Alþýðublaðið - 29.09.1977, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 29.09.1977, Qupperneq 9
sssr Fimmtudagur 29. september 1977 * F ramhaldssaga Ást og oflæti eftir: Ernst Klein Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir — Gloria, Gloria! æpti hún. Harold var tekinn fastur i morgun. 19. kafli. Sir Arthur Ryce lét færa Harold inn til sin. — Harold, gamli vinur, ég verö að léta það i ljós, sagði hann, að mér kom aldrei til hugar að þér hlypuð slikt gönuhlaup konu vegna. Lögregluþjónninn heldur þvi fram, að þú hafir elt konu Ut til greifans og ruðst inn i húsið á eftir henni. — Ég get svarið, að það var ekki eiginkona min. Ég minnist þess ekki, að ég hafi á nokkurn hátt gefið það i skyn, að ég héldi einhvern telja þessa konu likjast minni konu. — Þá er þetta næstum útrætt, Harold. Einni spurningu er þá ósvarað, hvernig stendur þá á þvi Útvarp Fimmtudagur 29. september 7.00 MorgunútvarpVeðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnannakl. 8.00: Agústa Björnsdóttir lýkur lestri sögunnar „Fuglanna minna”eftirHalldór Pétursson (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar öðru sinni við Kristján Friðriksson iðnrekanda. Tón- leikar kl. 10.40. Morguntónleik- arkl. 11.00: Tou Ts’ong leikur á pianó Krómatlska fantasiu og fúgu i d-moll eftir Johann Sebastian Bach / „Ars Rediviva” tónlistarflokkurinn leikur Kammertrió i C-dúr eftir Georg Friedrich Hðndel / Jacqueline du Pré og Stephen Bishop leika Sónötu nr. 3 í A- dúr fyrir selló og pianó op. 69 eftir Ludwig van Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar.A frivaktinni. Margrét Guðm undsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Svona stór”eftir Ednu FerberSigurð- ur Guðmundsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson les (3). 15.00 Miðdegistónieikar Anne Shasby og Richard McMahon leika Sinfóniska dansa fyrir tvö pianó op. 45 eftir Sergej Rakhmaninoff. Janet Baker syngur „sjávarmyndir”, tónverk fyrir alt-rödd og hljóm- sveit eftir Edward Elgar. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur með, Sir John Barbirolli stjórnar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðuregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar 19.35 Daglegt mál Gisli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar Guðjón Jóns- son frá Fagurhólsmýri talar um öræfajökul, fyrra erindi. 20.05 Einsöngur i útvarpssal: Sigriður Elia Magnúsdóttir syngur lög eftir Ingólf Sveins- son, Mariu Brynjólfsdóttur, Einar Markan og Sigfús Halldórsson, Ölafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.25 Leikrit: „Blómguð kirsu- berjagrein” eftir Friedrich FeldÞýðandi: Efemia Waage. Leikstjóri: GIsli Halldórsson. Persónur og leikendur: Yang Kung San ... Gisli Alfreösson, Yu Tang ... Þorsteinn ö. Stephensen, Tscheng ... Bald- vin Halldórsson, Hwang Ti ... Valur Gislason, Ying ... Anna Kristin Arngrimsdóttir, Peng ... Jón Hjartarson, Kuan ... Guðmundur Pálsson, Hermenn ... Hákon Waage og Randver Þorláksson, 21.30 Sinfóniuhijómsveit Isiands leikur f útvarpssal Einleikari: Rut Ingólfsdóttir. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Skozk fantasia fyrir fiðlu og hljómsveit op. 46 eftir Max Bruch. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Dægradvöl” eftir Benedikt GröndaiFlosi Ólafsson les (14). 22.40 Kvöldtónleikar: Frá finnska útvarpinuSinfónia nr. 4 og „En Saga” eftir Jean Sibelius. Sinfóniuhljómsveit útvarpsins leikur. Stjórnandi: Okko Kamu. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. ^Við þöifhtimst Ef þú vilt aðstoða okkur hafðu þá samband við okkur í síma 12802 ... Ef þú viit gerast stofnfélagi þá sendu þennan miða til SAA - Frakka- stíg 14B - Reykjavik, eða hringdu í sima 12802 og við komum heim til þin föstudaginn 30. sept. QdtAjtA SAMTÓK ÁHUGAFÓLKS E^LL^LD UM ÁFENGISVANDAMÁUÐ SKRIFSTOfX: FRAKKASTÍG 14B - SiMI 12802 að ég fann hér skammbyssu merkta G.B.? — Heldurðu að þú hafir skotið manninn? Já. — Ég held við þurfum ekki meira að tala við hann. Hann hélt aðþetta væri konan sin, en fanga- mark hennar er ekki siður á byssunni, heldur Grace, þvi hertogafrúin heitir Gloria. Senni- lega gaf faðir þeirra báðum stúlk- unum byssur, en lávarðurinn heldur að lafðin hafi skotið greif- ann. Atvikin sýndu, að hann hafði rétt að mæla. Siðar um kvöldið, þegar Joe Perkins, bilstjóri hins myrta manns, gekk Daviesstræti i áttina til bilskúrsins, réðust margir menn á hann og særðu hann all- mikið. Arásarmennimir komust undan, en meðan bilstjórinn var fluttur meðvitundarlaus á West- minster-spitalann, brutust tveir menn, sýnilega þeir 'sömu og ráð- ist höfðu á hann, inn I bilskúrinn og herbergi hans þar. Umsnéru þeir þar öllu og brutu, án þess þó að stela nokkru. Það sást til þeirra, þegar þeir komu út úr bil- skúrnum, en þeir sluppu burt i myrkrinu. — Fari það og veri! sagði Sir Walter, þegar honum var sagt þetta. Þetta mál ætlar ekki að valda mér vonbrigðum. —Einsog út leit fyrir i fyrstu, er það að verða eitt hið kynlegasta og merkilegasta mál, er ég hefi fengist við. 20. kafli. Sir Walther efndi orð sin og ekkert einasta orð kom i blöðun- um um Las Valdas málið. Gloria myndi jafnvel halda þvi fram, að hún hafi verið ástmær greifans til að Harold losnaði úr fangelsinu. Lávarðurinn leitaði til frænda sins og bað hann um að leita einu sinni enn til lafði Grace. — Þetta er ekki svo afleit hug- mynd. Ég fer strax á morgun og raeði við lafði Grace.----- Gloria var með yfir fjörutiu stiga hita og Burnham flýtti sér heim til hennar. Gloriu, fannst sem isköld hönd gripi um hjarta sér. — Fjórtán dagar. Og afritiö af samningnum var horfið. Hún rúmföst, varnarlaus — getulaus. Þrátt fyrir þetta reyndi hún að brosa. — Ég skil ekki i þvi, pabbi, sagði hún og rödd hennar var veik og óskýr, hvernig á þvi stendur, að þið þurfið að fara svona leynt mtíi ráðagerðir ykkar, þótt þær i raun og veru hafi eigi einungis fjárhagslega þýöingu, heldur séu einnig mikilsverðar fyrir alla þjóðina. — Það er einmitt vegna þýð- ingar þeirrar fyrir föðurlandið, að þær verða að fara leynt. — Einhvern tima kemur að þvi að olian stjórni heiminum. Hún er þegar I dag komin nokkuð á veg með ráðið yfir heimshafinu og skipaöfyrirum frið og strið. Eng- land hefir oröið stórveldi vegna hinna auðugu kolanáma sinna — og nú verður það aö fara að sjá sér farborða á annan hátt, þvi að innan skamms þrjóta kolin. Hvað heldur þú, barnið mitt, að þeir þarna hinum megin við sundið vildu gefa til þess að vita hvernig samningur okkar er orðaöur? Gloria og Grace litu hvor til annarar, báðar mjög óttaslegnar við þessi orð föður þeirra. Yngri systirin, sem ekki hafði jafn góða stjórn á sjálfri sér og Gloria, snéri sér undan og fór aö laga eitthvað til á borðinu, sem lyf ja- glösin voruá. — Gloria hreyfði sig ekki — hún leit brosandi til föður sins. — Ég get imyndað mér að þú 9 Getraunaspá Alþýdublaðsins: Sigur vannst á 11 rétta — við með átta rétta og í sókn Þaö var ekki ofsögum sagt er viö lýstum því yf- ir, aö okkur færi fram. I 5. leikviku höfðum við átta leiki rétta og stefn- um þvi aö niu réttum þessa viku og eftir f jórar vikur verðum viö meö 12 rétta. I fimmtu leikviku komu upp átta raðir með 11 rétta og var vinningurinn 49 þúsund krónur* 45 v óru með 10 rétta og var vinningsupphæðin 3.700 krónur. Kr. 800 © The Footbali League Leikir 1. október 1977 Arsenal - West Ham ... Aston Villa - Birmingham Bristol City - Q.P.R. Chelsea - Leeds . Coventry - W.B.A. Derby - Middlesbro Everton - Man. City Ipswich - Newcastle Man. Utd. - Liverpool Nott’m Forest - Norwich Wolves - Leicester ... Sheff. Utd. - South’pton K 1 X 2 L / y l K / K £ / X % / t 1 Arsenal-West Ham. West Ham er heldur á uppleiö, en samt teljum við, að liðið fái ekki stig á Highbury i Lundúnum. Heimasigur. Aston Villa-Birmingham. Villa er afar sterkt lið á heimavelli og útlit er fyrir þvi, að Birmingham hafi litið á þá að segja á laugardaginn. Bristol City-QPR. Leikmenn QPR hafa valdið aðdáendum sinum miklum von- brigðum i haust. Má telja liklegt að QPR geri sig ánægt með jafntefli á heimavelli Bristol City og er það spá okkar en til vara spáum við útisigri. (Fyrsti tvöfaldi leikurinn). Cheisea—Leeds Chelsea færir sig smám saman af botninum, tekur stig og stig. Það er ekki óliklegt að áætla, að liðið nái öðru stiginu á heima- velli sinum og er spá okkar þvi jafntefli, en heimasigur til vara. (Annar tvöfaldi leikurinn). Coventry-WBA Þessi tvö lið eru i fjórða og fimmta sætinu i fyrstu deildinni fyrir þessa umferð. Leikurinn verður eflaust harður og mun hvorugt liðið gefa eftir. Spáin er þvi jafntefli en til vara spáum við útisigri (Þriðji tvöfaldi leikurinn). Derby- Midd lesbro. Derby liðið er mjög slakt og er reyndar i næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 stig af 14 mögulegum. Stuðningsmenn liðsins krefjast nú sigurs og við spáum þvi, að liðið vinni sinn fyrsta leik á keppnistimabilinu nú á laugardaginn. Everton-Manchester City. Þetta verður harður og skemmtilegur leikur ef að likum lætur. Everton liðið er til alls liklegt en við spáum þvi samt, að sigur- ganga City verði ekki stöðvuð að þessu sinni. (Jtisigur. Ipswich-Newcastle. v Newcastle situr eitt og yfirgefið á botninum með tvö stig. Liðið er gersamlega heillum horfið og tapar á laugardaginn. Manchester United-Liverpool. Þetta verður að öllum likindum leikur vikunnar. United er ávallt erfitt heim að sækja en Liverpool má ekkert stig missa i toppbaráttunni. Jafntefli er þó liklegustu úrslitin en útisigri spá- um við til vara. (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn). Nottingham Forest-Norwich Forester enn á toppinum, flestum á óvart, og leikur skinandi góða knattspyrnu. Við spáum þvi að Forest tapi ekki stigi á heimavelli sinum þó svo Norwich liðið sé hættulegt hverjum sem er. Wolves- Leicester. (Jtlitið hjá Leicester er ekki gott, liðið i þriðja neðsta sæti. Aðalhöfuðverkur liðsins er vörnin og hefur hinn nýi fram- kvæmdastjóri liðsins, Frank McLintock, i hyggju að bregöa fyrir sig betri fætinum og leika með liðinu, en McLintock er gömul knattspyrnukempa, var m.a. fyrirliði Arsenal, er liðið vann bæði bikar og Englandsmeistaratitilinn sama árið. En fyrst um sinn gerir liðið engar rósir og tapar þvi á laugardaginn. Sheffield United-Southampton. United bersthatrammri baráttu á botni annarrar deildar,-liðið er ákaflega lélegt og Southampton verður tæplega i vandræðum með að knýja fram sigur. —ATA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.