Alþýðublaðið - 17.09.1977, Side 7

Alþýðublaðið - 17.09.1977, Side 7
7 jj'aófd* Laugardagur 17. september 1977 í fyrradag var hringt á Alþýöublaðið og vakin athygli á þvi, að aðbúnað- ur á matstofu Eimskip við Tryggvagötu væri mjög óviðunandi, og voru tilgreindar ýmsar ástæð- ur. Blaðamaður og Ijós- myndari AB litu því inn á matstofuna í gær til að kynnast af eigin raun þessu ástandi. Þetta var í kaffitimanum í gær- morgun milli klukkan 9.40 og 10.00. Það fyrsta sem vakti athygli áður en gengið var inn i matsalinn var snyrtiaðstaðan, sem benti strax til þess að lögð væri áherzla á hreinlæti og snyrtilega umgengni. Matsalurinn er stór, bjartur og rúmgóður. Loftræsting er einnig mjög góðog hreinlæti allt til mestu fyrirmyndar. Þarna sátu karlarnir, ungir sem eldri, og drukku kaffi og borðuðu kringlur með, upp á gamla móðinn. Einnig voru á boðstólum snúðar og kleinuhringir. „Þetta er náttúrlega ekkert# bakkelsi," sagði einn náunginn og benti á snúða á disknum há sér. „En það þýðir ekkert að taia um það, brytinn ræð- ur þessu, og hann vill hafa þetta svona." Stúlkan við afgreiðsluna sagði að i hádeginu væri þarna miklu fleiri. Máltiðin kostar 300 krón- ur, og það er sama hvort það er kjötréttur eða fiskréttur. Þeir sem spurðir voru um matinn svona almennt voru þeirrar skoðunar að hann væri yfirleitt ágætur. Við eitt borðið vék blaða- maður að þeirri spurningu, hvort ekki mætti búast við þvi, að konur færu að gefa sig að hafnarvinnu. Yfirleitt voru menn á þvi, að vinnan væri ekki við hæfi kvenna. Sérstaklega vegna þess að oft væri kalt i þessari vinnu, og einnig væri margt i þessum störfum, sem væri það erfitt, að konur gætu varla sinnt þvi. Ýmsar aðrar ástæður voru tilfærðar. Þó voru menn sammála unrí, að tiltekin störf við höfnina gætu vel hent- að konum. „Þetta er framtiðin. Er það ekki? að konur fara að leggja undir sig allan vinnu- markaðinn,” sagði einn eldri hafnarverkamaður. ,,En við höfum svo sem ekkert á móti þvi,” sagði annar og brosti við. Eftir að hafa heimsótt mat- stofu hafnarverkamanna sem vinna hjá Eimskip getur Alþýðublaðið á engan hátt tekið undir þá gagnrýni, sem upphaf- lega var tilefni þess að blaða- menn fóru þarna á vettvang. Þvert á móti, er ástæða til að hrósa þeirri ágætu aðsíöðu, sem Eimskip hefur búið þeim mönn- um, sem starfa hjá fyrirtækinu við Reykjavikurhöfn. — BJ. I kaffitíma með haf narver kamön n u m 1 < Texti: Bragi Jósepsson Myndir: Axel T. Ammendrup

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.