Alþýðublaðið - 26.08.1977, Síða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1977, Síða 4
4 Föstudagur 26. ágúst 1977 alþýðu ■ðB Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Itekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14306. Áskriftarsimi 14900. Prentun : Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuði og 70 krónur i lausasöiu. HAFA NEYTENDUR VERIÐ SNUÐAÐIR? Undanfarna daga hef- ur Alþýöublaðið rakið stórt og mikið hagsmuna- mál neytenda. í stuttu máli virðist kjarninn vera sá, að við verðútreikn- inga vöru, sem háð er verðlagsa’kvæðum, verður að taka tillit til margra þátta, svo sem flutningsgjalda, vátrygg- inga, tolla, vörugjalds og skatta hvers konar. Hins vegar hefur komið í Ijós að í mörgum tilfellum er flutningsgjald alls ekki það sem upp er gefið. Heldur er þvert á móti gefinn afsláttur. Eitt heildsölufyrirtæki sagði í viðtali við Alþýðublaðið, að allir fengju fimm pró- sent afslátt. Þessi afsláttur er hins vegar ekki veittur þegar í stað, heldur kemur hann til endurborgunar eftir árið. Þetta þýðir samt, að þegar verð vöru til neyt- andans, er reiknað út, er gert ráð fyrir að fullt flutningsgjald hafi verið greitt. Síðan vefur þetta upp á sig i verðútreikn- ingum. Og sá sem borgar brúsann er neytandinn. Þegar um stórar og dýrar einingar er að ræða, til dæmis bifreiðar, getur þetta numið umtalsverð- um upphæðum. í annan stað ber á það að líta, að fimm prósent afsláttur á farmgjöldum er það sem allir fá . Heimildarmenn hafa hins vegar tjáð Alþýðublaðinu að í sumum tilvikum sé þessi af sláttur mun hærri. Kemur þar einnig til hörð samkeppni skipa- félaganna. Alþýðublaðið leggur áherzlu á það, að á þessu kunna að vera einhverjar skýringar, sem þá liggja ekki í augum uppi. Hafi innflytjendur eða em- bættismenn frekari skýr- ingar, þá mun Alþýðu- blaðið vissulega greina frá þeim. En sé þetta svona, og engar frekari skýringar komi til, þá er hér alvar- legt mál á ferðinni. Þá hafa neytendur verið snuðaðir um stórar fjár- f úlgur. Þetta er mál fyrir verðlagsstjóra, til þess að taka föstum tökum. Þetta væri mál fyrir virk neyt- endasamtök. Bifreiðaeig- endur hafa með sér sterkustu neytendasam- tök, sem fyrir hendi eru í landinu, Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Alþýðu- blaðinu er kunnugt um að um helgina verður þar stjórnarf undur til þess að ræða þessi mál. Er vert að hvetja samtökin til þess að láta kanna þessi mál til hlýtar. Verðlagsákvæði í land- inu kunna að vera vitlaus og stundum beinlínis skaðleg. En þetta er eru þó lög, og lög á ekki að brjóta. Ef vöruverð hefur árum saman verið reikn- að út á fölskum forsend- um og neytendum gert að greiða mismuninn, þá er hér mikið alvörumál á ferðinni. Neytendur verða að fylgjast með framvindu þessa máls. —VG. jjjj YMSUM ÁTTUIWI________ Ingvar „Svartagallsrausari” Magnús Kjartansson, fyrrum orkumálaráðherra, skrifar kjarnyrta grein f Dagblaðið i fyrradag og nefnir „Svarta- gallsraus um Orkustofnun”. Greinin er að mestu helguð al- þingis- og Kröflunefndarmann- inum Ingvari Gislasýni sem nú um nokkurt skeiö hefur farið hamförum i fjölmiðlum i þeim tilgangi að sanna þjóöinni sak- leysi Kröflunefndar i Kröflu- hneykslinu. I þessari krossferð sinni hefur Ingvar brugðið á það ráð að kenna starfsmönnum Orkustofnunar um æfintýra- mennskuna sem átt hefur sér stað i sambandi við virkjunar- framkvæmdirnar. Magnús Kjartansson rekur ýmis ummæli Ingvar úr ófræg- ingarpistlum þess siðarnefnda og leitast við að svara þeim. Ingvarlét þess getið i grein er hann reit i Dagblaðið fyrir skömmu að umræðurnar um Kröflumálið nálguðust það að vera hysteria. Þessu svarar Magnús á þá leið að hitt myndi honum þykja bera vott um sjúk- dóm hjá þjóðinni ef málið væri ekki rætt, þar sem um væri að ræöa einhvern mestu afglöp á sviði framkvæmda og fjármála sem framkvæmd heföu verið siðan stjórn þjóðmála var flutt inn i landið. Þá hnýtur Magnús um þau ummæli Ingvars Gislasonar, að það sem átt hafi sér stað á Kröflusvæöinu sýni gleggst hversu valt sé að treysta i blindni á visindi og tækni. Ekki var ljóst af skrifum Ingvars á hverju hann hyggöi þá að skyn- samlegast væri að byggja ákvarðanir i jarðvisindamálum úr þvi að visindi og tækni reynd- ust svo haldlitil. Magnús veltir þvi fyrir sér i grein sinni i Dag- blaðinu hvort hann eigi ef tilvill við seiðkonuna frægu sem einn af ráðunautum Kröflunefndar fékk hingað til lands i þeim til- gangi að segja fyrir um fram- vindu rnála i jarðskorpunni við Kröflu. Ingvar Gislason gat þess i fyrrnefndri grein i Dagblaðinu að Orkustofnun hafi lagt mönn- um til rökin fyrir virkjunar- framkvæmdum við Kröflu og ekki mælt fram nein varnarðar- orð i þvi sambandi. Magnús Kjartansson upplýsir hins vegar að þegar Kröfluvirkjun kom til umræðu i hans ráðherratið hafi forsvarsmenn Orkustofnunar verið mjög varkárir i full- yrðingum sinum um virkjunina ogviljað binda hana við 15MW i upphafi á meðan verið væri aö afla reynslu og þekkingar og hafi þeir lagt á það áherzlu að þessi fyrsta stóra jarövarma- virkjun Islendinga yrði að heppnast vel. Magnús getur þess siðan að hann teljimestu sökina i Kröflu- málinu hvila á herðum núver- andi orkumálaráðherra. Gunn- ari Thoroddsyni. Ráðvillt stjórn hans hafi orðið þess valdandi hvernig fór, en yfir allar hans ákvarðanirhafilngvar Gislason lagt blessun sina við afgreiðslu þessara mála i þinginu. Grein Magnúsar kemur inn á ýmislegt fleira sem ekki gefst rúm til að rekja hér, en er á all- an hátt hið fróðlegasta. Ingvar Gislason tók i einni grein sinni upp hanzkann fyrir Jóni Sólnes, Kröflunefndarfor- manni. Og nú hlýtur boltinn að ganga áfram. Ingvar svarar fyrir Jón og þá hlýtur Ragnar Arnalds Kröflunefndarmaður og flokksformaður Magnúsar Kjartanssonar að sjá sig knúinn tilað svara fyrirlngvar. Gjörðu svo vel Ragnar. ES Svartagallsraus um Orkustofnun íngvar Gíslason lögfræð- ingur og alþingismaður hef- ur að undanförnu haft uppi harkalegar árásir á Orkustofnun bæði í útvarpi og blöðum í tilefni af þeim hrikalegu mistökum sem orðið hafa við fyrirhugaða Kröflu- virkjun. Ég hef þekkt Ingvar Gíslason í æði mörg ár, sem upphafi og binda nærri 10 miljarða króna í virkjun, sem ekki framleiðir neina orku, jafngildi nær hálfrar miljónar króna byrði á hverja fimm manna fjölskyldu að jafnaði; mér hefði þótt þjóðin alvarlega sjúk ef hún hefði ekki brugðist við slíkum ósköpum bæði með rökum og tilfinningum. og vísindamenn þar í landi hafa getað sagt fyrir um eldgos á sunium stöðum með nokkurra daga fyrirvara. Slíkur tækja- búnaður hefur einnig verið notaður hérlendis um nokkurra ára skeið, m.a. til þess að geta varað við gosi I Kötlu með ein- hverjum fyrirvara. Þá hefur þessi tækjabúnaður verið á Magniís Kjartansson boði síður 1 Orkusl minnii veituil um virkjii Svo| ars se getað1 án þi| Þettar misskfl stofna kvæn yfirstj það v| hæfa ; ákvarl kæmií verðul beturi með ákvörl framkl

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.