Alþýðublaðið - 19.10.1977, Side 5

Alþýðublaðið - 19.10.1977, Side 5
5 nMiviftir iliíiitlt Miðvikudagur 19. október 1977 Gunnar S. Björnsson: P í Möguleikar á lánsfé til iðnfyrirtækja og idngarða — sjóðir og lánastofnanir iðnaðarins Elztur og öflugastur þessara sjóða nú er Iðnlánasjóður. Hlut- verk sjóðsins er að veita stofn- lán vegna vélakaupa, byggingar verksmiðju- og iðnaðarhúsa, endurskipulagningar iðnfyrir- tækja og hagræðingar i iðn- rekstri. Vélalán eru veitt lengst til 5 — 7 ára með 14% vöxtum ásamt 20% visitöluálagi af hækkun byggingarvisitölu. Byggingar- lán eru veitt lengst til 15 ára. Vextir 11.5% ásamt 50% visi- töluálagi af hækkun byggingar- visitölu. Heildarútlán sjóðsins, I árslok 1976 námu 1.947 millj. kr. þar af eigið fé 1.300 millj. kr. I lögum sjóðsins er kveðið á um það, að þeir aðilar, sem greiða iðnlánasjóðsgjald af rekstri sin- u, skuli að öðru jöfnu hafa for- gang að lánum frá sjóðnum vegna mjög mikillar eftirspurn- ar eftir lánum, en hún hefur verið t.d. árið 1975 1.827 millj. kr. Ráðstöfunarfé sjóðsins var þá 531 millj. kr. Árið 1976 var eftir- spurn 2.656 millj. kr. en ráðstöf- unarfé 740 millj. kr. A þessu ári er reiknað með, að eftirspurn verði um 4.900 millj. kr. ráðstöf- unarfé er hins vegar 1.218 millj. kr. Þótt reiknaö sé með að 20% af umsóttu fjármagni sé ekki lánshæft, er sjóðurinn þó ekki með nema 1/3 af umsóttu fjár- magni til ráðstöfunar. Af þess- um sökum hefur svo farið, að þó lög sjóðsins heimili lánveitingat til annarra en þeirra, sem greiða gjald til sjóðsins, hafa aörir aðilar nánast enga mögu- leika til þess aö hljóta lán nema um ný fyrirtæki sé að ræða, sem auðsjáanlega verða gjaldskyld á iðnlánasjóðsgjaldi. Iðnlánasjóður hefur heimild til aö lána allt aö 60% af fjár- festingarkostnaði bæði er varð- ar vélar og byggingar. Nú á seinni árum hefur sjóð- urinn gert meiri kröfur um góöa rekstrarafkomu fyrirtækja og að þau sýni fram á nauðsyn fyr- irtækis fyrir fjárfestingu. A næstu árum mun sjóðurinn gera enn meiri kröfur varðandi slikt, sérstaklega ef um meiriháttar fjárfestingar er að ræða. Aðsetur sjóösins er i Iðnaðar- bankanum, en bankinn sér um daglegan rekstur sjóðsins sam- kvæmt sérstökum samningi. Iðnþróunarsjóður Sjóðurinn var stofnaður árið 1970 við inngöngu íslands i EFTA og lögðu frændur okkar á Norðurlöndum fram stofnfé sjóðsins að jafnvirði 14 millj. Bandarikjadollara. Iðnþróunar- sjóður hefur þrengra verksvið en Iðnlánasjóöur þar sem hann lánar einungis til framleiðslu iðnaðar, sem keppir við inn- flutning. 011 lán sjóðsins eru að fullu gengistryggð og hefur sú trygging reynzt ýmsum fyrir- tækjum þung I skauti sérstak- lega á þvð viö ef um vélalán hef- ur verið að ræða. Sjóðurinn hef- ur lánað allt uppi 70% af fjár- festingu enda verið kröfuharð- ari varðandi undirbúning fjár- festingar, arðsemisútreikninga og greiösluáætlana. Útlán sjóðs- ins hafa verið 1975 631 millj. kr. 1976 557 millj. kr. og á þessu ári 560 millj. kr. (áætlun). Byggðasjóöur Sjóðurinn tók til starfa i árs- byrjun 1972. Hlutverk sjóðsins er að stuöla að jafnvægi i byggð landsins, með þvi að veita fjár- hagslegan stuðning til fram- kvæmda og eflingar atvinnulifs með hliösjón af landshlutaáætl- unum. Byggöasjóður er frá- brugðinn Iönlánasjóði og Iðn- þróunarsjóði að þvi leyti, að verksviö hans er utan Reykja- vikur og að mestú Reykjaness og lánshæfar eru framkvæmdir til eflingar atvinnulifs á við- komandi stöðum. Hlutdeild Byggðasjóðs i lánveitingum til iðnaðar nam á árinu 1975 206 millj. kr. og á árinu 1976 111 millj. kr. Um siðustu áramót námu heildarlán sjóösins til iðn- aðar 865 millj. kr. eða 16.9% af höfuðstól sjóðsins. Lánskjör Byggöasjóðs eru 12% vextir, lánstimi 4-12 ár, einnig endur- lánar sjóðurinn erlend lán með 9% vöxtum og að fullu gengis- tryggð. Lánstimi er 10-12 ár. Lán stjóðsins hafa numiö um 20- 25 kr. eða 16.9% af höfuöstól sjóðsins. Lánskjör Byggðasjóðs eru 12% vextir, lánstimi 4-12 ár, einnig endurlánar sjóðurinn er- lend lán með 9% vöxtum og að fullu gengistryggð. Lánstimi er 10-12 ár. Lán sjóðsins hafa num- ið um 20-25% af fjárfestingar- kostnaði. Byggðasjóður er undir stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins og hefur aðsetur sitt þar. Iðnrekstrarsjóður Hlutverk hans er nánast það sama og Iðnþróunarsjóös nema að þvi leyti, að starfsemi sjóðs- ins er eingöngu bundin útflutn- ingsiðnaði, og hann má kaupa og selja hlutabréf i iðnfyrirtækj- um. Ariö 1976 veitti sjóðurinn lán að upphæð 43 millj. kr. og styrki að upphæð 42 millj. kr. Einnig voru keypt hlutabréf fyr- ir 7 millj. kr. Vextir af lánum sjóðsins eru 13%. Lánstimi 5-8 ár. utf lutningslánas jóður Sjóðurinn tók til starfa 1971. Stofnfé sjóðsins er 195 millj. kr. en stofnaöilar eru Seðlabanki, Landsbanki og Iönlánasjóður Hlutverk sjóðsins er: a) Að veita lán vegna útflutn- ings meiriháttar véla- og tækja sem framleidd eru inn- anlands. b) Að veita samkeppnislán, þar er lán til innlendra aöila er kaupa vélar og tæki, sem framleidd eru innanlands. A árinu 1976 veitti sjóðurinn samkeppnislán að f járhæð 219 millj. kr. Vextir af lánum sjóðsins eru 15 3/4%. Láns- timi 1-5 ár. Sjóðurinn hefur aðsetur hjá Landsbanka Is- lands. Ég hef hér á undan gert laus- lega grein fyrir starfsemi þeirra stofnlánasjóða, sem iðnfyrir- tæki geta sótt til með lánsum- sóknir. Auk þessara sjóða er vert að geta hlutverka Fram- kvæmdasjóðs og Fjárfestinga- félags Islands. Framkvæmda- sjóður hefur veitt einstök lán, en að öðru* leyti er aðalhlutverk hans að veita fé til sjóða at- vinnuveganna. Fjárfestingafé- lagið hefur veitt nokkur lán til iðnfyrirtækja, en aðallega hefur það haft milligöngu um leigu- kaup á iðnaöarvélum. Af framansögðu er ljóst, að þeir sjóðir, sem veröa einhvers megnugir varðandi lánafyrir- greiðslu til iðnaðar almennt á næstu árum eru Iönlánasjóöur, Iðnþróunarsjóður og Byggöa- sjóður. Af þessum sjóðum ber þó Iðnlánasjóð langt hæst, og vil ég þvi fara nokkrum oröum nánar um hann. Þó útlánageta sjóðsins sé á þessu ári rúmar 1.200 millj. kr. er ljóst, að ef á að gera eitthvað raunhæft i upp- byggingu iðnaöar á Islandi, þarf að stórefla út'.ánagetu sjóðsins. Vekur það furðu þeirra, sem til þekkja, að ekki skuli vera búið að gera meira i þeim efnum þegar, sjóðurinn er einn af þeim fáu fjárfestinga- lánasjóðum, sem hafa aukiö eigið fjárhlutfall sitt á undan- förnum árum, og má þar þakka framlagi iðnaðarins sjálfs til sjóðsins og raunhæfri ávöxtun hans. Samkvæmt áætlun sjóðs- ins fyrir árið 1978 má búast við, að umsóknarf járhæðir verði um 6.800 millj. kr. Eigiö fé sjóðsins verði 1.060 millj. kr. og er það um 38% auking eiginfjár frá 1976. Ef reiknað er með 80% af eftirspurn séu raunhæfar um- sóknir eða 5.440 millj. kr. vantar 4.380 millj. kr. til þess að sjóður- inn geti sinnt raunhæfri eftir- spurn. Að mati sjóðsstjórnar er algjört lágmark að geta sinnt um 40-45% af eftirspurn eða að sjóðurinn hefði á að skipa fjár- magni að upphæð 2.700-3.000 millj. kr. Þar að auki má búast við, að nú siðast á þessu ári safnist mjög mikiö fyrir af um- sóknum, sem afgreiða verði af fjármagni næsta árs. Stjórn sjóðsins setur nú traust sitt á iðnaðarráðherra varðandi efl- ingu sjóðsins, en ráðherra hefur i verki sýnt, að hann vilji efla hann sem mest, t.d. var ríkis- framlag til hans þrefaldaö á þessu ári úr 50 millj. kr. i 150 millj. kr. Eg hef einnig verið beðinn aö gera lauslega grein fyrir mögu- leikum á lánsfjármagni i iön- aðaruppbyggingu. Iðngaröar, sem byggðir væru upp af bæjar- og eða sveitarfélögum heföu ekki möguleika á aö fá lán nema úr Byggðasjóði og Fram- kvæmdasjóði. Iðnlánasjóöur gæri ekki lánað bæjar- eða sveitarfélögum beint vegna þeirra ástæöna, sem ég hef rak- ið hér að framan, þó gæti hann að sjálfsögðu lánað þeim iðn- fyrirtækjum, sem mundu kaupa slikar bygginhar, sem þannig væru byggðar. Ef aftur á móti nokkur iðnfyrirtæki mundu sameinast um byggingu slikra iðngarða, væru þau að sjálf- sögðu lánshæf hjá sjóðunum samkvæmt þeim reglum, sem þeir starfa eftir. Vissulega væri bygging iðngarða af hálfu bæj- ar- og sveitarfélaga mjög já- kvæð, sérstaklega ef fyrirtækj- um gæfist kostur á að ganga inn i slikar byggingar á leigukaupa- samningi. Þá væri þeim ekki iþyngt of mikið met stofnkostn- aði. Þessvegna væri mjög æski- legt, að Framkvæmdasjóður lánaði ákveðna fjárhæð til t.d. Iönlánasjóðs, sem siðan endur- lánaði til þeirra bæjar- og sveit- arfélaga, sem réðust i slikar framkvæmdir. Að ég nefni Iðn- lánasjóð sem millilið i þessu efni, er, að hann er sá sjóður, sem mest kemur til með að fylgjast með vexti og framgangi i iðnaöi á næstu árum og mun þvi hafa bezta þekkingu á þörf- um fyrir slika fyrirgreiðslu og hvar hún kæmi aðmestum not- um fyrir iðnaöinn og þjóðina i heild.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.