvöllum i boði
islenzku rikisstjórnarinnar. En
siðan heldur hann að Laxá i
Kjós þar sem hann rennir fyrir
lax i boði rikisstjórnarinnar.
Að lokinni (vonandi velheppn-
aðri) veiði heldur Kekkonen
áleiðis til Króksstaðamela þar
sem hann mun siðan stunda lax-
veiðari Viðidalsá ásamt finnsk-
um vinum sinum. Ráðgerter að
forsetinn hverfi af landi brott kl.
15.00 sunnudaginn 14. ágúst.
Fyrstu 6 mánuði ársins:
Vöruskiptajöfnuður óhag-
stæður um 6,5 millj. kr.
— versnaði um sem svarar 49% frá árinu áður
Fyrstu 6 mánuði þessa
árs var vöruskipta-
jöf nuður íslendinga
óhagstæður um sem
svarar 6,487 milljörðum
króna, en var á sama
tíma^ í fyrra 3,965
milljarðar.
Sé hins vegar tekið tillit
til þess, að meðalgengi
erlends gjaldeyris í
janúar-júní 1977 er talið
vera 9,4% hærra en það
var í sömu mánuðum
.......... ..............
1976, er vöruskipta-
jöfnuðurinn fyrstu 6
mánuðina í fyrra
reiknaður á gengi f yrstu 6
mánuði þessa árs óhag-
stæður um sem nemur
4,338 milljörðum.
Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu
6 mánuði ársins 1977 hefur þvi
versnað um sem svarar 49%
miðað við sama tima árið áður.
Sé reiknað á meðalgengi
mánuðanna janúar-júni 1977,
hefur verðmæti útflutnings til
landsins á þessum sama tima
aukizt um sern sVarar 35%
miðað við sama tima árið áður.
Það sem mestan þátt á i
þessum breytingum er aukinn
innflutningur skipa, varnings á
vegum islenzka álfélagsins og
einnig aukinn flugvélainn-
flutningur. Hins vegar hefur á
þessum 6 mánuðum dregið úr
innflutningi á vegum Kröflu-
virkjunar og Landsvirkjunar
(Sigöldu).
Þá hefur útflutningur frá
Alfélaginu vaxið nokkuð milli
ára.
ES
I sól og sumaryl
Þessi biómarós varft á vegi Ijósmyndarans I góða veðrinu á mið
vikudaginn. ABmyndKIE
Campari ER sterkt vín
Leiðrétting frá Á.T.V.R.
Vegna fréttar i Alþýðu-
blaðinu i gær, þar sem haldið
er fram að létt vin hefðu verið
meðal þess sem hækkað var á
dögunum, hafði Svava Bene-
diktsdóttir, samband við
blaðið og bað um að fá að
koma á framfæri leiðréttingu.
Svava hefur stjórn með
innkaupadeildum ATVR.
t fréttinni er meðal annars
haft eftir skrifstofustjóra
ATVR að Campari og Martini
væru venjulega talin til léttra
vintegunda. Svava sagði þaö
ekki rétt. I áfengislögum er
markið milli léttra vina og
sterkra 21%. Campari er
28,5% og þvi sterkt. Svava
vildi einnig taka fram að þar
sem i fréttinni er minnst á
hækkun á Martini er átt viö
Martini bitter, sem er tiltölu-
lega nýtt á markaðnum, en
ekki þann Martini (vermút)
sem flestir kannst við.
— Það var leiðinlegt að sjá
þetta haft eftir starfsmanni
hér, þvi þetta er rangt. Allt
starfsfólkið hérna ætti að vita
að Campari telst til sterkra
vina, en þar sem þessi vissi
það ekki, átti hann að visa á
einhvern annan, sagði Svava.
—AB
Loðnan heldur sig enn
út af Vestfjörðum
Frá miðnætti I fyrrinótt og
til hádegis i gær tilkynntu 5
loðnuskip um afla til loönu-
nefndar. Það voru Guðmund-
ur RE með 600 tonn, sem fara
áttu til Keflavikur, Sigurður
RE með 550 tonn til Siglu-
fjarðar, Eldborg GK með 420
tonn til Siglufjaröar, Loftur
Baldvinsson með 270 tonn til
Siglufjarðar og Rauösey meö
180 tonn til Siglufjarðar.
Skipin voru öll að veiðum á
miðunum útaf Vestfjörðum.
ES
HÓTEL STYKKISHÓLMUR
Höfum opnað nýtt og glœsilegt hótel í
Stykkishólmi í sumar
Óll herbergi sérlega vönduð með baði
Útvegum einnig bátsferðir um
Breiðafjarðareyjar
Einnig er í hótelinu 300 manna danssaiur sem er tilvalinn
til ráðstefnu- og skemmtanahalds
HÓTEL STYKKISHÓLMUR
Stykkishólmi sími 93-8330