Alþýðublaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 12
alþýðu- II n hT'JT' Útgefandi Alþýðuflokkurinn FIIMÍIVITUDAGUR Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að • Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. 20. OKTOBER 1977 Alþýðusambandið og BSRB: Grundvöllur fyrir sameiningu? Rætt vid Björn Jónsson og Kristján Thorlacius Sú spurning hefur læðst að mörgum síðustu daga, hvort hugsanlegt væri að sameina Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband islands. Þessi tvö stærstu launþegasamtök á land- inu hafa starfað hvort i sínu lagi til þessa, annað með fullan verkfallsrétt um áratuga skeið en hitt bundið af lögum sem hafa meinað því að berj- ast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna þar til nú. Hingað á Alþýðublaðið hafa ótal margir hringt og verið að velta þessu fyrir sér, svo við höfðum samband við þá Björn Jónsson forseta ASI og Kristján Thorlacius for- mann BSRB og spurðum þá, hvort þeir teldu, Kristján Thorlacius. hugsanlegan þann mögu- leika, að sameina þessi tvö samtök. Margra ára þróun — 1 sambandi við samningu stefnuskrár Alþýðusambands- ins sem samþykkt var á siöasta þingi þess, var um það rætt, og það raunar sett i stefnuskrána, að Alþýöusambandið vildi beita sér fyrir aukinni samvinnu við Bandalag starfsmanna rikis og bæja, sagði Björn Jónsson, — en á sameiningu var ekkert minnst. Hins vegar tel ég þaö vera æskilegt markmiö að keppa að, þótt vissulega sé það ekki raun- hæft næstu árin. Sameining þyrfti aö byggjast á svo nánu samstarfi að úr þvi leiddi að sameining yrði eðlileg þróun. Það er margt sem mælir með slikri þróun. Viö litum svo á, að vinnustaðirnir séu grunneining- ar félagsstarfseminnar og viða á vinnustöðum eru félagsmenn úr báðum þessum samtökum, sem eðlilegt mætti telja, að væru i sama félaginu. Byrjun náins samstarfs gæti verið að samtökin mótuðu sam- eiginlega launastefnu. Hingað til hefur nokkuð borið á milli stefnu þeirra, þótt sá munur Björn Jónsson hafi vissulega farið minnkandi á liðnum árum. Mér þykir sem sagt sennilegt, að þróunin verði i þessa átt, en af sameiningu verður áreiðan- iega ekki i náinni framtið. — Þvi má svo bæta við, að allt þetta gildir einnig um þau launþega- samtok sem standa utan þess- ara tveggja. Náin samvinna æskileg — Það hafa alltaf komið upp raddir um sameiningu við ASÍ með reglulegu millibili, innan bandalagsins, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB. — Eftir þvi sem ég bezt veit hafa slikar raddir verið uppi frá stofnun bandalagsins. Ég tel mjög æskilegt, að þeir fjölmennu hópar sem innan þessara sambanda eru, skipi sér þétt saman. Hef raunar allt- af haft þá skoðun, að launþega- hóparnir innan samtakanna eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og að þeim hagsmunum verði betur þjónað eftir þvi sem samstaöa samtakanna er meiri. Hitt er svo ljóst, að þróun verður að eiga sér stað. Svona gerist ekki i stökkum, og fyrstu skrefin yröu aö verða tekin inn- an einstakra félaga, á sam- bandsþingum. —hm Undanþága til launagreiðslna . BSRB hefur veitt undanþágu til þess að launalistar þeirra viku- og stundarlaunamanna er vinna hjá opinberum aðilum, en ekki eru innan vébanda BSRB, veröi unnir og ávisanir verði gefnar út til greiðslu upp i laun þeirra. Þetta var ákveðið i samráði við og að beíðni forystumanna verka- lýðsfélaganna. Ekki er ljóst hver viðbrögð stjórnvalda verða við þessu, það cr hvort undanþágan veröur nýtt, en I gær virtust undirtektir þeirra tregar. Þá var i gær veitt undanþága til viðgerða á hluta langlinunnar, sem hafði bilað. Talið var að bilun þessi gæti haft áhrif á starf almannavarna og þvi var hún heimiluð. Simamenn fylgjast mjög náið með ástandi sima- kerfisins og eru undanþágur veittar jafnóðum og öryggi krefs t viðgerða eða viðhalds. BSRB ekki flugfélag Bandalagi starfsmanna rikis og flestar borizt eftir að fréttist að bæja hefur undanfarna daga undanþága hefði verið veitt til boriztmikiðmagnaf beiðnum um flutnings á þrem handknattleiks- unanþágur til þess að komast til liðum úr landi, það er liðum Vals, útlanda. FH og kvennalandsliðinu, en Undanþágubeiðnir þessar hafa Framhald á bls. 10 Svo virðist sem margir hafi látið ýmsar minni háttar reglur lönd og leið, nú i verkfallinu, enda hægt um vik, þar sem eftirlit með slikum hlutum flokkast ekki undir öryggismál. Þannig hefur hann lika farið að ökumaður bifreiðar landbúnaðarráðherra, þegar hann lagði henni við yfirstrikað P-merki við Arnarhvol. Frumvarp um breytingu á umferöarlögum: Skriflegt próf við endur nýjun ökuskírteinis? „Aður en ökuskirteini er endur- nýjað, skal umsækjandi standast skriflegt próf I umferðarlöggjöf. Skal prófi þannig hagað, að próf- taki merki við rétt svör á próf- verkablöðum, er dómsmálaráðu- neytið leggur til. Þannig er lagt til að endurnýjun ökuskirteinis veröi háttað, ef frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum nær fram að ganga, en frumvarp þetta var lagt fram á þingi I gær og hefur það verið flutt á tveimur undan- förnum þingum, en ekki hlotið afgreiðslu. Flutningsmenn eru Sigurlaug Bjarnadóttir og Ellert B. Schram og segir i greinargerð, að ástæða þess a frumvarpið var ekki afgreitt á fyrri þingum hafi verið sú, að menn hafi greint á um ákvæði um löggildingu öryggisbelta i bifreiðum og ákvæði um ökuskóla. Þessi ákvæði hafa nú verið felld úr frumvarpinu. í þvi er og gert ráð fyrir að viö embætti lögreglu- stjórans i Reykjavik verði færö skrá i spjaldskrárformi yfir öku- feril handhafa ökuskirteinis i öllum lögsagnarumdæmum landsins. Skal I þessa skrá færa brot er varða öryggisreglur I umferð, svo sem ölvum við akstur, of hraðan akstur, brot á biðskyldu, stöðvunarskyldu eða almennum umferðarrétti, brot á reglum um umferðarljós o.s'frv. Þá skal og færð aðild viðkomandi ökumanns að umferðarslysum og óhöppum, sem lögregluskýrslur eru gefnar um. Komi i ljós að ökumaður eigi itrekað sök á umferðarslysi eða gerist itrekað brotlegur gegn öryggisreglum i umferð, skal það tilkynnt lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og hann beiti ökuleyfis- sviptingu til bráðabirgða. Framhald á bls. 10 Hafnarstjórn þing ar utan borgar til að fá starfsf rið Annir hafnarstjórnar Reykja- vikur virðast hafa farið mjög vaxandi að undanförnu, og hefur fjöldi afgreiðslumála aukizt svo, að stjórnin hefur ekki annað öllu meiru. Stjórnarmenn hafa þó ákveðið, að gefast ekki upp við svo búið, en leysa þennan vanda með þvi, að efna til tveggja daga fundar e.t.v. utan borgar- innar. Þar er hugmyndin, að ræða stefnumarkandi mál varðandi höfnina, fjarri öllu dægurþrasi. Það voru þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Guðmundúr J. Guðmundsson, sem báru þessa tillögu fram á fundi hjá stjórn- inni, en i henni segir: „Þar eð fjöldi afgre.iðslumála fyrir hverjum hafnarstjórnar- fundi hefur farið vaxandi, hefur ekki unnizt nægur timi til umræðna um stærri og dýpri stefnumarkandi mál, I hafnar- stjórn. Hafnarstjórn samþykkir þvi, aðefna til 2ja daga fundar e.t.v. utan borgarinnar, þar sem næði gefst til að ræða stefnumark- andi mál hafnarinnar...”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.