Alþýðublaðið - 09.11.1977, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1977, Síða 2
alþýðu' Miðvikudagur 9. nóvember 1977 Maoið 2 Gjafir til Krabba- meinsfélagsins Undanfarið hafa marg- ar gjafir og mörg áheit runnið til Krabbameins- félags Islands. Má þar nefna áheit frá fyrirtæki, sem ekki kærir sig um að láta nafns síns getið. Upphæðin var 255.878 krónur, en fyrr á þessu ári fékk Krabbameins- félagið einnig áheit frá þessu sama félagi að upphæð 125.000 krónur. Nemendur Húsmæöraskólans aö Laugalandi i Eyjafiröi ’44-’45 gáfu minningargjöf um Huldu Indriöadóttur frá Arnarholti i Biskupstungum, aö fjárhæö 60.000 krónur. Minningargjöf frá Valgeröi Guðmundsdóttur að fjárhæö 20.000 krónur. Til minningar um eiginmann Valgerðar, Hjálmar Jóhannsson og dóttur hennar, Guörúnu Hjálmarsdóttur. Nemendur úr 4. bekk Verzlunarskóla Islands '57, minntust tveggja látinna skóla- félaga i tilefni af 20 ára út- skriftarafmæli, meö rúmlega 120.000 króna gjöf til Krabba- meinsfélagsins. Auk þeirra, sem upp hafa ver- ið taldir hefur fjöldi annarra gefið gjafir og áheit, bæöi litlar og miklar upphæðir. íslenzk ullaráklædi vekja mikla athygli erlendis Fyrr á þessu ári hóf Ála- foss h.f. framleiðslu og sölu nýrrar tegundar ullar- áklæða. Hefur þessi nýja frámleiðsla vakið mikla athygli erlendis nú þegar og umsagnir verið mjög lofsamlegar. Nýlega birtist t.d. grein I tima- ritinu „Textile Month” sem er eitt virtasta rit, sem gefið er út um vefnaðariðnaöinn, en þar var sagt frá áklæöa- og gólfteppasýn- ingu sem haldin var i London á dögunum. Þar var meðal annars fariö mjög lofsamlega um islenzku áklæðin, og þau talin meðal „þess bezta” sem hafi veriö á sýning- unni. — JSS Ný hár- skerastofa opnuð A fimmtudaginn var opnaði Garöar Sigurgeirs- son hárskerastofu að Hótel Loftleiðum. Garöar hefur starfað sem hár- skeri i átta ár, þar af fjögur sið- ustu árin i Osló hjá nýkrýndum Evrópumeistara i hárskuröi, Kaare A. Nielsen. Garðar lærði hárskurð hjá Guðjóni Jónassyni aö Veltusundi 1. Guðjón hefur tekið þátt i all- mörgum hárskurðarmótum og unnið til verðlauna bæði hérlendis og erlendis. Hárskerastofa Garðars veröur opin frá 9-6 virka daga. —ATA Stórgjöf til H veragerð i sk i r k j u Hinn 1. nóv. síðastliðinn, afhenti Gísli Sigurbjörns- son forstjóri elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar, Hveragerðiski rk j u kr. 2.200.000.00 að gjöf. Stjórn Grundar gefur þessa stórkostlegu gjöf úr stofnenda- sjóði, til minningar um stofn- endur, þá séra Sigurbjörn A. Gislason, Flosa Sigurðsson, Harald Sigurðsson, Július Arna- son og Pál Jónsson, i tilefni af 55 ára afmæli Grundar, þ. 29. okt. 1977. Fyrir hönd safnaðarins, færir prestur og sóknarnefnd, forstjór- anum og stjórn Grundar, alúðar- þakkir fyrir höfðingjlega gjöf og biður þeim og stofnuninni bless- unar guðs. (Fréttatililkynning.) Af nýjum bókum Skákþjálfun eftir Alexander Koblenz Út er komin hjá Timaritinu Skák, ný bók handa skákunn- endum. Nefnist hún Skák- þjálfun, og er eftir Sovéska skákþjálfarann Alexander Koblenz. Nafn þessa manns er, útaf fyrir sig, trygging fyrir góðri vöru. Koblenz var persónulegur trúnaðarvinur og þjálfari Mjchail Tals, fyrrverandi heunsmeistara, á meðan sá siðarnefndi stóð i slagnum við Botvinnik. Tal þakkaðí það ekki sist afburðagóðum ráð- leggingum A. Koblenz, að hann náöi þvi takmarki sinu að verða heimsmeistari. Bókin er 144 bls. og skiptist i 16 kennslustundir, auk æfinga- kafla sem fylgja hverri kennslu - stund. Bókin er sérstaklega skrifuð fyrir þá sem ætla sér af> ná langt i skáklistinni, og má þvi búast við að handagangur veröi i öskjunni, um þaö bil sem upplag bókarinnar þrýtur. Islendingar eru frægir fyrir að láta ekki góðar bækur franri hjá sér fara, allra sist um skák, og er ekki að efa, að allir þeir, sem gaman hafa af töfrum skáklistarinnar, tryggi sé:r eintak i tima, áður en það er of seint. 92% fallinna dóma varða umferðarlagabrot Samkvæmt skýrslu sem prófessor Ármann Snævarr hefur tekið saman um dóma á Islandi á árunum 1972-1974, þá varðar yfirgnæfandi meirihluti fallinna dóma brot á umferðarlögum. Á þessu árabili hafa fallið alls 1972 dómar, þar af hvorki meira né minna en 1826 fyrir umferðarlaga- brot eða um 92%. Þessar upplýsingar komu fram i máli Sigurlaugar Bjarnadóttur, alþm. þegar hún mælti i gær fyrir frumvarpi um breytingar á um- ferðarlögum en það flytur hún ásamt Ellert B. Schram. Megin- efni frumvarpsins er það að við endurnýjun ökuskirteinis skuli umsækjandi standast skriflegt próf i umferðarlöggjöf. Þá er gert ráð fyrir að taka upp „punkta- kerfi” fyrir handhafa ökuleyfa. Skal þá skráð hjá lögreglu- stjóranum i Reykjavik brot sem viðkomandi ökumaður fremur á ökuferli sinum i hvaða lögsagnar- umdæmi sem er og ef i ljós kemur að sami maður er valdur að itrekuðum umferðarlagabrotum þá skal hann sviptur ökuleyfi um lengri eða skemri tima. Sigurlaug Bjarnadóttir minnti á hinn geigvænlega slysafaraldur sem gengiö hefur yfir að undan- förnu t.d. það að nú þegar væru banaslys i umferð á þessu ári orðin 30 talsins. Sagði hún nauðsynlegt að sporna viö fótum varðandi versnandi umferðar- menningu og kvað „sofandahátt, glannaskap, ósvifni og frekju” orsakir flestra óhappa i umferö- inni. Karvel Pálmason tók til máls um frumvarpið og lýsti stuðningi við það. Hann kvaðst hafa verið samskonar frumvarpi andvigur i fyrra, þar sem i þvi hefðu verið tvö atriði sem nú væru fallin út. Annað væri ákvæðið um lög- leiðingu öryggisbelta sem Karvel kvað skiptar skoðanir um hvort væri leið til úrbóta og hitt væri ákvæðið um sérstakan ökuskóla fyrir landið sem átti að vera stað- settur i Reykjavik. Hann tók undir þau orð flm. að ökuleyfis- svipting væri liklega árangurs- rikasta aðferðin til að refsa fyrir umferðarlagabrot. Ný pólsk grafík ad Kjarvalstödum Laugardaginn 12. nóv. kl. 15, verður opn- uð að Kjarvalsstöðum sýning á grafikmynd- Transmission, eftir Wojciech Kryzywobtocki. um eftir 34 pólska myndgerðarmenn. Verkin á sýningunni eru alls 130 talsins og unnin með ýmiskonar tækni, svo sem ætingar, akvatintur, mezzotintur, tréristur, dúkristur, þurrnál og gifsþrykk. í tengslum við sýninguna verður kynningar- og fræðslu- dagskrá, sem hér segir: Laugardaginn 12. nóv. kl. 15 — Sýningin opnuð. Þriðjudaginn 15. nóv. kl. 20.30. Fyrirlestur: Ryzard Olreba. Sunnudaginn 20. nóv. kl. 20. — Pólsk nútlmatónlist. Miðvikudaginn 23. nóv. kl. 20,30 — kvikmyndir um pólska graflk. Fimmtudaginn 24. nóv. kl. 21 — Um pólska vefjalist. — Hrafnhildur Schram. Mynd eftir Mariu JAS Fyrir utan gluggann, eftir Flóinn um nótt, eftir Mariu Wasowsku. Andrej Pietsch.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.