Alþýðublaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. október 1977 5 Reynsluleysi Verkfall Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hefur mi staðiö á aöra viku og sýnt aö þaö leysist varla fyrr en þessi vika er öll. Verkfalliö hefur náö þeim tilgangi sínum aö sýna fram á nauösyn opinberra starfsmanna fyrir eölilegan framgang mann- lifsins hér á landi, enda hafa vandræöi af völdum þess veriö ómæld. Sá er enda tilgangurinn meö verkföllum, að sýna fram á nauösyn þeirra sem i verkfalli eru og nota þau vandræði sem skapast til að knýja fram betri launakjör. bað hefur vissulega ekki farið á milli mála aö þetta verkfall er hið fyrsta sem opinberir starfs- menn heyja, jafnframt þvi sem þetta er i fyrsta sinn sem at- vinnurekendur þeirra, rikis- valdið og sveitarfélög, eru i fyrsta skipit i þeirri aðstööu aö vera þolendur slikra verkfalls- aðgerða. Þetta hefur glögglega komið fram i framkvæmd verk- fallsins og viðbrögöum við þvi. Samúð almennings er nauðsyn Þvi miður er það svo, aö - reynsluskortur I þessu efni hefurháö BSRB mjög verulega. Þannig hefur sambandinu láðst það sem mestáriöandi er i slikri deilu, — aö skapa sér samúö almennings. An þeirrar samúöar, sem skapast af skiln- ingi á kröfum opinberra starfs- manna, er vonlaust aö fram- kvæma verkfall af þessari stærðargráöu og þvi miður hefur verkfallsnefnd BSRB brugðizt bogalistin i þvi efni. Um þetta mætti nefna mörg dæmi, en hér verður látiö nægja aö benda á tvö. Mannréttindi 1 fyrsta lagi eru þaö grund- vallarmistök Bandalags starfs- manna rikis og bæja að hafa ekki hamraö nægilega á þeim mannréttindakröfum sem sam- bandið gerir. Hér er átt við kröfur um endurskoöun samn- inga á samningstimabilinu, með verkfallsrétti. Allir sem eitt- , hvað velta þessum málum fyrir sér gera sér grein fyrir þvi, aö útilokað er fyrir launþega- samtök aö skrifa undir kjara- samning til tveggja ára, án þess aö i honum sé slikur réttur. Bæði er það, að gengisskráning krónunnar er ekki stööugasta gengisskráning sem um getur ogverulegtfallhennar (eöa sig) getur skert kjarasamninga mjög verulega á samningstima- bilinu. Gegn þvi verða launþegasamtök aö tryggja sig. í annan stað eru fordæmi fyrir þvi aö stjórnvöld hafi með laga- setningu tekiö umsamiö verö- 'bótakerfi Ur sambandi. Gegn slíkum aðgerðum verða laun- þegasamtök einnig aö tryggja sig. Kröfur BSRB um endur- skoöunarrétt meö verkfalls- heimild eru þvi ekki annað en kröfur um mannréttindi. Þessu á verkfallsnefnd BSRB aö hamra á í áróöri sinum. En þvi er ver, aö bandalaginu hafa verið ákaflega mislagðar hendur i þessu efni, eins og raunar áróðri öllum. tJtlendingarnir t ööru lagi skal nefnt eitt dæmi um óþarfa stifni verk- fallsnefndar bandalagsins, sem raunar ætti sennilega aö skrifa á reikning reynsluleysis. Hér er átt viö lokun útlendra ferða- manna hér á landi. Neitun um undanþágu fyrir þá til aö fara utan var algjör- lega út i loftiö og þjónaöi ekki neinum sjáanlegum tilgangi öðrum en þeim að sýna mátt sinn. Verkföll eru hins vegar enginn kúrekaleikur, heldur alvarlegar aögeröir sem veröa aö framkvæmast af yfirvegaöri skynsemi. Þaö vildi svo til að ég var viö- staddur fund útlendinganna á Hótel Loftleiðum á laugar- daginn var, daginn áöur en feröaleyfi fékkst fyrir þá. Meðan á fundinum stóð var itrekað hringt til þeirra sem að fundinum stóöu frá erlendum fréttastofnunum. Miðað við málflutning þeirra sem tóku til máls á þessum fundi má nærri geta að BSRB hefur ekki verið borin góð sagan i þeim frétta- stofnunum sem um málið hafa fjallað erlendis. Einhver kann að segja að þaö skipti ekki máli hvað um verkfall á Islandi er sagt í erlendum fjölmiðlum, en gæta veröur þess, aö BSRB er aöili, aö alþjóölegum samtökum og orðrómur um „mannrán”, „skilnin gslausa þursa”, „geggjaöa verkfallsmenn” og fleira i þeim dúr sem fram kom á fundinum og ugglaust hefur veriö tiundað erlendis, er sizt til þess fallið að auka skilning á baráttu opinberra starfsmanna, hér á landi sem bræörasam- t(8cum þeirra erlendis. Ugglaust eru þetta atriöi sem eiga eftir að slipast meö reynsl- unni. En ef ekki er farið hyggi- lega af stað getur svo fariö aö framtiöarbarátta opinberra starfsmanna veröi meira á brattann en þörf hefði veriö á. HaukurMár Bókaskrá Æsk- unnar komin út út er komin í ellefta sinn Bókaskrá Æskunnar. i skránni eru um 800 tiltlar, frá 35 útgefendum um hin fjölbreytilegustu efni. - Flestar bókanna komu út fyrir meir en tveim árum, og er veröi þeirra því stillt í hóf, auk þess sem margar þeirra eru ekki fáanlegar annars staðar. Er tilgangurinn með út- gáfu bókaskrárinnar sá, að gefa fólki kost á að velja sér bækur, án fyrirhafnar. Pöntunarlisti fylgir skránni og er hann jafn- framt efnisyfirlit yfir alla þá titla sem boðið er upp á. —JSS Getraunaspá Alþýðublaðsins: Erfiðir leikir 9 í siðustu viku stend- um við á 9 leiki rétta. Það kom i ljós, að þetta var óþarfa svartsýni, við fengum tiu leiki rétta. Undir venjuleg- um kringumstæðum hefði þessi árangur nægt til verðlauna, en nú brá svo við, að i fyrsta skipti í 12 mán- uði, komu fram seðlar með 12 réttum. Leikirnir á seðli vik- unnar eru nokkuð snúnir að þessu sinni, svo við verðum að vera litillátir og stefnum aftur að 9 réttum. Kr. 800 © The Football League Lelkir 22. október 1977 Birmingham - Derby . Bristol City - Arsenal Coventry - Ipswich . Liverpool - Everton . Man. City - Wolves . Middlesbro - Leeds . Newcastle - Chelsea Norwioh - Leicester . Q.P.R. - Nott’ham Forest W.B.A. - Manchester Utd. West Ham - Aston Vilia Southampton - Bolton . . K i X 2 ’ \C z L x Z X z % % 7 1 ■ x z X & Birmingham — Derby. Þetta er erfiður leikur fyrir getraunasérfræðinginn, bæði liðin geta átt skinandi leiki en detta svo alveg niður i meöalmennsk- una á milli. Derby er aðminu áliti sterkara liðið og ef leikið hefði verið á heimavelli Derby, hefði spáin verið heimasigur, en trú- lega nær Birmingham jafntefli á heimavelli. Bristol City — Arsenal. Arsenalhefur enn ekki tekizt að sigra á útivelli, hefur gert eitt jafntefli og tapað fjórum sinnum. Það er þvi kominn timi til að þetta góða lið geri breytingu þar á. Útisigur. Coventry — Ipswich. Coventry hefur komið nokkuð á óvart i haust, liðið er i einu af toppsætunum. Þeir eru þvi til alls liklegir. Ipswich minnti hressilega á tilveru sina á laugardaginn var og tók þá Birming- ham i smá kennslustund og vann 5-2. Liklegustu úrslitin eru þvl jafntefli en til vara spáum við heimasigri (Fyrsti tvöfaldi leikur- inn). Liverpool — Everton. Þetta verður leikur vikunnar. Hér berjast liðin, sem eru i öðru og þriðja sæti i fyrstu deildar. Everton hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum og þotið upp töfluna. En nú er hætt við, að Everton komi að lokuðum dyrum, Liverpool er fasthelt á stigin. Við spá- um heimasigri en jafntefli til vara (Annar tvöfaldi leikurinn). Manchester City — Wolves. City tapaði fyrir Forest á laugardaginn var og féll þar með niður i fjórða sætið. Þeir mega ekki við að tapa fleiri stigum og vinna þvl Úlfana á laugardaginn. Middlesbro — Leeds. Leeds hefur gengið heldur illa ihaust og hefur það komið aðdá- endum liðsins á óvart. Liðið hangir þó um miðja deildina. Allt bendir til þess, að Leeds vinni á laugardaginn enda er lið Middlesbro lélegt um þessar mundir og auk þess heldur leiðin- legt. Newcastle — Chelsea. Newcastle-liðið er á hraðri og öruggri leið niður i aðra deild, liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leik keppnistimabilsins, en sið- an tapað tiu leikjum i röð. Newcastle tapar einnig á laugardag- inn, enda er andinn i liðinu slæmur. Norwich — Leicester. Leicester-liðið er annar fallkandidatinn. Gegn sterku liði Nor- wich á liðið enga von. Heimasigur. QPR — Notthingham Forest. Forest er „sputnik” liðið i enskri knattspyrnu i dag. Liðið vann sig upp i fyrstu deild á siðasta keppnistimabili og trónar nú i efsta sæti deildarinnar. Það er engin tilviljun heldur, liðið leikur góða knattspyrnu. Liðið vinnur auðveldan sigur á QPR. / WBA — Manchester United. Það sem af er keppnistimabilinu hefur WBA aðeins tapað einu stigi á heimavelli og er nú, öllum á óvart, i 3.-5. sæti i fyrstu deild. United hefur gengið verr en efni stóðu til. Við spáum þvi að WBA vinni á laugardaginn. 7. bók í flokknum „Menn í öndvegi” Björn ritstjóri út er komin bókin Björn ritstjóri eftir Lýð Björnsson, og er hún út- gefin af Isafoldarprent- smiðju. Björn stofnaði Isa- foldarprentsmiðju árið 1877, og kemur bókin um hann því út á 100 ára afmæli fyrirtækisins. I lokaorðum segir höf- undur, að bókinni sé ætlað það hlutverk, að f ræða les- endur um íslenzkan af- reksmann og samtíð hans. Björn ritstjóri er 7. bók ísa- foldar i flokknum Menn iöndvegi. Aður eru útkomnar eftirtaldar bækur: Gissur jarl, Skúli fógeti, Jón Loftsson, Jón biskup Arason, Brynjólfur biskup Sveinsson og Hailgrimur Pétursson. Af þessari afmælisútgáfu eru 150 tölusett og árituð eintök, sem fást i Bókaverzlun Isafoldar og á forlaginu i Þingholtsstræti 5. West Ham — Aston villa. West Ham hefur verið heldur óheppið i mörgum leikja sinna I haust. Liðið á betra skilið en að vera i þriðja neösta sæti. Viö spá- um jafntefli en útisigri til vara (Þriöja tvöfaldi leikurinn). Southampton — Bolton. Bolton hefur nokkra yfirburði i annarri deild, er með þremur stigum meira en næstu liö, sem eru Luton, Tottenham og Southampton. Við spáum útisigri en til vara spáum viö jafntefli (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn). —ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.