Alþýðublaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 4
4
Laugardagur
15. október 1977
iSSS
u-
ó
titgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö 1500 krónur á mánuði og 80 krónur I
lausasölu. - —
VERKFALLSÞANKAR
Verkfall opinberra
starfsmanna hefur nú
staðið eina vinnuviku.
Þúsundir landsmanna í
hinum margvíslegustu
störfum hafa í fyrsta
sinn tekið þátt í slíkum
aðgerðum. Þrátt fyrir
nokkra smávægilega
árekstra verður ekki ann-
að séð en framkvæmd
verkfallsins hafi tekist
vel. Frá sjónarhóli sam-
takanna, sem stýra verk-
fallinu, hefur stuðningur
félagsmanna og fram-
kvæmd öll verið ágæt.
Fyrstu dagana finnur
þjóðin ekki alvarlega
fyrir verkfallinu. Það er
óvenju hljóft á heimilum
og vinnustöðum, umferð
hefur minnkað, lífið
gengur örlítið hægar.
Margir telja þetta ágæta
þróun. En verkfallið leið-
ir í Ijós, hversu umfangs-
mikil opinber þjónusta er
og kemur víða við í hinu
hálfsósíalska þjóðfélagi
okkar, og fljótlega segir
það til sín, að þessi þjón-
usta hættir. Afleiðingar
verkfallsins hafa þegar
orðið miklar, til dæmis á
sviði samgangna, og þær
eiga eftir að aukast. Og
þarmeð eykst þrýstingur
á ráðamenn ríkisvaldsins
að gera starfsmönnum
betri boð og leysa deil-
una.
Frjáls samningsréttur
um kaup og kjör ásamt
verkfallsrétti er talinn
eitt af aðalsmerkjum
hins frjálsa þjóð-
félags. Þegar rætt er
um hörmungar einræðis-
ríkjanna er oft byrj-
að á því, að þar sé
ekki frjáls samningsrétt-
ur og enginn verkfalls-
réttur. Þegar þetta er
haft í huga, hljóta menn
að sjá, hve íslenskt þjóð-
félag hefur verið íhalds-
samt með því að veita
ekki hinum fjölmennu
starfshópum opinberrar
þjónustu verkf al Isrétt
fyrr en þjóðin hafði haft
heimastjórn í hundrað ár
— nú nýlega. Það var ekki
beint samhengi í þeim
málf lutningi, að gagn-
rýna kommúnistaríkin
fyrir að neita fólki um
verkfallsrétt, en viðhalda
slíku banni á alla opin-
bera starfsmenn hér
heima.
Nú hafa þeir loksins
fengið þennan rétt, sem
allir frjálsir menn tala
um sem grundvallar
mannréttindi, þótt nauð-
synleg öryggisþjónusta
sé að sjálfsögðu undan-
skilin. Svo hef ur farið, að
samtök þeirra hafa
neyðsttil að beita þessum
rétti og þjóðin stendur
frammi fyrir veruleika,
sem ekki varð umflúinn.
Stjórn BSRB er jafn
Ijóst og öðrum forystu-
mönnum launþega, að
verkfall er neyðarúrræði.
En hún þurfti í raun og
veru ekki að taka ákvörð-
un um að beita því — það
gerðu félagsmenn sjálfir.
Úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar um lokatilboð ráð-
herranna tala skýru máli.
Hún var í raun réttri
einnig atkvæðagreiðsla
um verkfall.
Samningar um kjara-
mál opinberra starfs-
manna verða aldrei hinir
sömu eftir þetta. Verk-
fallsvopnið er staðreynd
á þessu sviði og allir aðil-
ar munu gera sér Ijóst,
hvað það þýðir. Verka-
lýðshreyfingin veit af
langri reynslu, hvað
verkföll eru. Þau eru lið-
ur í þjóðfélagsátökum,
þau eru dýr fyrir verk-
fallsfólkið og þjóðarbúið,
þau skerpa átök og and-
stæður. Verkföll eru
neyðarvopn, en í hafróti
nútíma lífsbaráttu verður
stundum að grípa til
þeirra.
Engum kemur á óvart,
þótt hið hörmulega
ástand efnahagsmála í
tíð núverandi ríkisstjórn-
ar leiði til átaka á vinnu-
markaði. Hver getur
ásakað launþega og sam-
tök þeirra fyrir að halda
uppi varnarbaráttu, þeg-
ar verðbólga er 30-50% á
ári? Hver getur ásakað
þá, sem bera umhyggju
fyrir afkomu gamla
fólksins og öryrkjanna á
slikum tímum?
Það er auðvitað veiga-
mikill þáttur í baráttu við
verðbólguna að ná sam-
komulagi við launþega-
samtökin, ASÍ, BSRB og
önnur. Fyrst verður ríkis-
stjórn þó að gera ráðstaf-
anir til þess að hindra, að
hópar manna hagnist á
verðbólgunni, hindra
braskið, skattsvikin og
koma í veg fyrir hrópleg-
asta misrétti. Að því
loknu ber ríkisstjórn að
beita sér fyrir víðtæku
heildarsamkomulagi við
samtök launþega, Iíkt og
Harold Wilson gerði í
Bretlandi, er hann kom á
hinum kunna „Samfé-
lagssáttmála" milli ríkis-
stjórnar og launþega-
samtaka.
Ríkisstjórninni hefur
tekist illa við bæði þessi
meginverkefni, og því er
nú svo komið málum,
sem alþjóð sér. Þess
vegna er óhjákvæmilegt
fyrir þjóðina að losa sig
við ríkisst jórnina við
fyrsta tækifæri og stokka
spilin á Alþingi.
BGR
I hringidunni
Eyjólf ur Sigurðsson skrifar
Þegar íhaldid
sýnir tennurnar
Þegar ihaldiö sýnir tennurnar
Eins og öllum er kunnugt, þá
stendur yfir fyrsta verkfall
opinberra starfsmanna. Þau
mannréttindi aö hafa verkfalls-
rétt hafa þeir nýlega fengiö og
beita honum nú.
Margt athyglisvert hefur
komiö fram 1 þessu fyrsta verk-
falli opinberra starfsmanna.
Það sem vekur mesta athygli er
hve viötæk samstaöa hefur
skapast meöal félaga BSRB.
Ég held aö óhætt sé að full-
yrða aö samstaöa sem félög inn-
an BSRB sýna i þessu verkfalli,
og þá miklu þátttöku sem kom,
fram i allsherjaratkvæöa-
greiöslunni um samningstilboö
rikisstjórnarinnar, sé nánast
einsdæmi i íslenskri verkalýös-
baráttu.
BSRB hefur sannaö að sam-
tökin eru félagslega sterkari en
ASl. ASI hefur aldrei sannaö
einsfélagslega sterka samstööu
og flest félög sýna nú i baráttu
BSRB.
Auðvitað hefur verið reynt aö
kljUfa þessa samstööu i þessu
verkfalli eins og öörum, en nán-
ast er aöeins um undantekning-
ar aö ræða i bæjarfélögum sem
ihaldið hefur hreinan meiri-
hluta.
Þaö sem vekur athygli og er
ástæða tilaö gefa meiri gaum er
tilraun ihaldsins i Reykjavik til
aö fá Starfsmannafélag Reykja-
vikurborgar til að brjótast út Ur
hinni sterku samstööu félag-
anna I BSRB.
I sjálfu sér á þetta ekki aö
koma neinum á óvart, þetta eru
og hafa veriö baráttuaðferöir
ihaldsins I verkalýðshreyfing-
unni allar götur frá upphafi.
Fundurinn á Sögu, þegar
þjónar ihaldsins i Reykjavik
reyndu aö fá félagsmenn I
Starfsmannafélagi Reykjavikur
til aö samþykkja tilboö sem
þegar hafði veriö hafnaö af
heildarsamtökum opinberra
starfsmanna i allsherjarat-
kvæöagreiöslu er og veröur
minnistæöur fundur.
Þaö eina sem boöiö haföi ver-
iö uppá i viöbót viö tilboö rikis-
stjómarinnar, var aö stofnaö
yröi til lánasjóös sem topparnir
i Starfsmannafélaginu áttu aö
fá aö njóta og launahækkun til
þeirra sem höföu starfaö i tugi
ára. Allur þorri félagsmanna
sat eftir sem áöur viö sama
borö.
Formaöur Starfsmanna-
félagsins sem er trúr sinum
yfirboöurum, borgarstjórnari-
haldinu I Reykjavik, baröist um
á hæl og hnakka til þess aö fá
Tækifærissinninn Albert Guö-
mundsson formaöur launa-
máiaráös Reykjavfkurborgar.
félagsmenn til þess aö sam-
þykkja þetta tilboö. En viti
menn, þrátt fyrir ógnir Ihalds-
ins stóð upp bifreiöastjóri hjá
þvottahúsi borgarinnar og mót-
mælti þvi gerræði aö krefjast
samþykktar á tilboöi sem enn
einu sinni sniögengi þá lægst
launuöu.
Gengu ýmsar hnútur milli
formannsins og bilstjórans.
Formaðurinn hótaði þvi aö lög-
um yrði beittef BSRB þrjóskaö-
ist viö, þannig aö engin ástæöa
væri fyrir Starfsmannafélagiö
aö fella þetta tilboö. Bilstjórinn
hefði til dæmis 103 þúsund krón-
ur I mánaöarlaun og þaö væri
sannarlega nægjanlegt fyrir
hann. Gekk svo fram af mönn-
um aö formaöurinn var beöinn
um aö biðja bilstjórann afsök-
unar á oröum sinum.
Þess ber aö geta, að áöur en
fundurinn hófst, haréi 50 manna
trúnaðarmannaráö félagsins
samþykkt þetta nýja tilboð, sem
skildi eftir þá lægst launuöu. I
þessu trúnaöarmannaráöi situr
vafalaust fólk sem getur talist
til allra stjórnmálafiokka, þó
svo aö ljóst sé aö 60-70% fulltrú-
anna tilheyri Sjálfstæðisflokkn-
um. Engu aö siöur haföi ihald-
inu tekist að berja þetta fólk til
hlýðni meö þvi aö höföa til þræl-
sóttans, eöa kannske var hér
samtryggingin á ferðinni.
Niöurstaöa fundarins varö
hins vegar sú, aö þrátt fyrir
hótanir og annan bægslagang
var tilboöiö fellt og tilraun
Ihaldsins IReykjavik tilþessaö
reka fleyg I samstöðu BSRB
mistókst i fyrstu atrennu.
En nú um helgina skal gera ,
nýja tilraun með allsherjar-
atkvæöagreiöslu I Starfsmanna-
félagi Reykjavikurborgar, þar
sem beita á hinum gamalkunnu
aöferöum ihaldsins, aö smala til
atkvæöagreiöslunnar eftir aö-
feröum ihaldsins, fá þá til aö
kjósa sem eru þeirra menn eöa
svo hræddir viö sina yfirboöa og
þrælsóttinn rekur þá til sam-
þykktar. Um hina skiptir minna
máli.
Hins vegar verður fróðlegt aö
fylgjast meö þvi hvort Ihaldiö
lætur kné fylgja kviöi viö þá
hópa eöa einstaklinga sem neita
aö hlýöa einhliöa ákvörðunum
launamálaráös Reykjavikur-
borgar.
Þaö er svo kapituli út af fyrir
sig, aö formaður launamálaráös
er hinn alkunni tækifærissinni
Albert Guömundsson, borgar-
fulltrúi. Enda kom tækifæris-
sinninn upp i honum i þessari
kjaradeilu eins og i flestum
málum sem hann fylgir.
Hann var einn af þeim þing-
mönnum er fylgdi lagabreyting-
unni um verkfallsrétt opinberra
starfsmanna, þegar Alþingi tók
afstööu. Þá var þaö vinsælt og
sjálfsagt að fylgja eftir þessari
kröfu BSRB. En daginn áöur en
fyrsta verkfall opinberra starfs-
manna skellur á segir hann i
viðtaliviö edttsiödegisblaöiö, aö
hann sé oröinn á móti verkfalls-
rétti opinberra starfsmanna.
Hér er eins og oft áöur beitt
þeirri aöferð aö fylgja þvi
hverju sirini, sem hann telur aö
falli I kramiö hjá einhverjum
sérhagsmunahópum. Þaö er
annars einkennilegt þegar for-
maður launamálaráös Reykja-
vikurborgar, alþingismaöurinn,
borgarráösmaöurinn og borgar-
fulltrúinn Albert Guðmundsson
tekur afstööu i einhverju máli
og gerir tilraun til þess aö rök-
færa þá afstööu, þá veröur flest-
um hugsað til þess hvers vegna
getur Albert talaö þannig fyrir
góðu máli, aö maöur veröur
óhjákvæmilega á móti þvi.
Ég fagna þeirri samstööu sem
opinberir starfsmenn haf a sýnt I
sinni fyrstu kjarabaráttu sem
þeir eiga I meö verkfallsvopnið i
höndum. Þaö er vandfariö meö
þaö vopn, en þeir viröast ætla aö
kunna aö beita þvi og þaö er
meir en sagt veröur um marga
aöra hópa i þessu þjóðfélagi.
Samstaöa félaga í B.S.R.B. sýnd i verki.