Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 15. október 1977 vESE Nordmenn kaupa minna brennivín í ár en áður — drukku samt 19,2 milljón lítra fyrstu 8 mánuði ársins! í fyrsta sinn siðan í heimsstyrjöldinni virðist nú svo sem áfengissala i Noregi hafi dregist eitthvað saman fyrstu 8 mánuði þessa árs. Samkvæmt upplýsingum frá norsku áfengis- versluninni/ nemur samdráttur í sölu brendra drykkja 0.8%# en 3.2% fyrir létt vin. Magnið af brendum drykkjum sem Norðmenn hafa keypt á þessum átta mánuðum er 11.1 milljón lítrar, en magnið af léttum vínum er nálægt 8.1 milljón lítra. Alls hafa Norðmenn því keypt og drukkið 19.2 milljón litra af áfengum drykkjum fyrstu 8 mán- uði þessa árs! Ástæbur fyrir þessari þróun eru ekki ljósar, en taliö er að miklar verðhækkanir á áfengi snemma á þessu ári eigi hér talsverðan hlut i máli. Alltaf má búast viö að verðhækkanir dragi eitthvað úr neyslu fyrst i staö, en samkvæmt reynslunni nær salan sér á strik aftur. önnur ástæða hefur svo verið nefnd fyrir þessum samdrætti i sölu áfengis og er hún sú að bjórsala hefur minnkað i Noregi á siðustu árum. 1976 minnkaði sala bjórs um 1.1%, en i ár virö- ist samdrátturinn ætla aö verða 0.7%. Þessi samdráttur er tal- inn geta virkað á sölu áfengis, þannig að hún minnki. 13000 áfengissjúklingar í Osló? „Eðli áfengissýkingar” heitir bók eftir norska geölækninn Ole t Bratfoss, kom út ekki fyrir löngu hjá Universitetsforlaget i Osló og seldist upp á skammri stundu. 1 bókinni fullyrðir höf- undur, að 8% af karlmönnum i Osló, eða um 13.000, séu haldin áfengissýki. Bezta leiðin til varnar áfengissýkinni, er þaö að vera stööugt á varöbergi, berjast t.d. gegn neyslu áfengis, hvort sem um er að ræða bjór eða sterkara, meðal unglinga, segir Bratfoss. Ole Bratfoss byggir niður- stöðursinarm.a.á könnun á um 500 sjúklingum á endurhæfinga- deildum fyrir áfengissjúklinga i Osló, sem lagðir vvoru inn i fyrsta sinn 1960. Hann fylgdist siðan með þeim næstu tiu árin. Meöalaldur sjúklinganna var 43 ár, frá 18 ára til 74 ára og að meðaltalihöfðuþeir drukkið 112 ár áður en þeir voru lagöir inn til afvötnunar. Þriðjungurinn var atvinnulaus þegar afvötn- unin hófst. Bratfoss leggur áherslu á að hiö fyrirbyggjandi starf sé af- gerandi varöandi baráttu gegn áfengisbölinu. Þeir sem þegar séukomnir of langt ídrykkjunni séu erfiöari að eiga viö, segir hann. Hann hvetur til aukinnar baráttu til að fá unglinga til að haida sig frá öli og sterkum drykkjum. Sjúklingarnir sem Bratfoss fylgdist meö i tlu ár, voru marg- ir hverjir fráskildir, atvinnu- lausir, leiðir á vinnu og lifi og þjáðust af margs konar félags- legum erfiðleikum. % Carter klipinn í nefið! Heimsótti skugga hverfi f N-York Carter, Abraham Beame, borgarstjóri New.York, og Patrica Harr- is, eini þeldökki stjórnarmaöur Carters, I heimsókn I South Bronx hverfinu I New York. Carter mun hafa beðið frú Harris um að láta gera skýrslu um hvað megi teljast heillegt af húsakosti hverfisins og hvað skuli rffa. Á dögunum kom sjálf- ur Jimmy Carter, Bandarikjaforseti, i óvænta heimsókn i al- ræmdasta skuggahverfi New York borgar, og varð á vegi forsetans margt fóik sem bað hann gefa sér mat og peninga. Carter staldraði við i þessum hluta velmegun- arþjóðfélags sins i rúman klukkutima og ferðaðist um hið suð- læga Bronx-hverfi um- kringdur öryggisvörð- um. tbúðar hverfisins eru flestir þeldökkir og þar býr margt fólk frá Puerto Rico. Carter sté út úr skotheldum bil sin- um og litaðist um og á* einum stað hitti hann Ramon nokkurn Rueda, sem er leiðtogi samtaka sem berjast fyrir bætt- um húsakosti á svæðinu. Ramon þessi vatt sér að Carter og kleip hann i nefið, viöstöddum til skelfingar, og sagði „Hæ, Jimmy, hvernig gengur hjá þér?”. Allt í kring stóö fólk sem hrópaði: — Segðu þeim aö okkur vanti peninga. Sendið okkur pen- inga. Maður einn hrópaði til for- setans: — Láttu mig fá vinnu, mig vantar vinnu! Meðiför meðCarter varmeðal annarra ráöherrann sem hefur meö að gera húsnæöismál og þró- un bæjarmála, Patrica Harris, eini þeldökki ráðherrann i stjórn Carters og borgarstjóri New York, Abraham Beame. Þýtt úr Arbeiderbladet Karin Söder gegn kynþátta- kúgun Karin Söder, utanríkis- ráðherra Sviþjóðar, hefur beðið öryggisráð Samein- uðu Þjóðanna að sam- þykkja ályktanir sem for- dæmi Vorster-klíkuna í Azaníu (Suður-Af ríku). Hún kvað ástandið í land- inu vera ógnun við heims- friðinn. í ræðu á allsherjarþingi SÞ. sagði Söder, að til að byrja með yrði að koma á alls herjar viðskiptabanni við Vorster-stjórnina og stöðva yrði allar erlendar fjárfestingar í landinu. Söder sagði sænsku stjórnina þegar hafa hafið aðgerðir gegn minnihluta- stjórn hvítra manna í Azaníu, og lagði þunga áherslu á að meirihluti, landsmanna þar ætti að fara með völdin í landinu. Hún lagði jafnframt áherslu á ábyrgð SÞ gagn- vart því að uppræta kyn- þáttakúgun Vorster-klík- unnar í Azaníu. Huang Hua: Sovétrík- in hættu- legri Kínverski utanríkis- ráðherrann, Huang Hua, sagði í ræðu í allsherjar- þingi Sameinuðu Þjóð- anna á dögunum, að ástandið í Kína hefði einkennst af spennu eft- ir lát Maos formanns i fyrra og naumlega hafi verið komist hjá meiri háttar blóðsúthelling- um. — Þetta er að kenna svonefndri „fjög- urra—manna—klíku", sem ætiaði að leggja til atlögu að Mao gengnum. En það ber að þakka miðstjórn kommúnista- flokksins, sem starfaði samkvæmt kenningum Maos, að ekki varð blóð- bað í Kína og alvarleg afturför í kínversku þjóðlífi, sagði utanríkis- ráðherrann i ræðu sinni hjá SÞ. — 1 dag er ástandið ágætt i Kina og kommúnistaflokkur- inn stendur betur sameinaður én nokkru sinni fyrr, sagði Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.