Alþýðublaðið - 26.08.1977, Side 12
alþýðu
blaöið
Útgefandi Alþý&uflokkurinn
Ritstjórn Alþýöublaösins er aö Sföumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900.
FOSTUDAGUR
26. ÁGÚST 1977
Hver er raunverulegur f jöldi bænda?
Talningin veldur ýmis
konar skekkju
— segir Árni Jónsson hjá Stéttasambandi bænda
— Ég geröi sjálfur at-
hugun á fjölda bænda
fyrir 3 árum, og fór mjög
vandlega ofan í þetta
mál, bar það m.a. saman
við skattmerkingar hjá
skattstof unum. Þá
reyndust vera ábúð á 482
bújörðum, þar sem við-
komandi höfðu aðaltekj-
ur sínar af öðru en land-
búnaði. Bústofn á þessum
býlum nam 80 ærgildum,
sagði Árni Jónasson hjá
Stéftasambandi bænda.
Enn fremur voru 213 sem
höfðu aðaltekjur sinar örorku
eða ellilifeyri og var bústofn
þeirra enn minni, eða að meöal-
tali 36 ærgildi.
Sagði hann enn fremur, að
þegar væru bornar saman tekj-
ur bænda og annarra launa-
stétta, væri farið eftir atvinnu-
merkingum Hagstofunnar. Litlu
búin væru þvi ekki talin með
þar, nema ábúendur hefðu ein-
göngu tekjur sinar af landbún-
aði. Eins teldi Hagstofan við-
komandi vera bónda, þótt hann
ynni utan heimilis, ef meiri hluti
tekna væri af búinu.
Hins vegar yrði að segja, aö
skattstjórarnir hefðu fram til
þessa ekki lagt alltof mikla
vinnu i að flokka þetta, og væri
hún ekki nógu vandlega unnin
og nægilega skýr.
— Við höfum unnið þetta
mjög vel upp og teljum, að tölur
okkar séu nokkuð traustar, en
samkv. þeim eru miklu færri
bændur á landinu én Búnaðar-
félagið er að telja fram . Við
teljum, að það verði fyrst og
fremst að lita á, af hverju
maðurinn lifir, t>að eru læknar,
lögfræöingar o.íl. sem eiga sin-
ar jarðir og hafa þar heimilis-
festu. bá viljum við ekki kalla
bændur, þar sem þeir lifa ekki
af landbúnaði.
Nú hafa þeir, sem teljast
bændur, en hafa meiri hluta
framfærslulifeyris annars stað-
ar frá, jafnan aðgang að sum-
um lánasjóðum bænda og aðrir,
sem hafa alla sina framfærslu
af landbúnaði. Hvert er þitt álit
á þessu?
Að visu verða menn að fá
meðmæli frá ákveðnum aðilum,
áður en þeir fá stofnlán, til að sé
ekki verið að verja fé til að
byggja yfir þaö sem ekki ætti
svo að nota, enda þótt við höf-
um mörg dæmi um að það sé
gert.
En það sem okkur þykir eigin-
lega ennþá verra er I sambandi
við þessa tryggingu sem viö höf-
um frá rikinu þ.e. útflutning-
bæturnar, sem eru af ýmsum
litnar hornauga, en tryggja
raunverulega bændastéttinni,
það sem henni er ætlaö. Þessar
útflutningbætur, eöa upphæö
þeirra, er að töluverðu leyti til-
komin vegna þeirra, sem ekki
eru bændur, og ekki lifa af
þessu. Viö getum ekki séö það i
sláturhúsunum, hvaðan kjötið
er komið, sem flutt er út úr
landinu.
Þessir menn sem lifa ekki af
landbúnaði, eru ef til vill stund-
um bara aö leika sér, þeir skapa
þarna vanda i þjóðfélaginu, sem
okkur er svo kennt um að hluta.
Sagði Árni enn fremur, að svo
ætti að heita að dálitið eftirlit
væri haft með lánunum. Hins
vegar segðu ráöunautarnir, að
það þýddioft litið fyrir þá að
neita, þvi þá kæmu bara ein-
hverjir sterkari og pindu sitt
fram. Þannig þyrfti aðeins með-
mæli ráðunautar og,viðkomandi
Framhald á bls. 10
Gísli Kristjánsson hjá Búnadarfélagi íslands
Verdur alltaf að taka marmlegu
sjónarmiðin til greina
Upplýsingaþjónusta
landbúnaðarins sendi ný-
lega frá sér upplýsingar
um fjölda bænda í land-
inu. Talning var gerð á
vegum Búnaðarfélags Is-
lands og Landnáms ríkis-
ins. I upplýsingunum kom
m.a. fram, að Búnaðar-
félagið taldi þá til bænda,
er höfðu bú, sem svöruðu
til 80 ærgilda eða meira.
Landnám ríkisins miðaði
aftur við 30 ærgiidi eða
meira. Visitölubúið er svo
miðað við 440 ærgildi.
Að fengnum þessum upplýs-
ingum hljóta að vakna ýmsar
spurningar, svo sem hvort þess-
ar talningar gefi raunhæfa
mynd af fjölda bænda i landinu,
þar sem þeir sem skráðir eru
fyrir smæstu búunum hljóta að
hafa meginframfærslu sina af
öðru en búskap.
Blaðið snéri sér i þessu sam-
bandi til Gisla Kristjánssonar
hjá Búnaðarfélagi Islands, en
hann framkvæmdi einmitt slika
talningu i april sl.
Það eru ekki til nein raun-
veruleg mörk um, hverja eigi að
telja bændur og hverja ekki,
sagði Gisli. Það er heill hópur
manna, sem erfitt er aö skipa i
einn ákveðinn flokk með hlið-
sjón af atvinnu. Valið verður þvi
ávallt nokkuð tilviljunarkennt.
Þegar ég gerði talninguna i
april i vor, notaði ég forða-
gæzluskýrslurnar rem grund-
völl. Þær voru frá óllum forða-
gæzlumönnum á landinu og til-
kynning um, hverjir séu bænd-
ur og hverjir eigi þennan bú-
fjárfjölda.”
Sagði Gisli enn fremur, að þaö
lægi i augum uppi, að þeir, sem
ættu minni búin gætu engan
veginn haft framfærslu af þeim
eingöngu. Þarna væri oft um
að ræða gamla menn, sem hefðu
sin ellilaun, svo og nokkrar
kindur, meira sér til ánægju en
framfærslu. Það mætti lita á
þann bústofn sem hliðstæöu
tekjutryggingar annarra ellilif-
eyrisþega. Eins gæti verið að
þessi 80 ærgildi væru meir en
helmingur af framfærslueyri
gamalla hjóna, svo þarna væri
ákaflega erfitt að draga einhver
ákveðin mörk.
Hvað viökæmi skilgreiningu
Landnáms rikisins, þá væri
neösta viðmiðunin þar ekki
nema örlitið brot af því sem
þyrfti til að fæða heila fjöl-
skyldu. Þvi ætti að sina mati
ekki að skipa þeim sem væru I
neðstu flokkunum á bekk meö
bændum. Til dæmis sæist það i
bæjunum, að margir t.d.
iðnaðarmenn og verkamenn
væru með 30 ær og ef til vill
fleiri.
Gisli var enn fremur spuröur
að þvi, hvort þeir sem hefðu
meginhluta tekna sinna af öðru
en búskap, hefðu jafn greiðan
aðgang aö lánasjóðum bænda og
hinir, sem lifðu eingöngu á bú-
skap. Kvað hann það fara eftir
þvi hvort viðkomandi byggi á
lögbýli eða ekki. Ekki væri hægt
að neita þeim aðila um lán, sem
byggi á sinu lögbýli og nytjaði
það sem slikt. En áöur þyrftu
héraðsráðunautur og tiltekin
nefnd, að mæla með lánsum-
sókninni, þannig að lög og regl-
ur væru alls ekki einhlitar i
þessu efni.
Það mætti svo lita á þaö frá
ýmsum hliðum, hvort þetta
fyrirkomulag væri til óhægöar
fyrir þá, sem ættu allt sitt undir
búskapnum, og það yrði að taka
mannlegu viöhorfin meö i reikn-
inginn. í sumum tilfellum væri
ekki hægt aö lita á búskapinn
sem atvinnuspursmál, af þeim
sökum.
—JSS
Fasteignamarkaðurinn í Rvík:
2ja og 3ja herb. íbúðir seljast vel
— en sala á stærri íbúðum dræm
Vantar ibúðir á sölu-
skrá
— Litlar ibúðir, þ.e. tveggja
og þriggja herbergja ibúðir eru
sérstaklega eftirsóttar hjá fast-
eignasölum i dag. Þaö hefur
verið mun meiri eftirspurn en
framboð á þeim og núna vantar
okkur slikar ibúðir á söluskrá,
sagði Jón Guðmundsson hjá
Eignamiðluninni, er Alþýðu-
blaðið hafði samband viö hann.
— Ég tel að hér sé skipulags-
yfirvöldum borgarinnar um aö
kenna. Þaö voru byggðar allt of
fáar slikar Ibúðir i Breiöholtinu,
þær voru flestar fjögurra her-
bergja og þaðan af stærri, enda
ernóg framboð af þeim á mark-
aðnum i dag.
— Hvaö mcö verölagiö?
— Verðlagið hefur haldizt
nokkuð stöðugt i rúmt ár, að
visu verið smá stigandi en
engin stökk.
Þaðeraövisu alltaf timabil á
hverju ári sem menn eru ugg-
andi vegna verðbreytinga og þá
eykst salan hjá okkur. Eittslikt
timabil virðist vera að byrja
núna. Það gæti þýtt að stökk
yrði á ibúðarverði.
Sem dæmi um það má nefna
að fjögurra herbergja ibúðir
105-110 fermetrar að stærð sem
eru tilbúnar undir tréverk og
málningu, ganga núna á þetta
10-10.4 milljónir. Þetta er jafn-
hátt verð, ef ekki hærra en á
nýrri íbúð. Þetta kemur til af
þvi hversu miklu betri lánafyr-
irfreiðslu menn fá til kaupa á i-
búðum i smiðum heldur en á
fullgerðum ibúðum. Þegar slikt
ástand hefur rikt i vissan tima
hefur gjarnan fylgt stökkbreyt-
ing á ibúðarverði.
íbúðir alltof dýrar.
Bjarnar Kristjánsson hjá Al-
mennu fasteignasölunni sagðist
ekki vilja hæla sölunni.
• — IbúSir eru allt of dýrar i
dag, það ræður enginn almenn-
ingur við að kaupa sér Ibúð með
þessu verölagi, það sér það hver
maður.
— Það eru tveggja herbergja
ibúðirnar sem seljast bezt, en
framboð á þeim er litið. Það er
meira framboð á stærri ibúðum
og minni sala, þvi fólk ræður al-
mennt ekki við þessar upphæð-
Framboð meiri en eft-
irspurn
Pétur Gunnlaugsson hjá HUs-
eigninni sagði söluna ekki
ganga neitt sérstaklega vel.
Hún hefur þó heldur færst i auk-
ana undanfarnar vikur.
Eins og starfsbræður Péturs á
öðrum fasteignasölum fannst
Pétri salan á 2-3 herbergja íbúð-
um ganga bezt.
Verðið stigur jafnt og þétt en
fólk er févana. Þessar stað-
reyndir að því viðbættu að
bankarnireru mjög erfiöir, lána
litið út, veldur þvi náttúrulega
að fasteignasala er dræm.
Framboðið er meiri en eftir-
spurnin. En eins og ég sagöi áð-
ur, virðistmér þetta vera aðeins
að breytastenda eykst sala yfir-
leitt með haustinu.
65-70% útborgun
Hljóðið i fasteignasölum er
þvi ekkert sérstaklega gott,
nema hvað minnstu ibúðimar
virðast seljast vel. Við spurð-
umst þvi fyrir um hvaða verð
væri almennt á þessum ibúöum.
Algengasta verðið á tveggja
herbergja íbúð er 7 milljónir en
fer allt upp i 8 milljónir fyrir
þær stærstu og beztu.
Þriggja herbergja ibúð selst á
þetta 8 1/2-9 1/2 milljón.
Útborgun er yfirleitt um 65-
70% af heildarverði ibúðarinnar
og greiðist á allt að einu ári.
— ATA