Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 12
Ilalþýöu- Iblaóió Útgefandi Alþýðuflokkurinn LAUGARDAGUR Ritstjorn Alþyðublaðsins er að Síðumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er aö Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. 1 5.. OKTOBER 1977 RÓBERT ÁRNI HREIÐARSSON LÖGFRÆÐINGUR Furðu lostinn yfir meðferd þessa máls — Þessar aðdrótt- anir eru með slikum ólikindum að ég sem lögfræðingur hef aidrei heyrt um annað eins I is- lenzkri réttarsögu. Þær varða ekki aðeins æru okkar, heldur jafnframt mjög alvarlega stöðu Jóns E. Ragnarssonar sem hæstaréttarlög- manns og mina sem lög- fræðings, sagði Róbert Árni Hreiðarsson lög- fræðingur, þegar Al- þýðublaðið náði tali af honum i gærdag vegna frétta um breyttan framburð Sigurðar ótt- ars Hreinssonar i Geir- finnsmálinu svokallaða. Sérstaklega þar sem I Timanum er talað um að rannsókn muni væntan- lega fara fram á þvi, ,,hvort um samsæri hans (Sigurðar óttars) og lögfræðinganna Róberts Árna og Jóns E. Ragnarssonar hafi verið að ræða” i máli þessu. — Jón E. Ragnarsson hafði engin afskipti af máli Sigurðar/ Óttars fyrr né siðar og vissi ekk- ert um afskipti min af því, fyrr en daginn áður en ég var handtek- inn. Þá bað ég hann að gefa mér lögfræðilegar ráðleggingar, með tilliti til réttarstöðu míns skjól- stæðings. Róbert Arni kvað afskipti sín af máli Sigurðar Óttars hafa hafizt 15. desember á siðasta ári. — Sigurður kom til min snemma þann morgun og sagðist vera nýkominn úr vörzlu lögregl- unnar. Hann hafi verið boðaður til rannsóknarlögreglunnar 13. desember. Þar hafi hann gefiö skýrslu i svonefndu Geirfinns- máli og harðneitaði henni að hafa komiö til Keflavikur kvöldiö sem Geirfinnur Einarsson er talinn hafa verið myrtur, né vera á nokkurn hátt viðriðinn Geirfinns- málið. Eftir þessa skýrslutöku segist hann hafa verið færður í Síðumúl- ann og geymdur þar til næsta dags, en þá hafi hann aftur verið tekinn til yfirheyrslu. Þá var tek- in af honum skýrsla númer tvö og mig minnir að hún byrji sem svo: „Eftir langar samræður ákveður Sigurður Óttar Hreinsson nú loks- ins að segja allan sannleikann”. Þetta orðalag gefur raunar ýmis- legt í skyn um það sem á undan hefur verið gengið. Segir sér hafa verið hót- að 30 daga varðhaldi Segist Sigurður óttar hafa ver- ið spurður leiðandi spurninga og lesið hafi verið fyrir hann úr vitn- isburðum og framburði sakborn- inga. Eftir þetta sagðist hann ekki gera sérneina grein fyrir þvi hvað sé raunveruleikinn I þessu máli og hvað imyndun. Áður hafi hann aldrei sett sjálfan sig i sam- band við Geirfinnsmálið. Nokkru siðar sagðist Sigurður óttar hafa veriö kallaöur fyrir I þriðja sinn og þá hafi verið lögð fyrir hann skýrsla númer þrjú, þar sem samræmdur hafði verið framburður vitna og gerð úr hon- um heilleg mynd. Segist Sigurð- ur, að sér haf i verið hótað 30 daga gæzluvaröhaldi, ef hann ekki samþykkti þessa skýrslu Sig- urður óttar var veikur á þessum tlma. Hann er astmasjúkur og var undir læknishendi og gekk i sprautur. Var meðalannars undir læknishendi meðan á þessu álagi stóð. Hann sagöist hafa talið, að hann myndi, heilsu sinnar vegna, ekki geta haldið út 30 daga varð- hald, og þess vegna undirritaö skýrsluna. Róbert Ámikvaðsthafa ítrekaö þaö við Sigurð Óttar, að hann segði sér sannleikann um þetta mál. Hvort hann hefði farið til Keflavikur umrætt kvöld. — Hann svaraði sem svo, að það hlyti að vera. Lögreglan hiyti að vita þetta betur en hann. „Fyr- ir mér er þetta eins og dljós draumur, en innst inni trúi ég ekki að ég hafi fariö þessa ferð,” sagði hann. Ég spurði hann þá hvort hann vildi afturkalla skýrslumar en hann hafnaðiþviog sagöi að þetta hlyti að vera svona. Bað mig að aðhafast ekkert i málinu. Lofað að nafn hans yrði ekki birt? Næst sagði Róbert Ámi að Sig- urður Óttar hefði komið að máli viö sig I febrúar sl., þegar saka- dómsrannsókn lauk i Geirfinns- málinu og niðurstöður hennar birtust I öllum blöðum, mjög itar- legar. Þar var nafn Sigurðar ótt- ars nefnt i sambandi viö Kefla- vikurförina og gefið I skyn að hann hefði beinllnis fariö suður til að taka þátt i skuggaverkum. — Hann sagði að sér hefði verið lofað þvi við yfirheyrslurnar að nafn hans yrði ekki nefnt i sam- bandi við málið og vildi ekki sætta sig við frásagnir fjölmiðla. Ég skrifaði yfirlýsingu til f jölmiðla i eigin nafni, þar sem þessi frétta- flutningur er lastaður og benti á að við rannsókn málsins hefði ekkert það komið fram sem benti til þess að Sigurður Óttar hefði vitað hvað flytja ætti úr Keflavik umrætt kvöld. Jafnframt lýsti ég sök á hendur Sakadóms fyrir þessa nafnbirtingu. Róbert Ami segir að næst . hafi Sigurður Óttar komiö að máli viö sig Iþessum mánuði, vegna frétta af málflutningi í Geirfinnsmál- inu. — Hann benti mér á frétt i Timanum frá 5. þessa mánaðar, þar sem það var haft eftir vara- saksóknara, að Sigurður óttar hefði farið til Keflavikur til að leita að og stela áfaigi. Þessi frétt var ekki i neinu samræmi við gögn málsins á þeim tima, auk þess sem greinin var villandi um önnur atriði sem Sigurð Óttar varðar. Sigurður var óhress mjög og kvað nafn sitt nú enn á ný tengt málinu og bornar á sig sakir sem hann vissisig saklausan af. Hann bað mig að koma leiðréttingu til Timans varðandi þessa frétt og hún var birti Timanum 6. október undir minu eigin nafni, þ.e. Róbert Arni Hreiðarsson, lög- fræðingur. Sagðist ekki trúa.... Næst er það að Sigurður Óttar kemur til Róberts Arna 10. þessa mánaðar, á mánudaginn var, og spurði hvort þess væri kostur fyr- ir hann að gefa nýja skýrslu i málinu. — Ég spurði hann, hvort hann hefði gefið skýrslu fyrir dtími, en hann sagði svo ekki vera, en taldi sig ekki vera alveg vissan. Ég fékk siðar um daginn upplýsingar um það hjá Páli Agnari Pálssyni einum verjandanum i Geirfinns- málinu að Sigurður óttar hefði gefið skýrslu fyrir dómi og svarið eið að henni. Ég bað Sigurð óttar að gera mér frekari grein fyrir þvi hvers vegna hann vilji nú breyta fram- burði slnum, eftir allan þennan tima, og hvort hann geri sér grein fyrir afleiöingum þess. Þá segist hann ekki trúa þvi að hann hafi farið þessa ferð, og þær efasemd- irhanshafifarið vaxandi eftirþvi sem timar liðu. Ég sagðist skyldu kanna málið og þá meðal annars með réttar- stöðu hans i huga. Hringdi ég svo i Pál Agnar og kynnti honum þennan vilja Sig- uröar óttars og óskaði álits hans á málinu, auk þess sem ég bað hann um upplysingar varöandi fyrri framburð Sigurðar óttars i málinu. Páll Agnar bauðst þá til að lána mér þær skýrslur sem Sigurður óttar hefði gefið fyrir lögreglu og fyrir dómi. Siðar þennan sama dag hafði Páll Agnar samband við mig og var Jtín Oddsson hrl. staddur hjá honum og sagðist Páll hafa skýrt honum frá þvi að Sigurður Óttar hefði löngun. til að koma að breyttum framburöi. Það varö úr að Jtín og Páll Agnar kæmu til min og ræddu þá meðal annars við Sigurð Óttar. A þeim fundi stakk Jón Oddsson upp á þvi, að dóminum yrði skrifað bréf um þetta mál. Ég hóf uppástungu þessa til ihugunar, en sagðist mundu hugsa málið frekar i þessu sambandi og þá m.a. með tilliti til réttarstöðu Sigurðar ótt- ars. Leitaði til Jóns E. Ég notaði næsta dag til að kynna mér skýrslur og þau gögn sem ég hafði fengið að láni hjá Páli Agnari. A morgni miövikudagsins hringdi ég svo i Jón E. Ragnars- son og sagði honum að ég hefði erfitt og vandasamt mál með höndum og spurði hvort ég mætti bera það undir hann. Siðan ftír ég heim til Jóns og afhenti honum þær skýrslur sem ég hafði i hönd- unum frá Páli Agnari Pálssyni og bað Jón að gefa mér sérfræðilegt álit hvað varðaði það, að Sigurður Óttar heföi löngun til að koma að breyttum framburði. Ég sagði Jóni að Sigurður óttar hefði svarið eið að framburði sin- um imaisl.og bað hann að kynna sér mál þetta yfirleitt, meðal annars með það i huga hvernig bezt væri að nálgast dóminn i þessu efni. Sérstaklega með tilliti til hinna riku réttarhagsmuna. Um klukkan 14.30 þennan dag, þegar ég hafð nýlokið við að leggja fram vörn I Sakadtími Reykjavikur fyrir hönd Jóns E. Ragnarssonar og hugðist fara inn á skrifstofu mina, hlupu að mér tveir rannsóknarlögreglumenn og sögðu, að þeim væri skipað að færa mig strax fyrir rannsóknar- lögreglustjóra rikisins. Neitað um afnot af síma. — Ég bað um leyfi til að fara inn á skrifstofuna og hringja nokkur simtöl tilmanna sem áttu viðtalstima hjá mér, og boða for- föll. Var mér neitað um það og mér tjáð, að inn I skrifstofumina fengi ég ekki að fara, hvað þá að hringja. Var ég siðan færður fyrir Hallvarð Einvarðsson og mér tjáð þar, að tilefni yfirheyrslunn- ar —sem ég tel I raun handtöku — sé að komast aö raun um hvort fyrirhugað hafi verið að ég, fyrir hönd Sigurðar óttars Hreinsson- ar, ritaði dóminum bréf þar sem Sigurður Óttar afturkallaöi fram- burðsinn frá imai. Var mérsiðan gerð kunn vitnaskylda og ég lát- inn gefa skýrslu i málinu. Sú skýrslu taka og yfirheyrsla stóðu i um það bil 6 klukkustundir. Meðan á þessum tima stóö ósk- aði ég eftir að fá að nota sima, en þvi var hafnað. Jafnframt var mér tjáö aö Sigurður óttar Hreinsson hefði verið handtekinn og væri I yfirheyrslum. Einnig var mér skýrt frá þvi að Sigurður Óttar hefði óskað eftir mér sem réttagæzlumanni, en þvi verið hafnað og Sigurður Georgsson hdl. skipaður réttargæzlumaður hans. Var mér' tjáð, af vararikis- sakstíknara, að um frekari af- skipti min af málinu gæti ekki verið að ræða og yrðu ekki heim- iluð. Stjórn Blaðamannafélags íslands: Gagnrýnir verkfallsvörzlu A fundi sem haldinn var I stjtírn Blaöamannafélags ts- lands i gær var samþykkt að gagnrýna harölega þær hindr- anir sem lagðar hafa veriö I götu blaðamanna er þeir hafa ætlað að leita upplýsinga innan. Keflavikurflpgvallar 'siðustu daga. t ályktuninni sem send var formanni BSRB i gær segir orö- r ett: „Stjórn Blaöamannafélags lslands telur vitavert, að blaða- menn skuli hafa veriö heftir i upplýsingaleit, er þeir haf a unn- ið dagleg störf sin. Verkfalls- verðir BSRB hafa itrekað mein- aö biaðamönnum aðgang að upplýsingum. Þessir atburðir geröust við hliöið að Keflavikurflugvelli og vonast stjórn Blaðamanna- félagsins til að slikt endurtaki sig ekki. Blaðamannafélag tslands minnir á, að blaðamenn vinna störf sin fyrir almenning og veita honum upplýsingar um gang mála i þjóðfélaginu. Þaö ætti þvi ekki að vera siður hags- munamál þeirra, sem að verk- falli standa, að eiga góð sam- skiptivið blaöamenn— vilji þeir komasjónarmiöum sinum á framfæri við alþjóð.” —GEK trs Hreioarsson- ar. Sigurður öttar mun enn vera I haldi og verður væntanlega úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Sam- kvæmtlögum er refsivert að bera rangan vitnisburð og vinna eið að honum og mun ákæruvaldið sennilega höfða sjálfstætt mál á hendur Sigurði óttari vegna þess. Væntanlega verður einnig rann- sakað hvort um samsæri hans og lögfræðinganna Róberts Árna og Jóns E. Ragnarssonar hafi verið að ræða. Sérstök rannsókn mun fara fram á þessum nýja þætti Geir- Addróttanir um samsæri einstæðar f réttarsögunni Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.