Alþýðublaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 20. október 1977 ssæ alþýöu- Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — sinii 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð 1500krónur á mánuði og 80 krónúr I lausasölu. Samstada allra launþega Samningar BSRB og ríkisvaldsins eru nú væntanlega í sjónmáli. Þar með mun Ijúka ein- hverju sögulegasta verk- falli, sem háð hef ur verið hér á landi. Þetta verk- fall hefur ekki aðeins haft mikil áhrif á allt þjóðlífið, heldur hlýtur það einnig að hafa veru- leg áhrif á launþega innan BSRB. Þeir beita nú verkfallsvopninu í fyrsta sinn og hljóta að finna til meiri samstöðu en áður með öðrum laun- þegum í landinu. Andstæðingar verka- lýðshreyfingarinnar hafa um árabil haldið því fram, að hreyfingin hefði óeðlilega mikil áhrif á stjórn landsmálanna. Hún komi ávallt fram kröfum sínum, ef ekki með verkfallshótunum þá með verkföllum. Þetta er falskenning og á enga stoð í raunveruleikanum. Staðreyndin er sú, að hreyfing launþega á íslandi er alitof veik- burða. Hún hefursjaldn- ast getað samið við ríkis- stjórnir, sem hafa verið henni hliðhollar, og póli- tískur styrkur hennar er alltof lítill. Skipting opinberra starfsmanna og annarra launþega í tvo hópa, sem litla samvinnu hafa, veldur stöðugri spennu í kjaramálum. Af eðli- legum ástæðum taka þessir launþegahópar mið af kjörum hvors annars og lítið hlé verður á samningum. Þetta á einnig við um nokkra aðra hópa launþega í þjóðfélaginu. Friður á vinnumarkaðnum er því í stöðugri hættu og þess eru mörg dæmi að fámennir hópar hafa stöðvað veigamikinn rekstur og valdið vinnustöðvun hjá fólki, sem engan þátt á í vinnudeilunum. Styrkur verkalýðs- hreyfingarinnar liggur í samstöðu hennar. Það er því eitt af veigamestu hlutverkum forystu- manna launþegasamtaka og stjórnmálamanna, sem á annað borð styðja launþegahreyf inguna á íslandi, að stuðla að aukinni samvinnu og ríkari stéttarvitund. Verkföll og upplausn á vinnumarkaði er öllum til tjóns. Það er því hagur allra launþega að meiri eining skapist og að áhrif þeirra á þjóðstjórnina aukist. Það verður ekki gert á meðan launþegar eru dreifðir f öllum stjórnmálaf lokkum og mynda ekki sterk heildarsamtök. Verkfall opinberra starfsmanna verður vonandi til þess, að upp verði teknar viðræður um nánari samvinnu BSRB og ASl. Ef það yrði meðal annars niðurstaða þessa sögulega verkfalls yrði hægt að tala um tímamót í sögu launþega á íslandi. —ÁG— Kínverska sendiráðid á íslandi Fyrsti sendiherra Kína á Islandi, Chen Tung, er nú á förum héðan. Það var merkur atburður, þegar Kínverjar opnuðu sendiráð í Reykjavík. Síðan hafa þeir unnið kappsamlega að nánari kynnum og samskiptum þjóðanna tveggja. Þeir hafa náð góðum árangri, viðskipti hafa aukizt svo og samskipti á sviði menningarmála og íþrótta, og hópar íslendinga hafa heimsótt Kína. Það ber að fagna þessari þróun og þakka starf Chen Tung. Hann og starfsmenn hans beita athygl isverðum að- ferðum til að kynnast landi og þjóð. Þeir hafa samskipti við fólk úr öllum þjóðfélagshópum, margir þeirra hafa numið íslenzka tungu og prúðmennska þeirra er einstæð. Vonandi takast ennþá betri kynni með þessum tveimur þjóðum á komandi árum. —AG— ÚR YMSUM ATTUM Þau tlðindi hafa nú gerzt, aö einn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins hefur ákveðið að láta til skarar skriða og sannreyna hvernig jafnréttinu hér á landi sé farið. Er þarna kominn Albert Guö- mundsson i eigin persónu, og aöferðin sem hann notar til að athuga virkni jafnréttis er, að sækja um inngöngu i HVOT, FALAG SJALFSTÆÐIS- KVENNA. Kveöst þingmaöur- inn gera þessa atlögu að félag- inu tii að láta reyna á, hvort jafnrétti kynjanna sé raunveru- lega við lýði I félagsskap, þar sem konur einar hafi ráðið rikj- um hingaö til. Segja kunnugir, aö Hvatar- konur hafiekki a.m.k. allar sem ein fagnað þessum væna af- mælisböggli af alhug (félagiö hélt nýverið upp á 40 ára starfs- afmæli sitt) og eitthvað mun hafa bögglast fyrir brjóstinu á þeim framkvæmdin á þvi, aö taka þennan nýja félagskraft inn. Formaðurinn hefur þó látið hafa eftir sér, aö persónulega litist henni vel á, að fá Albert i félagið. A móti kemur. að óhjá- kvæmilegt myndi reynast aö breyta lögum þess, þar sem þar erað finna það ákvæði, aö félag- ar skuli vera konur. Ekki hafa slikar lagabreyt- ingar komið til tals i önnur þau skipti, sem karlmenn hafa freistað þess að ganga I Hvöt. Hvort þingmannsnafnbótin skiptir þareinhverju máli, skal ósagt látið, en fróðlegt verður að fylgjast með framvindu málsins. tslenzkur Graham. Ekki verður annaö sagt, en að Billy gamlaGraham hafi bætzt verulegur liðsauki i Mogga að undanfömu. Er þar mættur til Albert vill ganga í Hvöt ÞAU tfðindi hafa gerzt að einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Albert Guðmundsson, hefur sótt um að gerast „félagskraftur** í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna. Albert tjáði Mbl. að sig langaði til að láta reyna á það hvort jafn- rétti kynjanna væri virkilega við lýði þegar um væri að ræða svið þar sem konur einar hefðu hingað^ til ráðið ríkjum. Margrét Einarsdóttir^ rnaður Hvatar hafðij að segja er Mb^ viðbrögðun sókninjj fen Fétagasamtök og áfengismál: gúðtemlara- REGLAN Talið er að fyrslu bindindisfélög hafi verið slofnuð i Bandarikjun um Lengi fram éflir 19. öld voru Bandarikjamenn á ýmsan hall óháðari fornum venjum en þjóðir Evrópu yfirleill. Þa var lilið a Ameríku sem land frelsisins. Þá var stundum sagl að vestmfjuM hefðu skilið efiir kóng ogpresl og byggðu alli upp að nyjis Þegarþað fréttisi að í Bandarlkjunum vœn nsinhrálM það að markmiði að losa mannkynið við bolvun mikla alhygli og ýmsir vildu koma þar tHJjf Þessi nýja hreyfing vildi upprœl verslun. Sjálfir hélu félagsmei^ veilá það ekki öðrum. Þe^ sina og hafa svo áhtj^ Það orkar sterkasi B leiks Halldór nokkur Kristjáns- son, þekktur baráttu maöur gegn áfengisbölinu. Halldór hefur ritaö þó nokkur greinarkorn að undanförnu, og tekið þar á vandanum af þeirri \iðsýni, þekkingu, fjöri og um- burðarlyndi, sem honum einum er lagiö. Er ekki að efa, að rit- smiðar þessar eigi eftir að hafa umtalsverð áhrif, og má þvi til ’sönnunar vitna til orða gamals og grandvars bindindismanns: — Svona lesning gæti komiö heilu sólkerfunum á fylleri! Svo mörg voru þau orð. Leiðarvisir fyrir sjálfstæðismenn Nú mun standa fyrir dyrum að gefa út i Sjálfstæðisflokknum leiöarvisi um stefnu flokksins i hinum ýmsu málum. Útgefend- ur þessa bæklings eru nokkrir einstaklingar sem hafa rekið sig á þann óttalega sannleika, að vandratað er um myrkviði hægrimennskunnar á tslandi, og nefna þeir sig Ahugamenn um nýjar leiðir innan Sjálf- stæðisflokksins. Þeir hafa nú boðað til mikils fundar, borgarafundar, i dag klukkan 20 á Hótel Borg og munu þar nokkrir menn hafa framsögu um þau mál sem þeir eru sérfræöingar i. Þannig talar Jónas Kristjánsson um land- búnað, enda heimsfrægur um allar sveitir fyrir yfirgrips- mikla þekkingu á þeim efnum. Kristján Friðriksson talar um auðlindaskattog mun hafa lofað að tala styttra mál en hann skrifar. Aron I Kauphöllinni ræöir um varnarmál og hvernig græöa megi á þeim, og Leó M. Jónsson ræðir um iðnaö um- búðalaust eins og hanservandi. Það skemmtilegasta sem fram kemur í auglýsingu um þennan fund er það, að fundar- boöendur væntaþess að „flestir þeir sem keppa að alþingis- framboöi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og reiðubúnir eru til að svara fyrirspurnum, sjái sér fært að mæta á fundinum”. Þetta á sem sagt að vera eins konar munnlegt próf fyrir þá sjálfstæðismenn sem langar á þing. Prófdómarar eru úr flest- um hinna flokkanna og væntan- lega verða prófræðurnar birtar i leiöarvisi þeim sem fyrr getur. BORGARAFUNDUR Aron Guðbrondtion Jónoi Kriitjónnon Kriitján Friðrikuon loó M. Jóntion Rtynir Hugaion foritj. rititjóri foritjóri taknifr. vorkfr. Borgarafundur um efnahagsmál og önnur þjóömál veröur fimmtudag 20. október 1977á Hótel Borg kl. 20.30 Gottir fundarint og málthefjondur oru: fundarboðendur veenta þett að lem fleitir þeir er kepptt að Aron Guðmundnon foritjóri, tem tolar um vornormól, iónai alþingiifromboði fyrir Sjálfslcsðiiflokkinn og reiðubúnir eru til Kriitjánnon rititjóri, lem talar um landbúnað, Kriitján friðriki- að tvara fyriripurnum ijói tór faert að maeta 6 fundinn. ton foritjóri, tem tolar um auðlindaikatt, og Uó M. Jóntion tceknifrceðingur, tem talar um iðnað o.tt. fundoritjóri er Reynir Hugaton verkfroeðingur. Ahugomenn um nýjor Iðiðir innan Sjólfilaiðiiflokktint.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.