Alþýðublaðið - 17.09.1977, Qupperneq 12
r alþýóu- blaóið Ctgefandi Alþýöufiokkurinn Ritstjórn Alþýöublaösins er aö Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. "N LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 /
V
Fjölbrautaskólinn í BreSdholti
Nemendur í vetur 730 talsins
Nemendur við Fjöl-
brautaskólann i Breið-
holti verða i vetur 730
talsins/ þar af 400nýnem-
ar.
Á menntaskólasviði
verða 140 nemendur á
fjórum námsbrautum/ á
iðnf ræðslusviði 130 á
þrem námsbrautum/ á
viðskiptasviði verða 175
nemendur/ einnig á þrem
námsbrautum og loks
verða 280 nemendur á
samfélags- og uppeldis-
sviði/ en þar eru náms-
brautir afls fimm talsins.
Ofangreint kom m.a.
fram í ræðu Guðmundar
Sveinssonar skólameist-
ara er hann hélt við setn-
ingu skólans 12. sept. sl.
Fastráðnir kennarar
eru nú samtals 49 en auk
þess starfa þar nokkrir
stundakennarar.
Enn fremur kom fram í
ræðu skólameistara/ að í
sumar hefur verið unnið
að byggingu nýs skóla-
húsnæðis, svokallaðrar
D-álmu. Er það hús 105
fermetrar að grunnf leti á
þrem hæöum, og er gert
ráð fyrir að fyrsta hæðin
verði tekin i notkun í
haust.
Á þeirri hæð eru 11
kennslustofur, en þrátt
fyrir svo aukið kennslu-
rými vegur það ekki á
móti fjölgun nemenda.
Það kennslurými sem
þegar er í notkun er full-
nýtt og sagði skólameist-
ari að hinu ört vaxandi
hverfi væri því brýn
nauðsyn á því að fá aukið
kennsluhúsnæði.
— JSS
Dagur dýranna á morgun
— verður notaður til fjáröflunar fyrir dýraverndunarfélögin
A morgun, sunnudaginn 18.
september, er Dagur dýranna,
og er hann aö þessu sinni helg-
aður vilitu dýrunum á islandi. i
tilkynningu frá Sambandi dýra-
verndunarfélaga íslands um
Dag dýranna, segir meöal ann-
ars:
„Ura allt land og I sjónum um-
hverfis landið lifir urmull dýra
- stórra og smárra. Dýr sem
eru háþróuð og önnur sem eru
lágþróuö. Okkur mönnunum
hættir til að vanmeta það gildi
sem þessi dýr hafa og þann rétt
sem þau óumdeilanlega hafa til
landsins. Við troðum meira og
minna á þessum rétti, án um-
hugsunar. Og þegar hags-
munir manna og dýranna f
landinu rekast á, — hver hefur
þá sitt fram???
Við setum friöunarlög. Stund-
um að því er virðist dálitið
handahófskennd. Við fáum
gifurlega verndartilfinningu
gagnvart einni dýrategund
fram yfir aðra og verndum hana
þá með oddi og egg, en reynum
að eyða og helst litrýma ann-
arri, og erum þá ekki ætið vönd
að meðulunum.
Stundum alfriðum við ýmsar
fuglategundir, eins og t.d. æðar-
fuglinn og þá lokum við augun-
um fyrir þvi að æðarkollur
drukkna hundruðum saman i
grásleppunetum sem lögð eru á
grunnsævi. Við fóðrum svart-
bakinn gegndarlaust á sorpi og
fiskúrgangi með annarri hend-
inni en viljum svo eitra fyrir
hann með hinni. Og svona má
lengi telja.
Stjórn S.D.I. skorar á yfirvöld
að taka upp nýja stefnu i þurrk-
unaraðgeröum á mýrum og
öðru votlendi, þannig að aldrei
verði þurrkað upp landsvæði án
þess að nákvæmar athuganir
sérfræðinga á lifrikinu verði
látnar ráða.
Einnig skorar stjórn S.D.I. á
yfirvöld að sorpiog fiskúrgangi
verði eytt á annan hátt en nú er,
þannig að fuglar komist alls
ekki að honum. Þá mun náttúr-
an sjálf sjá til þess að fjölgun
þeirra helst i skefjúm.”
Dagur dýranna er notaður til
fjáröflunar fyrir dýravernd-
unarfélögin og verður merki
dagsins borið i hils til sölu á
morgun. —hm
Yngsta deildin er Eldhúsdeild.
w ■ w # i luvjii ii ii
íslensk framleiösla og frá Svíþjóö:
Hinar frábæru STAR eldhúsinnréttingar. Svo og:
eldhúsborö og stóla (stál eóa tré), heimilistæki
hverskonar og innréttingar í baðherbergi.
Gerum skipulagstillögur á staðnum.
Greiðsluskilmálar okkar
alltaf jafn hagstæðir.
Eldhúsdeild
/A A A A A A
Jón Loftsson hf.
3 —1
__ :_J liJUO“U:o ,: T
ni'iTílijria
Hringbraut 121 Sími 10600