Alþýðublaðið - 13.08.1977, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 13.08.1977, Qupperneq 12
alþýðu- blaðið "\ Útgefandi Alþýðuflokkurinn Kitstjórn Alþýðublaðsins er að Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, sími 14906 — Askriftarsfmi 14900. LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1977 _____________/ KJOR SIOMANNA „Helvítis hundalíf ’ — segir Sigurgeir H. Jónsson skipverji Heldur virtist ætla að ganga erfiðlega að hafa upp á ísfirzkum sjó- manni, þar sem allir tog- ararnir voru við veiðar í gær. Að lokum náði Alþýðublaðið tali af Sig- urgeiri H. Jónssyni, skip- verja á togaranum Páli Pálssyni fráHnífsdal. Sigurgeir kvað það harla erfitt aö gefa einhver af- gerandi svör um vinnutima sjó- manna þvi hann væri ærið mis- jafn venjulega væru staðnar sex og sex tima vaktir, en ef vel fiskaðist bættust frivaktirnar viö, og væri slik alls ekki óal- gengt. Það þýddi að sami maður yrði að standa átján tima vakt i lotu, þvi þegar frivaktinni lyki, tæki næsta vakt við. Veiðiferöin tæki þetta viku-10 daga, og ef vel aflaðist væru togararnir jafnvei enn kemur ' Fengju skipverjar fjóra sól- arhringa i landlegu yfir sum- artimann, en þrjá yfir veturinn. — Við getum þvi litið sem ekkert verið heima við, sagði Sigurgeir, nema ef bræla er, þá er allt stopp. En það þýðir lika, að við fáum engan hlut, og erum auk þess bundnir viö sim- ann ef þeir skyldu kalla okkur út. — Það má segja aö menn sjái fjölskylduna varla, nema ef þeir taka sér fri, en þa fá þeir heldur ekkert kaup og eru afskrifaðir. Sjómennirnir þurfa vist áreiöanlega að vinna fyrir kaupinu sinu og geta ekki lagzt upp i loft, þegar þeim sýnist svo. Aöspurður um löndunartima sagöi Sigurgeir, að það tæki aöeins hluta úr degi að landa aflanum. Menn væru varla búnir að snúa sér við, þegar haldið væri út aftur. — Það sem viö fáum ekkert of mikið fyrir svona mikla vinnu. Það má segja að þetta sé helvit- is hundalif. Birgir Valdimarsson útgerðarstjóri: Misjafnt kaup og Eftir Jóhönnu S. Sigþórsdóttur Kaup og kjör sjómanna hafa löngum verið tilefni mikilla vangavelta meðal fólks. Sögusagnir um þetta haf a vaxið í takt við verðbólguna og þykir nú engin goðgá, að nefna þetta eina — eina og hálfa milljón fyrir góðan mánaðartúr. Enn hærri tölur hafa jafnvel heyrzt nef ndar. En hvert skyldi nú vera hiö raunverulega kaup sjómanna? Geta þeir ef til vill rifið það upp á ársfjórðungi, sem landkrabb- ar eru að skrapa saman allt árið — Eða eru þessar sögur um milljónirnar aðeins hugarfóstur sögumannanna sjálfra? Vissulega er ekki að þvi hlaupiö, að gera neina tæmandi úttekt á þessu máli og segja sem svo, að þetta sé meöalkaupið og ekki krónu þar fram yfir. Til þess liggja margar ástæður, svo sem gifurlegur mismunur á fengsælni togaranna, erfiðar vinnuaðstæður og lengd vinnu- tima. Menn geta verið heppnir, en þeir geta lika verið óheppnir, þannig að þeir sjái varla fisk- sporð alla vertiðina. Þetta sanna bezt útreikning- ar, sem gerðir voru á árs- launum og meðaltimakaupi undirmanna á minni skuttogur- um fyrir siðasta ár, en þar kem- ur fram gifurlegur launamis- munur milli einstakra togara. Þannig námu árslaun undir- manns á tilteknum Vestfjarðar- togara kr. 4.389.868 en kollegi hans á togara af Austfjörðum hlaut ekki nema kr. 1.670.534 i sinn árshlut. Heildarniöurstöður ofan- greindra útreikninga urðu þær, aö á meðaltogara meö fullt út- haid þ.e. 327 daga varð skipta- verðmætið 137.108 þús. krónur. Arslaun undirmanns námu að meðaltali kr. 2.632 þús. Miöaö við 12 stunda vinnu á sólarhring varð unninn stunda- fjöldi á ári, þegar tekiö hafði verið tillit til löndunarfría, 2.994 klst. og meðaltimakaup þvi kr. 883. Miðað við 14 klukkustunda vinnu á sólarhring varð tima- kaupið kr. 724 og 16 stundir kr. 613. Siöan þessir útreikningar voru gerðir hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt hefur breytzt. Nýir samningar milli útvegsmanna og sjómanna hafa veriðundirritaðir verðlag fiskj- arins hefur hækkaö og verðbólg- an hefur tröllriðið islenzku þjóð- félagi. Hvernig skyldi þessum mál- um þá vera háttað nú? Til þess að gefa lesendum sin- um örlitla nasasjón af kjörum sjómanna, ræddi Alþýðublaðiö viö tvo menn á Vestfjöröum, og leitaði upplýsinga hjá þeim. Það skal þó tekið fram, að þarna er ekki um neina heildarúttekt að ræða, þar sem svara er einungis leitað i einum landsfjóröungi, auk þess sem Vestfjaröartogar- arnir eru með aflahærri togur- um á landinu. En hvað um það. Eftirfarandi upplýsingar segja sina sögu um afkomu vest- firzkra sjómanna, vinnuaöstöðu þeirra, vinnutima o.fl. 350 þúsund bórö i togurunum. Þeir þurfa að standa 12 tima vaktir á sólar- hring, auk frivaktanna. Þegar þeir eru komnir með á annað hundrað tonn á sólarhringinn, eins og gerðist i júli þá sofa þeir ekki neitt þessa tvo sólarhringa, sem þeir eru að þessu. „Sjómenn fá skattafrádrátt vegna atvinnu. Er það % eða ákveðin tala af aflahlut? „Skattafrádrátturinn er reiknaður út i prósentu af afla- hlut og það er 10% sem þeir fá i frádrátt. Hvernig skiptist hlutur milli útgerðar og sjómanna?” „Ég er ekki meö skiptinguna sundurliðaða, en sjómenn fá i sinn hlut um 40% af aflanum. Afgangurinn fer til útgerðar- innar” Hvernig hafa Vestfjarðartog- ararnir aflað að undanförnu? Þeir hafa aflað mjög vel, og það hefur aldrei verið önnur eins fiskigengd. Togararnir hafa verið allt niður i þrjá sólar- hringa að fylla sig. Aflinn hefur aldrei verið eins góður og i sum- ar, og reyndar enn. Það eru all- ir firðir fullir af fiski. Þannig, aö hásetahluturinn hefur jafnvel fariö upp i tvær milljónir á mánuöi, eins og sög- ur herma? Þarna er liklega átt við togar- ann okkar, Július Geirmunds- son. En þetta er ekki alveg rétt þó aö það væri uppundir þetta sem landað var i mánuðinum. Þá er ekki haft i huga, að togar- inn var búinn að vera i stórurh túr áður og landaði fyrsta júli. Þetta er sem sagt lika afrakstur þessarar veiðiferðar, sem farið var siðast í júni. sagði Birgir Valdimarsson. • mikil vinna H; ’ Túrinn getur gert „Það ganga alltaf óskaplegar tröllasögur um laun sjómanna og við vitum að ef kemur eitt- hvað úr túr, þá er^ það bara margfaldað með 12 mánuðum og þar með þykjast menn fullvissir um érslaunin, sagði Birg- ir Valdimarsson út- gerðarstjóri hjá Júlíusi Geirmundssyni hf. á ísa- firði. Eins og menn hljóta að gera sér grein fyrir gera túrarnir það afskaplega misjafnir. Ég get nefnt túra_ sem gera 350 þúsund og aðra sem gera 30 þúsund, og allt þar á milli. Þannig að það er afskaplega erfitt aö gefa ein- hverjar tæmandi tölur og raun- ar ekki hægt. Aöspurður um friðindi af hálfu útgerðarfélaganna sagði Birgir, að þau væru nánast eng- in. Hiö eina sem nefna mætti væri, að á þeim bátum, sem næöu ekki tryggingu fengju skipverjar vinnufatapeninga. Kauptrygginguna sjálfa kvað hann nema tæpum 140 þús. á mánuði, utan orlofs og annars. „Þetta er mikil vinna sem mennirnir leysa af hendi um

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.