Alþýðublaðið - 05.08.1977, Side 2
2
Föstudagur 5. ágúst 1977
Spjallað við Francois Simonnet
um esperanto, Víetnam o.fl.
Það er skritin tilfinning að rölta um sali Há-
skólans þessa dagana og kynnast þvi sérstæða
„alþjóðaandrúmslofti” sem fylgir heimsþingi
esperantista i Reykjavik. Undirritaður, sem að-
eins ræður yfir lágmarksforða til tjáskipta i
ensku og norsku, varð heldur smár innan um
allra þjóða fólk, sem stóð á göngum i Árnagarði
og Lögbergi og lét móðann mása á „alþjóðamáli”
sinu, eins og það kallar gjarnan esperanto.
Erindið á slóðir esperantista i gærmorgun var
nákvæmlega það, að hitta að máli einhvern þing-
fulltrúa til að spjalla við um málið, þingið og
fleira. Og með góðri hjálp islenzkra starfsmanna
tókst loks að hafa upp á einum, Francois Simonn-
et frá Frakklandi. Hann er kennari og starfaði i
Víetnam i 5 ár. Simonnet er maður störfum hlað-
inn á ráðstefnunni og hjá honum tók einn fundur-
inn við af öðrum i gær, þannig að viðtalið var tek-
ið á hlaupum i fundarhléum og á milli funda. En
þrátt fyrir nauman tima tókst að leggja fyrir
hann fáeinar spurningar.
Francois Simonnet
„Esperanto er mitt
annað móðurmár'
Hér er hópur fólks af þinginu aö stfga upp f langferöabfla, sem fluttu
þaö i skoöunarferöir um Suöurland.
— Hvenær kemst þú fyrst I
kynni við esperanto, Simonnet?
— Það má segja að ég eigi tvö
móðurmál, frönsku og esper-
anto, þvi báðir foreldrar minir
töluðu esperanto og málið var
talað á heimilinu frá þvi ég man
eftir mér. Orsakirnar fyrir þvi
að esperanto var töluð svo mikið
i minni fjölskyldu eru liklega
þær, að móðir min var ekki
Frakki og foreldrar minir gripu
þá til esperantos til að standa
jafnfætis á málasviðinu!
— Hjálpaöi það á einhvern
hátt í æsku aö geta talað reip-
rennandi esperanto?
— Já, vissulega var þetta
mikil hjálp. Mér gekk til dæmis
mun betur að komast inn i latinu
og siðar ensku, þegar ég fór i
skóla. Það hafa verið gerðar
margar tilraunir sem sýna og
sanna, að börn sem hafa innsýn
i, eða kunna, esperanto, eru
mun fyrri til að læra önnur
tungumál.
t öðru lagi var ég svo alltaf
fær um að tala fyrirstöðulaust
við útlendinga, annað hvort á
esperanto eða öðrum málum.
Siðar, þegar ég fór aö ferðast
um heiminn hef ég alls staðar
fundiö fólk, sem getur talað við
mig og það var mikil reynsla
fyrir mig 16—17 ára gamlan að
feröastumEvrópu og geta talað
við fólk á esperanto. Við sem
tölum þetta mál þekkjum tæp-
ast landamæri.
— Er vitaö hve margir þaö
eru i heiminum sem tala esper-
anto?
— Nei, við vitum það eitt með
vissu að þeim fjölgar með ári
hverju sem kunna esperanto.
Það er auðvitað jafn erfitt að
telja þá sem kunna esperanto og
þá sem t.d. kunna frönsku eða
itölsku. Það er einnig álitamál
hvort telja eigi alla þá sem
kunna hrafl i málinu, þá sem
kunna það en nota sjaldan
o.s.frv. Prófessor einn i
Cólumbiu nefndi töluna 8 millj-
ónir, en hún getur ekki verið
byggð á traustum forsendum.
Það eina sem ég get fullyrt er,
að i heiminum eru mörg hundr-
uð þúsund manns sem geta tal-
iztgóðir esperantistar. Við segj-
um hins vegar að esperanto sé
mun mikilvægara alþjóða mál
en t.d. kinverska, þrátt fyrir að
hundruð milljóna tali hana.
Esperanto-fólkið er dreift um
alla jörðina og telst þvi land-
fræðilega útbreitt mál.
— Svo viö snúum málinu aö-
eins að þinginu sjálfu: hvert er
hlutverk heimsþinga esperant-
ista I stórum dráttum?
Upplifun að vera á
þingum esperantista
— Þing eins og þetta er haldið
árlega, hið fyrsta var í Frakk-
landi 1905. Þingið á Islandi er
hiö 72. i röðinni og viö reynum
að dreifa fundarstöðunum sem
mest. 1 fyrra vorum við i Grikk-
landi og á næsta ári verðum við i
Búlgariu. Þessi þing eru aðal-
samkomur esperantista á
hverju ári og þar er m.a. talað
um hvernig skipuleggja megi
hreyfingu okkar betur, hvernig
vinna megi nýtt land fyrir málið
og styrkja böndin i okkar röð-
um. A meðan á þingi stendur
hittast svo alls konar hópar úr
rööum okkar: læknar, visinda-
menn, félagar trúflokka o.fl. og
ræða sin mál. En það sem við
fáum mest út úr þessu er það, að
hitta fólk og kynnast innbyrðis.
Fólki finnst ótrúleg upplifun að
koma á svona þing i fyrsta sinn
og það bókstaflega geislar af þvi
hamingjan yfir þvi að geta talað
frjálst og óhindrað við nærri þvi
hvern mann sem það rekst á
hér!
— En þiö hafiö fleiri alþjóöleg
þing og samkomur esperantista
en sjálft alþjóöaþingið, er ekki'
svo?
— Jú, mikil ósköp. Ef ein-
hverjirhafa á annað borð áhuga
á þvi, þá geta þeir auðveldlega
ferðast allt að þvi viðstöðulaust
um heiminn allan ársins hring
og verið sifellt á stórum og smá-
um samkomum esperantistæ!
Innan tiðar verður t.d. haidið i
Póllandi þing kaþólskra esper-
antista, einnig halda kristnir
Þingfulltrúar notuöu fundarhléin m.a. til aö sleikja sólina.
esperantistar sin þing. Þá hafa
járnbrautarstarfsmenn, sem
tala esperanto, með sér samtök
og þeir halda þing. Svona mætti
lengi telja.
— Ef viö nú förum út f aöra
sálma og spjöllum litillega um
veru þina i Víetnam siðustu ár.
Hvers vegna dvaldist þú I Viet-
nam og hve lengi?
Aldrei séð svo marga
franska fána
— Ég var sendur á vegum
frönsku stjórnarinnar til Viet-
nam árið 1971 til að starfa sem
kennari i frönsku við kennara-
háskólann i Saigon. Þetta starf
mitt var liður I þvi að uppfylla
samning um menningarsam-
skipti Vietnams og Frakklands
og ég var I Saigon á veturna, en i
Evrópu I sumarleyfum. Siðustu
árin,eða frá þvi um haustið 1974
til september 1976 var ég sam-
fellt I landinu.
— Þú hefur þá verið í Saigon
þegar Þjóöfrelsisfylkingin vann
lokasigurinn I aprillok 1975?
— Já, það var mikið hörm-
ungartimabil i borginni rétt fyr-
ir og um það leyti sem sigurinn
vannst. Fólk var mjög hrætt,
það vissi ekki á hverju það
mátti eiga von og siðustu dag-
ana I april var algert stjórnleys-
isástand i borginni. Þá hafði
Saigonstjórnin raunar glatað
völdunum, en andstæðingurinn
ekki náð þeim, þannig að þar
skapaðist millibilsástand. Ég sá
fólk koma hlaupandi inn i Saig-
on og hermenn stjórnarinnar
tóku gjarnan af sér hjálma og
einkennisbúninga, hentu byss-
unum frá sér og leituðu skjóls i
húsum hjá vinum eða ættingj-
um. Meðfram vegunum voru
stórir haugar af fötum og vopn-
um, en eins einkennilegt og það
nú var, þá snerti það enginn
fyrstu dagana, þrátt fyrir að
marga skorti t.d. föt. Það var
ekki fyrr en siðar sem ég sá að
fólk nappaði skóm og fötum úr
hrúgunni, þetta er dæmi um
hræðsluna. Þá er mér minnis-
stætt, að dagana fyrir töku Saig-
on blöktu frönsk flögg á ótal
húsum i borginni. Þetta stafaði
af þvi að fólk vissi um samband
Norður-Vietnam og Frakklands
og það hélt að frönsku fánarnir
myndu vernda það. Ég hefi
aldrei séð eins marga franska
fána blakta I einu!
— Já, það hefur auðvitað sitt-
hvað breytzt. Opinber stefna
stjórnvalda er sú, að senda fólk
burt úr Saigon út i sveitir. Þetta
hefur mælst illa fyrir hjá mörg-
um og þykir mörgum sem enn
erfiðara gangi að draga fram
lífið i sveitinni en f Saigon
sjálfri. Þá má nefna, að stjórnin
hefur sent mjög margt fólk, sér-
staklega fyrrum yfirmenn I her
Saigon-stjórnarinnar, á endur-
hæfingarbúðir, þar sem það
lærir hugmyndafræði og fleira.
Fólk hélt að það myndi aðeins
vera á þessum búðum stuttan
tima, 1 mánuð eða þviumlikt, en
fiestir voru þar ennþá, þegar ég
fór frá Vietnam i fyrra. Þá óx
atvinnuleysi mikið i Saigon eftir
valdatökuna og verðbólga óx
hröðum skrefum. Það er þvi
margt sem ýtt hefur undir að
gera ástandiðerfitt og það hefur
svo gert það að verkum að
margir, sem studdu valdatöku
kommúnista hafa snúið við
þeim baki að einhverju leyti. En
ég legg áherzlu á að þetta er að-
eins mitt álit.
— Hvað með útbreiöslu esper-
antos i Vietnam?
— Ég talaði esperanto við
nokkra menn i Saigon og ég veit
að i Suður-Vietnam er slangur
af fólki sem getur talað málið,
ef til vill 1-2 þús. manns i allt,
sem tala esperanto fullum fet-
um. Um norðurhlutann er erfið-
ara að segja, en vitað er að þar
eru til esperantistar og rit eru
gefin þar út á málinu. Ég hefi
þvi góða von um að hreyfing
esperantista muni dafna og efl-
ast I Vietnam.