Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 11
11 Laugardagur 15. október 1977 Bíóin /Leijkhusin Ein frægasta og stórfenglegasta kvikmynd allra tima, sem hlaut 11 Oscar verðlaun, nú sýnd með islenzkum texta. Venjulegt ver kr. 400. Sýnd kl. 5 og 9. Gleðikonan The Streetwalker ÍSLENZKUR TEXTI Ný frönsk litkvikmynd um gleöi- konuna Diönu. Leikstjóri: Walerian Borowczyk. Aðalhlutverk leikur hin vinsæla leikkona Sylvia Kristelásamt Joe Dallesandro, Mireille Audibert. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miðasala fra kl. 2. ÍS* 16-444 Örninn er sestur IXW GA ADC w AiSOOATn) GO«IUl HLMJ—. J*Ot WKJCA/W.V*) M VIH.». . michael caine donaldsutherland RODERT DUVALL' THE EAGLE HAS LANDEDl' Mjög spennandi og efnismikil ný ensk Panavision litmynd, byggð á samnefndri metsölubók eftir Jack Higgens, sem kom út i isl. þýðingu fyrir siðustu jól. Leikstjóri: John Sturges Islenskur texti Bönnuð börnum. Sýnd kl. 8.30 — og 11,15 Hækkað verð ATH. breyttan sýningartima Nútiminn mað CHARLEI CHAPLIN Hin sprenghlægilega og frábæra ádeila Chaplins. Endursýnd kl. 3 — 4.45 og 6.30. Sími50249 Shaft í Afriku Nú æsispennandi kvikmynd. tSLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. *& M 5-44 MASH An Ingo Premmger Production Color by DE LUXE1 ‘S&’RI ' PANAVlSION* t---i tSLENZKUR TEXTI Vegna fjölda áskorana verður þessi ógleymanlega mynd með Elliot Gould og Donald Souther- landsýnd i dag og næstu daga kl. 5, 7 og 9. Allra siðasta tækifærið til að sjá þessa mynd. TONABÍÓ 3-11-82 Imbakassinn The groove tube toe shwe wm * 1-5 Ptoduclion • A Syn ftor* Cntofpnus Aountotion ■ OutnOutid Oy lovitl hclunon Fllm Corpoution • Coloc „Brjálæðislega fyndin og ó- skammfeilin” — Playboy. Aðalhlutverk: William Paxton, Robert Fleishman. Leikstjóri: Ken Shapiro Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LFiKFfilAC, REYKIAVlKUR BLESSAÐ BARNALAN MIÐNÆTURSVNINGAR t AUSTURBÆJARBtÓI 1 KVÖLD KL. 23,30 LAUGARDAG KL. 23,30. Miðasala I Austurbæjarblói kl. 16- 23,30. Simi 1-13-84. Pantið timanlega Siðast urðu alltof margir frá að hverfa. LAUGARAft B I O Sími 32075 Ofbeldi beitt Æsispennandi sakamálamynd með Carles Bronson, Jill Irland og Telly Savalas i aðalhlutverk- um. tSLENZKUR TEXTI Endursýnd kl. 5 og 11. aðeins föstudag og laugardag. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sovéskir kvikmyndadagar föstudagur 14. okt. kl. 7 og 9 laugardagur 15. okt. kl. 7 og 9 verður sýnd kvikmyndin Sigaunarnir hverfa út í bláinn Kvikmynd byggð á nokkrum æskuverkum Maxims Gorkis er segja frá Sigauna flokki á.siðari hluta 19. aldar. Mynd þessi hlaut gullverðlaun á kvikmyndahátið á Spáni siðastliðið sumar. Enskt tal íslenskur texti. Lokað með endurskini HORNIÐ Skrifid eða hringið í síma 81866 Auglýsingasími blaðsins er 14906 , ,Tfmasannleikur’ ’! Kjördæmaskipun og kosningar Allt frá þvi að núverandi flokkaskipan komst á hér á landi, hafa kjördæmaskipun og kosningahættir verið mjög i sviðsljósi. Þetta þarf engan að furða i'lýðræðislandi, þegar það svo bætist við, að hér hefur orðið stórkostleg búseturöskun á sama tima með þeim árangri, að þjóðfélagsmyndin og þjóðli'fsmyndin eru svo gjör- breyttar að nær má byltingu kalla. Þarflaust ættiað vera að ræða ástæður fyrir þvi, aö hér hefur oft talist full þörf á að gera breytingar á kjördæmum og kosningareglum. Grunn- tónninn i öllu sliku er vitanlega sá, að svo er til ætlast, að hvar sem menn eru búsettir og hver sem aöstaða manna annars er, hafi þeir sem jafnastan rétt til að hafa áhrif á þjóömálin. Þetta er svo sjálfsagt mál, aö það jaðrar við að meta ætti til jafns við sama réttfyrir alla að draga að sér lifsloft. En þó öll sanngirni og rétt- lætistilfinning sæmilegra manna ætti að leggjast fast á þessa sveif, er það samt á almanna vitoröi, aö einn póli- tiskur flokkur hér á landi, Framsóknarflokkurinn hefur löngum staðið þversum i þessu efni. Baráttan fyrir auknum lýöræðisréttindum um áhrif á þjóömál hefur þvilöngum staðiö milli Framsóknarflokksins og annarra flokka i landinu, sem skilja honum betur hvilikt grundvallaratriðihérum ræðir. Þó einmenningskjördæmi ættu rétt á sér áður en búsetu- röskun varð liggur i hlutarins eðli, að eftir þvl sem fólki fækkaði i dreifbýli og aö sama skapi fjölgaði I þéttbýli, hlaut timi einmenningskjör- dæmanna að vera liðinn og aörir hættir að taka við. Framsóknarflokknum hafði lekizt aö hreiðra um sig mjög notalega i hinum dreifðari byggðum og bar þar ýmislegt til og þá ekki hvað sizt purkunar- laus notkun á samvinnuverzlun- inni flokknum I hag. Ljóst dæmi um þetta er enn viö lýði, þar sem flokksblaðiö, Tfminn, er breitt Ut og séð um innheimtu i kaupfélögunum.aö ekki sé talaö um auglýsingarnar frá sömu fyrirtækjum, sem þekja siður blaðsins! Með stanzlausri fækkun i dreifbýlinu urðu hin einstöku einmenningskjördæmi smátt og smáttaö „rotnum kjördæmum” þar sem það varö i reynd fyrst og fremst ákveöið landssvæði, sem átti rétt á þingmanni, hvað sem fólksfjölda leið! Ekki skal þvi neitaö, að Framsóknarflokkurinn hafði nokkurn áhuga á, að hamla gegn fólksflutningum úr dreif- býli i þéttbýli, og virtist þar ekki vandari að meðulum en i ööru. Minnissöm má mönnum vera tillaga formanns flokksins um hömlur gegn flutningi fólks til höfuöborgarinnar, sem i raun hefði verið að koma á einskonar átthagabandi! Slíkt og þvilikt sýnir ef til vill, betur öðru, þann anda sem sveif yfir vötnunum á bænum þeim! Hamslaus barátta Tímans fyrir hinum „rotna rétti” ára- tugum saman, er öllum blaða- lesendum þekkt stærö. Þar var heldur ekki skirrzt við að fara nægilega frjálsiega með stað- reyndir, að slik blaðamennska hefur löngum gengið undir rétt- nefninu „Timasannleikur”! Svo viröist sem aðalritstjóri blaðsins um langan aldur hafi ekki hrokkið langt út af hinni mörkuðu linu að þessu leyti I leiðaragrein i gær. Ritstjóranum gleymist (?) aðeins, þegar hann þykist vera að gleðjast yfir að aðrir flokkar séu nú að fallast á gömul rök Framsóknarflokksins um þörf á persónubundnari kosningum en ofan á uröu 1959, aö aöalrök flokksins voru einmitt „þörfin” (!) á að halda i hin rotnu kjör- dæmi fyrst og fremst. Þar komu fram furðulegustu röksemdir, svo sem að fólki væriákaflega mikilvægtað geta haft sem beinast og persónu- legast samband við þing- manninn! Þetta var meira að segja uppi haft á sama tima, t.d. I Suður- Múlasýslu og annarr þing- maðurinn var búsettur i höfuö- borginni og sást þar i kjör- dæminu mestsjaldan, en næstu nágrannar hins þingmannsins flykktust burtu úr grennd við hann og kusu heldur að leggja fornar góðjaröir i eyði, strax þegar þeir fengu tækifæri til að komast burt á sómasamlegan hátt! Af þessu má gleggst sjá, að það er siður en svo, að aðrir flokkar hafi fallizt á „rök” Framsóknarflokksins. Hitt er meir, að i túlkun Þórarins Þórarinssonar hefur ekki gleymzt mál hins spakvitra •skálds, Stephans G. aö „hálf- sannleikur oftast er óhrekjandi lygi”. Þessvegna grlpurhann til hins fornfræga Timasannleiks, þar sem aðeins er túlkaöur hálfur sannleikur en hinum helmingnum — sjálfsagt án mikillar andlegrar áreynslu — gleymt! Hvort sem mönnum likar betur eða verr, sýnist lakast af öllu að lemja hausnum við steininn. Búseturöskun hefur haldiö sittstrik, og það sem var sæmilega rétt, hlýtur vitanlega að laga sig eftir breytingum, sem gerzt hafa i timanna rás. Þvi mun auðvitaö fjarri fara, að breytingar, sem gerðar kunna að verða á kosninga- lögum nú, geti enzt lengur en meðan þær koma móts við aukið réttlæti. Þetta er mergur þessa máls og honum fá hvorki Framsóknar nátttröll né neinn „Timasannleikur” breytt. í HREINSKILNI SAGT llasliM IbT .wy.yflp Grensásvegi 7 Simi 32655. «?1 RUNTAL-0FNAR Birgir Þorvaldsson Simi 8-42-44 Au.^LjSenciur! AUGLySíNGASiMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir ó verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.