Alþýðublaðið - 17.09.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.09.1977, Síða 3
blaSuS*' Laugardagur 17. september 1977 3 EPAL h.f. Verzlun með nýju sniði Nýlega var opnuð ný verzlun hér i Reykjavik og nefnist hún EPAL hf. Verzlunin hefur á boðstólnum Glugga- tjaldaefni og áklæði Kókós- og sisalteppi, auk ýmissa húsgagna. Verzlunm sem er til húsa að Hrisateig 47, er rekin með þvi sniði að viðskiptavinir geti pantað eftir sýnishornum og sótt siðan pöngunina innan skamms tima. Einkum er lögð áherzla á vörur úr náttúruleg- um efnum og eru sum þeirra sérstaklega eldvarin. Eyjólfur Pálmason hús- gagnaarkitekt, framkvæmda- stjóri EPAL h.f. sýnir tveim viðskiptavinum sýnishorn af einu hinna mörgu gluggatjalda- efna sem verzlunin hefur á boð- stólnum. Alls er boðið upp á um 450 tegundir gluggatjaldaefna og húsgagnaáklæða, auk hús- gagna og teppa. . ' Norræna húsið í dag: Kvikmyndasýning og fyrirlestur Jan Martenson er hér á landi til að kynnast islenzkum skáld- um og rithöfundum og mun hann kynna verk þeirra og islenzkar bókmenntastefnur i Sviþjóö. —hm í dag klukkan 15 verður kvikmyndin // Tur i natten" sýnd í Norræna húsinu. Myndin er byggð á sögu Leifs Panduro og f jallar um tvo menn sem hittast af tilviljun á þjóðveginum milli Korsör og Kaupmannahafnar, þar sem bifreið annars mannsins bilar. Hin glannalega bilferð þeirra þvert yfir Sjáland er hinn ytri rammi, en milli mannanna tveggja í biln- um skapast mikil spenna, þegar ökumaðurinn ^fhjúpai^^jllekkingarve^ farþega síns með nærgöngulum spurning- um, og kemst að lágkúru- legu innræti hans. Sagan hefur birzt i Lystræn- ingjanum, i þýðingu Vernharð- ar Linnets. Klukkan 16 i dag heldur svo sænski blaðamaðurinn og skáld- ið Jan Martenson fyrirlestur á sænsku, sem hann nefnir „Svensk litteratur i dag”. Jan Martenson er 33 ára að aldri, atarfar sem blaðamaður og bókmennagagnrýnandi við dag- blaðið Arbetet i Malmö. Hann hefur sent frá sér allmargar ljóðabækur og nýtur mikilla vinsælda i heimalandi sinu. Fyrsta skáldsaga hans kemur á markað i haust. Kaffisala í Kópaseli Linonsklúbbur Kópavogs hef- ur sina árlegu kaffisölu i Kópa- seli — sumardvalarheimilinu i Lækjarbotnum — á morgun, sunnudaginn 18. september, frá klukkan 14—18. Þá verður rétt- að i Lögbergsrétt, en sú hefð hefur myndazt að þann dag selji Lionsmenn kaffi til styrktar Minningarsjóði Brynjúlfs Dags- sonar héraðslæknis. Or þeim sjóði eru börn i Kópavogi styrkt til dvalar i Kópaseli eða á sveitaheimilum. Lionsmenn i Kópavogi höfðu forgöngu um byggingu Kópasels i samráði við Kópavogskaup- stað og eru nú byrjaðir á við- byggingu við húsið, sem er orðið of litið. Lionsmenn ganga sjálfir um beina að venju og munu reyna að sjá til ^ð nóg verði af heitu kaffi á könnunni til þess að hlýja mönnum eftir réttarvafstrið og ekki skorti heldur gómsætar kökur.________________ Norræna félag- ið í Kópavogi: Skoðunar- ferð um Kópavogs- land Norræna félagið i Kópavogi ásamt fleiri félögum, gangast fyrir skoðunarferð um Kópa- vogsland laugardaginn 17. sept. Skoðaðir verða merkir staðir innan Kópavogs undir leiðsögn Adolfs J. Pedersen. Farið verður frá Félagsheimilinu kl. 13.30, ekið um Kársnes, þaðan að Þinghól, þá farið suður Vifilsstaðaveg að Mariuhellum um Heiðmörkina og að gömlum hreppamörkum. Þvi næst að Fólkvangi i Bláf jöllum, og siðan að Kópaseli i Lækjarbotnum. A heimleið verður farið fram hjá Alfhól, sagt verður frá Digranesjöröinni, Fifuhvammi, Hnoðraholti og fl. Ferðin tekur 3—4 klukku- stundir. Vonandi nota Kópa- vogsbúar sér þetta ágæta tæki- færi til að kynnast næsta um- hverfi. Fjórir Umsóknarfrestur um pró- fessorsembætti jarðeðlisfræði við verkfræöi- og raunvisinda- deild Háskóla Islands, sem aug- lýst var laust til umsóknar 15. júlis.l.,rannút 1, september s.l. Umsækjendur eru: Dr. Guðmundur Pálmason, dr. Leó Kristjánsson, Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, og Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræöingur. Við höfum veiðaifærin og verkunarvörumar Viö erum umboðsmenn fyrir: Þorskanet frá: MORISHITA FISHING NET LTD. "Islandshringinn” og aörar plastvörur frá A/S PANCO Víra frá: FIRTH CLEVELAND ROPES LTD. Saltfiskþurrkunarsamstæöur frá A/S RAUFOSS og PYROFABRIKKEN Slægingarvélar frá: KRONBORG Loönuflokkunarvélar og rækjuvinnsluvélar í skip frá KRONBORG Fiskþvottavélar frá: SKEIDES MEK. FABRIKKER A/S Pökkunarvélar fyrir saltfisk frá A/S MASKINTEKNIKK F/V Kassaþvottavélar frá: FREDRIKSONS Bindivélar frá SIGNODE Umboössala fyrir: HAMPIÐJUNA H.F Innflytjendur á salti, striga og öllum helstu útgeröarvörum. SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA Sjávarafuróadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.