Alþýðublaðið - 19.10.1977, Síða 4
4
Miðvikudagur 19. október 1977 ssssr
Otgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Hekstur: Iteykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Askriftarsími 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö 1500krór.ur á mánuöi og 80 krónúr i
lausasölu.
ATVINNULÝÐRÆÐI —
NÝR ATKVÆÐISRÉTTUR
Islendingar hafa lengi
verið forvitnir um hagi
annara. Bæði nágranna
sinna og ekki síður
þeirra, sem fjarri búa.
Lengi vel urðu landsmenn
að láta sér nægja að
styðjast við skrifaðar
f rásagnir og gera sér svo
í hugarlund hvernig um-
horfs væri. Gjarna
hugsuðu menn svo með
sér hvernig skyldi nú
vera að búa þarna. Þessa
sömu forvitni um annara
hagi hafa landsmenn
varðveitt fram á líðandi
stund og enn leiða menn
gjarna hugann að því
hvernig það skyldi nú
vera að lifa og starfa við
þær^aðstæður, sem lýst
er.
,,Á einum stað býr ágæt
þjóð, sem um er vert að
ræða...", eins og segir í
alþekktu kvæði. Fólkið
þar er duglegt, vel
upplýst og vinnusamt.
Menning er þar einnig á
háu stigi, skólavist yfir-
leitt ókeypis og félagsleg
samhjálp mikil. I stuttu
máli sagt þokkaleg vel-
ferð.
Engu að siður er það
nú svo með þetta fólk, að
aðeins 8—10% þess hefur
rétt til þess að greiða
atkvæði og ákvarða. Það
breytir engu þar um, þótt
ákvarðanirnar kunni að
ráða úrslitum um hag
hinna 90%. Fyrir langa
löngu komust menn með
þessari þjóð nefnilega að
þeirri niðurstöðu, að það
að stjórna væri svo
ábyrgðarmikið starf, að
engum væri treystandi til
að öðlást þar aðild að
nema þeim, sem ættu
eignir. Þeir, sem ekki
áttu nógu mikið eða ekki
alveg tilteknar eignir,
fengu ekki ,,að kjósa".
Þeir voru ekki nógu
ábyrgir, ekki nógu traust-
verðugir.
Mikið vatn hefur til
sjávar runnið síðan þetta
fyrirkomulag mótaðist.
Oti í hinum stóra heimi
hafa miklar breytingar
orðið í slíkum málum,
einkum þó og sér í lagi í
næstanágrenni viðumrætt
þjóðland. En allar þær
breytingar hafa farið
fram hjá umræddri þjóð,
án viðkomu. Þar er mál-
um enn svo varið, að at-
kvæðisrétturinn fæst
aðeins keyptur fyrir pen-
inga. I hæsta lagi 10%
þjóðarinnar eiga þann
rétt. 90% landsmanna eru
algerlega áhrifalaus.
Þeir þjóðfélagsþegnar
eiga ekki nóg fyrir at-
kvæðinu.
Hvar skyldi umrædd
þjóðeiga heima? Hvernig
skyldi vera umhorfs í
slíku landi? Þjóðin á
heima á (slandi.
Umhverfið er daglegt
umhverfi okkar (slend-
inga.
Nú gætu menn sjálfsagt
haldið að f arið væri að slá
út í fyrir Alþýðublaðinu.
Svo er þó ekki. Hér er
Alþýðublaðið ekki að
ræða um atkvæðisrétt
landsmanna í stjórnmál-
um — heldur um rétt
fólks til áhrifa í atvinnu-
málum, á málefni fyrir-
tækja sem það starfar
hjá. Á sama tímá og
nágrannaþjóðirnar hafa
á umliðnum áratugum
smátt og smátt verið að
ekki fyrir að fara í mál-
efnum atvinnulíf sins.
Þar er enn ríkjandi það
skipulag að einungis þeir,
sem eiga eignir, njóta at-
kvæðisréttar. Allir aðrir
eru réttleysingjar, at-
kvæðalausir hlutleysingj-
ar, sem ekkert fá til
haf a ekki áður haft. Þessi
frumvörp eru fyrstu
skrefin í átt til atvinnu-
lýðræðis. Með þeim er
verið að fá 90% lands-
manna í hendur
mannréttindi, sem þeir
hafa ekki áður notið.
Nýjan atkvæðisrétt.
Eitt af fyrstu verkum
Alþýðuflokksins eftir að
flokkurinn fékk kjörna
menn á þing var að
afnema úr lögum þau
ákvæði, að atkvæðisrétt-
ur í pólitískum kosning-
um skyldi háður því hver
væri efnahagur
viðkomandi. Nú hefur
Alþýðuf lokkurinn frum-
kvæðið í baráttunni fyrir,
að atkvæðisréttur í
málefnum atvinnulífsins
innleiða sambærileg
lýðræðisleg viðhorf og
vinnubrögð í atvinnu- og
efnahagslíf og tíðkast í
félags- og stjórnmálum
höfum við Islendingar
látið þau mál alveg af-
skiptalaus. Niðurstaðan
er sú, að á sama tíma og
lýðræðislegar framfarir
þafa orðið í stjórnmálum
og félagsmálum er slíku
málanna að leggja. Og at-
kvæðisrétturinn fæst ein-
ungis keyptur fyrir pen-
inga.
Þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa nú lagt
fram á Alþingi fjögur
lagaf rumvörp, sem öll
eru á þá lund að fá
launþegum í hendur
íhlutunarrétt um málefni
atvinnulífsins, sem þeir
sé ekki takmarkaður við
hlutafjáreign eða sam-
bærilegar eignir. Það fer
vel á því, að flokkurinn,
sem færði íslenskri
alþýðu óskoraðan at-
kvæðisrétt í stjórnmálum
sé í fararbroddií sókninni
fyrir þvi að færa
alþýðunni sambærileg
réttindi í atvinnu- og
ef nahagsmálum. SB
AF NÝJUM BOKUM
HEIMALIST
Ný
lista-
— frá Máli og
menningu
Nýkomin er út á islenzku hin
vlökunna listasaga Heimslist —
Heimalist (Hverdagskunst-
Verdenskunst) eftir R. Broby-
Johansen. Bók þessi hefur áöur
veriö gefin út á flestum Evrópu-
málum. Björn Th. Björnsson
hefur þýtt bókina og ritað eftir-
mála um höfundinn og verk
hans. I bókarkynningu segir
m.a.: Broby-Johansen skrifar
ekki fagmál fyrir fagmenn,
heldur talar hann viö lesandann
á ljósu og óhátfðlegu máli.
Hvarvetna er spenna i frásögn
R- Broby-Johansen
HEIMSLIST-
HEIMALIST
MAL OO MENNINQ
hans, full af hugkvæmni og
hnyttni. Broby-Johansen horfir
frá allt öðru sjónarmiði en tiöast
hefur verið i ritum um lista-
sögu. Hann litur ekki á listina
ofan frá, sem einangraö fyrir-
bæri á hverjum tima, heldur úr
sjónarhorni lifandi og striðandi
samfélags. 1 augum hans eru
hversdagslegustu nytjahlutir
jafnmikilvæg birting stils og
tima sem listaverk snillinga.
Heimslist-Heimalist er prýdd
hundruöum mynda, þ.á.m.
mörgum litmyndum. Ótgefandi
er Mál og menning.
Mál og
menning:
Elsku
Míó
minn
Nýkomin er út barnabókin
Elsku MIó minn eftir Astrid
Lindgren i þýðingu Heimis
Pálssonar. Elsku Mió minn er
ævintýrasaga og svipar þannig
talsvert til sögunnar Bróöir
minn Ljónshjarta sem kom út i
fyrra.
*
Sagan var lesin i Morgun-
stund barnanna i Rikisútvarp-
inu fyrir nokkrum árum. Bókin
er prýdd mörgum myndum eft-
ir sænsku listakonuna Ilon Wik-
land. Útgefandi er Mál og
menning.