Alþýðublaðið - 30.07.1977, Síða 7
7
Eyjólfur Sigurðsson skrifar
' Laugardagur 30. iúlí 1977.
í HRINGIÐUNNI:
UM KINDAKJÖT
OG BRENNIVÍN
^.i . ■■ .—
Það hefur orðiö aö samkomu-
lagi með mér og ritstjóra
Alþýðublaðsins aö ég skrifaði
vikulegan þátt fyrst um sinn,
hér iblaðið og fjallaöi þá um hitt
og þetta sem mér dytti i hug,
eða um það er yrði á vegi mln-
um.
Það sem sló mig mest i sið-
ustu vikuifréttum fjölmiðla var
tvennt. Annars vegar ákvörðun
rikisstjórnarinnar að hækka
brennivin og tóbak og hins veg-
ar fréttin um það að við hefðum
nú þegar á þessu ári greitt 1.2
milljarða i niöurgreiðslur á
kindakjöti, sem flutt er til
Noregs.
Fyrir nokkrum dögum var ég
meöal Norðmanna er hér voru
til að kynna sér land og þjóð.
Eittaf þvi sem þeir hældu mikið
var islenzkur matur. Allsstaðar
sem þeir fengu sér mat á
veitingastöðum sögöu þeir að
m a t u r i n n
hefði verið afbragð. Sérstaklega
hældu þeir kjötinu okkar.
En þeim fannst maturinn dýr.
Þegar ég reyndi að skýra það út
fyrir þeim að ein af orsökum
þess að t.d. kjöt væri svo dýrt til
neytenda á Islandi væri það að
við tækjum á okkur niður-
greiðslur á kjöti sem flutt væri
úr landi.
Meðal annars væri það mikið
kappsmál að við tækjum á okk-
ur þessarniðurgreiðslur til þess
að þeir fengju i sinu heimalandi
að gæða sér á guðdómlegum af-
urðum islenzku sauðkindar-
innar, sem nú lifði á slðustu
fjallagrösum islenzjcu afrétt-
anna.
Þessi pólitik var þeim
óskiljanleg og þar sem ég hef
aldrei skilið islenzka land-
búnaðarpólitik aö þessu leyti þá
vafðist mér tunga um tönn. En
þeir menn munu vera til á
Islandi sem telja sig geta sýnt
fram á aðþað sé okkar hagur að
framleiða, sem mest af kjötaf-
urðum, með ofbeit á landiö,
eyða siðar milljónum til upp-
ræktar vegna ofbeitar innflutn-
ingi á fóðurbæti og áburði fyrir
dýrmætan gjaldeyri, til þess að
senda svo þessa kjötframleiðslu
úr landi með 407 kr. styrk á
hvert kiló.
Þetta er svolitið likt þessu
með gUrkurnar og tómatana,
þegar maður kaupir i sömu
verzluninni kg. af tómötum
fyrir 300 kr. og dagblað sem
segir manni að verið sé aö aka
bilförmum af tómötum á haug-
ana vegna þess að enginn vill
éta þá.
Þessar 1200 milljónir sem bú-
ið er að nota I niðurgreiðslu á
kjöti i frændur okkar I Noregi
hefðu betur verið notaðar i eitt-
hvað annnað, næg er þörfin.
Norðmenn eru nú i dag rikasta
þjóö veraldar og þurfa ekki á
okkur að halda til aö auðvelda
þeim kjötkaup.
Við heföum t.d. getað notaö
þessar krónur i borleikinn viö
Kröflu, eða fengið fleiri galdra-
kerlingar frá henni Ameriku til
þess að leiöbeina rikisstjórn
vorri og Sólnes i þeirra leit að
gufunni sem virðist hafa gufað
upp.
Og þá er það blessað brenni-
vinið. Enn ein hækkunin.
Bindindismenn segja að hækk-
unin hafi ekki verið næg, það sé
aldrei of hátt verð á brennivini
og tóbaki. Ég ætla nú ekki að
blanda mér I þær rökræður,
hvort hækkun á brennivini er
leiðin til að minnka drykkju-
skap, aðeins varpa fram þeirri
spurningu, hefur það nokkurn
tima gerstá undanförnum árum
aö dregið hafi úr neyzlu þessara
veiga þegar verö þeirra hefur
hækkað, nema ef vera skildi
fyrstu vikurnar á eftir?
Hitt má svo lika hugleiöa, á
neyzla áfengra drykkja aö vera
einkaréttur þeirra riku, eru þeir
sem minna hafa liklegri til að
misnota frekar áfengi? Ég held
að hvað snertir kaup á áfengi þá
sé það nú reynslan aö þeir sem
ekki telja sig geta veriö án þess
aö meira eða minna leyti þeir
spari nú eitthvað annað viö sig
eða sina, til aö geta haldiö
áfram að kaupa sitt brennivin.
Um þessa siöustu hækkun og
reyndar flestar þær sem á und-
an eru gengnar er þaö að segja,
að það er tómur rikiskassi sem
gerir kröfur um meira fé og
þess vegna erþessi hækkun nú á
komin.
Það er t.d. nokkuö furðuleg
hringrás I sambandi við rikis-
sjóð og tóbaksneyziu, að eftir að
rikisfjölmiðlarnir höfðu i vetur
haldið uppi áróðri gegn reyking-
um með mjög góöum árangri,
minnkað neyzlu á tóbaki i land-
inu um 20 tonn þá var rikissjóöi
stefnt I voða, þvi samkvæmt
fjárhagsáætlun um tekjur rikis-
sjóös af tóbakssölu þá stóöst sú
áætlun ekki lengur og rikissjóð-
ur þurfti að bæta sér upp þann
tekjumissi, og það ætlar hann
að gera með þvi að láta þá
borga hærra verð sem ennþá
reykja. En hvað um rikissjóð ef
þeir hætta lika.
Nú kann einhver að halda að
ég sé reykingamaður og þess
vegna sé ég óánægður yfir nýj-
um álögum á mig i fomi hækk-
unar á tóbaki, en svo er nú ekki,
ég hef aldrei notað tóbak. Engu
að siður sé ég ekki hvaöa leyfi
við höfum til þess að leggja þá i
einelti sem nota tóbak, allra slzt
vegna þess að tóbak er tekjulind
rikissjóðs, og svo er það nú
þannig að við teljum okkur vera
frjálsa menn og eigum ekki að
þvinga menn til að hætta að
reykja, það verður hver og einn
að ákveða fyrir sig. En við get-
um haldið uppi og eigum að
halda uppi fræðslu fyrir æskuna
um skaðsemi tóbaks og áfengis,
þó svo aö þaö kunni aö koma
unga fólkinu okkar spánskt
fyrir s jónir aö þaö er rikiö sjálft
sem stundar þá iöju að flytja
þessa vimugjafa inn i landið.
Eyjólfur Sigurðsson
—mmmmmmmm—^mmmmmmm*
SIGURÐUR DRAUMLAND:
Núeru liðnir nokkrir áratugir
siðan undirritaður gerði sér leik
að þvi, nokkrum sinnum hér,
Norðanlands, að skrifa ritdóma
um ritdóma. Þótti það furðulegt
tiltæki. Nú finnst mér það vera
nokkuð skylt, að skrifa einskon-
ar ritdóm um leiðara i einu af
dagblöðum höfuðstaðarins. Og
mætti eflaust þykja standa nær
höfundum leiðara hinna blað-
anna. Nokkuð yrði það kostnað-
arsamt fyrir hvem og einn, að
stofna sérstakt blað, til þess að
geta komið á framfæri athuga-
semdum við forystugreinar i
öðrum blöðum landsins, og þá
helzt I leiðaraformi. Svo að
heldur ætla ég, aö hætta mér inn
á svæði Alþýöublaösins sjálfs,
með ofurlitla athugasemd útaf
leiðara þess um prestastefnuna
ogbreyttviðhorf, sem birtist 19.
þ.m.
Það vill nú svo til, að ég var
þarna allvel hagvanur á ti'mum
Hannesar á horninu og annarra
ágætra manna og man ég ekki
betur en ég færi stundum I dálk-
ana hjá Hannesi, með meining-
ar sem gátu talizt olnbogaskot,
jafnvel i einhver skrif þáver-
andi Alþýðuflokksleiðtoga. Þó
mun þetta hafa veriö meinlaus-
lega orðaö, enda er jafnan svo
bezt, að umræður hverjar sem
eru, séu málefnalegar, og að i
þeim sem minnst uppi af bjálk-
um og flisum, — persónulegum
skætingi og narti. Á þeim dög-
um gekk mér illa aö fyrirgefa
heilkveðnar og hálfkveðnar of-
sóknir i garð spiritista og nafn-
greindra miðla. Að visu komu
ekki nöfn, I þvi sambandi, oft
fram i blaðinu, en sáust þvi mið-
ur, sem eðlilegt var, þess
greinilegar i opinberum mál-
skjölum við dómstóla.
Að vel athuguðu máli, getur
held ég enginn taliö að þær reki-
stefnur hafi stafað af andúö,
miklu fremur af skyldurækni.
En þvi miöur var þá skyldu-
ræknin ekki byggö á réttum
skilningi, þekkingu og rann-
sókn, sem alltaf þurfa að liggja
til grundvallar meðferð svo
djúptækra og viðfeömra mála,
sem þar var um aö ræða.
Svo komu ummæli I leiðara
Alþýðublaðsins 19. júli s.l., að
umræða um trúmál og kirkju
hafi að undanförnu snúizt alltof
mikið um ýmis túlkunar-atriði
einstakra presta spiritisma og
anpað af þvi tagi.
Latum það nú vera, þó að leik-
menn ýmsir og kennimenn vilji
halda spiritisma utan við kirkj-
una. Og er þess þó að minnast,
að kirkju þjónaði lengi einn
snjallasti prestlæröra spiritista
og það með ágætum. Eflaust
færu ekki margir i fötin hans nú,
og þvilitið viðþá að sakast, sem
kunna hvorki né geta talað um
máliö af prédikunarstóli. Eins
gott þá, að þeir minnist ekki á
það. önnur skör færist hærra
upp i bekkinn, þetta að ýmsir
virðast amast við spiritisman-
um sem háskólavisindum. Ein-
mitt það, að taka visindagrein
sem þessa, er réttasta aöferöin
til að vandaöar rannsóknir eigi
sér stað. Og eins og allir vita,
sem kynnt hafa sér sögu spíri-
tismans, þá er ekki sama hvern-
ig að rannsóknum er staöið.
Glögglega hefur verið séð fyrir
leiðbeiningum á islenzku, — I
ritgeröum eftir Arthur Conan
Doyle og Einar H. Kvaran.
Einhvern veginn virðist mér,
aö ábendingin i umræddum leiö-
ara.um að ræður hafi snúizt um
túlkunaratriði einstakra presta,
sé i þeim anda, að litiis sé nú
leitað og langt yfir skammt,
með aö vera að deila um þvilikt
smáræöi. Þarna er ég dálitið á
öðru máli. Fyrst og fremst eru
það ekki „einstakir prestar”
sem I atiö eru gengnir, og að þvi
er séð verður i mjög svo likum
anda og Kirkjuritgreinin fræga:
Tr.úin hrein — tilvera til
dauöa. Hérerum allstórann hóp
presta að ræða. Og hver er svo
túlkunin? Aöur en þeirri spurn-
ingu yrði leitast við að svara, er
skylt aö spyrja annarar: Er
ekki túlkun atriðai krikjukenn-
ingum og kristindómskenning-
um aðalmál hirðis og sauöa? Á
túlkuninni byggjast áhrifin á
þjóðfélögin, einstaklingana per-
sónulega og samfélagslega.
Einn af fremstu kennimönnum
þessa lands hefur i beinu sam-
tali við undirritaðan mælt svo,
að guðfræðin væri einskis virðí,
sem slík. Þar átti hann viö, að
það væri kjarni Kristsboðskap-
arins sem gilti. Jafnframt
kvaðst hann ekki sjá annað en
að nú heföi öllu verið kippt aft-
urábak um margar aldir. Mega
þeir lika gerst vita, sem starfað
hafa við þjónustuna nógu lengi
og aflað sér þekkingar. Eigi
þarf heldur lengi að leita þeirr-
ar orsakar er helzt stendur nú
sem einkunn fyrir allri breyt-
ingu innan kirkjunnar, þóttfag-
urlega sé dansaö. Þaö er áöur-
nefnd Kirkjuritsgrein.
Ekki var nú Islenzkur al-
menningur svo skyni skroppinn,
að taka þessa grein alvarlega
við fyrstu sýn. Einkanlega vakti
spurningin um flenginguna
gamansamlegan hlátur. Fólki
fannst þetta vera reglulega
fyndið. Annaðhvort væri, þótt
Framhald á bls. 10