Alþýðublaðið - 19.10.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.10.1977, Síða 3
Ejiaíft8 Miðvikudagur 19. október 1977 Barnaverndarfélag Reykjavíkur; Stofnar leidbeininga stöð fyrir unglinga Stjórn Barnaverndarfélag Reykjavlkur f.v. Sigurjón Björnsson formaöur, Ingi Karl Jóhannesson frkv.stjóri, Kristinn Björnsson formaöur Landssambands I.B. Pállna Jónsdóttir og Sigríöur Sumarliðad. Starfsemi Landssam- bands islenzkra barna- verndarfélaga hefur verið með miklum blóma að undanförnu og nægir þar að minna á verkefni þau sem unnin hafa verið undir einkunnarorðunum //Byrgjum brunninn"/ sem greint hefur verið frá í f jölmiðlum. Barnaverndarfélag Reykjavíkur hefur ekki látið sitt eftir liggja m.a. með aðstoð við afbrigðileg og taugaveikluð börn og nú síðast hefur verið tekin sú ákvörðun/ að gangast fyrir stofnun leiðbein- ingastöðvar fyrir ung- linga. A fundi sem stjórn félagsins hélt með fréttamönnum i gær, til að kynna þessa hugmynd, kom fram að hugsunin að baki stofn- unar stöðvarinnar er sú, að vinna fyrirbyggjandi starf, i samvinnu við ýmsa aðila i þjóðfélaginu svo sem á vinnumarkaði, i skólakerfi og viðar. Sigurjón Björnsson formaður Barnaverndarfélags Reykjavikur kvaðst vilja benda á, að það væri staðreynd, að þær ráðstafanir, sem gerðar hefðu verið fram að þessu hefðu ekki dugað sem skyldi, þar sem vandamálið væri enn fyrir hendi. Það tilheyrði vissum aldri, að unglingar ættu erfitt með að leita til sinna nán- ustu várðandi ráðleggingar, og með það i huga hefði félagið ákveðið, að koma upp einskonar miðstöð, þar sem tilteknir aðilar væru til taks, svo sem félagsráð- gjafi, sálfræðingur o.fl. starfs- fólk. Stofnunin yrði siðan rekin á frjálsum ráðgjafagrundvelli; þangað yrði ekki komið með neinn, heldur væri hverjum frjálst að leita aðstoðar og ræða sin mál. — Okkur leikur nokkur hugur á, að hafa stöðina ekki aðeins opna á venjulegum skrif- stofutima, sagði hann enn- fremur, heldur einnig á öðr- um timum sólarhringsins. Sam- vinna við lögreglu gæti vel komið til greina, og þangað væri t.d. hægt að færa unglinga, sem væru illa á sig komnir að einhverju leyti.- Þá kom auk heldur fram, að ætlunin er ekki aðeins að leysa úr svokölluðum innri vandamálum þeirra sem kynnu að vilja leita til stöðvarinnar, heldur einnig veita ýmiskonar fyrir- greiðslu, svo sem varðandi námsval, atvinnu, tóm- stundir o.fl. Þjónustuna er ekki fyrirhugað að einskorða við ung- linga, heldur geta foreldrar einn- ig leitað til stöðvarinnar með vandamál sem upp kunna að ____________________________3 koma milli þeirra og barna. Fjármögnun starfseminnar verður hagað þannig, að stjórn Heimilissjóðs B.R. hefur ákveðið að verja þvi fé, sem er i eigu hans til húsnæðiskaupa. Einnig hefur barnaverndarfélagið ákveðið að hefja fjársöfnun, og er það þvi undir vilja almennings komið, hvort af stofnun þessarar stöðvar verður eða ekki. Þannig verður hafin sala á endurskinsmerkjum félagsins á föstudag, siðasta sumardag og stendur hún einnig yfir á laugar- dag. Merkin verða afhent sölu- fólki á afgreiðslum siðdegisblað- anna báða dagana, en þau er einnig hægt að fá á skrifstofu fé- lagsins að Skólavörðustig 2. Þá verður barnaritið „Sólhvörf” einnig til sölu á barnaverndar- daginn, en það inniheldur að venju létt og fræðandi efni fyrir börn. -JSS Litasjónvörp færa ríkinu 245 milljónir i fjárlagafrumvarp- inu fyrír næsta ár kemur meðal annars fram/ að vegna aukins innflutnings á litasjón- varpstækjum/ er áætl- að að aðflutningsgjöld af sjónvarpstækjum aukist um 245 milljónir króna og verði 340 milljónir. Aiþýðublaðið á hvert heimili LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER Keramik VEGGFUSAR rtalskar og spænskar— Glæsilegirlitir GÓLFDÚKUR Vynil gólfdúkur—Allar tegundir VEGGFÓÐUR Vynil veggfóöur—Nýirlitir . GÓLFTEPPI ;> Stórkostlegt úrval //// MAGNAFSLÁTTUR VEITTUR Hreyfílshúsinu—Grensásvegi 18—Sími 8-24-44 LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LIT/ÍVER

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.