Alþýðublaðið - 05.08.1977, Page 5

Alþýðublaðið - 05.08.1977, Page 5
{SfÍi1' Föstudagur 5. ágúst 1977 5 S K 0 Ð U N Reynir Hugason, verkfræðingur skrifar Öðru hvoru væri okkur Islend- ingum hollt að lyfta huganum frá gráum hversdagsleikanum og skoða vel hvar við stöndum og hvað við erum að gera. Ef til vill er ýmislegt i umhverfi okk- ar sem við ættum f rekar að taka okkur fyrir hendur en það sem við gerum nú og hugsanlega á sumt af þvi sem við gerum eng- an rétt á sér og ætti að leggjast af hið bráðasta og enn annað ætti að gera öðruvisi. Sjávarútvegur. Við skulum byrja á þvi að lita á atvinnuhætti þjóðarinnar. * Asama tima, þ.e. árin 1970-1976 og afli á Islandsmiðum fer stór- minnkandi ár frá ári, ef frá er talinn loðnuaflinn, er fiskiskipa- stóllinn stækkaður um 20% eða úr 80.000 tonnum i 100.000 tonn. Tækjabúnaður hinna nýju fiski- skipa er sá fullkomnasti sem völ er á og þannig verður enn dýr- ara en áður að veiða hvern fisk og bætist það ofan á aflaminnk- unina. Það er ekki nóg með að afli botnfiska hafi minnkað tölu- vert siðan 1970 heldur hefur skipastóllinn sem stundar veið- arnar vaxið stórlega á sama tima og enn eru keypt skip þrátt fyrirallar aðvaranir um ástand fiskstofna. Bannið við skipa- kaupum sem rikisstjórnin hefur nýlega sett á, gildir aðeins til áramóta. Skyldum við Islendingar vera svoheimskirað við skiljumekki fyrr en skellur I tönnum, eða er stjórnuninni svona hirkalega ábótavant, að jafnvel brýnustu lifshagsmunamál þjóðarinnar, verndun fiskstofnanna, verður að liggja i salti vegna eigin- hagsmuna og gróðahyggju ein- staklinga og stjórnleysis og ráðaleysis á æðstu stöðum. Eftir þær geysimiklu umræð- ur sem átt hafa sér stað um stærð fiskiskipaflotans og ástand fiskstofna er mönnum nú ljóst að framkvæma verður ýmsar sársaukafullar aðgerðir ef ekki á að hljótast eitthvað enn verra af. í fyrsta lagi verður að minnka sóknina i alla helstu botnfiskan- stofnana hér við land verulega. Þá er sú sóknarminnkun i þorskstofninn sem þegar hefur verið fyrirskipuð vita gagnslaus frá liffræðilegu sjónarmiði og þorskstofninn mun eigi að siður hrynja til grunna á einu til tveimur árum ef ekki verður gripið til mun róttækari að- gerða. Þvi miður þá gildir ná- kvæmlega sama um flesta aðra botnfiskastofna hér við land. I öðru lagi verður að minnka fiskiskipaflotann þvi hann er mun meiri en svarar til saman- lagðrar hámarksafrakstuisgetu fiskstofnanna á íslandsmiðum. Sóknin i fiskinn væri frá hag- fræðilegu sjónarmiði eðlilegast að minnka með þvi að fækka skipum. En i staðinn er liklegt að gripið verði til ráðstafana sem miðast við að takmarka aflann á bát eða takmarka þann fjölda skipa sem má vera á ákveðnu svæði eða ákveðnum veiðum. Frá þjóðhagslegu sjón- armiði eru þetta afskaplega óhagkvæmar aðferðir Þessar staðreyndir hafa ver- ið mönnum ljósar um nokkurra ára skeið, en þrátt fyrir það hef- ur ekkertverið gert til þess að minnka sóknina. Þvert á móti hefur heildar sóknin i botnfiska- stofnana vaxið um 40% frá 1970. Með sama áframhaldi hrynja helztu nytjafiskstofnarnir okkar eins og áður segir innan örfárra ára og þar með er grundvellin- um kippt undan lifi okkar hér á landi. Landbúnaður Um landbúnaðinn er svipaða sögu að segja. Þegar um 1960 náði landbúnað- urinn þvi marki að geta fram- leitt nægar landbúnaðarvörur til innanlandsþarfa. Allar götur siðan hefur meira og minna ver- ið flutt út af mjólkurvörum og kjötvörum.Sum árin hefur jafn- mikið verið flutt út af kjöti og neytt var innanlands, t.d. árið 1969. Framleiðnin i landbúnaðinum hefur stöðugt aukizt, en bænd- um hefur ekki fækkað að sama skapi og hefur þeim í raun fækk- að mjög hægt ef miðað er t.d. við Bretland. Niðurstaðan er sú að offramleiðsluvandamálið vex ár frá ári. Hér hleðst upp smjörfjall, kjötfjall, undanrennuduft erselt fyrir lægra verð en nemur sölu- launum og skattborgararnir borga brúsann undir borðið. Auðvelt er að sýna fram á að allt að helmingi færri bændur eða um 2500 bændur geti séð þjóðinni fyrir þeim landbún- aðarvörum sem hún hefur þörf fyrir. Viðölum sem sé við brjóst okkar fleiri bændur en við þurf- um á að halda og lækkum þar með lifskjörin i landinu sjálf- krafa á sama hátt og við lækk- um lifskjörin með þvi að halda úti of stórum fiskiskipaflota. I stað þess að fara þá leið að fækka bændum skipu- lega sem þó virðist liggja beint við t.d. með þvi að draga mjög úr fjármagnsfyr- irgreiðslum nema til þjóð- hagslegra arðbærra fjárfést- inga i landbúnaði og með þvi að kaupa upp smákot er farin sú leið að hefta tæknivæðingu land- búnaðarins eins og fært þykir og koma i veg fyrir framleiðni- aukningu t.d. með þvi að telja mönnum trú um að stórbú séu óhagkvæmari en meðalbú. í öðru lagi eru niðurgreiðslur auknar svo að meðal Islending- ur sem þegar eru 10 kg. of feitir geti borðað enn meira af land- búnaðarvörum. Heil svæði á landsbyggðinni svo sem i ná- grenni Akureyrar byggja lifsaf- komusinaá mjólkurframleiðslu til útflutnings á 1/3-1/4 af kostn- aðarverði. Skattborgararnir borga mismuninn. Ef aðeins væri framleitt kindakjöt til innanlandsþarfa myndi mega fækka kindum á fóðrum i landinu um 250.000, en það mótsvarar fækkun bænda um u.þ.b. 550. Þetta mætti gera án þess að breyta nokkru öðru. Þessum bændum er haldið uppi að þarf- lausu. Með þvi að nýta þá tækni sem fyrir hendi er i heiminum til fullnustu mætti siðan fækka bændum enn meira siðar. Á sama tima og menn óttast að landinu sé að hraka verulega vegna ofbeitar, er kynt undir aukinni sauðfjáreign lands- manna. Hvers konar glóra er i þvi. Höfum við ekki „gripsvit” I kollinum. Einhvers staðar verð- ur að stöðva vitleysuna. Iðnaður. Iðnaðurinn er okkar bjarg- vættur á honum ætlum við að byggja framtið okkar segja menn. Hverja eru svo hinar raunhafu aðgerðir til eflingar iðnaðar? Að áliti sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem verið hafa hér á landi undanfarin ár til þess að aðstoða við mótun iðnþróunaráætlunar er kerfið sjálft allt kolvitlaust uppbyggt, sem iðnaðinum er ætlað að þró- ast inna. Iðnaðurinn getur ekki þróast nema af honum sé létt ýmsum höftum og með þvl að honum sé beint inn á brautir sem þjóðinni er til farsældar burt frá verð- bólgufjárfestingum og skatt- svikum. Lanakerfi iðnaðarins er illa uppbyggt, tollar eru enn of háir, söluskattur safnast upp á framleiðsluvörurnar og svona mætti telja afram. Ekkert raun- hæft er gert til þess að ýta undir nýiðnað,nema eitthvert hálfkák örfárra rikisstarfsmanna, sem enga ábyrgð bera og öll sam- hæfing iðnaðaruppbyggingar er gersamlega i molum. Hvar endar þessi vitleysa. Hvað erum við að gera sem við ættum ekki að vera að gera? Hvað ættum við að gera öðruvisi? Hvað ættum við að gera sem við erum ekki að gera. Það er spurningin. | S K08 U N Agnar Guðnason, blaðafulltrúi skrifar Eyjólfur Sigurðsson ritaði grein i Alþýðublaðið 30. júli, sem hann kallaði „kindakjöt og brennivin”. Þar sem verulegur misskiln- ingur virðist vera hjá Eyjólfi á eðli niðurgreiðslna og útflutn- ingsbóta, þá þarfnast lesendur Alþýðublaðsins nokkurrar skýr- inga á fyrirbrigðinu. „Norðmönnum þótti maturinn dýr" Eyjólfur getur þess að Norð- menn sem hann hitti og ræddi við hefði þótt maturinn hér á landi dýr, en góður. Það kom einnig fram að þeir höfðu fengið matinná veitingarhúsum. Þetta er hverjuorði sannara matur er mjög dýr hér á veitingahúsum. Ástæðan er ekki hátt verð á landbúnaðarafurðum. Fyrir stuttu siðan fór ég með hóp Norðmanna á eitt af betri veitingahúsum borgarinnar. Pantaður var lambahryggur, súpa og is. Máltiðin kostaði 3600 kr. á mann. Ef reiknað er með að hverjum manni er ætlað að borða 400 grömm af kjöti , þá hefur kjötskammturinn kostað kr. 316 i smásölu. Hráefni i súp- una hefur varla kostað meira en um 100 kr. og is skammturinn eitthvað svipað Það er þvi meira lagi ósanngjarnt eða kenna háu verlagi á landbúnað- arafurðum um verðlagningu veitingahúsaeigenda á einföld- um máltiðum. „Niðurgreiðslur og útf lutningsbætur" Útskýringar Eyjólfs á þvi hversvegna kjöt væri svo dýrt hér á landi, var á þá leið að neytendur myndu greiða niöur kjöt ofan I m.a. Norðmenn. Fyrir um það bil 15 árum síðan hefði mátt halda þessu fram, en nú er verð á kjöti og öðrum landbúnaðarafuröum hér inn- anlands óháð þvi verði sem fæst fyrir kjöt og mjólkurafurði er- lendis. Sennilega hafa þessir Norðmenn sem Eyjólfur ræddi við, verið jafnfáfróðir um verð- lag á búvöru i Noregi og hann virðist vera um verðlagsmálin hér. Það mun láta nærri að raunverulegt verð á dilkakjöti sé um 50% hærra i Noregi en hér á landi. Hvert kg. af dilkakjöti er niðurgreitt i Noregi, sem svarar 300 kr. Isl. en hér á landi um 210 kr. Norskir bændur fá allt að 22 n.kr. fyrir hvert kg. en þaö svarar til um 814 kr. isl. Is- lenzkir bændur eiga að fá 532 kr. fyrir hvert kg. Auk þess fá norskir bændur beina styrki til sauðfjárræktar þeir fá framlag út á hverja ásetta kind, styrki til að smala á haustin og flutnings- styrk til að koma fénu i slátur- hús eða kjötinu á markað. Það er þvi ákaflega erfitt að gera nákvæman samanburð á endan- legu verði á dilkakjöti hér og i Noregi. Minni framleiðsla — auknar tekjur? Eyjólfur telur öllu skynsam- legra að verja meiri fjármunum til borunnar við Kröflu en að greiða útflutningsbætur með dilkakjötinu. Eflaust eru skoðanir skiptar um það eins og annað, hvort sé arðvænlegra — Krafla eða kjötframleiðsla. Þrátt fyrir allt fæst þó nokkur gjaldeyrir fyrir sauðfjárafurði , þ.e. kjöt , gærur og ull. Þvi miður fyrir okkur og Norðm. einnig þá er verðlagn- ing þannig á búfjárafurðum i millirikjaviðskiptum að kaup- andinn greiðir lægra verð en gildir i framleiðslulandinu. Þessvegna eru allar þjóðir að striða við þetta kerfi þar sem einhver umframframleiðsla á sér stað. Viðast hvar eru greiddar útflutningsbætur eins og t.d. hjá Efnahagsbandalag- inu eða þá að tilfærslur eiga sér staö, innanlands verðið hækkað til að ná framleiðslukostnaðar verði. Að sjálfsögðu mætti reyna að draga úr framleiðslunni, t.d. að minnka kindakjöts framleiðsl- una niður I 7000 tonn I stað þeirra 13000 tonna sem hún er nú. Þá er spurning, mundi hag- vöxtur aukast og afkoma okkar batna? Dæmið er hvorki einfalt né auöleyst, enda staðið i mörg- um.Helztu hagspekingar Efna- hagsbandalagsins hafa ekki fundið neina betri lausn en við. Það getur verið að Norðmönn- um hafi tekizt það nú i ár, þvi nú greiða þeir uppbót á hvern mjólkur litra til þeirra bænda, sem framleiða minni mjólk I ár, en þeir gerðu i fyrra

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.