Alþýðublaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 13. AGÚST 1977 162. tbl. —- 1977 — 58. árg. Áskrifendur: Ef bfaðið berst ekki kvartið í síma (91)14900 < Iskyggilegt ástand í fiskiðnaði á Suðurnesjum Stöðvun margra frysti- húsa er þegar ákveðin Eftir Hauk Má Eins og rakift var hér i Alþýöublaðinu i gær, eru allar horfur á þvi að fiskiðjuver á Suðvesturlandi hreinlega hætti rekstri, ef ekki verður ráðin bót á þeim erfiðleikum, sem þar er við að etja. Útgerðarmenn og frysti- húsaeigendur á Suðurnesjum hafa um langt skeið búið við mun lakari fyrirgreiðslu af hálfu hins opinbera heldur en viöast hvar annars staöar og þeir sem slfkan atvinnurekstur stunda þar eru þvi sliku vanari en flestir aðrir. En nú er þar sannkallaður uppgjafartónn, eins og sjá má af þeim við- tölum, sem hér birtast á sið- unni. Eins kemur fram, að Sam- band islenzkra samvinnufélaga virðisthafa mikil not fyrir gjaíd þrota frystihús. Þannig hefur SS notað tvö slik ix Keflavik fyrir ' kjötgeymslur og rriunu vera að biða eftir að fleiri fari sömu leið til að fá fleiri geymslur undir kjöt. Þetta er ákaflega fróöleg staðreynd og vert að velta henni fyrir sér. Báðir þeir útgerðarmenn, sem rætt er við hér á siöunni eru sammála um það, aö ástandiö keyri nú um þverbak og augljóst aö mörg frystihús hætti rekstri fyrr en siðar ef áfram heidur sem horfir. Hjá ráöuneytisstjóra sjávar- útvegsráðuneytisins kemur aftur á móti fram, að rikisstjórnin eigi eftir aö afla upplýsinga um þetta vandamál, skoða upplýsingarnar og gera siðan tillögur um úrbætur. Og þá er aöeins hægt að spyrja: Hve mörg frystihús hætta rekstri meöan á öflun upplýsinga stendur? Olafur Björnsson útgerðarmadur: Nú keyrir um þverbak — Það fer ekki á milli mála að ástandið hér sýðra er oröið þannig, að fyrirsjáanlegt er að einhver frystihús fari að loka. Það er raunar langt siðan við sáum fram á þessa þróun hér, enda byrjuðum við slaginn strax 1975. Og stóðum i stór- ræðum með fundahöldum og ráöstefnum hér i haust, sagði Ólafur Björnsson Utgerðar- maður i Keflavik, þegar blaðið hafði samband við hann i gær, og spurði hann um erfiðleika sem að frystihúsum syðra steöj- uðu. — Og hefur ástandiö ekkert batnað? — Batnað? Nei, nú fyrst keyrir um þverbak. Manni finnst þaö helviti hart, að þetta lægstlaunaða fólk i nauðsynleg- ustu og verstu iðninni skuli ekki geta fengiö kaup. Og þaö er bara af þvi að aðrir taka svo mikiö af kökunni. Til dæmis rikið, sem svo deilir þvi út til annarra. — Hefur þú heyrt þaö sem ég • hef heyrt, að SÍS liggi viö næsta horn og biði eftir aö|)iðfariö á hausinn til að geta keypt af ykkur húsin? — Þetta er sagt hérna, þótt ekki viti ég sönnur á þvi. En hitt þykirokkur furöulegt, að ef eitt- hvaö frystihús stöðvast, þá er það leigt undir kjötgeymslu. — A vegum hverra? — A vegum Sambandsins. Það eru tvö frystihús hérna sem hafa litið starfað, annaö i nokkur ár, og þau hafa verið alveg upptekin i kjötgeymslu. Það virðist vera, að ef eitthvert frystihús leggur upp laupana, þá séu full not fyrir það sem kjötgeymslu. Auk þess sem erfiöleikar stafa af hækkuöum útgjalda- liðum, umfram hækkun afurða, kvaö Ólafur það valda frysti- húseigendurm syðra miklum vandræðum, að þeir nytu ekki sömu fyrirgreiðslu i sambandi við endurnýjun húsa og skipa- kosts. — Slikt hefur orðið að taka úr rekstri hér, á sama tima og aðrir hafa fengið lánsfé til þess. Ég get sagt þér dæmi um þetta, þvi i haust veitti Framkvæmda- sjóður hingað til lagfæringa um 100 milljónum króna. Þá hétu það ekki lengur byggðalán eins og verið hefur, heldur voru þetta einhver sérstök lán frá Framkvæmdasjóöi meö allt- öðrum og hærri vöxtum auð- Framhald á bls. 10 Á Ólafur Baldur Ólafsson. Sandgerdi: Ekki forsvaranlegt að halda þessu áfram — Þetta er heimatilbúinn vandi hjá okkur, sagði ólafur Baldur ólafsson I Sandgeröi, þegar blaðið sneri sér til hans i gær. — Hækkað verð á afuröum hreinlega helzt ekki i hendur við hækkaðan útgjaldakostnað, enda helzt auövitað ekkert i hendur við islenzka verðbólgu. — Hvaö viljið þið aö rikis- valdiö geri i málina? — Við viljum að þaö veröi fundinn rekstrargrundvöllur fyrir fiskvinnsluna i heild. Annaö hvort að lækka kostn- aðarliðinn eða hækka tekjurnar, það er ekki nema um þetta tvennt að ræöa. — En felst ekki rekstrar- kostnaður aöallega i launum? Er svo hlaupið að þvi að lækka hann? — Jú, það er nú það. Stærstu liðimir eru launin og hráefni, þannig að þaö yröu þá að koma til einhverjar lagfæringar i hin- um liðunum, sem eru söluskatt- ur launaskattur og vextir, en það eru hverfandi liðir miðað við þaö sem vantar upp á i dag. Engan veginn nægjanlegt. Gallinn er sá að þaö er ekkert hlaupiö að þvi að lagfæna þetta og þess vegna fórum við i æöstu menn þjóðarinnar til að sýna þeim fram á vandann, og þeir eru meö málið i athugun. — Eru horfur á að einhver fyrirtæki syðra hætti rekstri? — Þaö er þegar ákveðið. Þaö hafa þegar stöðvazt sjö frysti- hús á undanförnum árum og þau sem enn eru rekin eru á mörkum þess að hætta rekstri, það er raunar aöeins daga- spursmál. Skuldahalinn frá þessum húsum er i allar áttir og hvorki forsvaranlegt ná hægtað halda slikum rekstri áfram lengur. Við höfum auðvitað engan áhuga á að hætta, en eins og ég sagði þá er ábyrgðarhluti aö halda áfram. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri: Söfnum nú upplýsingum —Frystihúsaeigendur og út- geröarmenn báru upp sitt erindi við forsætisráöherra og sjávarútvegsráðherra i gær sagði Jón Arnalds ráðuneytis- stjóri i sjávarútvegsráðuneyt- inu, þegar rætt var við hann i gær. —Þannig að það hef ur ekki unnizt timi til að fara ofan i þau gögn, sem þeir lögðu fram og athuga hvernig málið stendur. En þegar það hefur verið gert, þá verður tekin afstaöa til þess. — Nú segja þeir á Suöur- nesjum aö þeir hafi verið að benda á þessa erfiöleika i tvö ár að minnsta kosti. Hafið þið fengið einhver gögn frá þeim? — Þaö má náttúrlega segja það. Það hefur alltaf veið tekin afstaöa á hverjum tima til ástandsins, verðlags afkom- unnar og sliks. Þetta er breyti- legt frá einni vertið til annarrar. En þessi vandræði eru aöeins núna. Þaö má náttúrlega segja að Suðurnesin hafi verið dálitiö sérstæö. En ríkisstjórnin hefur sem sagt hafið rannsókn á umfangi þessa vanda. Hún mun safna upplýsingum og siðan veröur tekin ákvörðun um aögerðir á grundvelli þeirra upplýsinga. STÓRA BOMBAN ENN: Við birtum í opnu Sunnu- dagsblaðsins svargreinar vid nær fimmtíu ára gamalli blaðagrein Hriflu-Jónasar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.