Alþýðublaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 5
SiaXíó'Miðvikudagur 28. september 1977
5
SKOÐUN
Jón Karlsson, Sauðárkróki skrifar
t umræðum um mannfjölda-
spár og atvinnumál á Islandi,
hefurum allmörg undanfarin ár
verið lögð á það áherzla, að á
vexti og viðgangi hverskonar
iðnaöarstarfsemi, velti það,
hvort hægt verði að útvega
hinum ört fjölgandi vinnandi
höndum islenskra þegna störf
við hæfi. Talið er fullvist, að
ekki verði teljandi fjölgun i
framleiðslugreinum — jafnvel
fremur fækkun, við þjónustu og
opinber störf verði að visu
fjölgun, en iðnaðurinn verði aö
taka við meginhluta þeirrar
fólksfjölgunar, sem fyrirsjáan-
leg er. Um þetta ætla ég ekki að
fara fleiri orðum, en minni ein-
ungis á þetta sem almenna og
rikjandi skoðun.
Stundum hefur mér fundist að
i umræðum um iðnaö séu ekki
dregin nógu skörp skil á milli
framleiðsluiðnaðar annars-
vegar og þjónustu- og bygg-
ingariðn. hinsvegar. Mér hef-
ur fundist örla eilitið á þvi, að
framleiðsluiðnaðurinn væri
settur skör lægra og að það
fólk, sem þar ynni, ætti jafnvel
ekki að njóta eins mikillar
virðingar og það, sem starfar i
hinum iðngreinunum. Kannski
er hér um að ræða arf frá gam-
alli tið, þegar „lærðir”
iðnaðarmenn voru sárafáir og
nutu þess að hafa lært til þess að
leggja stund á önnur störf en
allur fjöldinn — og fengu a,ð
launum hærri tröppu i
virðingarstiganum. Hér gæti
lika verið að verki það viðhorf,
sem svo viða kemur fram, að
þeir, sem búa við lakari laun,
séu ekki jafnmikils metnir og
hinir.
t minu byggðarlagi — á
Sauðárkróki — á iðnaðurinn
fastan sess, og hefur löngum
átt. Fyrsti ibúi staðarins var
iðnaðarmaður, en það var Ami
Amason beykir, erþarsettist að
árið 1871. Þegar blaðað er
gegnum Sauðárkrókssögu,
kemur i ljós, að löngum eru
tölulega margir ibúanna
iðnaðarmenn i hinum ýmsu
greinum, s.s. tré- og járnsmiði,
söðlasmiði, gull- og silfursmiði,
skósmiði o.fl. Með stofnun Mj-
ðlkursamlags Skagfirðinga árið
1934 er brotið blað, þvi að þá er
fyrst um að ræða framleiðslu-
iðnað að einhverju marki.
Standa nú mál þannig, að
nefna má a.m.k. 6 fyrirtæki,
sem standa undir nafni i
framleiðsluiðnaði, og það sem
e.t.v. er athyglisverðast og
ánægjulegast, er sú staðreynd,
að öll nema eitt nota að lang-
mestu innlend hráefni. Skal hér
gerð i stuttu máli nokkur grein
fyrir helstu framleiðslufyrir-
tækjum á Sauðárkróki:
1. Mjólkursamlag Skagfirðinga.
Það var sem fyrr segir,
stofnað árið 1934. Þar starfa
nú að jafnaði um 18 manns.
Megináherzla hefur löngum
verið á ostaframleiðslu.
Samlagið býr við fremur
þröngan húsakost, en endur-
nýjun véla hefur nýlega farið
fram. Stækkun og vaxtar-
grundvöllur fer i framtiðinni
eftir þróun i landbúnaðinum,
en framleiðslan hefur vaxið
ár frá ári, þó með nokkrum
sveiflum.
2. Loðskinn h.f. Þetta er
sútunarverksmiðja, sem hóf
starfræksu á árinu 1969. Við
fyrirtækið starfa nú um 20
manns. Aðalframleiðslan
hefur til þessa verið hálf-
sútaðar (piklaðar) gærur,
sem seldar hafa verið til
útlanda.
Erfiðleikar hafa verið nokkrir
hjá Loðskinni og þá sérstak-
lega varðandi útvegun hrá-
efnis til vinnslunnar, og hafa
myndast eyður vegna hrá-
efnisskorts. Er i þvi sam-
bandi frægt dæmi, gærumálið
svonefnda frá siðasta ári.
Fyrirtækið býr við gott hús-
rýmiog ef áform þess um loð-
sUtun takast og þvi tekst að
tryggja hráefni til vinnslu,
ættu vaxtarmöguleikar aö
vera miklir.
3. Saumastofan Vaka. Hóf
starfrækslu árið 1972. Þar eru
nú um 30 manns i starfi, þó
flest 1/2 dags fólk.
Framleiðslan eru flíkur Ur
islenzkri ull, og mun Vaka nú
á næstunni setja upp prjóna-
stofu til framleiðslu á voðinni,
sem flikurnar verða síðan
saumaðar Ur. Vaxtarmögu-
leikar markast af sölumögu-
leikum erlendis, og er ástæða
til bjartsýni i þeim efnum.
Velta fyrirtækisins hefur tvö-
faldast árlega nU að undan-
förnu, og er áætluð 80 millj.
á þessu ári.
framkvæmd alla. Dagur
iðnaðarins vakti marga til vit-
undar um, hvar við stöndum á
þessu sviði. Sú sýning, sem sett
var upp á Sauðárkróki, með
ýmsri iðnaðarframleiðslu unn-
inni á heimaslóðum, kom vissu-
lega á óvart, og þa ð hve m ikil og
fjölbreytt iðnaðarframleiðslan
er. En Ðagur iðnaðarins vakti
menn lika til umhugsunar um
það verkefni, sem framundan
er, við að skapa nægilega mörg
atvinnutækifæri á næstu árum
og áratugum. 1 þvi sambandi
hefir athygli atvinnumála-
nefndar Sauðárkróks — en hún
til nota kæmi við byggingar-
starfsemi. Of snemmt er að
ræða það nánar, þar sem rann-
sóknir og annar undirbúningur
er enn skammt á veg kominn.
Þó að hér verði hugsanlega um
allstóran rekstur aö ræða, á
okkar mælikvarða, hvað snertir
mannafla, er þetta þó ekki verk-
smiðja, sem myndi falla undir
hugtakið orkufrekur iðnaður. Sú
orka, sem þarna þyrfti til, yrði
sennilega á bilinu 15-20 m/w, og
þó að það sé kannske ekki
mikið, miðað við sum önnur
áform, er þó vist, að þessarar
orku þarf að afla á sem hag-
Hugleiðingar
að loknum Degi
iðnaðarins
4. Sængurgerð SIS. Var flutt frá
Akureyri til Sauðárkróks og
hóf starfsemi i ágúst 1976.
Starfsfólk er 12-15 manns, að
meiri hluta i 1/2 starfi. Aðal-
framleiðslan eru sængur,
koddar, rúmteppi o.fl.
Vaxtarmöguleikar eru undir
þvi komnir, að rýmra hús-
næði fáist, svo og að takist að
finna markað erlendis, en að
þvi er nú unnið um þessar
mundir.
5 Rétter að taka hér einnig með
Loðfeld h.f., en það er minka-
bú, stofnað um 1970. Hefur
það nú nýverið stækkað húsa-
kost sinn, og eru þar nU um
5000 læður.
6. Að lokum má nefna Kjöt-
vinnslu K.S. sem er með 4-5
starfsmenn og framleiðir að
mestu fyrir heimamarkað.
Fleira mætti hér nefna, en
þetta eru þau fyrirtæki á
Sauðárkróki, sem mest verð-
mæti skapa og flestum veita
vinnu.
Þó að hér verði ekki rakin
þróun eða saga iðnaðar á
Sauðárkróki, má þó geta þess,
að eittog annaö hefur gerst þar,
sem lærdómsrikt gæti verið
fyrir sveitarstjórnarmenn og
aðra að kynnast. Það gæti t.d.
verði fróðlegt að rekja gang
mála, þegar tungumjúkir
spekúlantar koma og kynna
gullináform, vitandium þörfina
fyrir fjölbreyttara atvinnulif á
staðnum, og aö vinnuafl er fyrir
hendi. Vitandi einnig um áhuga
forráðamanna á framgangi
atvinnumála, hafa þekkingu á
frumskógi lánakerfisins og
þeim sérstæðu kostum, sem
staðurinn hefur uppá að bjóða.
Vegna glæstra áforma er svo
hugsanlega veitt bein og óbein
fyrirgreiðsla af hálfu heima-
manna — og rekstrinum siðan
startað. 1 fyrstu virðist allt slétt
og fellt, en ekki liður á löngu,
þartilfer að halla undan fætiog
að lokum fer svo, að allt er i
óreiðu, skuldakröfur hrannast
upp, vinnulaun eru ekki greidd,
iðnrekandinn hlaupinn burt frá
öllu saman.en rökstuddar sögur
i gangi um nýjan rekstur eöa
mikil fasteignakaup fyrir
sunnan. Ekki skal þó fariö
nánar úti þessa sálma hér.
Ekki er óliklegt, að eitt af þvi,
sem fer á spjöld sögunnar,
varðandi árið 1977, verði fyrir-
bærið „Dagur iðnaöarins”. Hér
hefur verið mjög vel aö verki
staðið. Verkefnið að kynna og
auka sölu á innlendum iðn-
varningi er vissulega verðugt,
og framkvæmdin mun hafa
tekist með ágætum, enda var
hér um óvenju vandvirknisleg
vinnubrögð aö ræða, bæöi hvað
snerti undirbúning og
er skipuð fulltrúum bæjar-
stjórnar, verkalýðsfélaga og
iðnaðarmannafélags — beinst
að þvi, hverjir möguleikar
kunna að vera fyrir hendi
varðandi framleiðslu úr inn-
lendu hráefni, og hafa menn fest
augun á islenzka grjótinu. Fljótt
kom i ljós, að þær rannsóknir,
sem gerðar höfðu verið á stein-
efnum, með vinnslu og önnur
hagnýt markmið i huga, höfðu
farið fram að mestu sunnan-
lands og mjög litið i þessum
efnum varðandi Noriiirland,
sem hægt var að hafa gagn af.
Akvað þvi bæjarsstjórn Sauðár-
króks að gangast fyrir rann-
sóknum og veitti til þess nokkru
fé i nágrenni bæjarins og i
Skagafirði til þess að ganga Ur
skugga um, hvort fyrir hendi
væru steinefni til hagnýtrar
vinnslu. Varnúi sumarunnið að
sýnatöku undir stjórn Þorleifs
Einarssonar prófessors, svo og
ýmiskonar athugunum og rann-
sóknum. Verður unnið að úr-
vinnslu þessara gagna i vetur
og munu fyrstu skýrslur liggja
fyrir, áður en langt liður. Ef
æskilegt hráefni finnst og
aðstæður allar eru hagstæðar,
getur verið um ýmiskonar
framleiðslu að ræða úr gr jóti, en
aðallega hefur verið rætt um
einhverskonar framleiðslu, sem
kvæmastan hátt.
1 tengslum við Dag iðnaðarins
á Sauðárkróki efndi atvinnu-
málanefndin til opins fundar um
þessi mál. Voru frummælendur
þar þeir prófessor Þorleifur
Einarsson jarðfræðingur, verk-
fræðingarnir Hörður Jónsson og
Benedikt Bogason og Sveinn
Björnsson framkvæmdastjóri
Iðnþróunarstofnunar. Ræddu
þeir þessi mál á breiðum grund-
velli, hver Utfrá sinum sérfræði-
sjónarmiðum. Mun ábyggilega
siðar koma i ljós, að með
þessum fundi og þessum
erindum var lagður mikils-
verður grunnur að þvi, sem
siðar verður unnið i þessu máli.
Góðir áheyrendur. Ég hefi hér
að framan rætt um Sauðárkrók
og miðað minn málflutning
mikið við þann stað. Ekki hefi
ég þó gert það vegna þess aö ég
teljiþessimálendilega vera þar
til fyrirmyndar öðrum, heldur
er ástæðan fremur sú, aö þar
þekki ég að sjálfsögðu betur til
en annars staðar, og hitt er
einnig- að ég get vel hugsað
mér, að Sauðárkrókur sé, hvað
þetta snertir, dæmigerður
varðandi ýmsa þá bæi og
þéttbýlisstaði, þar sem fölkið
byggir sina afkomu á blönduöu
og fjölbreyttu atvinnulifi.
Ég minntist hér I upphafi
máls mins, á þá rikjandi og
almennu skoðun, að iðnaður
verði á næstu árupn og ára-
tugum aðtaka við flestum þeim
vinnufúsu höndum, sem koma
til starfa i þjóðfélagi okkar. Ég
minntist litillega á stöðu iðn-
verkafólks gagnvart öðrum
iðnaðarmönnum og vek athygli
á þvi, að i þeirri atvinnu-
greininni — framleiðslu-
iðnaðinum — , sem allir virðast
vera sammála um að hafi hvað
þýðingarmestu hlutverki að
gegna I þjóðarbúinu á næstunni,
eru launakjörin hvað lökust og
tekjumöguleikarnir minnstir.
Ég drapá fyrirbæri, sem ég hefi
nefnt „ævintýramenn i iðnaði”
og gerði siðan stutta grein fyrir
helstu fyrirtækjum i
framleiðsluiðnaði á Sauðár-
króki. Að lokum skýrði ég frá
áformum, sem uppi eru fyrir
norðan um rannsóknir á mögu-
leikum á frámleiðslu
byggingarefnis eða annars úr
islensku grjóti.
Ráðstefna, sem ber yfir-
skriftina „Sveitarstjórnir og
iðnþróun”hlýturað vera að fást
við mikilfenglegt verkefni og
hefur það raunar komið skýrt
fram i máli manna hér i dag.
Verkefnið er það, að leggja á
ráð um það, að islenska
þjóðfélagið og ráðamenn þess
þekki og skilji sinn vitjunar-
tima: að gera islenskan iðnað
þess megnugan að veita nægi-
lega mörg atvinnutækifæri á
næstu árum og áratugum.
Takist okkur nú þessa dagana
að leggja lóð á þá vogarskál,
höfum við haft erindi sem erfiði.
Hef opnað
TANNLÆKNASTOFU
að Laugavegi 18 A. — Viðtalsbeiðnum
veitt móttaka i sima 10452.
Jón Viðar Arnórsson,
tannlæknir.
Lukkuhiohnlnuast
i Laugardalshöll
6 mismunandi getraunir
í gangi allan daginn
Gjöf til gests dagsins í dag:
Aristoföt eöa ullarkápa frá Hildu h.f.
_PIÐNKYNNING
ÆI LAUGARDALS
/♦«44»
.okt/j