Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 15. október 1977 Jiiadid Þingmenn Alþýduflokksins: Afnemum deilda- skiptingu Alþingis Þrlr menn úr þing- flokki Alþýðuflokksins Benedikt Gröndal, Gylfi Þ. Gislason og Sighvatur Björgvins- son, flytja nú óbreytt frumvarp það til stjórnskipunarlaga sem þeir hafa flutt und- anfarin þing. Frum- varp þetta miðar að því að deildaskipting Al- þingis falli niður og þingið starfi í einni deild. 1 greinargerð með frumvarp- inu segir að þrátt fyrir aö deildaskipan Alþingis hafi enzt heila öld, af þvi að Islendingar hafi haft öðrum stjórnskipunar- málum að sinna, hafi hún frá upphafi verið umdeild og vafa- söm og torveldað sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Deilda- skiptingin sé erlent fyrirbæri sem eigi sér engar forsendur i stéttlausu þjóðfélagi tslendinga, en hefur kostað bæði fé, tíma og stjórnarfarsleg vandkvæði. Ennfremur er þess getið að deildaskipting þingsins hafi hvað eftir annað gert rikis- stjómum, sem studdar voru af hreinum meirihluta þingmanna erfitt að gegna hlutverki sinu. Siðasta dæmið um þetta er „vinstri stjórnin” sem undir forystu ólafs Jóhannessonar naut stuðnings 31 þingmanns, eða meirihluta þingmanna. En rikisstjórnin hafði ekki meir- hluta i neðri deild og gat þvi ekki komið málum sinum fram þar. Leiddi þetta til stóralvar- legs ástands og siðan þingrofs og kosninga. 1 lok greinargerðarinnar seg- ir: Abyrgir menn verða aö hugsa þetta mál og gera sér grein fyrir þvi, hver hætta er á að deildaskiptingin haldi áfram aö veikja islenzkt stjórnarfar, kalla á ábyrgðarlausar aðgerðir og draga úr trausti þjóðarinnar á stjórn kerfi slnu. Þegar málið er skoðað i þessu ljósi, hljóta menn að fallast á, að timi sé kominn til að afnema deildarskiptingu Alþingis. Það þarf að gera fyrir næstu kosn- ingar, svo að ný skipan geti komið tilframkvæmda snemma á næsta kjörtimabili. Bladamannafélag íslands: Lýsir stuðn- ingi við kröf- ur fréttamanna „Stjórn Blaða- mannafélags tslands lýsir fylista stuðningi við kaupkröfur frétta- manna Rikisútvarps- ins, hljóðvarps og sjón- varps.” Þannig hljóðar upphaf ályktunar sem samþykkt var á stjórn- arfundi i Blaðamanna- félagi íslands i gær. 1 ályktuninni segir síðan: „Störf fréttamanna og blaða- manna haf um mörg undanfarin ár verið stórlega vanmetin i is- lenzku þjóðfélagi og eigi með samningum BSRB að fást raun- hæf leiðrétting á kjörum manna, sem fréttastörf vinna, verður veruleg breyting til hækkunar á stöðum frétta- manna hljóðvarps og sjónvarps innan launakerfis BSRB.” „Blaðamannafélag Islands bendir á þá miklu ábyrgð, sem á blaðamönnum og fréttamönn- um hvilir, þar sem störf þeirra eru skoðanamyndandi fyrir al- menning og verða launinþvi að vera með þeim hætti, að I þau veljist menn með góða menntun og hæfileika.” „Verði ekki veruleg hækkiín á kjörum fólks, sem þessi störf vinnur, er veruleg ástæða til aö óttast um bæði áreiðanleik og gæði Islenzkrar blaða- mennsku”. —GEK Mývatnssveit: Fjölsöttur borgarafundur Á milli 170 og 180 manns mættu á borg- arafund sem Almanna- vamir gengust fyrir i Reykjahlið i Mývatns- sveit siðast liðið fimmtudagskvöld. Þar skýrði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur jarð- fræðilega þróun um- brotasvæðisins. Guðjón Petersen fulltrúi hjá Al- mannavörnum rikisins var einnig mættur á fundinn og gerði grein fyrir viðbrögðum sem viðhöfð yrðu við hættuástandi. A fimmtudag fór fram prófun á simaviðvörunarkerfi Almanna- varna i Mývatnssveit og að sögn Hafþórs Jónssonar reyndist kerf- ið vera i fullkomnu lagi. Skjálftavaktin i Reykjahlið i Mývatnssveit tók til starfa að nýju I gær og eru skjálftar á svæðinu samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Abl. aflaði sér I gær, enn i rénum, en landris heldur áfram að aukast. — GEK Beatrice Allende látin: „Helgaði krafta sfha bar- áttuchilensku þjódarinnar” Beatrice Allende Beatrice, dóttir Salvadors All- endes Chileforseta, stytti sér ald- ur fyrir nokkrum dögum. Beatrice bjó á Kúbu eftir að fasistar tóku völdin i heimalandi hennar og myrtu föður hennar og hundruð þúsunda chileanskra föðurlandsvina. Hún mun hafa þjáðst mjög af þunglyndi frá þvi aö hún varö aö flýja land eftir valdaránið i Chile og það færzt i aukana eftir þvi sem frá leið og hörmungar landsmanna hennar ágeröustu. Kommúnistaflokkur Chile sendi I fyrradag frá sér svohljóö- andi ávarp i fyrradag: „Við kommúnistar erum djúpt hrærðir yfir fregninni um dauða Beatrice Allende. Við látum hér i ljósi aðdáun okkar á lifi hennar, hetjudáð hennar og hæfni i bar- áttunni fyrirchilensku þjóöina og byltingarhreyfingu Rómönsku Ameriku. Verkalýðsstéttin og öll þjóðin sá Beatrice ætið við hlið fööur sins, Allende forseta. Hún aðstoö- aði hann i allri baráttu hans og einnig við dagleg störf hans. Hún skipaöi sér i fylkingarbrjóst chilenskra föðurlandsvina. Hinn ll.septembervildihún standa við hlið hans unz yfir lyki, en aðeins skipanir forsetans vóru þess megnugar að fá hana til að yfir- gefa höllina. Allt frá þvi augna- bliki helgaði hún baráttunni fyrir chilensku þjóðina alla krafta sina, og framlag hennar var mik- ið. Fasistarnir, er hafa huliölff chilensku þjóðarinnar myrkri, bera ábyrgð á dauöa hennar. Blóðbaöið, sem hófst meö dauöa föður hennar, var henni djúp og sársaukafull lifsreynsla. Undan- farnar vikur reyndi hún þá sorg, að horfa á eftir tveimur og hálfu þúsundi pólitiskra fanga, sem hurfu með öllu i greipar DINA. Sú leið, sem Beatrice Allende gekk, og hin óslökkvandi þrá hennar tii að sameina alla bylt- ingarsinnaða krafta og alla liðs- mennsem vildu berjast fyrir lýð- ræði, mun seint gleymast chilensku þjóöinni, sem á þessu erfiða augnabliki stendur við hliö móður hennar, Hortensiu All- ende, systrum hennar og fjöl- skyldu hennar allri, sem við vott- um vora dýpstu samúð.” — hm EFLIÐ ALÞYÐUFLOKKINN - ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vinnum að eflingu Alþýðuflokksins með þvi að gera Alþýðublaðið að sterku og áhrifamiklu baráttutæki fyrir jafnaðarstefnuna á íslandi. Gerizt áskrifendur i dag. Fyllið út eftirfarandi eyðublað og sendið það til Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Reykjavik eða hringið i sima 14-900 eða 8-18- 66.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.