Alþýðublaðið - 17.09.1977, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.09.1977, Qupperneq 2
2 Laugardagur 17. september 1977 * Unglingaheimilið í Kópavogi 5 ára Árangur starfsins góður en skortur á aðstöðu til eftirmeðferðar Eins og skýrt var frá í Alþýöublaöinu í gær eru nú liðin fimm ár siöan Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi hóf starfsemi sina/ en það var stofnað í september 1972. Á fundi sem haldinn var með fréttamönnum í þessu tilefni voru starfsreglur heimilisins kynntar, fjallað um árangur starf- seminnar o.fl. stofnun- inni viðkomandi. Kristján Sigurösson forstöðu- maöur sagöi aö heimiliö heföi i upphafi veriö rekiö sem lokuö stofnun fyrir heimilislaus börn og afbrigöilega unglinga, og heföi á þeim tíma veriö mjög brýnt aö koma á iaggirnar stofnun sem tekiö gæti á móti þeim, er oröiö heföu utangátta i þjóöfélaginu. A árinu 1972 heföi siöan veriö stofnaö heimili sem ætlaö heföi veriö til lengri dvalar fyrir þá unglinga sem ættu viö erfiöleika aö stríða. „Opið" heimili bau fimm ár, sem heimiliö hefur verið starfrækt i núverandi mynd hefur þaö veriö „opiö”. betta þýöir, aö þeir sem þar dvelja geta gengið þar inn og út aö vild aö degi til, meö þvi fororöi aö þau biöji um leyfi. Séu agareglur brotnar, er viökomandi refsaö, og er refs- ingin fólgin i skertum réttindum og frelsi. bannig getur vist- maöur þurft að dvelja innan dyra i viku, og fær hann þá ekki að fara út fyrir dyr heimilisins nema i fylgd meö gæzlumanni. auk þess leitast starfsfólk viö aö ræöa alburöi sem fyrir hafa komiö, á þann hátt aö krakk- arnir læri af reynslunni. Skólastarf og námskynningar Skólastarf er snar þáttur i starfsemi heimilisins, enda hafa unglingarnir sem þar hafa dvalið, oftast verið doottnir út úr eölilegri skólagöngu. Um kennsluna sjá tveir kennarar, auk annarra starfsmanna, og er hún miöuö viö aö hafa skóla og daglegt lif i sem nánustum tengslum. í þvi skyni hafa veriö farnar reglulegar kynnisferöir i fyrir- tæki og stofnanir, og krökk- unum kynnt þaö sem þar fer fram. Meö kennslunni á heim- ilinu er stefnt aö þvi, aö ungling- arnir ljúki áföngum sem grunn- skólinn gerir ráö fyrir. Vinnuskóli er einnig rekinn á staönum, og sjá unglingarnir m.a. um aö halda húsnæöinu hreinu, þvo þvotta, og halda við húsum og lóöum. Fyrir þetta hafa þau fengið sömu laun og greidd eru i unglingavinnu hjá Reykjavikurborg. Helming launanna fá krakkarnir aö halda og nota til daglegra þarfa, en hinn helminginn leggja þau fyrirtil kaupa á fötum og öðrum nauösynjum. bá hafa þau stundaö sjóinn af miklu kappi tvö sl. sumur, á bát sem Sjávarútvegsráðuneytið. hefur haft á leigu. Létu krakk- arnir sem sátu fundinn meö fréttamönnum mjög vel af útgeröinni og a.m.k. einn sagöist ætla á sjóinn fljótlega þegar hann yfirgæfi heimiliö. Viðkomandi gæzlumaöur sagöi einnig, aö unglingarnir heföu ótrúlega gott af þessu, og virtust bau kunna aö meta aö þeim væri treyst fyrir „alvörustarfi”. Andinn gjörbreyttist þegar komiö væri á sjóinn og krakk- arnir kynntust betur, þegar þau þyrftu aö vinna saman aö ákveönum verkefnum. Árangurinn sagöi hann þegar vera farinn aö koma i ljós, þvi einn piltanna heföi þarna fundiö starf viö sitt hæfi og væri hann búinn aö ráöa sig á linu i vetur. Dregið úr ríkisframlögum Aöspuröur um fjármögnun starfseminnar sagöi Kristján Sigurösson forstöðumaöur hana einkum borna uppi af framlagi rikisins og greiöslu frá sveitar- félögum. bessi hliö heföi ekki veriö til vandræöa vegna fram- laga sveitarfélaganna, en á hinn bóginn væri alltaf veriö aö draga úr framlagi rikisins til stofnunarinnar. Kvaöst hann hafa nokkrar áhyggjur af þessari þróun mála, en sagðist jafnframt vonast til þess, aö ekki yröi saumaö svo aö, aö þaö kæmi niöur á starf- seminni. Kristján kom einnig inn á samskipti unglingaheimilisins við fjölmiðla og kvaö hana nokkuö góöa með undan- tekningum þó. Benti hann á, aö oft vildi brenna viö, aö ruglaö væri saman heimilinu og skammvistun. Hún væri til húsa aö Kópavogsbraut 9 og notuö sem þjónusta viö lögreglu. bar væru vistaöir unglingar, sem teknir væru úr umferö vegna ölvunar og/eöa afbrota. bessi misskilningur væri e.t.v. skiljanlegur þar sem starfsfólk ynni á báöum stööunum, en engu aö siöur óþægilegur fyrir unglinga- heimiliö. bannig lita herbergin lit. Brýn nauösyn á eftirmeðferð Starfsfólk Unglingaheimilisins kvaöst vilja leggja mikla áherzlu á hversu mjög þyrfti aö koma á laggirnar aöstööu til eftirmeöferöar þ.e. aöstoöar viö unglingana eftir dvöl eþirra á heimilinu. Slikt væri ekki fyrir hendi, enda heföi ekki veriö veitt fé til skipulegrar aöstoöar. Oft væri þaö svo, aö unglingar þeir sem útskrifaðir væru, leituöu aftur til heimilisins eftir hjálp.Væriiþá leitazt viö aö sinna þeim eftir beztu getu utan heim- ilisins, enda ekki aöstaöa til aö taka þá inn aftur. Alls heföu 4-5 unglingar þó verið teknir aftun, ■ en einnig heföi veriö auglýst eftir heimilum, sém hlaupiö gætu undir bagga. Fjölmargir heföu hringt og sýnt þannig áhuga sinn, en I flestum tilfellum heföu viökomandi ekki getað tekiö unglinga inn á heimilin aö fullu og öllu. bó færi einn ung- linganna upp i Borgarfjörö til dvalar þar, og væri þaö i fyrsta skipti, sem vistmaður væri vist- aöur á einkaheimili. Góður árangur Að lokum var Kristján Sigurðsson forstööumaöur spuröur um árangur af þessari starfsemi. Kvaðst hann lltiö vilja fjölyröa um þá hliö málsins aö svo stöddu. Heimiliö heföi aðeins veriö starfrækt um - fimm ára skeiö auk þess sem ekki heföu fariö fram neinar kerfisbundnar athuganir á afdrifum vistmanna. A hinn bóginn kvaðst hann ekki geta neitað þvi aö hann væri nokkuö ánægöur meö þann sjáanlega árangur sem náöst heföi með þessari starfsemi, en fólk þyrfti aö gera sér grein fyrir, að þarna væri veriö aö fást viö mikiö þjóöfélagslegt vandamál, og þaö væri sú staö- reynd sem ætiö þyrfti aö hafa i huga. JSS Kristján Sigurðsson, forstöðumaður. * .... —— .................... < Texti: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Myndir: Axel T. Ammendrup ...... ■!!■■■ III. ....

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.