Alþýðublaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 6
„Iðnaðarmenn eru ekki metnir að verðleikum,, rJJ Texti: Atli Rúnar Haildórsson Myndir: Axel Ammendrup Laugardagur 13. ágúst 1977: alL bla iö Laugardagur 13. ágúst 1977 ? RÆTT VIÐ ÞORVALD BRYNJðLFSSON, YFIRVERKSTJORA, I TILEFNI SJOTUGSAFMÆLIS HANS: færi til að nota við kynditæki, akkeriskeðjur o.fl. Höfuðverkefni Landsmiðj- unnar i upphafi voru viðgerðir rikisskipanna (landhelgis- og strandferöaskipa) auk ýmis konar verkefna fyrir Vegagerð rikisins, t.d. varðandi brúar- smiði. Einng voru stöku verk fyrir Sildarverksmiöjur rikisins og svo alls konar tilfallandi verk önnur fyrir fyrirtæki og einstak- linga. — Þú munt hafa verifi um hriö erlendis til náms I iðninni. Var dvölin gagnleg? — Það er rétt. Landsmiðjan sendi mig i hálft ár til fullnum- unar hjá stórfyrirtækinu B&W i Danmörku. Ég hafði gott upp úr ferðinni, en það er ómögulegt að bera saman starfsemina i B&W og Landssmiöjunni. Þetta var að öllu leyti stærra i sniðum hjá Dönunum og er trúlega enn. Ég kom heim frá Danmörku rétt eftir upphaf heimsstyrjaldar- innar og hélt áfram að hamra hjárnið i fáein ár eftir þaö, eða til 1942. — Og hvað þá? — Þá tók ég að mér umsjón með efnisgeymslu og afgreiðslu i Landsmiöjunni og var við það þangað til ég var ráðinn yfir- verkstjóri um áramótin 1946/47. Það starf hafi ég svo haft með höndum til 1. ágúst s.l., eða alls rétt 30 ár. Einn af stofnendum Félags járnsmiðanema — Eitthvað hefur þú komið nálægt félagsstarfsemi járniðn- aðarmanna, er ekki svo? — Jú, ég var til dæmis einn af stofnendum Félags járn- smlðanema, en þaö stofnuðu nemar frá Hamri og fleiri smiðjum. Mig minnir að fyrsti formaðurinn hafi einmitt veriö Hamarsmaður. Siðan gekk ég i Félag járniðnaðarmanna og gegndi þar m.a. störfum i stjórn þess félags. Ég var formaður félagsins sfðustu árin, frá 1937—42. Mig hefur alltaf þótt vænt um þetta félag siðan og þaö hefur sýnt okkur hjónum margvislegan heiöur, t.d. boðið okkur I veizlur i tilefni afmæla og fleira. Þá hefi ég verið viðloðandi prófnefnd járniðnaðarmanna frá árinu 1934 og formaður próf- nefndarinnar siðustu 8—10 árin. Nú, siðast lá svo leiðin í Verk- stjórafélagið Þór, en þar hef ég verið féiagi mina verkstjóratíð og er nú heiðursfélagi. — Hvaö með pólitlkina, hún hefur talsvert komið við þina sögu? Mikil pólitík i Félagi járniðnaöar- manna — Blessaður vertu, já, já. Ég gekk i Félag ungra jafn- aðarmanna strax og ég kom suður 1925, en ekki man ég hvort ég var þar einhvern tima I stjórn. Ég man hins vegar að ég sat um hrfð i stjórn Sambands ungra jafnaöarmanna. Ég átti siðar sæti á framboðslistum Alþýðuflokksins i Reykjavik i nokkrum kosningum og er, af þvi ég bezt veit, fyrsti 21. árs frambjóðandi Alþýðuflokks eft- ir að svo ungt fólk fékk kosn- ingarétt og kjörgengi. Þetta var i bæjarstjórnarkosningunum 1930. Siðast átti að setja mig á framboöslista viö kosningar 1946, en ég afþakkaði það af sér- stökum ástæðum og hef ekki — Hvaðætli ég hafi svo sem að segja þér, sagði Þorvaldur Brynjólfsson, þegar blaðamaður hafði fyrst samband við hann og fór f ram á stutt spjall í tilefni af 70 ára afmæli hans n.k. mánudag 15. ágúst. En þér er meira en velkomiðað líta inn, bætti hann við, en blessaður vertu skrifaöu þetta nú ekki eins og einhverja minningargrein! bætti hann við. Þar með var ís- inn brotinn og við mælt- um okkur mót á heimli Þorvaldar og Sigurástar Guðvarðsdóttur konu hans, síðdegis á þriðju- daginn. Þegar blm. bar að barði var Þorvaldur að dytta að húsinu, skipta um glugga o.fl. Hann gaf sér þó f úslega tíma til að setjast niður um stund og fyrsta spurningin var hefðbundin: hver er uppruni hans og hvar dvaldi hann framan af ævi? — Ég er fæddur Reykvík- ingur, 15. ágðst 1907, ættaöur af Mýrum og Þykkvabæ I móður- ætt, en úr Árnes- og Skaftafells- sýslum í föðurætt. Ég var hér i Reykjavik fyrstu árin, en svo geröist það að ég missti báða mina foreldra meö eins dags millibili úr spönsku veikinni 1918. Þá áttu þau orðiö 6 börn og ég var þeirra elztur. Ég fór straxum veturinn noröur i land, nánar til tekið að Stóradal i Húnavatnssýslu, en þar bjuggu Sveinbjörg föðursystir min og Jón alþingismaður Jónsson. Ég tel það hafa verið mikla gæfu fyrir mig að dveljast þennan tima hjá Sveinbjörgu og Jón, bæöi var heimilið gott og auk þess er það yfirleitt ljómandi undirbúningur undir lifið að vera i sveit, Frá Stóradal fer ég svo 1925. — Og þá liggur leiöin suður á ný? Sá sem hamrar járnið... — Já, og þá byrja ég að læra járniðn i Vélsmiöjunni Hamri i Reykjavik og lýk prófi sem eld- smiöur 1929. Ég vann svo eitt ár sem eldsmiður i Hamri eftir aö námi var lokiö. — Eldsmiður? — Jú, það eru i bókstaflegri merkingu þeir sem hamra járn- iö meöan það er heitt! Ég stóð i samfleytt við steðjann i 18 ár og hamraði glóandi járn, fyrsta ár- ið hjá Hamri, en hin 17 hjá Landssmiðjunni. Ég var ráðinn aö Landsmiðjunni við stofnun hennar 1930 og var fyrsti eld- smiðurinn þar. — Hver voru helztu verkefni Landsmiöjunnar á þeim tima? — Ég man að eitt fyrsta verk- efnið mitt var það, að smlða stauraskó fyrir simamenn, þ.e. járnskó til að nota við að klifra upp simastaura. Einnig smiöaði ég alla stærri bryggjubolta, lag- aði haka og skóflur fyrir Vega- gerðina og margt fleira. 1 sam- bandi við skipin voru margs konar verkefni: að smiða verk- „Það hafa auðvitað skipzt á skin og skúrir eins og gengur, en ég er engu að siður ánægður með minn hlut”. „Jú, það var dálítiö strembið að komast fram úr þvi að byggja sér hús á sinum tima, en ætli það sé nokkuð erfiðara núna?”. Viö fengum svo uppreisn æru og vorum teknir inn i flokkinn á ný. Þar hefi ég verið síöan og hefi alltaf kosið Alþýðuflokkinn og ætla að gera það áfram. Manni heyrist lika að bjartara sé framundan hjá okkur núna, þvi Pétur & Páll sem maður hittir segjast liklega kjósa Alþýðu- flokkinn næst. En svo viö ljúk- um við deiluna um ASl-lögin, þá varö okkar sjónarmið ofan á á. endanum og á endanum var skilið á milli ASI og Alþýöu- flokks. Það álit ég hafi verið mikilvægt framfaraskref fyrir verkalýðsbaráttuna. „Hann er bara orðinn járnsmiður!" — Ef við færum okkur nær I timanum, hvað viltu þá segja um stöðu þThnar iðngreinar i dag? — Mér finnst nú iönaðarmenn alls ekki metnir að verðleikum hjá okkur. Aður fyrr var t.d. járnsmiðin mjög virt starfs- grein og menn sögðu: „Hvað er þetta, hann er bara orðinn járn- smiöur!”Það þótti eftirsóknar- vert og virðingarvert starf. Nú er þetta allt annað. Nú annað er það sem mér lizt ekki á. Það er þetta helvitis kerfi, eða bákn, sem verkalýðs- hreyfingin viröist vera orðin. Mér skilst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar geti tæplega oröið skrifaö bréf ööru visi en þáð sé samið af lög- fræöingi og undirskrifaö af hag- fræðingi! Sérfræöivafstriö er orðið slikt að maður botnar jafnvel ekki lengur i útreikningi sins eigins kaups! Þetta er þegar oröið einum of mikið. En það eru lika breyttir timar og annað hugarfar rikjandi meöal verkafólks en var. Ég held aö þetta hafi komið með hernum. Þá byrjuðu vinnuósköpin, fólk hætti að berjast fyrir lifvænlegu kaupi fyrir skikkanlegan vinnu- tima, en setti vinnuna i fyrir- rúm. Hefur unnið með fimm forstjórum — Þú hefur fylgzt með Land- smiðjunni frá byrjun, hafa ekki orðið miklar breytingar þar frá þvi 1930? — Þetta eru tvennir timar og tæplega sambærilegir. Land- smiðjan hefur breytzt úr þvi að vera litil smiðja i aö vera komin i hóp stærri fyrirtækja i þessari grein. Véltækni hefur aukizt og mér hefur gengið bærilega að aðlaga mig nýjum timum. Mest þakka ég þaö góöum verkstjór- um, sem ég hefi haft. Þeir hafa veriðá öllum aldri og veriö dug- legir að setja sig inn i málin og hafa alltaf verið mér innan handar. — Og starfsmennirnir, sem þú hefur umgengizt allan þenn- an tima eruþávæntanlega orðn- ir margir? — Já, það eru þeir og ég get nefnt sem dæmi að ég hefi unniö meö samtals fimm forstjórum i Landsmiðjunni frá upphafi. Ég held aö ég hafi átt bærileg sam- skipti við þá alla. Skin og skúrir — Þú ert þá ánægður með þinn hlut, þegar þú lltur yfir far- inn veg? — Já, það er ég. Vitanlega hafa skipzt á skin og skúrir eins og gengur, en yfirleitt hefur maður komizt vel af i samskipt- um við samherja og samstarfs- menn. Ég hefi einnig verið sérlega heppinn i einkalifinu. Ég hreppti „stóra vinninginn” þeg- ar ég náöi i konuna mina. Við trúlofuðumst haustiö 1930 og gengum i hjónaband i október 1931. Við eignuðumst 4 börn, en þau búa aldeilis ekki á sömu þúfunni! Við eigum dóttur i Vestmannaeyjum, dóttur i Breiðholtinu og dóttur i Ástraliu. Einn son eigum við " llka. Hann er rafvirki og er þessa dagana við Sigöldu. Viö eigum orðiö mörg .bamabörn og það gefur lifinu vissulega gildi að fá aö umgangast þau annaö slagið. Og þar með settum við punkt aftan við og bjuggumst til brott- ferðar. Yfir kaffibolla að loknu viðtalinu fletti blm. I gegn um gestabók heimilisins sem lá þar frammi og rakst m.a. á langa runu nafna á gestum sem heim- sóttu Þorvald á sextugsafmæli hans fyrir réttum 10 árum. — Þeir voru vist einir 200 sem komu til okkar þá, sagði hann. En núna get ég ekki staöiö i þessu. Blessaður taktu það fram að ég verði fjarverandi á mánu- daginn. Þaö móðgast varla nokkur maður vegna þess, þetta er vist orðiö svo algengt! aðfella niður 17. greinina. Þetta æsti auðvitaö upp marga gamla félaga og ég man að sumir létu dynja á okkur skammir og út- hrópuöu okkur sem „kommúnista” og fleira í þeim dúr. Síöan gerðist það að hópur- inn I kring um Héðinn lenti i harðri andstöðu við þingheim og yfirgaf þingið. Það varð til þess að við vorum strikaðir út af flokksskrá i Alþýöuflokknum. Héöinshópurinn safnaðist sam- an í sal einum i bænum og þar voru málin rædd. Þá dundu ósköpin yfir og Héðinn tilkynnti aöhann vildi taka þátt i stofnun nýs flokks með kommum, Sam- einingarflokks alþýðu- Sósialistaflokksins. Þessu mót- mælti ég og ég man að undir tóku fleiri: Runólfur Pétursson i Iðju, Kristinn Jónsson frá Dalvik, Jón Guðlaugsson, og fleiri. Við vildum ekki snúa baki við Alþýöuflokknum, en kváðust aðeins vilja burt 17. greinina. „Við erum búin að halda margar afmælisveizlur undanfarna áratugi og satt aö segja dauðlangar mig að halda eina enn núna. En viðgetum ómögulega staðið I þessu af ýmsum ástæðum og þið bara rétt ráð- iö þvi, ef þið ætliö að fara birta I blaðinu hvert við ætlum aö fara um helgina”. Tvær dótturdætur afmælisbarnsins voru i heimsókn hjá afa og ömmu, þegar blaðamenn bar að garði: Sú til vinstri heitir Guðrún Iris, en sú til hægri heitir Berglind. Þær eru Guðnuindsdætur og búa I Breiðholtinu. „Þú verður að athuga hvort ártölin séu rétt hjá mér, maöur er far- inn að ryðga dálitið 1 kollinum eins og þú skilur!” komið nálægt framboðsvafstri siðan. —Var ekki harkaleg pólitisk barátta i verkalýðshreyfingunni á þessum árum? — Það er vist óhætt að segja þaö. Það var til dæmis mikil pólitik I Félagi járniðnaðar- manna og fylkingar — kratar og kommar tókust þar oft á. Það voru ekki spöruð stóryrðin i þrasinu i þá daga, t.d. man ég að einu sinni var ég úthrópaöur sem „quislingur” á forsiðu Þjóðviljans. Það var eftir að samkomulag tókst i deilu sem kennd er við gerðardómslögin 1942. Kommarnir voru óánægðir með niðurstööuna og vildu gera mig ábyrgan fyrir henni. „Quislingur” var náttúruleg af- ar gróft skammaryrði I þá daga, og er raunar enn, en ég svaraöi þeim sjálfur i Alþýðublaðinu. Skömmu siðar lenti ég I fyrstu óháðu stjórn Alþýöusambands Islands, eftir aö þaö var aðskilið Alþýðuflokknum. Mig minnir að það hafi verið einn kommanna sem kom til min og bað mig að setjast I stjórnina, en þeim gekk vist eitthvað brösuglega að koma stjórninni saman og höfðu náð samkomulagi um mig sem einn stjórnarmann. Ég spurði manninn bara hvort hann ætlaði virkilega að bjóöa mér stjórnar- setu I ASÍ, sjálfum quislingn- um! En svo fór að ég fór I stjórn ASl, en entist ekki út kjörtima- bilið, þar eð ég gekk i verk- stjórafélagið I millitiðinni. Þá fór að hægjast um og ég gat far- ið aö hugsa betur um mitt heimili og fjölskyldu. Hana hafði ég vanrækt i áratug eða jafnvel lengur. — En áður en Alþýðuflokkur og Alþýðusamband voru skilin að, lentir þú I andstöðu við flokkinn og varst rekinn úr hon- um um hrið, ásamt fleirum, vegna afstöðu þinnar. Hvernig bar þaö að? Við fengum víst allir uppreisn æru.... — Aðdragandinn að þessu var sá, að viö vorum margir Alþýðuflokksmenn óánægðir með 17. grein laga Alþýðusam- bands Islands, en hún var á þá leið, að aðeins þeir sem gætu undirritað stefnuskrá Alþýðu- flokksins væru hæfir til setu á ASl-þingum. Þessu vildum við breyta eða fella alveg niöur, og ég sjálfur vildi skilja alveg á milli ASl og flokksins. Svo gerð- ist það á ASl-þingi, aö mig minnir 1937 eða ’38, aö Héðinn Valdimarsson, ég og fleiri fulltrúar berum upp tillögu um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.