Alþýðublaðið - 05.08.1977, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 05.08.1977, Qupperneq 12
alþýðiri blaðið FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1977 TVEGGJA MÁNADA YFIRV1NNUBANN: Hafði það raunveruleg áhrif á gang verkalýðsmála Eftir Jóhönnu S. Sigþórsdóttur Það sem setti án efa mestan svip á samningsþóf Alþýðu- sambandsins og vinnu- veitenda nú i sumar, var yfirvinnubannið sem ASÍ setti til að knýja á um samnings- gerð. Þegar Alþýðublaðið heimsótti vinnustaði og ræddi við verkafólk á þeim tima, voru þeir margir, sem hristu höfuðin og sögðust nú ekki hafa mikla trú á þessum aðgerðum. Þetta væri einungis gert til að friða verka- fólk. Að öðru leyti væri yfirvinnubannið vita gagnslaust, og kæmi engum til góða þegar fram i sækti. A hinn bóginn voru menn af- skaplega ánægðir með að geta nú farið heim til sin á kristileg- um tima og helgað sig þvi sem hugurinn girntist hverju sinni. Einstaka lét meir að segja svo um mælt að þetta væri einum of mikið af þvi góða, það væru að verða vandræði með að eyða öll- um þessum tima. En þessir tæpu tveir mánuðir, sem yfirvinnubannið stóð, liöu og 22. júni voru samningar undirritaðir. Geymt eða gleymt? Mætti nú ætla að hver hafi skriðið i sina holu og farið að vinna myrkranna á milli. Eða hafði yfirvinnubannið einhverj- ar aðrar afleiðingar enþær, að ýta á samningagerð? Svo hlýtur að vera, þótt þær séu ekki komnar fram i dagsljósið enn nema i litlum mæli. Vitaskuld er islenzkt verka- fólk ekkert öðru visi af guði gert, en kollegar þess i öðrum löndum. Það er ekki sérskapað til að vinna langt fram á nætur, þótt stundum gæti þó virzt sem svo sé. Aftur á móti gæti láglauna- maðurinn eins gengið fram af björgum, eins og að láta sér detta i hug að hætta að vinna eftirvinnu, eins og nú er i pott- inn búið. Vinnutiminn markast nefnilega af laununum. Og á ís- landi hefur það ekki þótt neitt tiltökumál i gegnum árin, þótt menn þyrftu að vinna þetta 50-60 stundirá viku, tilað hafaisig og á. Þessi orð má þó ekki skilja á þann veg, að það séu einungis láglaunamenn, sem vinni myrkranna á milli. En það eru Framháld á bls. 10 BÆIARIITCFRB REYKJAVIKUR: Mannskapurinn útkeyrður segir Helga Bachmann Helga Bachmann hjá Bæjarútgerð Reykja- vikur sagði að starfs- fólk þar hefði verið á einu máli um, að þetta væri allt annað lif, þeg- ar vinnudeginum lauk kl. ö.Margar ef ekki flestar verkakonurnar hefðu fram til þess tima verið ánægðar með að fá sem mesta yfirvinnu og þá hærra kaup, en þær hinar sömu hefðu ekki verið siður ánægðar með að fá að fara heim kl. 5. — En kaupið þarf að hækka allverulega, ef við eigum að geta lifað af þvi að vinna sóma- samlegan vinnutima, sagði Helga. Hér lifir enginn af þvi sem átta stunda vinnudagur gef- ur i aðra hönd. Hún sagði ennfremur að verkafólkið hefði verið á einu máli um, að afköstin væru sizt verri meðan unnið var skemur dag hvern. Fólk hefði komið vel hvilt til vinnu sinnar og getað einbeitt sér að þvi sem það væri að gera. — Til samanburöar má geta þess að sl. viku höfum við unnið til þetta ló eða 11 á kvöldin og mannskapurinn er orðinn alveg útkeyrður. Já það hefur oft ver- ið þreyttur hópur sem hefur far- ið héðan út eftir vinnu. — Situr þessi sælutimi enn i fólki eða eru menn ef til vill strax búnir að gleyma þvi hvernig það var að eiga ein- hverjar fristundir? — Ekki vil ég segja það. Sem ' ahrif yfirvinnubannsins vil ég nefna að fólkið stendur nú betur sameinað um ýmis hagsmuna- mál og mikið er rætt um nauð- syn hærri launa. Það er þó alltaf spor i áttina. Hins vegar held ég að þetta fari allt i sama gamla farið aftur. Þörfin fyrir peningana er svo mikil. VINNUVEITENDASAMBAND ISLANDS Gerði könnun á áhrifum yfirvinnubannsins Baldur Guðlaugsson hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands kvaðst litið vilja tjá sig um þetta mál að svo stöddu, þar sem i vændum væri greinar- gerð um könnun, sem sambandið hefur látið gera á áhrifum yfir- vinnubannsins á rekst- ur og framleiðslu fyrir- tækja. Hann kvað fullan áhuga rikj- andi innan Vinnuveitendasam- bandsins á, að taka þessi mál upp til áframhaldandi umfjöll- unnar, og reyna að stuðla að þvi að sú reynsla og þær breytingar, sem menn hafi orðið varir við, I þessu yfirvinnubanni, yrðu notaðar og reynt að draga lær- dóm af þeim. Til dæmis væri ekki fráleitt að hugsa sér, að reynt yrði að koma á einhverj- um endurbótum i skipulagningu vinnu o.s.frv. Til dæmis væri það æskilegt ef hægt væri, að auka afköstin, hækka kaupið og stytta vinnu- timann. Hefði könnunin m.a. beinzt að þvi atriði, hvort af- köstin hefðu á þessum tima auk- izt, minnkað eða staðið i stað. Stóra spurningin væri m.ö.o. sú, hvort hægt væri að nýta vinnu- timann betur og þar með greiða hærra kaup. — Slikt væri vitaskuld beggja hagur, sagði Baldur Guðlaugs- son, og það er fullur vilji Vinnu- veitendasambandsins að þessu máli verði fylgt vel eftir. — BJORN JONSSON FORSETI ASI: Lærdómsríkt fyrír verkafólk og atvimurekendur — Ég tel að enginn vafi sé á þvi, að yfir- vinnubannið hafi verið lærdómsrikt bæði fyrir verkafólk og atvinnu- rekendur, sagði Björn Jónsson forseti Alþýðu- sambands Islands þeg- ar Alþýðublaðið ræddi yfirvinnubannið. Verkafólkiö kynntist þvi, hvernig það var að vinna venju- legan vinnudag. Þaö eru til mið- aldra menn, sem höfðu hrein- lega gleymt þvi, hvernig það var að hætta vinnu klukkan fimm á daginn og geta þá farið heim tilaögera eitthvað annað. Mörgum fannst þeir virkilega vera að hef ja nýtt lif. Þannig að égtelengan vafa á þvi aö ef ekki kemur til sá þrýstingur sem hefur veriö á tekjuöfluninni, þá forðist allur þorri manna aö vinna eftirvinnu að nokkru marki. Ég hef heyrt að sfðan samningar voru gerðir, hafi fólk neitað að vinna eftirvinnu. Um þetta munu vera þó nokkur dæmi,og þetta er vitanlega bein afleiðing yfirvinnubannsins. At- vinnurekendurmunu lika farnir að hugsa um þá hlið málsins, að afköstin séu ekki endilega minni, þö skemur sé unnið. Að visu kom sú reynsla ekki að fullu fram i yfirvinnubanninu, nema þá fyrstu dagana, þvi menn sáu að þetta yrði aldrei langvinnt, og fóru þvi að slá af. En engu að siöur hefur þetta vakið atvinnurekendur til um- hugsunarum þetta mál, og mér er kunnugt um, að Vinnuveit- endasambandiö hefur sent út spurningalista varöandi reynslu atvinnurekenda af yfirvinnu- banninu, og svo virðist sem þeir séu aö reyna aö draga einhvern lærdóm af þvi. Þannig aö ég tel engan vafa leika á þvi að þetta eigi eftir aö hafa einhver varanleg áhrif, en hversu mikil er ómögulegt aö fullyrða um, að svo stöddu. Aö- stæður geta lika valdið þvi aö allt fari i sama gamla farið aft- ur. — Telur þú, að venjulegur verkamaður geti þá lifað af 8 stunda vinnudegi eftir að nýju samningarnir voru gerNr? — Ekki ef hann hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Það er alveg útilokað.Þvimarkivarekki náð með þessum samningum. Við skulum segja að aðeins ein fyr- irvinna sé fyrir heimilinu, og þá gefur auga leið aö 40 stunda vinnuvika nægir ekki til að framfleyta fjölskyldunni. Það er útilokað. — En er þá ekki rikjandi á- hugi hjá verkalýöshreyfingunni fyrir þvi, að stuðla aö styttri vinnutima, þannig aö fólki sé gert kleift, aö eyöa ævinni ein- hvers staðar annars staöar enn á vinnustöðunum? — Jú, það er náttúrulega markmiðið að fólk geti lifað sómasamlegu lifi með þvi að vinna átta stundir á dag. En þó nokkuð hafi áunnizt er þvi marki engan veginn náð. En það er greinilega áhugi fyrir hendi að fylgja þessu eftir. Ég get bætt þvi hér við að á sumum vinnustöðum t.d. i fiskvinnslu- stöðvum hefur veriö sett bann við að fólk vinni á laugardögum og sunnudögum yfir sumar- mánuðina. Fram til þessa hefur verið sáralitið um slikar hömlur. Til- hneigingin er auðvitað sú, að gera 40 stunda vinnuvikuna raunhæfari en verið hefur. — Hyggst Alþýðusambandiö gera einhverjar beinar ráöstaf- anir til aö kanna raunverulega áhrif yfirvinnubannsins? — Nei, þær hafa ekki verið gerðar. En við þykjumst vita hver hugur fólks til þessara mála er. En við heföum heldur kosið að frumkvæöiö kæmi frá hverju verkalýðsfélagi fyrir sig, þvi það þýðir náttúrulega ekki að vera með miklar aðgerðir, nema þær séu viðtækar. En það frumkvæðihefur reyndar komið i þó nokkru mæli. Enn er of snemmt að spá nokkru um, hver áhrif banniö hefur haft. Viö vonumst til aö þetta verði eitthvað meira, en til skamms tima, og hafi einhver varanleg áfirif á hugarfarið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.