Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. október 1977
Umhverfisvandamál:
Auðnin sækir á í f jölda
landa í mynd eyðimerkur
Þegar 1500 fulltrúar 110
landa söfnuðust saman í
Nairobi í Kenya í liðnum
september, að tilhlutan
Sameinuðu þjóðanna, var
talsvert um dýrðir.
Sextán gosbrunnar
þeyttu vatnssúlum upp í
loftið í nánd við ráð-
stefnusalinn og það gljáði
hvarvetna umhverfis
hann á glæsibifreiðar
ráðstefnugesta, sem sátu
í loftkældum salar-
kynnum og virtust njóta
lifsins! Tilefni samkom-
unnar var þó alls ekki að
gleðjast með glöðum,
heldur að freista þess að
hitta ráð gegn aðsteðj-
andivá vegna iandauðnar
fyrst og fremst af manna
völdum.
Þriðjungur lands á
jörðinni er eyðimerkur
eða óbyggilegur með öllu
og sjöunda hvert manns-
barn — 630 milljónir
manna — býr við yfir-
vofandi eyðingu þess
harðbýla lands, sem þó
hefur enn verið rétt
tórandi á. Sahara ein
hefur á einni og hálfri öld
umliðinni, lagt undir sig
um 650 þúsund
ferkílómetra lands, sem
áður var gróið og byggi-
legt.
1 Rahjastan héraöinu á Ind-
landi, sem reyndar gengur
undir nafninu ryksælasti staöur
jaröar, hefur landauönin numiö
8% siðastliöin 18 ár. Jafnvel hin
fyrrum frjósömu héröö Banda-
rikjanna milli Tuscon og Phoen-
ix, sem liöiö hafa af regnskorti
um sinn, búa nú viö sand-
storma, sem jafnvel trufla
umferö um þjóðvegi!
Samt er ekki enn svo komiö,
að Bandarikjamenn standi
frammi fyrir hættulegum
vanda, þó þörf sé að taka I
taumana, en ööru máli gegnir
um ibúa jaröarsvæða i Sahara,
sem árlega horfa á jaröveginn
sópast burtu, eða hverfa undir
sanddyngjurnar. Lauslega er
áætlað, aö um 50 milljónir
manna séu i bráðri hættu fyrir
hungurdauða þar. Og þetta fólk
á i raun og veru engra kosta völ
annarra en aö þreyja, unz yfir
lýkur.
„Viö eigum á hættu, að fólk á
jaðarsvæöum eyðimarkanna
falli úr hungri i hrönnum, ef
ekki veröur undinn bráöur
bugur að úrbótum”, sagði Kurt
Waldheim, aöalritari
Sameinuðu þjóöanna.
Hin ógnvekjandi útbreiðsla
Sahara hófst meö svokölluöum
Saheli þurrk 1970 og haföi lagt
aö velli um 100 þúsund manns
þegar regnið loksins kom 1974.
En þaö voru alls ekki lokin á
þessum sorgarleik.
Hundruö þúsunda manna af
mismunandi ættflokkum
þráuöust viö aö viöurkenna
nauösynina á brottflutningi og
guldu þess, þegar eyðimörkin
hélt áfram aö vinna á, þó hægar
færi. 1 viöbót viö þetta kom svo
annaö, sem allajafna ætti aö
geta veriö fagnaðarefni.
Stórbætt heilsugæzla hafði
áorkað þvi, aö barnadauöi
þvarr mjög og fólksfjölgunin af
þeim orsökum jókst.
Loks fylltust menn bjartsýni,
þegar regniö kom og tóku aö
auka viö hjaröir sinar og auk
þess rækta i stórum stil annað
en matjurtir, t.d. baömull og
jarðhnetur til útflutnings.
En Adam var ekki lengi i
Paradis. Regninu slotaöi og
þurrkar fóru aftur i hönd, þó
skaplegri væru en áöur. Hjarð-
irnar rótnöguðu graslendið og
brunnar, sem menn treystu á aö
sæju fyrir hinu lifsnauðsynlega
vatni, þurru. Jarðvegurinn fauk
burtu og eyöimörkin vann
leikinn á ný. Afdrifarik mistök
hafa einnig verið gerö i öörum
löndum.
Þannig má segja, að I Súdan,
sem auöveldlega gæti veriö
einskonar „brauðkarfa” Araba-
landanna, hafa veriö horfiö frá
hefðbundinni ræktun matvæla
með hörmulegum afleiöingum. 1
Túnis var vélplógnum beitt svo
djúpt, að þeir beinlinis skröpuöu
hinn fasta jaröveg og gróöur-
moldin varö veörum og vindi aö
bráö.
Skógarhögg sem ógætiiega
hefur verið beitt, bæöi til að afla
eldiviöar og smiöaviöar, hefur
aukið stórlega á landeyöingu.
Þannig má segja, aö fjallahliöar
i Perú og Chile, sem áður voru
alvaxnar skógi, hnipi nú
gróðurlausar og landslagiö
likist engu fremur en yfirboröi
tunglsins.
Meira aö segja hefur purk-
unariaus skógaeyðing á regn-
skógasvæöinu viö Amazon,
skiliö eftir sivaxandi fleiöur á
ásjónu landsins — eyöilagöa
jörö og sviöna. Sömu sögu er aö
segja af ástandinu i hliöum
Himalaya þar sem jarövegs-
eyðingin hefur fariö i kjölfar
skógarhöggs. Jörðin hefur ekki
lengur getað geymt þaö vatn,
sem áöur hélzt viö i jarö-
veginum I skjóli skóganna og
þaö þýöir vaxandi hættu á
þurrkum og flóöum stóránna á
vixl. Þar hefur svo bætzt viö of-
beit geitahjaröanna, sem fólkiö
hefur neyöst tii aö stækka,
þegar jaröargróöinn brást.
Þessi aögangsharöi grasbitur —
geitin — tætir upp bæði gras og
runnagróöur, meira að segja
langtframar þvi sem hún nærist
á.
Sagt hefur verið i kaldrana-
legri gamansemi, að eina ráöiö
til aö hindra bráöa landauön á
þessum svæöum væri aö útrýma
geitpeningnum!
Stórvirkasta landeyöan —
maðurinn sjálfur — getur vitan-
lega sjálfri sér um kennt. Og
eins og komiö er, er þaö ekki á
annarra færi aö bæta hér úr.
Vandinn er sá mestur, að
menn eru ekki á eitt sáttir um,
hvernig aö raunhæfum úrbótum
skuli standa. Vitanlega á hiö
sama ekki allsstaðar jafnt viö,
og þvi geta menn misjafnlega
hagnýtt sér reynslu annarra.
Kunnur loftslagsfræöingur,
Reid Bryson, hefur bent á, aö
loftið yfir Rajputana auöninni i
Indlandi, sé I raun og veru mjög
rakt, þó litið regn falli þar til
jarðar. Bryson og indverskir
starfsbræöur hans skýra þetta
fyrirbæri á þann veg, aö ryk-
mökkurinn yfir auöninni orki
likt og ábreiöa, sem hindri eöli-
legt uppstreymi loftsins og þar
með komi i veg fyrir
regnmyndun.
Vissulega eru margar eyöur I
mannlega þekkingu á eöli eyöi-
markanna, þó ekki hafi skort á
hugmyndirnar um hvernig
vernda skuli ræktunarhæft land.
Saudi Arabar hafa variö tals-
veröu af oliuauði sinum i til-
raunir til aö hefta framsókn
auðnanna. Þannig hafa þeir
plantaö tamarisk runnum,
acasiu- og eucalyptustrjám
milljónum saman I auönar-
jaörana. Allur þessi gróöur er
bæöi harögeröur og þurftarlitill
á vatn. Bæöi rikin noröan
Sahara, frá Algier til Egypta-
lands og svokölluö Saheli riki,
sjö aö tölu, sunnan Sahara, hafa
uppi viöamiklar ráöageröir um
aö rækta upp græn belti i og viö
jaöra hinnar miklu eyðimerkur.
Israelsmenn hafa ekki aöeins
látiö viö þaö sitja, aö endur-
byggja hinar fornu áveitur fyrri
alda, heldur og notfært sér
nútima tækni og tæki til aö
halda jaröveginum rökum og
uppskoriö undraverðan árangur
i hinni breyskjuþurru Negev
eyðimörk. Þetta viöurkenna
Arabaþjóðirnar i reynd, þó ekki
þyki hægt um vik að gera þaö á
hærri nótunum. Og þaö eitt er
vist, aö dragi til samþykkis meö
tsraelsmönnum og Aröbum, er
þaö ekki sizt fyrir þá staöreynd,
að Israelsmenn hafa sýnt, hvaö
hægt er aö gera i ræktunar-
málum, þrátt fyrir erfiöustu
aöstæöur.
Ráöstefnan I Nairobi steig,
þrátt fyrir allt, stórt skref
framáviö i aö þjappa saman til
varnar þeim þjóöum, sem viö
mestan ágang eyöimarkanna
búa. Þaö er, eöa á aö veröa
gæfurikt spor i rétta átt.
Nú leggja visindamenn, sem
meö þessi mál fara, megin-
áherzlu á þetta tvennt.
Menn mega ekki rigbinda
vonir sinar eingöngu viö þá
tækni, sem þekkt er um varð-
veizlu og hagnýtingu vatns til
áveitu. Þar veröur einnig — og
alls ekki siöur — til aö koma
fullkomin gerhygli I aö
umgangast land og gróöur á
þann veg, aö mannabyggö
verndi og viöhaldi gróöri og
gróöurmætti jaröar. Rányrkj-
unni er þarmeð sagt vægöar-
laust striö á hendur.
Þýtt úr Time